Alþýðublaðið - 22.07.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Grefið út af Alþýðuflokknum. Fimtudaginn 22. júlí €rknð símskeyti. Khöfn 2i. júlt. iStríð milli ítala og Yngoslaya? Frá Milano er stmað, að landa- Qiæradeiia Itala og Yugoslaviu harðni stöðugt, og að hvorir tveggja málsaðila geri hernaðar- ^áðstafanir. Bretar hóta bolsivíkum. Bretar hafa bótað bolsivíkum að hætta tafarflaust samningum við þá ef herir þeirra fari inn yfir íandamæri Póllands. Frakkar byrja stríð. Frá París er símað að Frakkar hafi hafið stríð gegn emírnum Feycal. Bolsívikar taka við. Frá Kowno er símað, að setu- lið Bolsivika hafi tekið við i þeim aéruðum Líthá, sem Pólverjár hafa hörfað ur. llúmenar vilja í stríð. Frá London er símað, að Rú' menía hafi boðist til þess að friða iandið í Litlu-Asíu. Earaasap króumur. Eftir Ólaf Friðriksson. I. Danska krónan. I vetur minfist einn af blaðrit- nrum Alþbl. eitthvað á það, við tvo þingmenn, hve bagalegt væri fyrir okkur hið hækkandi gengi dollarsins. En það kom þá í ljós af svari þingmannanna, að þeir höfðu bókstaflega enga hugmynd um hvaða merking lá í orðinu gengi og því síður að þeir skiídu hve bagaleg áhrif það hefir fyrir' ^slenzku þjóðina, þegar gengið, eða verðlag gjaldeyris, er hátt, í þeim í-öndum, sem við þurfum að kaupa vörur frá. Þessir tveir þingmenn voru áreiðahlega ekki fáfróðari en þingmenn eru alment, enda varð ég þess var í viðtali við einn þing- manninn af þeim sem nafnkunn- astir eru, að hann hélt að gengis- hækkun dönsku krónunnar nœði einnig til sleginnar mgntar, svo ekki var að furða þó þessir tveir minni háttar spámenn væru fá- fróðir um málið. Síðan að eg komst eftir því, hve fávísir þessir þingmenn voru um málið, hefi eg rekið mig á að tiltölulega fáir skilja af hverju gengismunur staf- ar. Það verður þó að teljast mjög nauðsynlegt að sem flestir skilji það, einkum af því, að verið er að gera tilraun til þess að hækka gengi krónunnar. :Jc í}: * Danska krónan og íslenzka krónan hafa nú, um alllanga hríð staðið mjög lágt. Svo lágt, að ofan á hverja krónu til Svíþjóðar og Euglands hefir þurft að bæta um það bil 30 aurum, en til Am- eríku þarf nú að bæta hverja krónu upp með 60 aurum. Er afleiðing þessa lága verðs (gengi) krónunn- ar sú, sem fiestum lesendum dag- blaðanna er vel kunn, að við þurf- um að gjalda vörur frá þessum londum mikið hærra verði en ella. Hver er nú orsökin þegar gjald- eyrir eins lands lækkar, mið- að við gjaldeyrir annara Iands? Orsökin er jafnan sú, að meira verdmœti hefir um iengri eða skemri tíma verið fiutt inn í landi heldur en út úr því. Hér er vert að taka það fram, að hagskýrslur flestra landa sýna á venjulegum tímum meiri inn- flutning en útflutning, en það er af því, að verzlunarhagnaðurinn af viðskiftunum kemur fram í skýrslunum. Tvö lönd sem flyttu út vörur fyrir 100 miljónir hvort, og hvort til annars, en verzluðu ekkert við önnur lönd, mundu að líkindum bæði sýna meira innflutt en útflutt í hagskýrslurn sínum. Annað, sem vert er að athuga, 165. tölubl. er það, að gjaldeyrir lands íœkk- ar ekki, jafnvel þó mikið meira sé flutt inn en út um margra ára bil, ef hagkvæm lán fást erlendis, sem svara til mismunarins á inn og útflutningnum, en slík lán fást ekki, nema þeir sem peningum ráða erlendis hafi trú á stjómsemi, dugnaði og skilvísi landsmanna, og þó öllu fremur en það, hafi trú á því, að náttúruauðæfi lands- ins geti gefið góðan arð ef rétt sé að farið. (Framh.) VestjjSrSuni. Maður nýkominn af Vestfjörð- um segir svo frá: Fossar. Aftur er byrjað að mæla Árnar- fjarðarfossana (Dynjandi og Mjóík- árfossa), til frekari undirbúnings; virkjun þeirra. Eru þar 2 norskír verkfræðingar og 4 aðstoðarmenn fslenzkir, eins og í fyrra sumar. Þar er saltvinsla talin arðvænlejg (0. fl.) og afl fossanna yfrið nóg, líklega alt að 60 þús. hestafía. Járn er í Eyrarfjalli í Önundarfirði, og verður Ifklega byrjað að vinna það áður langt um líður. Hefir það verið rannsakað og reyndini orðið góð. Járnauðugt lag athugað í fyrra, og útlit fyrir að lík lög séu viða þar í fjöllunum. Járnleir er þar einnig, sem talið er auð- velt að vinna, en meiri úrgangur en í fastari lögum. Tíðin. Snjór hefir alt til þessa verið ii túninu á Sela-Kirkjubóli í Önund- arfirði, og er Ifklega ekki fárinn enn. Breiðdalsheiði (milli Isafjarðar og Önundarfjarðar) naumast hest- fær enn sökum fanna undan vetr- inum; en þessi vetur var Ilka næstum ómynnilegur snjóakyngir,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.