Morgunblaðið - 20.10.1967, Side 2

Morgunblaðið - 20.10.1967, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2ð. OKT. 1967 Færeyskur reknetabátur ferst Einn drukknaði af 10 manna áhöfn Þórshöfn, Færeyjum, 19. okt. Einkaskeyti til Mbl. Vélbáturinn Njarlingur frá Þórshöfn fórst kl. 7,30 á þriðjudagsmorgun um 40 míl ur norður af Færeyjum, en báturinn var á leið á Austur- djúp á reknetaveiðar. Einn maður fórst með bátnum, en níu komust af í gúmbjörg- unarbát og velktust í honum klæðlitlir við mikla vosbúð í 40 klukkustundir, unz tog- arinn Loch Inver bjargaði þeim síðla á miðvikudags- kvöld. Báturinn var, eins og fyrr seg- ir, um 40 sjómílur norður af Færeyjum, er hann fékk á sig mikinn brotsjó. Hann fór þá þeg- ar á hliðina og rétti sig ekki við aftur. Tveir menn voru þá staddir í stýrishúsi auk skip- stjóra, sem hljóp strax til og losaði um gúmbjörgunarbátinn. Er hann kom í stýrishúsfð aftur var annar mannanna horfinn og Lógl verð ó bókum ú uppboði Á BÓKAUPPBOÐI Sigurðar Benediktssonar í Þjóðleikhúsinu í fyrradag var verð á bókum lágt og lét Sigurður svo ummælt við Morgunblaðið, að það væri Á sunnudagskvöld drukknaði á Seyðisfirði rúmlega tvítugur sjómaður, Níls Þorkell Axels- son, til heimilis að Kletti við Kleppsveg. Myndin er af Níis heitnum. ekki sambærilegt við það sem verið hefur. Hátíðarútgáfa Máls og Menn- ingar, tóif bækur áritaðar af höf undum, fór á 6000 kr., en bók- hlöðuverð fyrir tveimur árum var kr. 10.000. Sömuleiðis var Óðinn inn-bundinn sleginn á 6000 kr., en samlbærilegt eintak fer venjulega á 8—10 000 kr. Árs ritið Gestur Vestfirðingur fór á 5000 kr., Islandica Halldórs Her- mannssonar I-XXIX, verkið allt, fór á 4.200 kr. óinnbundin, en hefur farið innbundin á 12— 13.000 kr. Ævisaga Alberts Thorvaldsen, Khöfn 1841, fór á 4000 kr. og Manntalið frá 1703, óbundið, fór á 2500 kr., en hefur áður verið slegið á 6000 kr., að vísu inn- bundið. Frumútgáfa á Ljóðmælum Jón asar Hallgrímssonar fór á 2400 kr., og Blanda, að mestu inn- bundin á 2300 kr., Gríma eldri, Kvæðakver Halldórs Laxness, Safn Fræðafélagsins 1-13, Vík- verji Páls Melsted og Rímna- bragfræði sr. Helga Sigurðsson- ar fóru öll á 2000 kr Loks mætti nefna ættarskrá Bjarna Þor- steinssonar, innbundna, sem fór á 1600 kr., en hefur farið á 2200 kr. óinnbundin. Bíllinn fastur i bryggjunni. CLjósm. Sv. Þ.) Nýfa bryggfan í Hafnar- firði brast undan vörubil LAUST eftir kl. tvö í gær vildi svo til, að Nýja bryggjan í Hatfn arfirði, en hún var tekin í notk- un 1931, brast undan vörubíl, svo að annað afturhjólið fór niður úr henni. Eitt langband- ið hafði fúnað í sundur. Hér var um að ræða 5 tonna Bedford, áfgerð 1963, eign Fiskhallarinn- ar, en bíllinn hafði lestað fisk úr Gísla lóðs. Hámarksþungi bifreiða á bryggjimni er 12 tonn. Magnús Guðmundsson, bif- reiðastjóri, sagði svo frá tildrög- um þessa: — Ég var að taka af stað frá hliðinni á bátnum, en þá datt bíllinn niður og mér brá náttúrlega illa, eins og gefur að skilja. Eg gizka á, að heildar- þungi bifreiðarinnar hafi verið 11 tonn. Hafnarvörðúrinn lét svo um- mælt, að bryggjan hefði verið mikið styrkt, a.m.k. um helming eða meir, síðan hún var byggð og henni væri stöðugt haldið við. Alltaf væri skipt um það, sem á sæist. 14 tonna krsnabíll lyfti vöru- bílnum upp úr gatinu á bryggj- unni, eftir að fiskinuim hafði verið mokað af honum og gekk það snurðulaust. hafði hann tekið út. Þar sem báturinn sökk mjög fljótt varð áhöfnin að fara klæðlítil í björg unarbátinn. Bar þetta svo brátt að, að skipstjóri hafði ekki tíma til að senda út neyðarkall áður en hann komst í björgunarbát- inn. Þegar Hull-togarinn fann björgunarbátinn voru mennirnir flestir vel haldnir þrátt fyrir volkið og munu nú allir við góða heilsu. Björgunarbáturinn var þá um 14 mílur norður af Færeyjum. Nafn mannsins sem fórst er Jens Jacob Hansen frá Langa- sandi á Straumeyju. Hann var 37 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú ung börn. Njarlingur var 50 tonna bátur, smíðaður í strfðslok. Arge. r Kristín Sigurðardóttir og Brynja Einarsdóttir til vinstrl, voru á vörubilnum og kræktu í netin, en hinar tvær, Helga Ketilsdóttir og Björg Jóhannsdóttir, voru í lestinni. (Ljósim. Sv. Þ ) Stúlkurnar tóku vii, þegar piitarnir gengu úr lestinni VIÐ ÚTSKIPUN á heil- frystri kindalifur og kinda- skrokkum um borð í Jökul- fell í Hafnarfirði í gær bar svo við, að átta piltar, 17— 18 ára, fóru upp úr lestinni um hádegið, þótti þar bæði kalt og erfitt. 1 staðinn gáfu sig fram 15 ára stúlkur úr Fiensborgarskóla. Við hittum þær aðeins að máli: — Er þetta ekki erfitt? — Nei, nei, það er gott að fá peningafia. — En það er kalt niðri í lestinni? — Nei, ekki heldur. Okkur finnst svo gaman. — Þið eru kannski alvan- ar? — Nei, þetta er í fyrsta skipti. Við fengum frí í skól- anum til þess að skipa út. — Ykkur þótti aumingja- legt af strákunum að hætta? — Já, þeir eni svo latir. Strákarnir eru íatari en við. — Haldið þið, að þið munið skipa út síðar, ef á þarf að halda? — Við vitum það ekki. Ef við getum. Þrír bílar skemmasl í hörðum árekstri ÞRÍR bílar skemmdust mikið í hörðum árekstri, sem varð á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhliðar laust fyrir klukkan sjö i fyrrakvöld. Engin slys urðu á fólki. Sendi'ferðabíll ók vestur Miklu brautina og ætlaði ökumaður hans að beygja til hægiri inn á Lönguhlíð. Þegar hann hugðist draga úr ferðinni kom í Ijós að hemlar bílsins voru með öllu óvirkir og greip þá ökumaðurinn tii þess ráðs, að aka utan í eyju, sem þarna skiptir akgreinum, ef vera kynni að bíllinn stöðvaðist við eyjuna. — ASÍ viðiæður Framhald af bls. 1 breytt eðlilegri málsmeðferð Líklegt er raunar. að frv. geti ekki náð samþykki fyrir 1. nóv. en um efni þesis skipti það eitt út af fyrir sig sáralitlu máli. Enga úrslitaþýðingu hefur, hvort farmiðaskatturinn tekur gildi mánuði fyrr eða síðar. Um verðstöðvunarbeimildina er það raunar svo, að hún rennur út nú um mánaðamótin, en skv. þvi fordæmi, sem í sjálfum verðstöðvunarlögimum er, þá er hægurinn hjá að bæta inn í frv. sjálft banni við verðhækkunum á þeim tíma, sem líða kann, frá októberlokum, þangað til hin nýja heimild verður lögfest. Eins væri auðvitað hægt að bera fram sérstakt frv. um verðstöðv- un en á því þarf sem sagt ekki að halda skv. þessu ótvíræða, ó- umdeilanlega fordæmi, enda er ekki að efa, að þeir aðilar, sem máli skipta í þessu sambandi, una við þá málsmeðferð. Ég vil einungis að lokum lýsa ánægju minni yfir því, að þess- ar viðræður skuli hefjast því að ljóst er, að þær hljóta a.m.k. að skýra málin og vonandi leiða þær - lil víðtæks samkomulags um að bregðast á þjóðhollan hátt við þeirri nauðsyn, sem nú blasir við. Svo £ór þó ekki, heldur rann bíllinn upp á eyjuna og yfir hana. Lenti hann fyrst á Volks- wagenbíl, sem ekið var austur Miklu'brautina, og síðan á öðr- um sendiferðabíl, sem kom á eftir fólksbílnum. Allir bílarnir þrír skemmdust mikið, sérsta'klega Volkswagen- bíllinn, en engin slys urðu á fólki. Sendíherra Brasillu afhenti trúnaðarbréf Mbl. barst í gær eftirfarandi fréttatilkyn'nirag frá skrifstofu forsiefa íslands: „Hinn nýi ambassador Brasi- líu, herra Jayme de Souza-Go- mes afhenti í dag fonseta fs- lands trúnað'a'rbréf sitit við há- tíðlega athöfni á Be&sastöðum að viðstöddum utanríkisráðherra". Hitaveitugeym arnir tæmdust HIT AVEITU GE YMARNIR á Öskjuhlíð tæmdust í fyrradag í fyrsta skipti á haustinu. Olli það vatnsleysi á Skólavöruhæff og víffar. Samkvæmt upplýsingum Hita- veitunnar mun orsökin vera, rakt veður og sólaxlaust með nokkurri golu. Dagana á undan, meðan frostið var, lækkaði i geymunum um 2 metra á dag, en þennan frostlausa dag lækkaði alls um 4 metra. Orsökin m'un líklegast vera sú, að sálræn við- brögð borgarbúa verða þau, að þeir láta renna vatn, þrátt fyrir hlýnandi veður fyrst á eftir kuldaskeiði. Þá er varastöð Hitaveitunnar eklki enn tekin til starfa eftir sumarið. DJUPA lægðin, sem sést á kortinu vestur af Skotlandi, var farin að grynnast í gær og hreyfðist hægt norð-aust- ur á bóginn. Hún olli stormi hér suður af landinu framan af degi, en vindur fór þar heldur lygnandi, því að hæð- in yfir Grænlandi var í rén- un. í dag má búast við NA- giolu, bjairtviðri og vægu frosti suðurvestan lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.