Morgunblaðið - 20.10.1967, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.10.1967, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKT. 1967 AFMÆLISKVEÐJA: Halldór Halldórsson í Bolungavík 60 ára VÍK er á milli vina og fjörður milli frænda, stendur einhvers staðar skráð, en eitt veit ég, sem þessar línur rita, að aldrei verð- ur vik á milli mín og minnar fjölskyldu og Halldórs Halldórs- sonar, skrifstofustjóra í Bolunga vík, sem í dag heldur upp á sextngsafmæli sitt, og ber þar margt til. I»egar ég kom til Bolungavikur ungur að árum, fyrir réttum 14 árum, varð Halldór strax í upp- hafi einn minn nánasti vinur og allt hans fólk. Hef ég alla tíð siðan reynt hann af fádæma drengskap og kærri vináttu í minn garð. Og við áttum svo sem eftir að bra-lla margt saman, og má þar til nefna, þegar við hjónin höfð- um Halldór og Ósk konu hans að ferðafélögum á löngu ferða- lagi um Evrópu, þvera og endi- langa, sumarið 1955. Við vorum þarna 4 á ferð, nut um ekki hjálpar neinnar ferða- skrifstofu. leituðum fvrir okkur að kveldi að náttstað hverju sinni, borðuðum þar sem bezt lét, voru-m alla ferðina eins frjáls og fuglinn fljúgandi. Ég held, að maður kynnist irvað bezt á svona ferðalögum, vinátt- an styrkist Við það, að vera sam- an svo langan tíma. Freistandi væri að minnast at- yiks úr reisu þessari, og skal ég aðeins minnast á það eitt, þegar svissneskir lífverðir Páfa, gerðu Ósk afturreka úr Péturskirkj- un-ni, af því að hún var í erma- lausum kjól, en því var fljótt bjargað með því að hlaupa út í bílinn okkar á Péturstorginu og sækja þangað íslenzka ullar- peysu, og linuðust þá verðirnir með atgeirina. Halldór Halldórsson er í raun og sannleika Bolvíkingur. Hann elskar og virðir sína heima- byggð og sem henni tilheyrir, og þolir engum að tala illa um hana í sinni viðurvist. Foreldr- ar hahs voru Haildór Benedikts- son. formaður í Bolungavík og kona hans Guðríður Víglunds- dóttir. Halldór iauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1926. Stunclaði síðan sjó- mennsku með föður sínum. Var um skeið saltfisksmatsnuaður, en síðan verkstjóri við Hraðfrysti- hús Bolungavíkur h.f. Árið 1955 gerðist hánn svo skrifstofumað- ur og síðar skrifstofustjóri sama fyrirtækis, og gegnir því starfi enn af stakri elju og sam'vizku- semi. Halldór kvæntist árið 1939 Ósk Ólafsdóttur, dóttur Maríu Rögnvaldsdóttur og Ólafs Hálf- dánarsonar, sem bæði eru kunn- ir Bolvíkingar. Ósk kona hans hefur tekið mikinn þátt í félags- málum, setið í hreppsnefnd, ver- ið í framboði til Alþingis og lengst af verið formaður kven- félagsins Brautarinnar. Bæði hafa hjónin tekið mikinn þátt í leiklist á staðnum, og minnist ég margra ánægjuíegra stunda á því sviði þar vestra. Þau hafa eignast 4 börn, Hall- dór Ben, Hálfdán Ólaf, Baldur Smára og Sólveigu, en eina dótt- ir, Unu Dóru, átti Halldór fyrir hjónaband sitt. Allt eru þetta elskuleg börn, sem komin eru vel til manns. Halldór minn! Máski kannt þú mér enga þökk fyrir að skrifa þér þessa afmæliskveðju, en það verður þá að hafa það. Ég veit, að í dag munu vinir þínir heima umlykja þig, og mættum við, vinir þínir í fjar- - UMRÆÐUR Framhald af bls. 21 að því að leysa þann vanda sem mestur væri, vandamál atvinnu- veganna. Úrlausn þeirra mála yrði að sitja fyrir öllum öðrum og nauðsynlegt væri að sameina þjóðina um þau úrræði er þar þyrfti að grípa til. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, sagði m.a. í ræðu sinni að nú blasti meiri vandi við þjóðinni en um áratuga skeið. Séð væri fyrir að útflutn- ingstekjur ársins yrðu ajm. Vá minni heldur en í fyrra og að þjóðartekjur í ár mundu minnka um 4—5%, Hver og einn gæti og mundi gera sér grein fyrir því að óhjákvæmiiegt væri að slíkt kæmi við hvern einsbakl- ing og hvert fyrirtæki. Augljóst væri það mjög aðkallandi að leysa þann vanda sem skapast hefði á þann hátt, að óhjákvæmi- leg kjaraskerðing skiptist sem réttlátast niður á þegna þjóðfé- lagsdns. Um fleiri en eina leið væri að ræða, og ríkisstjórnin héldi því ekki fram að þær tillögiur er hún hefði lagt fyrir væru þær einu réttu, heldur væri fús til við- ræðna og til að taka við skyn- samlegum ábendingum. Það mætti t.d. benda á að möguleiki hefði verið til að hækka sölu- skattinn, eða draga úr fjárfnam- lögum ríkissjóðs. Slíkt hefði þó ekki verið talin heppilegri leið en sú er valin var. Ráðherra sagði að kjaraskerð- ingin væri vissulega tilfinnanleg, en spyrja mætti hvort hún yrði óbærileg. Mætti ætla að svo væri ekki, ef gætt værj að því hversu mjög kjör launastéttanna hefðu breytzt á undanförnum ár- um. Tók ráðherra sem dæmi að árið 1965 'hefði kaupmáttur launa hækkað frá 1960 um 16%, árið 1966 hefði hann verið 25% meiri og 1. sept. sl. 28% meiri. Eftir fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir mundi kaupmátturinn hinsvegar rninnka um 4—5%, en verði eft- ir sem áður meiri en hiann var á árinu 1965. Ráðherra sagði að eitt af meg- inverkefnum ríkisstjórnarinnar nú væri að draga úr samdrætti á vinnumarkaðinum og miðuðu fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir m.a. að því. Lögbundin kjaraskerðing væri ekki nýtt fyrirbæri á íslandi og hefði slikt m.a. komið tvisvar fyrir í stjórnartíð þeirra sem nú væru í stjórnarandstöðu, eða á árunum 1956 og 1957. Að lokum sagði ráðherra að nauðsyniegt væri að leysa þessi má] á þeim gr-undvelli sem þjóð- arheildinni væri fyrir beztu, og þjóðin þyrfti að s'ameina krafta sína í því að hleypa ekkj verð- bólguhjólinu. sem væri versti ó- vinur íslenzkt efnahagskerfis, á stað aftur. Að lokum tók Magnús Jónis- son fjármálaráðherra aftur til máls og svaraði atriðum er fram höfðu komið í ræðuim stjómar- 'andstæðinga- Sagði hann að mál efni þau sem til umræðu væru, væru alvarlegri en svo að þau yrði hægt að leysa með vafn- inguim og áróðri eins og stjóm- arandstæðingar hefðu haft í frammi, Athyglisvert væri við þessa umræðu sem og aðrar er nú hefðu farið fram um efnia- hagsmálin, að þeir forðuffust að ræða uim þau á m'álefnalegum; igrundvelli. Haldið væri fram aff lægð, þá einnig fá að hylla þig, samf^gna þér og þinni fjöl- skyldu í tilefni þessara tíma- móta. Það þarf ekki að segja þér, hversu okkur langar til að vera komin heim í Bolungavík á þessum degi, þrýsta hönd þína með þakklæti fyrir liðna tíð. Raunar finnst okkur þetta vera ósannindi í kirkjubókufn, að þú sért að komast á sjötugsaldur, því að við þekkjum þig ekki öðruvísi en síungan, skrafhreif- inn og skemmtilegan. Að síðustu, kæri vinur, hjart- anlegustu hamingjuóskir til þín á þessum degi. Lifðu heill um langa framtíð. Friðrik Sigurbjörnsson. ríkisikassinn kæmi þjóðinni ekk ert við, heldur væri einihvert einkamál ríkisstjórnarinnar. All- ir sem um mááin hugsuðu vissu. hinsvegar að þær efnahagsað1-. gerffir sem ríkisstjórnin hygði nú á, til að afla ríkissjóði tekna, væru eingöngu til kommar vegna erfiðleiika atvinnuveg-' amna og beinlínis þeim tii' styrktar. Talað væri um að viðreisnar- stefraan væri nú að sliga at- vinnuvegina, en spyrja mætti hvað hefði veiðst mikil síld i sumar ef það hefðu ekiki ein-' mitt verið skipin sem keypt hafa veriff inn í laradið á viffreisn- artámamum, sem sóttu haraa norð uir í haf. Ráðherra sagði að það væri alltaf hægur vandi að tala til tilfinninga mann um óhóflega eyðslu ríkissjóðs og sparnað í rekstri þjóðarbúsins. Alþýðu- bandalagið hefði ár eftir ár flutt sömu sparnaðartilxögur við af- greiðslu fjárlaga, en sannleik- urinn væri sá að þótt hver og ein einasta þeirra væri tekin til greina væri þar aðeins um að ræða mjög litla upphæð, sem litlu mundi breyta í afkomu ríkissjóðs. Þá hefði og verið rætt um innheimtu skatta og skattsvik og sagt að lítið hefði verið gert í sikattrannsóknarmál- um. Spyrja mætti þá að því hvort mikið hefði verið gert í þeim málum fyrir valdatíma núver- andi ríkisstjórnar? Þeir þing- menn sem mest töluðu nú um slíkt, hefðu hafa aðstöðu til þess að koma málum sínum fram þegar þeir xoru í rikisstjórn, en þá hefðu framkvæmdirnar farist fyrir. Þá hefðu stjórnarandstöðu- flokkarnir einnig haft tækifæri til að koma fram sínum efna- hagsúrræðum, sem ætla mættu að hefðu verið á annan veg en nú eftir því sem þeir töluðu. Meðan þeir réðu í reynd hefði það verið fyrsta verk þeirra með bráðabirgðalögum að fella bótalaust mður 6 vísitölustig, sem hefðu þýtt 3% kjanaskerð- íngu. Jólagjöf þeirra til þjóðar- innar fyrsta vaidaár þeirra hefði verið 238 millj. kr. álögur, sem mundu samsvara til 1100 millj. kr., nú. f mai 1958 hefðu þeir svo kamið með álögur að upp- hæð 344 millj kr., sem mundi svara til 1280 milij. kr. nú, og lokaverk þeírra hefði svo ver- ið sú fyrirætlun að skerða kaup- gjaldavísitölunina um 17 stig. Nú virtist hins vegar fyrri saga þeirra vera þeim gleymd og þeir teldu sig umkomna að for- dæma efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar. Vandinn yrði ekki leystur með innihaldslausum hugleiðing um og áróðri. Staðreyndin væri sú að þjóðin hefði orði'ð fyrir 1500 millj. kr. tekjumissi og 750 millj. kr. vantaði til þess að hægt væri að leysa úr vanda- málum atvinnuveganna. Nauð- synlegt væri því fyrir íslenzku þjóðina að bregðast rétt við örð- ugleikunum. Horfast með raun- sæi á við þá, forðast áróður og moldvi'ðri, en reyna í fullri al- vöru, hvar sem menn væru í flokki og hvar í stétt, að láta ekki við það eitt sitja að mót- mæla, heldur reyna að gera sér grein fyrir því að það er fram- tíð þjóðarinnar, sem er hér í veði, ef ekki tekzt að leysa þessi mál á giftusamlegan hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.