Morgunblaðið - 20.10.1967, Síða 22

Morgunblaðið - 20.10.1967, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKT. 1967 Jón B. Sigurðsson ÉG VAR stödd erlendis, þegax ég fékk þá sorgarfregn, að Stranda Jón, eins og við oft- ast kölluðum hann, væri dáinn. Ég trúði því varla, að ég ætti aldrei eftir að sjá hamn fram- ar, þennan unga og efnilega pilt, sem var nýbúinn að Ijúka náimi sem handavinnukennari, og hafði aðeins starfað við það einn vetur. Hann bjó hjá okk- ur í tvö ár. Hann var ailltaf t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar Tryggvi Gunnarsson Lokastíg 6, andaðist á Landakotsspítal- anum fimmtudaginn 19. okt. Guðrún Guðmundsdóttir og börn. t Stjúpfaðir minn, Guðmundur Knútsson andaðist að Hrafnistu 18. þ.m. svo 'kátur og glaður, sólar- geisli heimilisins. Hanm. var mjög músikalskur, og otft var glatt í hjalla í herberginu hans á kvöldin, þegar hann tók fram harmoníkuna sína og lék af mik illi snilld. Betri ungling hefð- um við ekki getað kosið okkur. Tvö síðustu árin var Jón allt af veikur, hann var lagður inn á sjúkrahús aftur og aftur, og Jóna B. Ingvarsdóttir. Utför mannsins míns og föður stundum leit út fyrir að hann væri á batavegi. Nú snemma í sumar- þegar hann var útskrif aður af sjúkrahúsinu, og fór upp að Reykjalundi sér til hressingar, hélt maður, að nú væri hann búinn að fá fullan bata. Sjálfur var hann vongóð- ur um að nú væri sér að batna, en það fór á annan veg. Hann fór aftur á sjúkrahúsið í sið- asta sinn, og lést á afmælisdegi mannsins míns, 26. júlí, aðeins 24 ára, ungur og lífsglaður, og allir héldu að hann ætti fram- tíðina fyrir Sér. I>að er ekki spurt um það, hvorf menn séu ungir eða gamlir, þegar kallið kemur, þá verða ailir að hlýða. Hann talaði oft um æsiku- heimili sitt, foreldra sína og sveitina sína, sem honum þótti svo vænt um og saknaði mikið. Einnig talaði hann um hvað mammia sín hefði það erfitt og oft þurft að vinna erfiðisvinnU' Síðustu jólin, sem hann lifði, komst hann ekki heim til for- eldra sinna vegna veikinda, og fannst honum þá engin jól vera, þótt ailir reyndu að gera allt fyrir hann, sem hægt var að gera. Elsku Jón minn, þegar þú í blóma lífsins hefur hvatt þenn an heim fyrir fullt og alilt, og skilið eftir bjartar og góðar minningar, vil ég þakka þér alla þá vinsemd og hjálp, sem þú hefur veitt mér. Að lokum vil ég votta ætt- ingjum þínum samúð mína. Guð biessi minningu þína. Svanhild Guðmundsson. t Jeppe Svendsen trésmíðameistari, Framnesvegi 34, er lézt að Landakotsspítala 14. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudag- inn 23. október kl. 13.30. Paul Eskesen. t Jarðarför móður okkar og tengdamóður Hólmfríðar Sigurðardóttur er andaðist 10. þ.m. fer fram frá Staðarhólskirkju laugar- daginn 21. okt. kl. 1 e.h. Helga Lárnsdóttir, Jóhannes V. Jenssen, Sigurður Lárusson, Asthildur Magnúsdóttir, Sigriður Lárusdóttir, Sigurður Gíslason. t Útför mannsins míns, tengdaföður og afa, Böðvars Jónssonar, skósmiðs, Heiðarbraut 17, fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 21. okt. kl. 14. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Gnðrún Jóhannesdóttir, Ingvá Böðvarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Böðvar Ingvason, Þóra Ingvadóttir. Eiríks Jónssonar, Kampholti, Flóa, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 21. okt. kL 1,30. Guðrún Stefánsdóttir og dætur. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Sigrúnar A. Guðmundsdóttur frá Arnardal, fer fram frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 21. okt. Húskveðja fer fram kl. 13.30 frá heimili sonar hennar, Greniteig 8. Fyrir hönd barna, tengda- barna og barnabarna. Jóhannes Guðmundsson, Hlévangi, Keflavík. t Þakka innilega þeim er sýndu mér samúð og vináttu við andlát og útför sonar míns Kristins Stefánssonar. Snjáfríður Guðrún Torfadóttir. t Innilegt þakklæti sendum við öllum nær og fjær sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför son- ar míns og bróður okkar, Þorðar V. Magnússonar Framnesveg 66. Þóra Þórðardótfk,, Astríður Magnúsdóttir, Signrðnr Magnússon. — Héiaðssýning Framhald af bls. 25 Þar flutti búnaðarmálastjóri Halldór Pálsson, ræðu. Síðan sleit Hjalti Gestsson sýningunni með stuttu á.varpi. Það mun álit þeirra er sóttu þessa sýningu- að hún hafi tek- izt vel og að Árnesingar eigi nú mikið af kostamiklum hrútum og jafnbetri en á síðustu hrúta- sýningu fyrir 4 árum. — J. ÓL t Eiginmaður minn og faðir okkar Guðmundur Tómasson skipstjóri, Bergsstöðum, V estmannaey jum verður jarðsunginn frá Landa kirkju, Vestmannaeyjum laug ardaginn 21 þ. m. og hefst kl. 2. Elín Sigurðardóttir og böm. Alúðarþakkir fyrir hlýjar kveðjur, gjafir og vinarhug á 80 ára afmælisdegi mínum. Ámi Tómasson, Stokkseyri. Við þökkum hjartanlega bömum, tengda- og barna- bömum okkar, svo og öllu skyldfólki og vinum, sem glöddu okkur með blómum, skeytum, gjöfum og hlýjum hug á gullbrúðkaupsdegi okkar. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Maria og Sigfús Guðfinnsson. Herbert Hermann t. v. og Reginald BendaH, einn eftirlifandi skipverja af Royal Oaks, takast í hentiur. Vinátta tekst með fornum f jendum... FJÓRIR menn, sem eftir lifa af áhöfn þýzka kafbátsins U- 47, sem sökkti brezka herskip inu Royal Oaks á Scapa Flow árið 1939, vora viðstaddir at- höfn, sem fram fór í Ports- mouth sl. latagardag til minn- ingar um að frá þeim atburði eru liðin 28 ár. Forráðamenn þýzka flotans höfðu latt Þjóð- verjana fararinnar, en þeir vorn staðráðnir og varð ekki komið í veg fyrir það, þar sem flotinn hefnr ekkert lengur yf ir þeim að segja. Þeir stóðu sjálfir strítum af kostnaði við ferðalagið, nema hvað fyrram skipverjar af Royal Oaks sán þeim fyrir gistingu. Talsmaður þýzka sendiráðs- ins í London sagði, að mál þetta væri heldur óskemmti- legt. Sú væri stefna þýzku stjórnarinnar að stuðla að samskiptum og heimsóknum, þegar búizt væri við, að það gæti eflt vináttu og skilning landa í milli. En hér ættai i hlut menn, sem hefðu átt í beinni styrjöld og væri eðli- legt, að aðstandendur þeirra, sem fórust með Royal Oaks, væru lítt ‘hrifnir af því að sjá þessa Þjóðverja við athöfn- ina. Athöfnin fór hinsvegar hið bezta fram og var ekki sjáan- leg nein óvild í garð Þjóð- verjanna. Þeir lögðu blóm- sveig að minnismerki flotans frá Félagi þýzkra kafbáta- áhafna og að athöfninni lok- inni skiptust þeir og brezku skipverjarnir af Royal Oaks á gjöfum. Fyrirliði Þjóðverjanna var Herbert Hermann, 47 ára að aldri, nú búsettur í Skotlandi. Hinir eru Wilhelm Spahr, nú 63 ára, sem var siglingafræð- ingur á kafbátmum og gaf stefnuna á Royal Oaks, Kurt Romer, 56 ára og Ernst Dri- alles, 52 ára. Úr Austur Skagafirði Bæ, 4. október. Haustið hefir verið einmuna gott og er kúm víðast hvar beitt ennþá, gefinn er þó fóðurbætir eða hey með beitinni. Um síð- ustu helgi gerði norðan áfelli og snjóaði niður í byggð. Nú virð- ist þó batnandi veður, þó að snjór sé ennþá töluverður í fjöll- um. Heyfengur mun víðast hvar hafa orðið dágóður eða betri en síðast liðfð sumar, en taða virðist hafa verið þurrkvond því að víða er hiti í hlöðum svo að eftirlit með heyjum er nauðsyn- legt, ef ekki á illa að fara. Slátrun er hér í fullum gangi og em dilkar með betra móti til frálags. Um síðustu helgi var meðalvigt á Hofsósi 14.30 kg nokkrir 25 kg kroppar eru komn ir og 1.26 kg en á Haganesvík hefur þyngsti kroppur komið, 28 kg. Ær frá Kambi í Deildar- daþ sem undanfarin ár hefir skilað metafurðum, var þrílembd á þessu ári og gaf nú lömb til innleggs, sem höfðu samtals 59 kg af kjöti. Ærin gekk í sumar á túni og útengi eftir vild sinni, en gott væri að eiga margar slikar. Jarðvinnsla er ennþá i fullum gangi hér í firðinum og hefir Búnaðarsamband Skagafjarðar, sem sér um skurðgröft og mest af jarðvinnslu í héraðinu varla getað fullnægt eftirspum. Verið er að byggja póst- og símahús á Hofsósi, einnig félags- heimili, sem þó er búið að vera nokkur ár í smíðum. Einnig em 4 íbúðarhús í smíðum þar. Hætt er nú vinnu á þessu ári við hafnargai*ð norðan Hofsár. Unnið hefir verið í allt sumar að þessum hafnarbótum. Gera menn sér góðar vonir um að þetta verði varanlegt mannvirki, sem bæti mjög aðstöðu til sjósókn- ar, sérstaklega þegar búið verð- ur að lengja hafnargarðinn sjálf- an, en áætlun er um að svo verði gert á næstu árum. Mjög tregt hefir verið til sjáv- ar að undanförnu, a'ðeins einn bátur heldur ennþá út á drag- nótaveiðum. Atvinna virðist þó vera nægileg ennþá í þorpinu, við sláturhúsið, byggingarvinnu og frystihúsið. Á Hólum í Hjaltadal er skóla- hald að byrja, verður þar full- setið á næsta vetrL Verið er að byggja starfsmannabústað. Hey- skapur hefur gengið vel I sumar á Hólum. Heilsufarið í héraðinu er talið mjög sæmilegt. I fénaði virtJist riða og jafnvel gamaveiki stinga sér niður á einstaka bæ. Bjöm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.