Morgunblaðið - 25.04.1967, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, >RIÐJUDAGUR 25. APRÍL 1967.
23
- RÆÐA JÓHANNS
Framhald af bls. 12
i þeim óyggjandi sönnun þess
sð viðreisnin hefir tekizt. Henni
er lokið. Lok þessa kjörtíma-
bils marka viðreisnartímabilið
frá 1960—1967.
Sú ríkisstjóm, sem með völd-
in fer að alþingiskosningum lokn
um í júní í sumar getur ekki
haft það verkefni að reisa við
ljárhags- og efnahagslíf eða al-
menna þjóðfélagsþróun. Verk-
efni hennar verður að byggja á
þeim grundvelli, sem með við-
reisnarstefnunni hefir verið lagð
ur.
Áfram liggja sporin
Auðvitað er fjarri því, að
alit sé sem skyldi og við-
fangsefnin og verkefnin eru
ótæmandi í ört vaxandi þjóð-
félagi til þess að bæta að-
stöðu einstaklinga og atvinnu
lífs og búa í haginn fyrir
framtíðSna.
Af framtiíðarverkefnum
hins íslenzka þjóðfélags er
það lang veigamest að bæta
manngildi hvers einstaklings,
gera hvem þegn að meiri
manni, betri borgara.
Aukin menning og mennt-
un og efling vísinda í sam-
rærni við kröfur tímams og
hliðstæða framsókn ná-
grannaþjóða er þungamiðja
þessa verkefnis.
Auknar rannsóknir og
beiting vísinda í þágu at-
vinmuveganna fylgir í kjöl-
farið, en frelsið og framtak
einstakílinga og félaga í
skjóli frjáislyndra stjórnar-
stefnu er sú leiðarstjarna,
sem stýra ber eftir.
Þetta sé okkar markmið,
Sjálfstæðismanna, að byggja
framtíðina á grunni viðreisn-
ar, sem orðin er, í skjóli
sköpunarvilja, manndóms og
þroska eimstaklinganma og
vaxandd samstarfs og gagn-
kvæms skiinings stétta og
starfsgreina, samtaka verka-
lýðs og launþega og vinnu-
veitenda í samræmi og sam-
stöðu við frjálslyndi í stjórn-
arathöfnum ríkisvaldsins,
ríkisstjórnar og Alþingis.
Ágætu landsfundarfulltrú-
ar!
Um leið og við festum í
minni það, sem áunnizt hef-
ir í sameiginlegri baráttu,
Skulum við ekki gleyma að
festa sjónir á framtíðinni, —
framtíð þessarar litlu ís-
lenzku þjóðar, sem er að
verða stærri og stærri.
„Árdegið' kallar, áfram
liggja sporin.
Enn er ei vorri framtíð
stafcbur skorinn“.
- LITLAFELL
Framh. af bls. 12
Orsakir þessa óhapps munu
vera þær að vélsíminn hefur bil-
að, svo ekki var unnt að láta vél-
arnar vinna aftur á bak í tæka
tíð, til að koma í veg fyrir árekst-
itrinn. Akkeri skipsins voru látin
falla í skyndingu, en þau nægðu
heldur ekki til að stöðva skipið.
Skemmdir á skipinu urðu litl-
ar sem engar og hafa ekki orðið
neinar tafir á olíuflutningum
vegna þessa óhapps. — hsj.
Spilokvöld
DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík hefur í vetur haldið
spilakvöld, þar sem Dýrfirðing-
ar og gestir þeirra hafa komið
saman til að spila.
Síðasta spilakvöld vetrarins
verður haldið fimmtudaginn 27.
apríl og hefst kl. 20.30. Verður
það síðast spilakvöld í heildar-
keppni félagsins í vetur.
Emangrunargler
BOUSSOIS
INSULATING GLASS
Er heimsþekkt fyrir gæði.
Verð mjog hagstætt.
Stuttur afgreiðslutími.
Leitið tiiboða.
Fyrirliggjandi
RÚÐUGLER:
2-4-5-6 mm.
Einkaumhoð:
HANNES ÞORSTEINSSON,
heitdverzlun,
Sími 2 44 55.
4ra herb. íbúðarhæð
Höfum til sölu nýja 4ra herb. íbúð á 3. hæð í nýju
sambýiishúsi við Ljósheima. Tvöfalt gler, sérinn-
gangur Allar nánari upplýsingar gefur
Skipa- og fasteignasalan
ÖLDUR LÍFS OG LITA.
eftir Eggert E. Laxdal, er
komin á markaðinn. Þetta
er skáldsaga. Aðalpersóna
sögunnar er ungur vél-
stjóri, sem ekki finnur
lífi sínu fullnægt á haf-
inu og glaumkátum stræt-
um framandi hafnarborga
og gengur því á land í leít
að lífshamingju sinni.
Hann gerist listmálari.
Bókin er myndskreytt af
höfundi og kostar kr. 193.
Laxdalsútgáfan.
Járniðnaðarmenn
Okkur vantar nokkra járniðnaðarmenn
og menn vana rafsuðu til starfa nú þegar.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Borgartúni.
Auglýsing
um skobun ökutækja 1967
AðaTskoðun bifreiða í Vestmannaeyjakaupstað 1967
fer fram dagana 4.—20. maí n.k. á tímanum kl. 10—12
og 13—18. Skoðunin fer fram við lögreglustöðina við
Hilmisgötu.
Eigendum vélknúinna ökutækja ber að mæta til skoð-
unar með ökutæki sín, svo sem hér segir:
Miðvikudaginn 3. maí: Bifreiðarnar V-1 til V-50
Föstudaginn 5. maí — V-52 til V-100
Laugardaginn 6. maí — V-101 til V-150
Mánudaginn 8. maí — V-151 til V-200
Þriðjudaginn 9. maí — V-202 til V-250
Miðvikudaginn 10. maí — V-251 til V-300
Fimmtudaginn 11. maí — V-301 til V-350
Föstudaginn 12. maí — V-352 til V-400
Laugardaginn 13 maí — V-401 til V-450
Þriðjudaginn 16. maí — V-451 til V-500
Miðvikudaginn 17. mal — V-501 til V-550
Fimmtudaginn 18. maí — V-552 til V-600
Föstudaginn 19. maí — V-601 til V-649
Laugardaginn 20. maí — V-651 til V-777
Mánudaginn 22. maí — með öðrum númerum og ökutæki með einkennis- merkjum annarra um- umdæma.
Þriðjudaginn 23. maí Dráttarvélar V.- V.d.-36 -1 til
Miðxikudaginn 24. maí Bifhjól V -1001 til V-1011
og
létt bifhjól V(R)-l til
V(R)-111.
Eigendur eða ökumenn skulu við skoðunina fram-
vísa skráningarskírteinum („skoðunarvottorðum")
ökutækjanna, öskuskírteinum, ljósastillingarvottorðum
og kvittunum fyrir greiðslu ábyrgðartryggingariðgjalda
(„skyldutryggingar") til 1. maí 1968.
Við skoðunina ber að greiða bifreiðagjöld ársins 1967;
þ. e. þungaskatt, skoðunargjald, vátryggingu ökumanns,
atvinnutryggingariðgjald (ef því er að skipta) .og hægri-
handar-aksturs-gjald, séu þau eigi áður greidd. Þá ber
að greiða útvarpsafnotagjald (ef því er að skipta), en
sýna kvittun fyrir greiðslu þess ella.
Vekja ber sérstaka athygli á, að ökutæki, sem eigi
eru færð til skoðunar á tilgreindum tíma, verða tekin
úr umferð án nokkurs fyrirvara, hvar sem til þeirra
næst, auk þess sem umráðamenn verða látnir sæta
refsingiun að umferðarlögum fyrir vanræksluna, enda
hafi viðkomandi umráðamenn ekki áður tilkynnt um
ástæður fyrir vanmætingu, og þær ástæður verið metn-
ar gildar.
Bæjarfógetinn I Vestmannaeyjum,
14. apríl 1967.