Morgunblaðið - 20.10.1967, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. OKT. I9trr
Tekst Víkingum að
ógna bikarveidi KR?
Lrslilaleikurirtn er á morgun
A morgun er úrsliteleikur Bik-
arkeppni KSI og verður það síð-
asti leikur keppnistímabilsins
hér — að undanskildum ieik
Vals í 2. umferð Evrópukeppni
meistaraliða, en um þann leik
er enn ekkert ákveðið, hvenaer
hann verður eða hvort hægt
verður að hafa hann hér á landi.
í úrslitaleiknum á morgun
mætast KR og Víkingar. KR-
ingar eru margreyndir keppnis-
menn og hafa unnið bikarinn
sem um er keppt ávallt nema
einu sínni, er Valsmenn unnu
hann. KR-ingar eru núverandi
Molar
Sviss vann Austurríki 1—0
í undankeppni Olympíuleik-
anna í knattspyrnu. Þarna
mættust sem sé áhugamanna
iið landanna í sínum fyrri
leik, og fór hann fram í Sviss.
Kanadamenn hafa ákveðið
að senda 143 keppendur á OL
í Mexíko að ári, ásamt 29
fararstjórum og starfsmönn-
um. Keppa 18 í frjálsum
íþróttum, 12 í fimleikum, 11
í glímu, 3 í Iyftingum, 6 í
skylmingum, 12 i skotfimi,
14 í siglingum, 10 í kajak-
róðri, 20 i róðri og 21 i sundi.
Japan og Frakkland háðu
landsleik í knattspyrnu á
regnvotum og aurugum velli
í Tokíó. Japanír unnu 1—0.
Átti japanska liðið allan
tíma meira i leiknum og
franski markvörðurinn Sat-
hier bjargaði nokkrum sinn-
um meista.ralega.
Finnska liðið KTP frá
Kotka varð bikarmeistari
Finnlands í ár. í úrslitaleik
keppninnar vann liðfð sigur-
vegarana í deíldarkeppninni
Lahden Reipas með 2—0. Úr-
slitaleikurinn var leikinn á
Olympíuleikvanginum í Hels
ingfors.
handhafar bikarsins og munu
áreiðanlega halda fast í hann.
Víkingsliðið er ungt og óharðn
að í har'ðri keppni. Liðið er í 2.
deild og því reynslulaust miðað
við KR-ingana. En liðið sýndi
móti Akranesliðinu, að það hef-
ur á að skipa lögnum leikmönn-
um, sem berjast af dugnaði og
krafti og gefast aldrei upp þó
á móti blási. Liðið hefur nú aft
ur hafið merki félagsins til vegs.
Fyrirfram verður að telja KR-
inga mun sigurstranglegri, en
í knattspyrnu getur allt ske'ð og
óvarlegt að spá, sérstaklega á
þessum tíma árs. Fyrri leikír bik
arkeppninnar hafa sýnt og sann-
að að úrslitin fara alls ekki allt-
af eftir likum og einmitt það
gerir bikarkeppnina skemmti-
lega og óvænta.
Góðkunningjar Vals, belg-
iska liðið Standard Liege,
leikur nú í Evrópukeppni bik-
armeistara. Liðið náði jöfnu
við tyrkneska liðið Altay Iz-
mir í Liege í gær 0—0. Stan-
dard vann fyrri leikinn 3—2
og er. þvi komið i 16 liða úr-
slit.
Kappið um verðlaunin
Engin ein þjóð hefur farið
með yfirburði af hólmi í reynslu
-Olympíuleikjunum sem nú
standa yfir. Stafar það fyrst og
fremst af því að Bandaríkja-
menn eru þar með fáar af sín-
um stjörnum, eftir annaríkt
keppnissumar. Sovétmenn sendu
stærsta hópinn eða 115 keppend-
ur af 2500 sem í leikunum taka
þátt. Skipting verðlauna milli
efstu þjóðanna var þannig eftir
mfðvikudaginn:
G S B
Sovét 6 2 3
Bandaríkin 4 4 1
Pólland
Ungverjaland
Kúba
Holland
A-Þýzkaland
Frakkland
Japan
V-Þýzkaland
Aðeins Sviar hafa hlotið verð-
laun af Norðurlandaþjóðunum
3 silfurverðlaun og 2 bronzverð-
laun. Alls hafa 24 þjóðir hlotið
verðlaun í einhverri grein til
þessa og er Stóra Bretiand neðst
á listanum með 1 bronzverðlaun.
íslenzkir frjálsíþrótta-
menn til OL í Mexico '68
Olympíunefnd tslands hélt
fund á miðvikudagskvöldið og
þar var ákveðið að íslendingar
tækju þátt í frjálsíþróttakeppni
Olympíuleikanna í Mexico. 1
tilkynningu frá nefndinni er
ekkert nánar tekið fram,
hvorki um fjölda manna, lág-
mörk eða undirbúning. Tilkynn-
ingin frá nefndinni er svOhljóð-
andi.
„Á fundi Olympíunefndar Is-
lands 16. nóv. 1966 var sam-
þykkt, a’ð íslendingar tækju
þátt í vetrarolympíuleikunum í
Gr’enoble 1968.
Hefur Skíðasamband Islands,
síðan hagað þjálfun skíðamanna
í samræmi við þessa ákvörðun.
Hinn 18. okt. 1967 samþykkti
Olympíunefnd Islands á fundi
sínum samkvæmt tillögu Skíða-
sambands Islands að 4 keppend-
ur, I alpagreinum yrðu sendir á
Vetrarolympíuleikana í Greno-
ble í Frakklandi 1968.
Á fundi Olympíunefndar ís-
lands sem haldinn var 3. maí
1967, var samþykkt að íslend-
ingar tækju þátt í Olympíuleik-
unum í Mexíco 1968 í þeim
íþróttagreinum sem íþróttaleg
geta leyfir og fjárhagur Olymp-
íunefndar.
Hinn 18. okt. 1967, samþykkti
Olympíunefndin á fundi sínum
að tilkynna þátttöku íslendinga
í frjálsum íþróttum í Olympíu-
leikunum í Mexico 1968.“
Hörð baráffa í Laugardalshöll
kominn í gegn og skorar.
Hin myndin er frá leik
Vals og Þróttar. Stefán Sand-
holt Val á í höggi við marga
Þróttara á línu. Þróttararn-
ir standa innan við teig og
hvernig taka dómarar sliku
ar oft hrein tilviljun.
ÞAÐ var barizt af hörku í
íþróttahöllinni í fyrrakvöld.
Mjótt var lengi vel á mun-
um hjá ÍR og Fram. En und-
ir lokin náði Fram algerum
tökum á leikmim. Oft komust
ÍR-ingar furðu létt gegnum
Framvörnioa. Efri myndin
sýnir Viihjálm Sigurgeirsson
Handbolta-
stúlkur í
tízkufötum
Handknattleiksstúlkurnar, sem
í næsta mánuði halda til Dan-
merkur og taka þátt í Norður-
landamóti kvenna, efna til tízku-
sýningar í Hótel Sögu, súlnasal,
á sunnudaginn kl. 3—5.
Stúlkurnar munu sjálfar sýna
Staðan
Eftir leikina á miðvikudags-
kvöldið — 3 leikkvöld i Reykja-
víkurmótinu er staðan þessi hjá
meistaraflokki karla:
Fram 3 3 0 0 61:40 6
Valur 2 2 0 0 28:20 4
ÍR 3 1 1 1 49:50 3
Ármann 3 1 1 1 48:52 3
KR 2 1 0 1 22:24 2
Víkingur 2 0 0 2 31:37 0
Þróttur 3 0 0 3 31:47 6
Rongfærð
mnrkntafla
Hér á síðunni var svo frá
skýrt á dögunum að KR hefði
unnið Ármann í 2 fl. kvenna sl.
laugardag með 4-J-3. Þetta er
ranghermi; leik lyktaði með
jafntefli 4—4 og leiðréttist þetta
hér með. Við fengum í gær
skemmtilegt og rökfast bréf frá
stúlkunum í 2. fl. Ármanns þar
sem þær æskja leiðréttingar.
Ástæða villunnar var hins vegar
sú, að markataflan á Hálogalandi
var rangfærð — en henni trúði
fréttamaður blaðsins.
og það sem sýnt er er tízka tán-
inganna 1967. Fatnaðurinn sem
sýndur verður er frá Karnabæ.
Til þessarar skemmtunar er
efnt til að afla fjár í fararsjóð
stúlknanna, en þær leggja sjálf-
ar fram mikinn hluta fargjalds-
ins að venju.
Londsliðsmaður
í keppnisbann
JIMMY Johnston, útherji Celti<
og skozka landsliðsins var í gæ
dæmdur í 3. vikna keppnisbann
Er bannið afleiðing af brott
rekstri hans af vellí 23. sept. sl
Bannig gekk í gildi á fimmtu
dag. Gat hann þvi leikið mei
Celtic á miðvikudag móti Rac
ing í keppninni um heimsmeist
aratitil félagsliða, en í henni e
Celtic-liðdð sem Evrópumeistar
sl. ár. En hann verður ekki i sið
ari leiknum í Buenos Aires, né
landsleik við írland á laugar
dag.
Bodminton-
tímar lausir
Nokkrir badmintontímar eru
lausir í hádeginu milli kl. 12
og 1 á þriðjudögum í Iþrótta-
höllinni í Laugardal.
Þeir sem vildu nota þessa tíma
eru beðnir að hringja í sima
41595 eftir kl. 8 á kvöldin.
T.B.R.