Alþýðublaðið - 24.07.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1920, Blaðsíða 2
2 Aígreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við logólísstræti og Hveríisgötu. Síml 088. Augiýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi ki. 10, þann dag, sera þær eiga að koma í blaðið. tiigangi að reka siglingar, þá erum vér í engum vafa um, að .^fiskhringurinn er íélagsins sanna nafn. Raunar er hringurinn að Í4ta bygga tvö skip í Englandi, hvort á stærð við Lagarfoss og er það ætlun hringsins að %tja fiskinn á þeim til Spánar, en að fpví skal nánar vikið síðar. í félaginu munu vera auk þeirra, sem getið er um í firmatilkynning- unni, ýmsir stærstu fiskikaupmenn hér í Reykjavík, stærstu togara- íélögin o. fi. (Þórður Bjarnason, íslandsfél., AHiance o. s. írv.). I félaginu (hringnum) munu aftur á móti ekki vera: H/f Kveld- úlfur, Sam. ísl. verzlanirnar, Einar Þorgilsson, Hafnarfirði, og Ásgeir Sigurðsson, en hann mun aftur á móti vera umboðsmaður liér fyrir spanskt firma. Eins og tekið er fram í firma- tilkynningu H/f Levanta, er G. Copland fr.kv.stjóri hringsins. Hann selur fiskinn fyrir hringinn gegn 2°/o ómakslaunum, (sumir segja 5%). En spanskur milliliður sdur fisk- inn fyrir Copiand, en þeim rnilli- lið kvað Copland verða að greiða af sínum ómakslaunum. Síðasta ár mun hringurinn hafa keypt nær allan fiskfnn, og nokk- uð af ársframleiðslunni mun hann hafa selt með 50 til 60 kr, hagn- aði á skippund, og verður það laglegur skildingur þegar það er athugað, að útfluttur verkaður fisk- ur á árinu er 130 þús. skippund og tæpt 30. þús. skippund af ó- verkuðum fiski, samkv. skýrslum Hagstofunnar. Allur þessi fiskur mun að vísu eigi hafa verið fluttur til Spánar, þó mun hlutfallslega meira hafa verið flutt þangað í ár en til Ital- iu, sökum þess hve italskir pen- ingar átanda í lágu verði, Segjum nú, að hringurinn hafi keypt og • flutt út síðasta ár sem svarar rúmlega 100 þúsundum ALÞYÐUBLAÐIÐ skippunda af verkuðum og óverk- uðum fiski. Það hefir aldrei getað kostað hann minna samtals en um 30 miljónir. Hlutafé Levanta er aðeins IV2 miljón. Hvaðan er hitt féð fengið. Því er fljótsvarað. Stofnun sem heitir Islands banki hefir lánað hringnum milli 10—20 miljónir af innieignum i sparisjóði bankans. Gegn hvaða tryggingu má hamingjan vita. Ekki gat hlutafé félagsins, sem er ein og hálf railjón, verið næg trygging. Og varla gat bankinn talið sér vöru, sem lá undir skemdum suð- ur á Spáni, mikla tryggingu. 5. J. (Frh) Pétur Jónsson operuniinjjvari. Skyldi það vera eingöngu til- viljun að svo mikils brimgnýs kennir í rödd Péturs Jónssonar þegar hann syngur af mestum móði að manni koma til hugar hvíffreyðandi holskeflur við út- hafseyjar svo sem Vestmannaeyj ar og Papey undan Berufirði, en hitt er víst: söngmenn, forfeður og frændur Péturs hafa alið aldur sinn á báðum þessum stöðum, og auðvitað hafa þeir sungið í kapp við hina ægilegu hafsjáa sem oft og tíðum skeiia á hömrunum með svo grimrnilegu afli að eyjar og annes stynja og nötra. Ég hefi áður skrifað greinarkorn um Pétur Jónsson, og í sambandi við það gat ég um frænda hans „Mens- aldur f Papey" sem var mestur söngmaður sinnar tíðar austan- lands, og það með svo miklum afbrigðum að út af söng hans mynduðust um hann ýmsar sögur og sagnir og sagði ég þar frá þeim sem ég hafði heyrt. Það er brimgnýrinn, styrkurinn í rödd Péturs Jónsso wsr sem gerir það að verkum að það er hreinasta æfin- týr að heyra til hans, fyrir það fólk sem annars þolir að heyra vel sterkar og karlmannlegar raddir Pétur er einnig í seinni tfð farinn að hafa vald á því að Ieggja mikla mýkt og tilfinningu í söng sinn, og þó hygg eg að hann eigi eftir að gera rödd sína ennþá lystilegri í þá átt. Það er ekki ofsögum sagt að rödd Pét- urs er bæði mikil og fögur, þó hljóma sumir tónar hans eins og hann syngi ekki með nægilega opnum munni, og missa tónarnir við það mýkt og víðfeðmi, þetta l'ygfl eg einnig að Pétur eigi eftir að laga. Sumt fólk er þannig gert að það þolir ekki að heyra sterkar raddir og virðist halda að söng- urinn sé óffnn ef röddin er mikil, og er slíkt mjög sambærilegt við það, að margt fólk hefir þókst vera svo grimmilega söngvið að það væri of fínt til að hlusta á hin voldugu og dásamlegu lög eftir Rich. Wagner. Sumt fólk heldur líka að málverk séu iila máluð ef þau eru með sterkum litum. Nú má enginn ætla að þetta fólk hafi fínni smekk ert þeir sem hrffast bæði af því veika og steika hvort sem það er í orð- um, tónum, litum eða línum. Smekkur þeirra er aðeins öðruvfsi. Þeir menn sem ekki þola nema aðra helftina, annaðhvort hið veika eða sterka, fara í rauninni á mis við hálfan sannleikann, það er að' segja helming nautnarinnar. Pétur Jónsson er fyrst og fremst söngmaður karlmenskunnar og styrkleikans. Það er brimgnýr og; hetjumóður í rödd hans og söng^ Eg vildi óska mér þeirrar stundar að heyra Pétur Jónsson syngja vel valda íslenzka hetju- og ætt- jarðarsöngva á Lögbergi eða r Almannagjá ellegar á öðrum vel völdum stað á Þingvöllum. Eg býst ekki við að það væri mjög. auðveit að gera þá menn hrifna og lotningarfulla fyrir fornhelgi þessa staðar sem Pétri tækist ekki' að hrífa með því að Iáta hina vík- ingslegu rödd sína svífa yfir Þing- velli. Það er fátt sem fólk yfirleitt hefir jafnmikla nautn af eins og góður söngur, og það engu síður fátækir en ríkir. Það hefði því verið mjög æskilegt að Pétur Jóns- son hefði getað haldið að minsta kosti einn eða tvo hljómleika fyrir minna en 5 króna gjald. Og: skemtilegast væri það fyrir Pétur sjáifan að geta gefið sem flestum kost á að heyra til sín, því að þess fieiri elska list hans, en með núverandi verði eru alt of margir úti lokaðir. RíkarJur Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.