Morgunblaðið - 25.04.1967, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.04.1967, Qupperneq 17
MORCTUNBLAÐIÖ, ÞRIÐJUDAGUR 25. APRtL 19«T. Landsfundarrœða Ingólfs Jónssonar: Tvöfalt meiri fjárfesting í landbúnaði Stórátak í varanlegri vegagerð — Betri hagnýting oflons höfuðverkefnið í sjávnrútvegi Ingólfur Jónsson flytur ræðu sina á landsfundi Sjálfstæðisfl. f L O K Landsf undarræðu sinnar sagði Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra: „Við vitum að við vinnum þjóðinni bezt gagn með því að efla Sjálfstæðisflokkinn. Við vit- um að Sjálfstæðisflokkurinn er brjóstvörn gegn upplausn og sundrung, vörn gegn öllu, sem er óþjóðlegt og hindrar farsæla uppbyggingu þjóðfé- Iagsins. Við munum því við þessar kosningar leggja okk- ur fram og stuðla að því að sem flestir íslendingar kjósi Sjálfstæðisflokkinn. Sjálf- stæðismenn, konur og karlar, fram til sóknar. Gerum skyldu okkar við fósturjÖrð- ina, vinnum öll sem það við getum að sigri Sjálfstæðis- flokksins við í hönd farandi kosningar“. Hér fer á eftir í heild Lands fundarræða Ingólfs Jónsson- ar: Á síðasta landsfundi 1965, var stjórnmálaviðhorfið rætt eins og venjulega hefur verið gert á landsfundum Sjálfstæðisflokks- ins. Ekki væri óeðlilegt að þessi fundur mótaðist nokkuð af því að kjörtímabilinu er nú að ljúka og að gengið verður til kosninga eftir fáar vikur. Eftir 7% árs stjórnarforustu Sjálfstæðismanna er sjálfsagt að menn geri sér grein fyrir þróun mála á þessu tímabili. Formaður flokksins, Bjarni Benediktssson forsætisráð herra og Jóhann Hafstein dóms- málaráðherra, gerðu rækilega grein fyrir því helzta í ítarleg- um ræðrun. Munu þeir sem á hlýddu vera mun fróðari um það mikla hlutverk, sem Sjálfstæðismenn hafa átt í við- reisninni undanfarin ár. Uppbygg ing atvinnuveganna og viðreisn efnahagslífsins hefur ver- ið höfuðverkefni rikisstjórnar- innar. Fyrir átta árum var efna- hagur þjóðarinnar mjög bágbor- inn eftir viðskilnað vinstri stjórn arinnar. Gjaldeyrisskuldir hlóð- ust upp, gjaldmiðillinn var verð- laus, framleiðslan var að stöðvast og atvinnutækin uppfylltu á eng an hátt kröfur tímans á tækni- öld. Atvinnuöryggi vantaði, lífs- kjörum almennings hrakaði. Skömmtun, höft og svartur markaður var alþekkt fyrir- brigði. Hvernig viðhorfið var í þjóðlífinu um það leyti sem nú- venandi ríkisstjórn tók við völd- um hafa margir gleymt. Yngstu kjósendurnir, sem nú ganga til kosninga í fyrsta effa annaff sinn, kynntust ekki af eigin raun þeim leiðindum og erfiffi sem af gjald- eyrsskortinum og skömmtuninni leiddi. Ætla má aff allt aff 30 þús. nýir kjósendur hafi bætzt viff síff- an 1959, þegar höftin og skömmt unin var mönnum enn í fersku minni. Gera má ráð fyrir að kjós- endum hafi fjölgaff um allt aff 20 þús. frá þeim tíma. Það skipt- ir miklu máli aff ungu kjósend- urnir fái réttar upplýsingar um þjóðmálin og læri af reynslunni, meff því aff kynna sér stjórn- málasögu síffari ára. Réttindum fylgja ávallt skyld- ur. Með kosningaréttinum er kjósendum lögð sú skylda á herð ar að mynda sér skoðun á mál- efnum og gera sér grein fyrir hvaða stefná er farsælust fyrir þjóðina. Reynslan er bezti skól- inn og á henni má byggja. Við Sjálfstæðismenn höfum leitast við að kynna stefnu okkar í ræðu og riti og með þeim verk- um sem flokknum hefur auðnazt að koma í framkvæmd til góðs fyrir þjóðina. Reynslan sýnir að þegar Sjálfstæðismenn hafa stjórnarforustu og ráða mestu um stjórnarstefnuna fer hagur þjóðarinnar batnandi. Þá hefur frelsið til athafna verið endurvakið. Þá hafa at- vinnutækin verið aukin. Þá hef- ir framleiðslan vaxið í krafti tækninnar og lífskjör almennings hafa batnað. Arið 1958 þegar vinstri stjórnin gafst upp var krónan fallin og fékkst hvergi skráð í erlendum bönkum. Það sem nauðsynlega varð að gera til þess að rétta fjárhaginn við, var að skrá krónuna á því verði sem hún raunverulega var met- in, eftir þá fjárhagslegu misþyrm ingu á íslenzku efnahagskerfi, sem vinstri stjórnar æfintýrið hafði leitt af sér. Höfuffverkefni í sjávarútvegi betri hagnýting aflans. Með efnahagslöggjöfinni í árs- byrjun 1960 var krónian skráð í erlendum bönkum og síðan vita allir að íslenzka ríkið á sjálf- stæða mynt, ®em tekin er gild í samskiptum þjóðanna líkt og gjaldmiðill annarra sjálfstæðra ríkja. 1 kjölfar efnahagslöggjaf- arinnar komu ýmsar ráðstafanir til þess að endurheimta traust þjóðarinnar út á við. Afla varð atvinnutækja og leggja grund- völl að aukinni og fjölbreyttari framleiðslu. Verkefnið var stórt og ekki síður mikilvægt. Heiður þjóðarinnar var í veði ef illa tókst til. Hamingja, velferð og sjálfstæði íslands valt á því að vel tækist og að ráðstafanir þær sem gerðar voru mættu heppn- ast. Þjóðina vantaði fullkomin tæki til þess að framleiðslan mætti aukast. Áriff 1958 var rúm- Iestatala fiskibáta affeins 28.775 rúml. en í árslok 1966 5.573 rúmi. Rúmlestatala fiskibátanna hefur nærri tvöfaldazt á þessu tíma- bili, auk þess sem bátarnir eru nú búnir fullkomnustu tækjum en svo var ekki áður nema að litlu leyti. Samhliða þessu hafa verið byggðar verksmiðjur og frystihús víðsvegar á landinu til þess að nýta aflann, sem hefur aukizt í samræmi við aukningu flotans og fyllilega það. Afla- aukningin var gerð möguleg með því að kosta miklu til í tækja- kaupum. Á fyrstu árum viðreisn- arinnar var gjaldeyrir ekki fyrir hendi til þess að afla allra þeirra tækja, sem nauðsynlegt var og kom sér því vel, að þjóðin hafði með breyttri efnahagsstefnu, end urheimt traustið út á við og gat því fengið hluta af andvirði tækj anna með gjaldfresti. Þrátt fyrir hina miklu vélvæff ingu og uppbyggingu atvinnu- veganna til lands og sjávar, sem kostaff hefir þjóðina mörg þús- und milljónir króna, hafa skuld- ir þjóffarinnar ekki vaxiff nema úm örfá hundruð millj. króna, en á sama tíma er talið að eigna- aukningin nemi um 13 þús. millj. króna. I stað ósamningsbundinna skulda, sem söfnuðust í tíð vinstri stjórnarinnar hefir myndazt gjaldeyrisvarasjóður sem var við siðustu áramót um 1900 millj. króna. Allar sjálf- stæðar þjóðir telja sér nauðsyn- legt að eiga nokkurn gjaldeyris- varasjóð til þess að mæta sveifl- um sem komið geta í útflutnings verzluninni og til tryggingar því að ekki þurfi að grípa til við- skiptahafta, þótt óhöpp kunni að steðja að í bili. Það verðfall sem varð á sjáv- arafurðum seinni hluta fyrra árs og enn varir hefði leitt til inn- flutningshafta, ef efnahagur þjóð arinnar hefði ekki verið traustur. Verðfallið skapar vitanlega ýmsa erfiðleika en vonandi tekst að yfirstíga þá og ekki er ólíklegt að verðlagið leiti jafnvægis á ný og verði hagstæðara áður en lang ur tími líður. Verði það ekki er hætt við að sjávarútvegurinn eigi við nokkra erfiðleika að etja um sinn. 1 sjávarútveginum eru mörg verkefni að vinna eins og á flest- um öðrum sviðum þjóðlífsins. Höfuðverkefnið á næstu árum verður að finna leiðir til þess að hagnýta aflann, þannig að hann megi verða verðmætari áð- ur en hann er fluttur úr landi með aukinni vinnslu. Sjávarútvegur og landbúnaður hafa alla tíð verið höfuðatvinnu- vegir þjóðarinnar og svo mun einnig verða framvegis. En sem betur fer er atvinnulíf okkar orð ið fjölbreyttara en áður var. Iðn aður, siglingar í lofti og á legi, innlend verzlun og þjónusta við ferðamenn eru þegar mikilvægar atvinnugreinar sem fjöldi manna hefur atvinnu við. í nútíma þjóð- félagi er nauðsynlegt að atvinnu lífið geti verið fjölbreytt svo að sem flestar stoðir megi standa undir þjóðfélagsbyggingunni. Þróun landbúnaffarins. Þróun landbúnaðarins hefur verið hagstæð síðustu árin. 1 ársbyrjun 1960 varð að flytja inn smjör frá Danmörku af því áð innlend framleiðsla nægði ekki. Á árunum 1960 og 1961 mátti oft heyra í ræðum stjórnarandstæð- inga, þó helzt Framsóknarmanna, að landbúnaðarframleiðslan hlyti að dragast saman. Ekki mundi aðeins þurfa að flytja inn smjör heldur jafnvel kjöt, sem tæplega mundi verða framleitt nóg af til innanlands neyzlu. Fullyrt var að mjólkunskömmt- un þyrfti að taka upp, þar sem þannig mundi verða búið að bændastéttinni að framleiðslu- geta hennar yrði mjög lítil. — Stjórnarandstæðingar voru ekki bjartsýnismenn í byrjun þessa stjórnartímabils fremur en þeir eru nú. Framsóknarmenn spáðu móðuharðindum af mannavöld- um eins og kunnugt er. íslendingar eru í eðli sínu bjartsýnir og stórhuga. Bænda- stéttin hefur þessa eiginleika ekki síður en aðrir landsmenn og hefur því ekki látið úrtölur svartsýnismanna hafa áhrif á sig. Á síðustu sjö árum hafa orð- ið miklar framfarir í landbúnað- inum. Fjáu’festing hefur orðið tvöfalt meiri á þessum árum heldur en á jafnlöngum tíma áð- ur. Sjálfstæðismenn hafa alltaf viljað gera hlut landbúnaðarins góðan eins og annarra atvinnu- vega. Þess vegna hefur verið unn ið samkvæmt stefnu Sjálfstæðis- flokksins undanfarin sjö ár að því að auka framleiðsluhæfni landbúnaðarins og möguleika hans til þess að skapa þeim sem þann atvinnuveg stunda viðun- andi lífskjör. Samkeppnisaðstaða landbúnaðarins hefur batnað, kjör bænda hafa aldrei verið betri en nú og eru um þessar mundir hliðstæð því, sem ýmsar aðrar stéttir hafa, sem kjör bænda lögum samkvæmt miðast við. I útvarpsumræðunum rétt fyrir þinglokin viðurkenndu Framsóknarmenn, að hagur land búnaðarins hafi batnað, en tóku fram að það væri ekki landbún- aðarráðherra að þakka heldur stéttarsamtökum bænda. Um það skal ekki metast hverjum ber að þakka að hlutur bænda hefur ekki verið fyrir borð bor- inn nú eins og áður, þegar Fram sóknarmenn fóru með mál land- búnaðarins. Víst er það að rangt væri að þakka mér það einum sem vel hefur tekizt í þeim efn- um. Það er vitanlega Sjálfstæðis- flokknum og stefnu hans að þakka að vel hefur tekizt að þessu leyti. Með allri virðingu fyrir stéttarsamtökum bænda verður einnig að segja það, að þeim hefði ekki tekizt nú frem- ur en á valdadögum Framsókn- ar að fá leiðréttingu á málefnum landbúnaðarins ef stjórnvöldin hefðu snúizt gegn því. Rétt væri að minnast á nokkur lög sem sett hafa verið i tíð núverandi stjórn ar sem snerta landbúnaðinn. Umbótalöggjöf á sviffi landbúnaðar. Nefna má lög um bændaskóla, sem gera ráð fyrir aukinni menntun bænda, meðal annars hefir verið stofnsett framhalds- deild við bændaskólann á Hvann eyri. Verklegt nám hefur verið aukið við skólana. Aðsókn að bændaskólanum hefur aukizt mjög mikið í eeinni tíð og bendir það til þess, að ungir menn hafi í vaxandi mæli áhuga á landbúnaðinum. Það eru aðeins fá ár síðan talað var um að nóg væri að hafa einn bænda- skóla, aðsókn að skólunum var ekki meiri en það. Nú verður að vísa umsækjendum frá vegna plássleysis en úr því verður bætt með byggingu nýs skólahúss að Hvanneyri. Miklar byggingar og endurbætur hafa verið gerðar á húsmæðraskólum sveitanna. — Hafa endurbætur farið fram á öllum húsmæðraskólunum. í byggingu er nýtt skólahús á Laugarvatni, enda er gamla skólahúsið ekki nothæft lengur. í vetur voru samþykkt lög um búreikningaskrifstofu landbúnað arins. Búreikningaskrifstofa hef- ur starfað í aldarfjórðung en vegna fjárskorts hefur árangur af starfi hennar ekki orðið eins og æskilegt var. A seinni árum hefur fjármagnið aukizt og með breyttu skipulagi og nýrri lög- gjöf er ætlast til að búreikninga skrifstofan geti orðið bændum að liði og gefið nauðsynlegar upplýsingar í sambandi við rekstrarafkomu búanna. Auk þess eiga búreikningar ef þeir eru rétt og nákvæmlega færðir að vera leiðbeinandi við verð- lagningu búvöru ár hvert. Breyt ing á framleiðsluráðslögunuiu var gerð í samráði við bænda- samtökin og hluta neytendafull- trúanna á sl. ári. Er öruggt að 'sú breyting er til batnaðar. En mikilvægasta breytingin sem gjörð hefur veriff á þessum lögum var í árslok 1959 þegar bændum var tryggt aff fá aff fullu þaff verff sem ákveffiff er af sex-mannanefnd bverju sinnL Framsóknarmenn eru hættir að tala um litla framleiðslu í land- búnaðinum eins og þeir gerðu áð ur. Á síðasta ári var rætt um of- framleiðslu, smjörfjöll og vand- ræði sem að þjóðinni steðjuðu vegna þess að aUtof mikið væri framleitt af landbúnaðarvörum. Fullyrt var að bændur fengju ekki nærri fullt verð fyrir vör- una, þetta stafaði af því að rek- in væri röng landbúnaðarstefna. Það voru mörg spakmæli sögð þá, þeir voru margir sem töldu sig hafa sérlega gott vit á land- búnaðarmálum sumarið 1966. Nú eru menn hættir aff tala um smjörfjall enda er það ekki lengur fyrir hendi. Nú tala menn ekki lengur um aff bændur vanti mikið til þess aff fá fullt verff fyrir vöruna, enda munu þeir nú eins og ávallt síðan núverandi ríkisstjórn komst til valda fá það Framha af bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.