Morgunblaðið - 20.10.1967, Page 14
. 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKT. 1967
19. þing SU5 sett í dag:
Inga fólkið móti sjálft
sína eigin framtíð
*
— Rætt við Arna Grétar Finnsson, formann
Sambands ungra Sjálfstæðismanna
19. þing Sambands ungra
Sjálfstæðismanna verður
sett í kvöld, og af því til-
efni átti Morgunblaðið
viðtal við formann Sam-
bandsins, Árna Grétar
Finnsson hæstaréttarlög-
mann.
Árni Grétar Finnsson
hefur átt sæti í stjórn
Samb. ungra Sjálfstæðis-
manna frá því 1957 og ver-
ið formaður Sambandsins
s.l. 4 ár. Hann hefur jafn-
framt gegnt fjölmörgum
öðrum trúnaðarstörfum í
þágu ungra Sjálfstæðis-
ntanna og verið einn helzti
forustumaður þeirra um
langt skeið. Viðtalið fer
hér á eftir.
— Hver verða helztu störf
19. þings Sambands ungra
Sjálfstæðismanna
— Ungir Sjálfstæðismenn
munu leggja sérstaka áherzlu
á að fjalla um sjávarútvegs-
málin á þessu þingi og helga
þeim mikinn tíma af störf-
um þess. Við höfum fengið
mjög hæfan mann úr okkar
röðum, Óthar Hansson, fisk-
vinnslufræðingur, sem er
bæði vel menntaður og býr
yfir mikilli reynslu á þessu.
sviði, til þess að flytja sér-
stakt erindi urn siávarútvegs-
mal.
Sjávarútvegurinn á við
mikla erfiðleika að etja um
þessar mundir, það hefur oft
gerzt áður, en hann er helzti
undirstöðuatvinnuvegur
landsmanna og þaðan kemur
lang stærsti hiuti gjaldeyris-
tekna þjóðarinnar. Afkoma
þjóðarinnar byggist öðru
fremur á þvi, hvernig þess-
ari atvinrugresn vegnar,
enda hefur velgengni í út-
gerð og veímegun þjóðarinn-
ar jafnan haldiz* í hendur.
Annað helzta rnál þingsins
verða mennfamái. Rannsókn-
ar- og upplýsingastofnun
ungra Sjálfstæðismanna und
ir forustu Þórrs filinerssona',
hefur unnið að rannsókn-
um á skc.e- og fræðslumál-
um sl. 4 ár og síðasta þing
Sambandsíns ge-ði um þau
ítarlegar áiyktanir. Nú verða
á ferðinni niður«rtöður á frarn
haldsrannsókn stofnunarinn-
ar, sem fyrst og fremst snert-
ir menntúnarþórf atvinnu-
veganna. í þessum efnum hef
ur mikið verk verið unnið
og starf ungra Sjálfstæðis-
manna hefur komið veruleg-
um umræðum af stað um
skólamálin. Úr röðum ungra
Sjálfstæðismanr.a komu einn
ig fram hugmyndir um skóla
rannsóknir, serc nú eru orðn
ar að veruieika. í sambandi
við menntamálm höfum v;ð
haft náið samstarf við ýmsa
ágæta skólamenn og má þar
nefna Kristján J. Gunnars-
son skólastjóra, Jónas B.
Jónsson íræðslustjóra og
Stefán Ólaf Jónsson náms-
stjóra starfsfræðslu.
Auk þessara höfuðmála
þingsins verða tekin fyrir
málefni annarra atvinnu-
greina, húsnæðismál, utanrík
ismál, skipulagsmál sam-
bandsins og flokksins og
fleira.
— Nú eru þingkosningar
nýafstaðnar. Hvað viltu
segja um hlut unga fólksins
í kosningabaráttu Sjálfstæð-
isflokksins og áhrif atkvæða
ungra kjósenda á útkomu
flokksins í kosningunum?
— Ég tei, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi fyllilega hald
ið sínu hlutfaili hjá ungum
kjósendum í kosningunum.
Hins vegar er það svo, að
hin mikla veimegun og at-
vinna, sem hér hefur verið
á undanförnum árum slævir
e.t.v. áhuga fólks á stjórn-
málum og því verður ekki
neitað, að margt fleira kepp
ir itm tíma fólks en áður
var.
Jafnframt liggur það Ijóst
fyrir, að ur.gt fólk er opnara
fyrir nýjum hugmyndum,
oft djarfara í skoðunum en
þeir sem eldri eru og mót-
tækilegra fyrir nýjum við-
horfum. Þessi sjónarmið
verða stjórnmálaflokkar að
hafa í huga. Þótt oft skorti
nokkuð á raunsæi og reynslu
hinna yngri, þá er hugmynda
auðgi og eldmóður þeirra sá
aflgjafi, sem enginn stjórn-
málaflokkur getur án verið.
Við verðum einnig að taka
tillit til þess, að nær helm-
ingur kjósenda er ungt fólk
svo ekki er óeðlilegt, að tek
ið' sé tillit til sjónarmiða
þess og skoðana.
— Hvað telur þú markverð
ast af því, sem áunnizt hef-
ur þau 4 ár, sem þú hefur
gegnt formennsku Sambands
ungra Sjálfstæðismanna?
— Ég tel stofnun Rannsókn
ar- og uppiýsingastofnunar
ungra Sjálfstæðismanna einn
markverðasta áfangann. Þar
er lagður grundvöllur að
enn auknu stefnumótandi
starfi ungra Sjálfstæðis-
manna með nýjum og skipu-
legri vinnubrögðum. Hér er
að vísu enn aðeins um að
ræða vísi að öðru og meira
starfi, og vonandi á þesi stofn
un eftir að verða fastur þátt-
ur í starfi Sjálfstæðisflokks-
ins með föstum starfsmönn-
um og jafnfrarct vettvangur
fyrir skapandi hugmyndir
ungs fólks á þjóðmálasvið-
inu.
Þá vil ég nefna það, að ég
tel áhrif ungra Sjálfstæðis-
manna innar. Sjálfstæðis-
flokksins hafa aukizt á þessu
tímabili. Ennfremur má
benda á, að fjölmargir nýir
liðsmenn hafa bætzt í hópinn,
félagsstarfsemi ungra Sjálf-
stæðismanna um land allt
hefur staðið með blóma og
6 ný félög ungra Sjálfstæð-
ismanna h -fa verið stofnuð.
—- Hvað er þér minnisstæð
ast frá þessum árum?
— Á þeim árum, sem ég
hef starfað í stjórn Sambands
ungra Sjálfstæðismanna, hef
ég kynnzt mörgum ágætum
mönnum úr röðum ungs
fólks, og ég minnist þess sér
staklega, hversu margir hafa
verið reiðubúnir, að leggja
á sig mikið starf í þágu sam-
taka okkar. Ferðir út um
landsbyggðina á vegum sam
bandsins og kynni af fólki
þar hafa einmg verið mjög
lærdómsrík.
Þá vil ég nefna það, að
það hefur verið mjög ánægju
legt að eiga samvinnu við
forustumenn Sjálfstæðis-
flokksins Hún hefur jafnan
verið með agætum og það er
vissulega einkar lærdóms-
ríkt fyrir unga menn að fá
tækifæri til þess að kynnast
náið mönnum eins og Óiafi
Thors og Bjarna Benedikts-
syni, svo og mörgum öðrum
mikilhæfum forustumönnum
Sjálfstæðisflokksins.
Eins og eðlilegt er í svo
stórum flokki, eru menn
ekki alltaf sammála og skoð
anir á hinum ýmsu málum
eru e.t.v. skiptari í Sjálf-
stæðisflokknum en í öðrum
flokkum, en frjáls skoðana-
myndun er e.t.v. meginstyrk
ur Sjálfstæðisflokksins og
um meginkjarna sjálfstæðis-
stefnunnar eru allir flokks--
menn sammála, — frelsi þjóð
arinnar og seni víðtækast at-
hafnafrelsi einstaklinganna.
— Hver telur þú helztu
framtíðarverkefni Sambands
ins á næstu árum?
— MeginverKefnið er tví-
mælalaust að auka enn
fræðslu um störf og stefnu
Sjálfstæðisflokksins, því að
þekkingin er óhjákvæmilega
undirstaða skoðanamyndun-
ar. Jafnframt þurfa ungir
Sjálfstæðismenn að leggja
enn frekari áherzlu á hið
stefnumótandi starf sitt, þar
hef ég þegar ininnzt á starf-
semi Rannsoknar- og upplýs
ingastofnunarinnar, en upp-
vaxandi kynsióð, sem með
tímanum tekur við málefn-
um þjóðarinna1- verður um-
fram allt að gera sér grein
fyrir þv: hverja framvindu
mála hún viii sjálf. Það er
ekki nægjamegt að segja að
einhverjir „þeir“ fari ekki
rétt að og hiutirnir ættu að
vera öðruvísi, án þess að
koma með uppbyggilegar
hugmyndir og tiilögur í þess
stað.
Unga fólkið og stjórnmála-
samtök þess þurfa því i enn
ríkari mæli að senda frá sér
jákvæðar og málefnalegar
hugmyndir um uppbyggingu
íslands framtiðarinnar.
Til þess að standa sem bezt
að vígi til þess að móta,
koma fram með, og fylgja
eftir hugmyndum sínum á
sviði stjórnmálanna, þarf
ungt fólk að efla stjórnmála-
samtök sín og taka virkan
þátt í stjórnmálabaráttunni
þegar á ungra aldri. Þátt-
taka ungs fólks í stjórnmála
baráttunni er því fyrst og
fremst í þágu þess sjálfs, þar
er það að sinna hagsmunum
þjóðarinnar og sínum eigin
velferðarmalun- og taka þátt
í mótun þeirrar framtíðar,
sem fyrst og fremst er þess.
— Og að lokum, hver tel-
ur þú helztu verkefni frám-
undan í íslenzkum stjórnmál
um?
— Eftir það tímabil vel-
megunar og framfara, sem
ríkt hefur í landinu undir for
ustu núverandi ríkisstjórnar.
blasa nú við okkur ný vanda
mál og ný viðhorf, sem eru
allt önnur en verið hafa,
sökum aflabrests og verð-
falls á mörkuðum okkar.
Þet.ta sýnir okkur vel hve
sjávarútvegurinn er mikil-
vægur þátiur í þjóðarbú-
skapnum og hversu erfiðleik
ar hans hafa víðtæk áhrif á
afkomu allra landsmanna.
Höfuðverkefnið sem framund
an er, er því að mæta vanda-
málum sjávarútvegsins,
skapa honum á ný betri
rekstrargrundvöll og ekki
aðeins að trygg.ia áframhald
andi rekstur hans, eins og
hann er í dag, heldur renna
stoðum undir áframhaldahdi
uppbyggingu þessa undir-
stöðuatvínnuvegar okkar.
Jafnframt þarf að haldast
í hendur uppbygging annarra
atvinnugreina, íslenzkur iðn
aður, sem flestum veitir" at-
vinnu en mætt hefur erfið-
leikum vegra vaxandi sam-
keppni erlendis frá og minnk
andi tollverndar þarf að tak
ast til endurskipulagningar
með það fyrir augum, að í
þeim iðngreinum, sem
safnkeppnishæfar eru, verði
byggð upp sterk fyrirtæki,
sem jafnvel framleiði ekki
aðeins fyfii mnanlandsmark
að heldur stefr.i að sölu á
varning á erlendri grund. Þá
þarf jafnframt að tryggja
rekstur ýmissa smærri þjón-
ustufyrirtækja iðnaðarins,
sem gegna hér mjög þýðing-
armiklu hlutverki.
Halda þarf áfram uppbygg
ingu íslenzks landbúnaðar
svo sem gert hefur verið á
undanföfnum árum og stefna
að því, að hann verði sem
samkeppnishæfastur við aðr-
ar atvinnugreinar lands-
manna. Hér þarf bæði að
koma til stækkun búa og
aukin fjölbreytni í fram-
leiðsluháttum, því að með
stöðugt vaxandi fjölda þjóð-
arinnar gegnir matvælafram
leiðsla íslenzkra bænda veiga
meira hlutverki í íslenzku
þjóðfélagi.
Þá þarf að halda áfram
uppbyggingu íslenzkrar stór-
iðju og renna þannig fleiri
stoðum ur.dir islenzkt at-
vinnulíf. Jafnframt uppbygg
ingu atvinnulifsins, þarf að
Iryggja áfram frelsi í verzl-
un og viðskiptum, sem færir
þjóðinni stórbætt viðskipta-
kjör og gerir alla viðskipta-
háttu heilbrigðari. í sam-
bandi við markaðsmál okk-
ar og ráðstafamr til að bæta
hag útflutningsframleiðsl-
unnar, þarf að kanna til
hlítar möguleika okkar á
samstarfi við markaðisbanda
lögin í Vestur-Evrópu, en
jafnhliða áframhaldandi efna
hagsuppbyggingu þarf ný á-
tök á sviði menningar- og
menntamála.
fslenzka þjóðin býr nú þeg
ar við fullkomið skólakerfi
og það hefur átt mikinn þátt
í að bæta lífskjör almennings
og auka menr.tun fólksins.
en engu að síður verður stöð
ugt að halda afram að fylgj-
ast með þeirri þróun sem á
sér stað í þessum málum í
öðrum löndum og keppa að
því að halda þeirri forustu,
sem náðzt hefur í almenmi
og bættri menntun lands-
manna. Allt eru þetta verk-
efni, sem framundan eru og
að framgangi þeirra munu
ungir Sjálfstæðismenn vinna
og heita á samstarf og full-
tingi íslenzkrar æsku víð
framgang góðra mála.
■ Utan úi heimi
Framhald af bls. 16
kveðnum kenningum um or
sakir slyssins.
Sumar fregnir hermdu, að
flugvélin hefði flogið í gegn
um sterkar „lofthreyfingar"
með þrumum og eldingum
og sérfræðingar í London
velta fyrir sér, hvort sterk-
ar lofthreyfingar hefðu get-
að splundrað vél, sem talin
var svo sterkbyggð sem
þessi. Þessar óreglulegu loft
hreyfingar eru ekki óþekkt
fyrirbrigði yfir Miðjarðar-
hafinu og því ekki hægt að
útiloka þann möguleika, að
þetta hefði getað gerzt. Síð-
ast en ekki sízt var rætt um
skemmdarvertk.
Svarið kann að liggja á
hafsbotni í rauða kassanum,
sem festur var í vélina í
janúar s>íðast Iiðnum, og nýtt
varaupptökutæki var sett í
hann fyrir fimrn vikum.
Óreglubundnar lofthreyf-
ingar hafa verið álitnar or-
sök að minnsta kosti tíu
flugslysum í Ameríku á síð
ustu árum. Flugvél lendir í
svo skyndilegum lofthreyf-
ingum- — sem kallaðar eru
loftgöt, — að flugmaðurinn
missir stjórn á vélinni. Á
því augnabliki er ástandið
háskalegt og aðeins hugsan-
legt að koma í veg fyrir slys,
að flugmennirnir takist á
næstu sekúndum að ná aftur
valdi á vélinni.
Lof ts iglingafræðin gur
sagði eftiir slysið nú um dag
inn: „Þetta er ekki ósvipað
því, að aka eftir slétbum og
góðum vegi, en koma svo
skyndilega að stórgrýttum
og torfærum spotta. Bílstjór
ar geta oft bjargað málinu,
því að þeir sjá hvað verða
vill. Því er ekki að heilsa
í flugvélum, þar sem „loft-
götin“ koma snögglega og al
gerlega óænt“.
Vélin, sem fórst undan
Tyrklandi og nefnd var Char
lie Oscar, var ein af 68 Corn
et flugvélum, sem í notkun
eru víðs vegar um heim.
Hún hafði 15 000 flugtíma að
baki og því talin nýleg. For
svarsmenn BEA í London
segja, að hún hafi verið í
fullkomnu lagi og regtulegt
og strangt eftirlit jafnan
verið haft með henni eins
og öllum öðrum Comet vél-
um.
RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJA
AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA
SÍMI 10.100