Morgunblaðið - 04.06.1967, Side 16

Morgunblaðið - 04.06.1967, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JIJNÍ 1067. Atvinnujöfnunarsjóiur hefur þegar komið íbúum Sauðárkróks til góða — rætt við Guðjón Sigurðsson GUÐJÓN Sigurðsson bakari á Sauðárkróki hefur um árabil átt sæti í bæjarstjórn Sauðár- króks og var hann um skeið for- seti bæjarstjómar l>ar. Guðjón hefur alltaf látið málefni kaup- staðarins sig mikils varða og er því gjörkunnugur þeim. Ræddi blaðamaður Mbl. við Guðjón fyrir skömmu og bar þá aðallega á góma þau mál, sem nú eru efst á baugi á Sauðárkróki. — Atvinnulífið hefur verið með daufara móti á Sauðárkróki í vetur, sagði Guðjón. Ógætir voru miklar og stunduðu menn ekki sjóinn af eins miklu kappi og áður. Sl. sumar var hér líka mikil aflatregða. Nokkrir bátar stunduðu þá sjó með línu en það gekk illa, og var því sáralítil atvinna við fiskverkunina'. Það er reyndar ekkert nýtt hér á Sauðárkróki að það komi ein- hver tími yfir árið, sem lítið er um að vera, en sá tími hefur verið óvenju langur núna. Hér er hinsvegar iðnaður að aukast allverulega og eru nú hér um 80 iðnlærðir menn, auk þeirra sem eru í iðnnámi Ber mest á hverskonar þjónustu- iðnaði og hefur nokkur slíkt fyr- irtæki verið sett á stofn hér að undanförnu og veitt töluverða atvinnu. Það er ekki gott um að segja hvaða framtíð iðnaðurinn á hér, en við vonum hið bezta og búast má við því að iðnaðurinn verði hér í framtíðinni sú at- vinnugrein sem skapar atvinnu- öryggi um afkomu manna yfir allt árið, þótt sjávarútvegur hljóti að verða aðalatvinnuveg- urinn hér eftir sem hingað tii. — Menn eru ekki bjartsýnir á framtíð sjávarútvegsins hér, ef svo heldur áfram sem horfir, að aflinn minnki ár frá ári. Ein- hverntímann hlýtur að koma að því að þetta snúizt við og síldin gæti líka tekið upp sitt fyrra líf erni og sótt á miðin fyrir Norð- urlandi. — Við eigum enga togara, og það má segja það, að útgerð stærri báta hefur gengið ákaf- lega illa héðan frá Sauðárkróki. Stafar það örugglega af því að veiðarnar hafa verið nær ein- göngu stundaðar með það fyrir augum að allur aflinn væri lagður upp hér. Hefur þetta orð- ið tálmun á rekstri skipanna og hindrað þau í að snúa sér að annari veiði og sækja lengra t.d. á síldarmiðin fyrir austan land. Þeir bátar sem nú eru gerð ir út héðan eru flestir litlir, eða frá opnum trillum upp í 40 tonna báta. — Af framkvæmdum í kaup- staðnum ber hæst byggingu gagnfræðaskóla, en það er að- kallandi mál fyrir okkur. Byrj- að var að grafa fyrir grunni húss íns í fyrra haust og er meining- in að mikið verði unnið við hann í sumar. Það ex brýnt hags munamál, ekki einungis fyrir Sauðkrælinga, heldur Skag- firðinga almennt, að fá hér góð- an gagnfræðaskóla. Þá er aðkallandi fyrir okkur að auka hafnarframkvæmdir. Hafnarmálin eru ákaflega erfið fyrir okkur, en við bindum von- ir við nýju hafnarlögin svo og Frá Sauðárkróki Guðjón Sigurðsson Norðurlandsáætlunina í þessum efnum. — Ég vil taka því fram að við höfum mikla trú á að Norð- urlandsáætlunin leiði margt gott af sér. Við höfum þegar séð hvað Vestfjarðaráætlunin hefur gefið góða raun, og er ekki ástæða til annars en að ætla að svo verði einnig hér. Ég tel að þessar áætlanir séu raunveru- lega fyrsta raunhæfa skrefið sem stigið hefur verið til þess að auka á jafnvægi í byggð lands- ins og auka atvinnu úti á landi. Þá er það ekki lítið atriði að áætlun þessi kemur í kjölfar laga um Atvinnujöfnunarsjóð, en sá sjóður er þegar farinn að virka til alls verklegrar hagræð- ingar fyrir þetta bæjarfélag. Má benda á það, að nú fyrir skömmu styrkti stóðurinn sjómenn hér vegna lélegrar afkomu á vertíð- inni. Þá er líka vert að geta þess, að atvinnumálanefnd Norð urlands hefur verulega stutt að því að auka áhuga sjómanna að stunda sjó á hinum svonefnda dauða tíma, þ.e. frá áramótum til 1. júní, með því að greiða 40-50 aura verðuppbót á hvert kíló af fiski sem þá aflast. :— Það leynir sér ekki að Framhald á bls. 18 í ráði að byggja við Kvennaskól- ann á Blönduósi — samtal við frú Huldu Á. Stefdnsdóttur — ÉG tók við skólastýrustöðu við Kvennaskólann á Blöndu- ósi 1932 og gegndi því starfi til ársins 1937. Það hefur varla komið til af góðu að leitað var til mín, sagði Hulda Stefánsdóttir, skóla- stýra kvennaskólans á Blöndu ósi, þegar við heimsóttum hana. En frú Hulda tók síðan aftur við starfinu 1958 og hefur gegnt því síðan, eða í 14 ár samanlagt. — Mér hefur fallið starfið vel, hélt frú Hulda áfram, — ég hef í gegnum það kynnzt mörgu góðu fólki og ég hef alltaf haft vilja til þess að vinna skólanum eins vel og ég hef getað, — sennilega af því að mér þykir vænt um hann. En fólk stendur ekki eins saman um þennan skóla og það gerði til að byrja með enda tíminn orðinn breyttur og skólarnir og tækifærin eru orðin fleiri. — Hvenær var skólinn stofnaður? — Hann var stofnaður 1879 og tók þá til starfa um haust- ið að Undirfelli í Vatnsdal. Hann var síðan nokkuð á hrakningum, eða til þess tíma að þetta hús var byggt fyrir hann. Til að byrja með var skólinn einvörðungu gagnfræðaskóli, en var breytt í húsmæðraskóla 1923. — Hvað eru margar náms- meyjar við skólann? — Þær eru í vetur um 40. Er þá skólinn fullskipaður og vel það. Að undanförnu hef- ur alltaf verið meiri aðsókn að skólanum heldur en hægt hefur verið að taka á móti, og sést það m.a. á því að í fyrrahaust lágu fyrir um 100 umsóknir. Stúlfkurnar eru víðsvegar að af landinu. — Hvað eru kennarar við skólann margir og hverjar eru helztar kennslugreina? — Kennarar við skólann eru nú 5 og í skólanum eru kennd hin venjulegu fög sem kennd eru í kvennaskólum, þ.e. þvottur og ræsting, saum ar og vefnaður, matreiðsla og nokkrar bóklegar greinar. Þá hef ég lagt áherzlu á að hér væri kennd tóvinna, en ís- lenzkri tóvinnu er nú mjög hætt, því miður. Margir hafa líka á móti henni og það hef- ur kveðið svo rammt að, að mæður hafa skrifað mér og sagt að þær vildu ekki hafa sínar dætur í skóla þar sem Kvennaskólinn á Blönduósi. slík vinnubrögð væru kennd. Það er nú það. Við íslending- ar erum ekki þjóðlegri en þetta. — Er ekki hin sama þörf fyrir stúlkur að læra til húss- halds nú og áður? — Þörfin er alltaf jöfn, en , auðvitað verður að laga hús- mæðraskólana jafnt og aðra skóla að breyttum kröfum tímans. Kennsla í húsmæðra-j skólum hefur verið sú hinj sama í mörg ár, og ég er inn á því að það sé þörf á að endurskoða námsgreinaval og annað í náinni framtíð. — Er nokkuð áætliað að stíekka þennan skóla? — Já. Það stendur til að byggja við hann. Þetta hús sem við höfum nú til um- ráða var byggt árið 1911 og fullnaegir hvergi þörfum okk- ar og við höfum búið að und- anförnu við mikil þrengsli. Það hefur bætt ákaflega mikið úr hjá okkur að nú hafa verið byggðir tveir nýir kennarabústaðir og losnaði þar með að hluta það pláss sem kennararnir tóíku í skóla byggingunni áður. Búið er að teikna og skipuleggja væntan legar viðbyggingar við skól- ann og er vonandi að hafizt verði handa við þær áður en langt um líður. Frú Hulda Stefánsdóttir er formaður nýstofnaðs Sjólf- stæðisikvennafélags á Blöndu ósi og spurðumst við fyrir Hulda Stefánsdóttir um starfsemi þess. —Tíðin var mjög erfið hér í vetur, sagði frú Hulda, — og hamlaði hún þvi að hægt væri að halda uppi þeirri starfsemi sem félagið hafði ætlað sér. Nú dregur að kosn ingum og þá er að herða bar- óttuna. Annars hafa konxxr ekki nógu mikinn áhuga á stjórnmálum og það er stað- reynd, að þegar fólki er farið að líða vel og hefur allt sem það þarf, þá hættir það að hugsa um stjórnmál. Það er reyndar fleira en stjórnmál sem líður fyrir þetta og má við bæta bæði skólum og fé- lagsstarfsemi. Velmegun drep ur eldmóðinn í mönnum. Þratt fyrir þetta held ég að gott hljóð sé í Sjálfstæðis- fóliki hér, og vonandi verður sigur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í sumar sem mestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.