Alþýðublaðið - 12.04.1930, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
að handsama það, áður en tókst
að koma því aftur inn í búrið.
Tvo af pessum mönnum lék það
svo illa, að þeim er ekki ætlað
líf. Þeir voru báðir dýratemjar-
ar og gengu mjög vasklega móti
Ijóninu.
Bergenska félagid er nýbúið að
eignast eitt skip í viðbót. Það
heitir „Ariadne“, er 2000 smá'l.
og var bygt á Nylands mekaniske
værksted. Það á að fara áætl-
unarferðir millf. Niðaróss, Stav-
angurs, Bergen og Rotterdam (í
Hollandi).
Dómur um aftöfcu. Erfingjar
manns eins í Chicago, sem tek-
inn hafði verið af lífi í rafmagns-
stól' (auðvitað eftir undangengn-
ium liflátsdómi), snéru sér til
lífsábyrgðarfélags, sem maðurinn
hafði verið líftrygður í, og vildu
fá tryggingarupphæðina. En fé-
lagið neitaði að borga, þar eð
maðurinn hefði verið tekinn af
lifi og ekki dáið eðlilegum dauða.
Erfingjarnir fóru þá i mál við
lífsábyrgðarfélagið, og féli dóm-
ur á þá leið, að félagið ætti að
borga lífrtyggingarféð, því hér
ætti hið sama við og ef maðurinn
hefði farist af slysförum.
Línuveidar'mn Sæbjörg kom í
gæT með 115 skpd. eftir 5 lagnir.
Togarinn Júpíter kom inn með
J114 lifrarfot.
F. U. J. (Hafnarfjarðar) heldur
fund á morgun kl. 4 í bæjar-
þingssalnum.
Nidurjöfnun Hafnarfjardar. Bú-
ið er að jafna niður aukaútsvör-
jrm, og eru þetta hæstu útsvör-
in: Hellies Bros Ltd. 10 þús. kr.
H/F Hafskipabryggja 10 þús. kr.
Surprise 9500 kr. Einar Þorgils-
son 9000. Hlutaf. Belgaum 9000.
Sameignarfél. Akurgerði 8500.
H/F Víðir 8000. H/F Sviði 7500.
H/F Júpíter 5000. H/F Höfrungur
(Ránarfélagið) 3700. Verzl. Böðv-
arsson 3300. Þórður Flygenring
3500. H/F Dvergur 3500. H/F
Sindii 3000. Sör.n Kampmann
lyfsali 3000. Ág. Flygenring 2500.
Þórður Edilonsson læknir 1800.
Sigurjón Einarsson skipstjóri
(Surprise) 1800. H/F Júlí 1650 kr.
Verzl. Egils Jacobsen 1500. H/F
Sæbjörg 1500. H/F Valur 1500.
Bjarni Snæbjörnsson læknir 1400.
Ferdinand Hansen kaupm. 1250.
Fiskverkunaxstöð Geirs Zoega
1200. Ásgeir Stefánsson 1100.
Guðm. Jón Ásgeirsson skipstjóri
(Eljan) 1100. Vélsmiðja Hafnar-
fjarðar 1100. Bifreiðastöð Stein-
xlórs 1000. H/F Hamar í|Æ)ú 1000.
H/F örninn 1000.
Séra S gu.r'ður E narsson flytur
.erindi á kvöldskemtuninni hjá F.
(U. J. í Hafnarfirði og segir þar
fram 1000 ára óð íslenzkra verka-
mai na. Miðasalan hefst kl. 4.
En-.r E. Markcn heldur söng-
skemtun á morgun kl. 4 í Góð-
templarahúsinu.
Usn dapinas og vegÍEaas,
am- I. Ö. G. T. j
I FUNDIR og TILKYNNINGAR. |
STOKAN ÆSKAN nr. 1. Skemti-
fundur á morgun kl. 3. Ungl-
ingastúkan Vorblómið í Hafn-
arfirði heimsækir.
STIGSTÚKUFUNDUR annað
kvöld (sunnud.) kl. 8V2- Jón
Árnason: Stefnumál Reglunnar
í sambandi' við menninguna.
Næturleeknír
jer í nótt Hannes Guðmundsson,
Hverfisgötu 12, gengið inn af
Ingólfsstræti, andspænis Gamla
Bíó, sími 105, og aðra nótt: Ól-
afur Helgason, Ingólfsstræti 6,
sími 2128. ^
Næturvörður
er næstu viku í lyfjabúð
Reykjavíkur og lýfjabúðinni „Ið-
unni“.
\
Tunglmyrkvi
(deildarmyrkvi) verður í nótt
frá kl. 4 og 21 mín. til 5 og 38
min., en 17 mín. áður en myrkv-
inn endar gengur tunglið undir
hér í Reykjavík. Myrkvinn verður
mestur kl. 4 og 58 mín. og er
þá 1/9 af þvermáli tunglsins
myrkvaður. Þeir, sem vilja sjá
tunglmyrkvann, verða því að
vera árla á fótum.
Margir linuveiðarar
lágu í gær inni á Keflavik
vegna óveðurs, þó’ sæmilegt veð-
ur væri hér.
Messur.
Landakotskirkja: Pálmavigsla
og hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6
e. h. guðsþjónusta með predik-
un. Spítalakirkjan í Hafnárfirði:
Pálmavígsla og hámessa kl. 9 f.
h. og kl. 6 e. h. guðsþjónusta
með predikun.
1 dómkirkjunni á morgun
(pálmasunnudag) kl. 11 séra
Bjarni Jónsson. Kl. 2 bamaguðs-
þjónusta, séra Friðrik Hallgrims-
son. Kl. 5 séra Friðrik Hallgríms-
son.
Fríkirkjan: Kl. 5 séra Árni Sig-
urðsson.
/ Aðventkirkjunni kl. 8 síðdeg-
is. Ræðuefnið: Barnatrúin og vís-
indin. O. J. Oláfen.
Sýning Ásmundar Sveinssonar
er opin í dag og á morgun.
Þei’r, sem ekki eru búnir að sjá
haisa, ættu nú að nota tækifæ’rið
áð*ur en henni verður lokað fyrir
fult og alt. Þess hefir verið getið
áðfur hér í blaðinu, að afsteypur
fást keyptar af sumum minni
myndunum, era þær vel fallnar
til hýbýlaprýM.
Frá Borgarned.
Danzklúbbur er nýlega stofnað-
ur í Borgarnesi, sem kallar sig
„Félag ungra sjálfstæðismanna".
Er orð á því gert, hvað sýslu-
mannssynirnir séu orðnir lítillát-
ir að danza við alþýðustúlkum-
ar þar sem færi gefst, og virðist
það bera nokkum árangur um
fjölgun félaga í ldúbbnum. Eins
og kunnugt er hefir íhaldið farið
mestu hrakfarir þarna í Borgar-
nesi að undanförnu, en ætlar nú
að reyna að bæta þær að ein-
hverju með því að taka danzinn
í þjónustu sína. x.
Svartþrestir.
Vorið 1928 héldu 2 svartþrest-
ir til á Vattarnesi við Reyðar-
fjörð. Um haustið voru þeir orðn-
ir 5. Hafa það að líldnduin verið
foreldrar og 3 ungar. Veturinn
1928—29 héldu þeir sig heima
við og sváfu undir þakskeggi á í-
búðarhúsi. Gaman væri ef einhver
gæti (frætt um hvort nokkur
hefir séð til fugla þessara síðast
liðið sumar. Svartþrösturinn er
heldur stærri en skögarþrösturinn.
Veðrið
Djúp lægð (735 mm) er milli
Austfjarðaog Færeyja og er á hægri
hreyfingu austur eftir. Hæð er yfir
Grænlandi. Veðurútht í dag og
nótt: Frá Eystra Horni til Reykja-
ness: Allhvöss norðanátt, úrkomu-
laust. Faxaflóí og Breiðifjörður:
Hvöss noiðanátt i dag, hriðarveður
í innsveitum, en lygnir með kvöld-
inu. Á Vestfjörðum Norðurlandi
og Austurlandi er norðaustan hríð
en veðrið batnar heldur í nótí.
Útvegsbankinn
opnaði í morgun kl. 10, og
urðu strax mikil viðskifti, bæði
inn- og út-borganir. Engin óeðli-
leg úttekt á peningum, enda slíkt
ástæðulaust.
Skinfaxi
Marz-heftið er nýkomið. Rit-
stjórinn, Aðalsteinn Sigmundsson,
skrifar þar góða grein um skáta-
hreyfingupa og fylgja henni 12
myndir. Lýsir Aðalsteinn glögg-
lega starfi og tilgangi hreyfing-
arinnar og hvetur drengi til þátt-
föku i henni. Er nauðsynlegt fyr-
ir allan æskulýð að lesa þessa
grein og læra af henni. Símun
frá Skarði yrkir kveðju til ís-
lendinga, en síðan koma ýmsar
smágreinir um félagsmál U. M.
F. Síðan. Aðalsteinn tók við rit-
stjóm Skinfaxa hefir ritið ger-
breyzt til bóta, enda er Aðal-
steinn sannur og áhugasamur
æskulýðs-leiðtogi.
Snfófióð.
Rétt fyrir mánaðamótin kom
það fyrir i Noregi, þar sem nú
heiíir Riisgrend í Hovind, að tví-
tugur piltur að nafni örje Jorde
fór að heiman og upp á fjall, en
hann átti þangað erindi nokkuð.
Hann kom ekki heim aftur um
kvöldið, svo sem til stóo, og urðá
MUNIÐ: Ef ykkur vantar hú*«
gögn ný og vönduð — elnnig
notuð —, þá komið í fornsölun*,
Vatnsstíg 3, simi 1738.
NÝMJOLK fæst allan daginn í
Alþýðubrauðgerðinni.
Kenni á fiðlu, mandólín og
celló. Sigurður H. Briem, Laufás-
vegi 6. Sími 993.
Allir kjósa
að aka í bil
feá
BIFRÖST
Sðml 1529,
■v
Jurtapottar, Vasahnífar,
Börðhnífar og Epla-
hnífar fást hjá
Klapparstig 29. — Sími 24
IHöfum ávalt fyrirliggjandi beztu
tegund steamkola Verðið hvergi
lægra en i kolaverzlun
Guðna Einarss. & Elnars, sim 59".
Fermingarfot
fyrir drengi, bæði matrósaföt
og idkkaföt.
Hvitar Manchettskyrtur, Flibbar,
Slaufur.
Fermingarkjólaefni fyrir stúlkur og
annað sem með þarf til fermingar-
innar.
Mikið úrval og gott. Ódýrt í
Soffíubúð.
S. Jóhannesdóttir.
foreldrar hans, sem voru bænda-
fólk, hrædd um hann. Safnaði
faðir hans nokkrum mönnum um
morguninn og fór að leita hans,
en hreppstjórinn í sveitinni kom
nokkru síðar með 25 manns. Pilt-
urinn fanst ekki þann ’dag, en
undir kvöld næsta dag fanst hann
tirendur í snjóflóði, er hann hafðl
lent í. Það hafði verið tiltölulega
lítið, að eins 39 metra breitt, og
hafði ekki runnið nema um 100
metra, og hefir pilturinn líklegast
sjálfur komið því af stað.
Rltstjóri og ábyrgðarmaðuri
Haraldur Guðmundsson.
Alþýðuprentsmiðjan,