Morgunblaðið - 20.10.1967, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.10.1967, Qupperneq 12
r 12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKT. 1967 V— Fjdrlögin Framhald af bls. 1 fjarvistum starfsmanna. • Enn er unnið að endur- skoðun laga um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna og við ýmis vandamál að fást einkum um samningsaðild vegna klofnings í röðum opin berra starfsmanna. • Sennilega er hagkvæm- ara að einn aðili annist rekst ur skipa, sem eru gerð út á vegum mismunandi ríkis- stofnana og ríkisfyrirtækja. Hér fer á eftir fyrri hluti af fjárlagaræðu Magnúsar Jónsson- ar. ÁÐUR en ég geri grein fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1968, mun ég í stórum dráttum skýra afkomu ríkissjóðs á áriniu 1966 og horfur á yfirstandanidi ári. Nokkru áður en Alþingi lauk störfum sl. vor birti ég þinginu greinargerð um afkomu rikissjóðs á árinu 1966, en tók þá fram, að þar væri um bráða birgðatölur að ræða í ýmsum efnum og gætu því niðurstöður breytzt nokkuð við endanlegt uppgjör. Þótt þær breytingar séu ekki veigatmiklar, þykir mér engu að síður rétt að nefna hér hinar helztu niðurstöðutölur, eh * mun þó fara skjótt yfir sögu og um einstök atriði visa til riikisreikningsins ,sem lagður hefur verið á borð háttvirtra þingmanna. Afkoma hkissjóðs 1966 Tekjur á rekstrarreikningi ríkissjóðs árið 1966, urðu 4.677.8 millj. kr. og fóru því 883.4 millj. kr. fram úr áætlun fjárlaga. Munar þar mc-st um aðflutnings gjöld og söluskatt. Aðflutnings- gjöld fóru 394.5 millj. fram úr áætlun og söluskattur 200.5 millj. Stafar það af auknum inn flutningi og aukinni viðskipta- veltu. Gjald af bifreiðum og bif hjólum fór 65 millj. kr. fram úr áætlun, enda óx innflutning- ur bifreiða stórlega fré næsta ári á undan. Þá fóru tekjur af ríkisstofnunum 146.2 millj. fram _ úr áætlun og veldur því m.a. stóraukin sala Áfengis- og tó- baksverzlunar rikisins. Enginn vafi er á því, að smygl á áfengi, hefir minnkað þótt neyzla inn- anlands muni hafa vaxið nokk- uð. Tekjuafgangur varð einnig 49.4 millj. hjá Pósti og síma. Loks fór tekju- og eignarskatt- ur 64.6 millj. kr. fram úr áætl- un, stimpilgjöid 11.1 millj. og vaxtatekjur 14 millj. fram úr áætlun, bæði vegna hagstæðs vaxtajafnaðar við Seðlabank- ann og innheimtra dráttar- vaxta. Aðrar tekjur ríkissjóðs urðu nálægt áætlun, en aukatekjur þó aðeins 54.7 millj. í stað 70 millj., sem áætlað var. Með lög um frá 22. des. 1965, um auka- tekjur ríkissjóðs, var gert ráð fyrir allverulegri hækkun þeirra, en þann tekjuauka var þó mjög erfitt að áætla, þar sem um svo margvísleg gjöld er að ræða, enda reyndist áætl- imin óraunhæf. Gjöld á rekstrarreikningi rík issjóðs árið 1966, urðu 3.899.2 millj. kr. og fóru því 291 millj. fram úr áætlun. Helztu skýringar þessara umfram’gjalda eru launahækkan ir, auknar niðurgreiðslur, aukn- ar útflutningsuppbætur og út- gjöld vegna sérstakra laga^ Launahækkanir eru taldar hafa numið alls um 175 millj. frá því sem áætlað var á einstök- uim fjárlagaliðum. Er þar bæði um að ræða afleiðingar Kjara- dóms frá ársbyrjun 1966, þar sem kveðið var á um 7% hækk- un grunnlauna opinberra starfs manna, ýmsar launatilfærslur, sem síðan hafa verið gerðar og afleiðingar vísitölubreytinga. Auk þess er reiknað með launa hækkunum til ýmissa, sem ekki taka laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Á 19. gr. voru 107 millj. kr. áætlaðar til að mæta þessu, þannig að raunveruleg um- framgreiðsla er 68 millj. kr. Þá hefur framlag til eftirlauna og tillag til lffeyrissjóða hækkað um tæplega 8 millj. kr. frá fjár- lögum. Útgjöld til félagsmála hafa hækkað um 22 miUj. kr., einkum vegna beinna afleiðinga launahækkana. Niðurgreiðslur á vöruverði fóru 54 millj. fram úr áætlun fjárlaga, enda voru niður- greiðslur auknar verulega sl. haust í sambandi við verðstöðv- unina. Mestur hluti umfram- greiðslunnar, eða 37.6 millj. kr., eru þó niðurgreiðslur vegna ársins 1965, sem inntar voru af hendi á árinu 1966 og ekki tald ar í ríkisreikningi þessa árs. Niðurgreiðslur að upphæð 62 millj. rúmar vegna ársins 1966, sem fóru fram eftir sl. áramót Fyrri grein eru hins vegar taldar með gjöld um ríkissjóðs árið 1966 og tekið tillit til þess í yfirliti um greiðslu jöfnuð þessa árs. Uppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir fóru 34 millj. kr. fram úr fjárlögum, sem staf aði af meiri hækkun búvöru- verðs og meiri framleiðslu en gert hafði verið ráð fyrir við samning fjárlaga ársins. Út- gjöld samkvæmt heimildarlög- um og sérstökum lögum urðu rúmlega 90 millj. kr. umfram fjárlög. Er þar fyrst og fremst um að ræða útgjöld vegna sér- stakrar löggjafar um aðstoð til sjávarútvegsins rúmar 70 millj. kr. og 20 millj. kr., sem innt- ar voru af höndum til Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins, sam kvæmt sérstökum lögum, sem sett voru rétt fyrir árslok 1966. En gert var ráð fyrir að verja samtals 30 millj. kr. til þess sjóðs af greiðsluafgangi ársins 1966. Alls nema umframgreiðsl- ur vegna þeirra liða, sem nú hafa verið taldir, um 276 millj. af áðurnefndri 291 millj. kr. umframgreiðslu. Þegar gjaldaiiiið rekstrar- reiknings er skoðuð, ber að hafa í huga, að launahækkunum, sem í fjárlögum eru áætlaðar á 19. gr., hefur verið skipt nið- ur á viðeigandi gjaldagreinar í reikningi. Sama á við um launa skatt. Skýrir það í mörgum til- vikum að verulegu leyti mun fjárlagatölu og reikningstölu, einkum á þeim gjaldagreinum, þar sem laun eru hlutfaíLslega mjög stór liður. Kostnaður við Alþingi fór 5.7 millj. kr. fram úr áætlun. Vafa laust er hér aðaliega um launa- hækkanir að ræða, en rekstrar- reikningur hefur ekki borizt frá skrifstofu Alþingis og því ekki hægt að vita nákvæmlega um orsakir umfrsmgreiðslunn- ar, en fjármálaráðuneytið hefir ekki bein afskipti af fjárreiðum Alþingis heidur eru þær undir yfirstjórn forseta þingsins. Kostnaður við stjórnarráðið fór 13.2 millj. kr. fram úr áætlun og kostnaður við utanríkismál 4.8 millj. kr. Er hér fyrst og fremst um launagreiðslur að ræða. Kostnaður við dómsmál fór 30 millj. kr. fram úr áætlun, sem aðal- lega stafar af launahækkunum og kostnaður vegr,a innheimtu tolla og skatta 18.5 millj. fram úr áætlun, sem bæði stafar ■ af launahækkunum og vanáætlun, einkum kostnaðar við ríkis- skattanefnd og skattstofurnar. Heilbrigðismái fóru 25.5 millj. kr. fram úr áætlun, sem ann- ars vegar stafar af sérstökum launahækkunum og ennfremur urðu tekjur Landspítalans 4.7 millj. kr. undir áætlun. Um- framgreiðslur til samgangrua á sjó urðu 11.4 millj., er þar fyrst og fremst um að ræða Skipa- útgerð ríkisins. Fór kostnaður við hana veruiega fram úr áætlun, en þess bei þó að gæta, að halli sá, sem ríkissjóður greiðir skipaúlgerðinni, reyndist 5.8 millj. kr. lægri en árið áð- ur. Kennsluimál fóru 48.2 millj. fram úr áætlun og eru launa- hækkanir aðalskýring þeirrar umframgreiðslu. Sama er að segja um umframgreiðslur til fiugmála, 4.3 millj., til véður- þjónustu 1.6 millj., til opinberra safna 4.2 millj. og til kirkju- mála 3.1 millj. Framlög til landbúnaðarmála fóru 11 millj. fram úr áætlun Munar þar mest um gjöld sam- kvæmt jarðræktarlögum 5.8 millj. kr., sem eru lögbundin og mjög erfitt að áætla nákvæm- iega fyrirfram. Sjávarútvegismál fóru 18.9 millj. fram úr áætlun og er þar aðailega um að ræða framlag til Fiskveiðasjóðs 12.4 millj. og til Aflatryggingasjóðs 4.9 millj'. umfram áætlun, en hvoru tveggja þessi framlög eru iögbundin. Iðnaðarmál fóru 2 millj. fram úr áætlun og raf- orkumál 4.5 milij. Framlög til félagsmála fóru 22.1 millj. fram úr áætlun og er meginhluti þeirrar umframgreiðslu framlag til almannatrygginga 18 millj., sem er bein atfleiðing launa- hækkana. Óviss útgjöid fóru að- eins 1.4 millj. kr. fram úr áætl- un og er fiátítt að ekki sé um veru lega uimframgreiðslu að ræða á þassum fjárlagaiið. Raunveru- lega urðu þó gjöld þessi imdir áætlun vegna þess, að með er talinn kostnaður vegng skipti- myntar 2.3 millj. kr., sem staf- ar af óvenjulega miklum inn- kaupum skiptimyntar á árinu, en hagnaður hins vegar jafnan nokkur af sölu skiptimyntarinn- ar. Creiðsluafgangur 450 millj. Eignahreyfingar samkvæmt 20. gr. þarfnast yfirleitt ekki skýringa. Öll tekin lán hafa verið endurlánuð, nema hluti af spariskírteinaláni 1966, þar var 12.1 millj. kr. óráðstafað í árs- lok. Veitt lán urðu alls rúm- lega 68 millj. kr., þar af rúm- lega 27 millj. kr. vegna aðflutn- ingsgjalda, sem hafa verið lán- uð Rafmagnsveitum ríkisins og Landsvirkjun, 12 millj. kr. end- urlánað af spariskírteinalóni 1965 og tæplega 9 millj. kr., sem hafa verið lánaðar til Borgartúns 7. Greiðsluafgangur ríkissjóðs á árinu 1966, varð 431.1 millj. kr. alis, en þó raun- ar 451.1 millj., því að þær 20 millj. kr., sem ráðstafað var af greiðsluafgangi til Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins fyrir árs- lok 1966 og heimilað var að greiða af greiðsluafgangi ársins, hafá verið bókfærðar sem um- framútgjöld ríkissjóðs á árinu. Sjóðs- og bar.kainnstæður juk- ust á árinu úm 411 millj. kr. og fyrirframgreiðslur vegna fjár- laga 1967 urðu 94.2 millj. kr. hærri en fyrirframgreiðslur voru vegna fjárlaga 1966. Geymt innheimtufé ríkissjóðs hefur lækkað um 23.4 millj., en geymd ar fjárveitingar frá fjárlögum 1966 og eldri fjárlögum hafa hækkað um 157.2 millj. kr., þar eð reikningum var nú lokað fyrr. Árið 1962 varð greiðsluafgang ur hjá ríkissjóði 161.7 millj. kr. og var á næsta ár: ráðbtafað 100 millj. af þeim afgangi í sér- stakan jöfnunarsjóð í Seðlabank anun, og 39.8 millj. kr. til að greiða upp lán í Seðlabanka ís- lands vegna smíði 10 togara og vegna Skuldaskiiasjóðs útvegs- manna. Árið 1963 varð greiðslu afgangur 124 á millj. kr., en þar af var á næsta áii ráðstafað 44.8 millj tii hafnargerða, sjúkrahúsa og atvinnubótasjóðs. Árið 1964 varð hins vegar gre.ðsiuhalli, er nam 257.8 milij. kr. Loks varð 90.7 millj. kr. greiðsluhalli árið 1965, en þ ber pá að gæta, að sá jöfnuður er ekk. fy'.lilega sambærilegur við jöfnuð hinna áranna vegna þess, að það ár var gerð su breyt'.r.g. að sjoði var lokað :tr-ix í áxslok, en áð^ ur hafði honum venjulega ver- .ð haldið ODnurt' r. sv.a mán- uði fram á næsta ár. Greiðsluafgangur ríkissjóðs 1966 er því hinn langhæsti, sem verið hefur. Vegna óhagstæðr- ar greiðsluþróunar ríkissjóðs síð ustu 2 árin áður, var brýn nauð syn að jafna yfirdráttarskuld við Seðlabankann og var það meginsjónarmið haft í huga við ráðstöfun greiðsluafgangsins. Hefði vitanlega verið æskileg- ast að ráðstafa engu af þessum greiðsluafgangi, eða a.m.k. ekki meiru en svo, að hægt hefði ver ið að jafna stöðuna við Seðla- bankann, án þess að skerða þær 100 millj. kr., sem lagðar höfðu verið í Jöfnunarsjóð af greiðslu afgangi ársins 1962. Þetta reynd ist þó ekki auðið, fyrst og fremst vegna hinna miklu erfið leika sjávarútvegsins, sem nauð synlegt var vegna verðstöðvun- arstefnunnar að afla fjár til að mæta án skattahækkana. Varð hin góða afkoma ríkissjóðs 1966 þannig forsenda þess, að hægt var að koma á verðstöðvun án kjaraskerðingar, þrátt fyrir stór aukna aðstoð til sjávarútvegsins vegna hins alvarlega verðfalls útflutningsafurða. Var þannig 140 millj. kr., af greiðsluafgangi varið sem stofnfé til Verðjöfn- unarsjóðs fiskiðnaðarins og 53 millj. kr. var ráðstafað til vega- gerða, bygginga við mennta- skóia og Landspítala, í saimbandi við öflun fjár vegna fram- kvæmdaáætlunar ríkisins fyrir árið 1967. Ennfremur var 20 millj. kr. varið til þe&s að hraða greiðslu ríkisstyrks til togara- útgerðarinnar og 30 millj. lagð- ar til Framleiðnisjóðs landbún- aðarins. Horfur á ytir- standandi ári Ljóst var þegar við afigreiðslu fjáriaga fyrir árið 1967, að hag- ur ríkissjóðs mundi brejrtast mjög til hins verra á því ári og djarft teflt um afkcxmu ríkis- sjóðs. Annars vegar var gert ráð fyrir, að hinn mikli inn- flutningur, sem var á árinu 1966, héldi áfram, þrátt fyrir fyrirsjáanlega mikla lækkun á útflutningstekjum og hins veg- ar tók ríkissjóður á sig miklar kivaðir vegna verðstöðVunarinn- ar og viðbótaraðstoðar við sjáv- arútveginn, með sérstákri lög- gjöf um það efni í byrjun ársins. I fjárlögum yfirstandandi árs, eru 200 millj. kr. áætlaðar til þess að mæta niðurgreiðslum beinlínis vegna verðstöðvunar- innar. Líkur eru til, að þau út- gjöld hefðu farið 100 millj. kr. fram úr áætlun, ef verðstöðv- unaraðgerðirnar hefðu orðið ó- breyttar til ársloka vegna nýrra niðurgreiðslna, sem rí'kisstjórn- in hefur neyðzt til að grípa oil í því skyni að koma í veg fyrir hækkun vísitölunnar. Hafa þar komið til ýmisar hækkanir, sem ófyrirséðar voru, þegar fjárlög ársins voru afgreidd, og þó í aunar þá vitað, að niðurgreiðsl ur væru vanáætlaðar um nokkra milljóna tugi, en jafn- framt reiknað með. að teKju- skattur væri varlega áætlaður í fjárlögum. Áætlað er, að þær uppbætur á fiskverð, sem ákveðnar voru með lögum nr. 4/1967, um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, kosti ríkissjóð 105 millj. kr. á þessu ári. En þeim útgöldum átti að mæta með niðurskurði framlaga til fjárfestingar í fjárlögum svo og lækkun á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og lækkun á áætluðu framlagi til Ríkisábyrgðasjóðs. Sýnt þykir, að ekki takist að ná, að öllu leyti, áætluðum niðurskurði framlaga tií opinberra fram- kvæmda, þannig að um 15 millj. kr. vanti tii þess að mæta þessum útgjöidum. Við undir- búning fjárlaga yfirstandandi áirs, var meir vandað til rekstr- aráætlana opinberra stofnana en áður hefur verið auðið að gera og leitast við að áætla út- gjaldaþörfina raunhætft, þótt hvarvetna væri iögð áherzla á að spyrna fótum gegn óeðlilegri þenslu. Ef ekkert óvænt kemur fyrir, á því að vera hægt að fiorðast umframgreiðslur á flest um útgjaldaliðum fjárlaga og strax í ársbyrjun voru öllum ríkisstofnunuim send ströng fyr- .rmæli um að halda útgjöldum sínum innan ramma fjárlaga. Er ekki enn vitað um nein sérstök vandræði af þessum sökum og standa því enn vonir tiL, að um- framgreiðslur verði engar að ráði, að undanteknuim niður-1 greiðslum og framlögum til sjávarútvegsins. Rekstrarútgjöld ríkissjóðs fyrstu 7 mánuði árs- ins, hafa að vísu verið greidd nokkuð örar í ár hlutfalislega en var árið 1966, eða sem nem- ur um 8% af heildarútgjöldum. Er hér veigamest hinar auknu niðurgreiðslur á vöruverði og hraðari greiðsla útflutningsupp- bóta á landibúnaðarafurðir en var 1966, og ennfremur er þess að gæta, að ráðstafanir á greiðsluafgangi ársins 1966, fær ast sem útgjöld lijá rikissjóði á yfirstandandi ári. Horfur eru á. að verulegur samdráttur verði í þjóðartekjum á þessu ári og er það mikil breyting frá hinni óvenjulegu árlegu hækkun þeirra síðustu ár in. Vetrarvertíð var hin versta um áratugi og síldveiðar hafa þar til síðustu vikur brugðizt mjög alvarlega. Til viðbótar er svo hið mikia verðfall allra helztu sjávarafurða, sem ekki hefur minnkað svo sem menn vonuðu, heldur í veigamiklum atriðum enn aukizt verulega. Afli togara hefur að vísu verið góður, en það nægir skammt til að jafna metin. Er áætlað, að útflutningsverðmæti vetrarver- tíðarafla sé um 500 millj. kr. minna en á sL ári og horfur um síldaratfla enn mjög óvissar. Þann 1. október var verðmæti útflutningsins um 1.000 millj. kr. minna en árið 1966 á sama tíma, og horfur eru á að verð- mæti sjávarafurðarframleiðslu og útflutnings verði 20—-25% minni en 1966. Slík óheillaþró- un hlýtur að hafa mjög alvar- ieg áhrif á allan þjóðarbúskap- inn. En vegna útstreymis úr rík issjóði í formi niðurgreiðslna og vegna notku'iar gjaldeyrisvara- sjóðins, er afleiðinganna enn ekki tekið að gæta, nema að litlu leyti í minnkandi innflutnmgi og viðskiptaveltu. Verður það fyrst á næsta ári, sem áhrifa þessarar þróunar fer að gæta að ráði, ef ekki rætist úr með afiabrögð eða verðiag. Tekju- áætlun ríkissjóðs var tekin til rækilegrar endurskoðunar, bæði í júlí og ágúst,' í sambandi við undirbúning fjárlaga. Er ennþá talið, að tekju- áætlun fjárlaga muni að mestu leyti standast, þótt tilfærslur séu milli einstakra liða, þannig mun t.d. tekju- og eignarskatt- ur ekki verða hærri en áætlun fjárlaga, svo sem vonast hafði verið til, heldur sennilega um 50 millj. kr. lægri. Hatfa miklar breytingar orðið í tekjuhlutföll um milli einstakra skattum- dæma firá árinu áður. Aðflutn- ingsgjöld eru áætluð lítið eitt hærri en í fjárlögum, en sölu- skattur aftur á móti áætlaður lægri um svipaða upphæð. Horf ur eru á, að leyfisgjöld fari nokkuð fram úr áætlun og hagn aður Áfengis- og tóbaksverzl- unar e.t.v. um 40 millj. fram úr áætlun fjárlaga miðað við óbreytt verð. Varð mikil sölu- aukning í áfengi og tóbaki fyrstu mánuði ársins, en úr henni hefur dregið mjög hina síðari mánuði. Innhedjmita ríkistekna fyrstu 9 mánuði ársins giekk nokkru bet- urená sama tima s.L ’ár. Hatflði í sept-ÍLolk verið innheimt 65,3% ríkistekna en. 62% á sama tirna í fiyrra. Hefur af háLfu ráðu- neytisins verið lögð rík áherzla á það, að bæta innheimtiu ríkis- tekna, en verulega hefur á það slkort, að iinnheimta væri í lagi hjá ýmsum ölnheimtumönnum ríkissjóðs utan Reykjavíkur. Hefur ríkisendurskoðuninni ver ið fali’ð að fylgjast rælkilega með innheimtunni og sérstök áminningarbréf send öllum inheimtumönnum ríkissjóðs. Hefur sérstök áherzla verið lögð á að koma innheimtu söluskatts í viðunandi horf og jafnframt að afhenda eklki vör- ur án tofflgreiðsl'u. Hetfur töiu- vert þokast í rétta átt í þessum edinum, en þó er enn otf víða pottur brotinn, og mun öllum tiltækum ráðum verða beitt til þess að kioma innheimtunni í viðunaindi horf. Þann 1. október nam yfirdrátt arskuld rJkissjóðs á aðalvið- fíkiptareikningi í Seðlabankan- Fiatnhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.