Alþýðublaðið - 01.05.1930, Síða 3

Alþýðublaðið - 01.05.1930, Síða 3
AKÞÝÐUBL'AÐIÐ B völdin og máttinn hafa, að blóð breéðra þeirra hrópar til þeirra? Ekkert svar. Sólin skin, én olnbogabörnin standa og stara slokknuðum aug- um. Borg milljónanna. Undrandi reika ég um stræti Jun og torg. Huga minn sundlar við að horfa á voldug mannvirki, risavaxnar byggingar og tröllaukin minnis- merki. Ógrynni fjár er varið til gæzlu og viðhaids á gömlum munum, en andlit margra bama þinna beTa vott um sáran skort. Á söfnum horfa menn með fjálgleik miklum á flikur þær, sem konungabörnin hafa klæðst, en virðast ekki vikna þó að þeir gangi fram hjá hópum af illa hirtum og vansælum bömum á götunum. Ég stend við stóran búðar- gluggá. Hann er fullur af tizku- vörum. Fólkið streymir inn í ,blúð- ina og kemur út aftux hlaðið bögglum. Þarna þarf ekki aö spyrja um verðið. Þetta fólk kaupir það, sem það vill eiga, hvað sem það kostar. Skamt frá situr hópur ai at- vimmlausum verkamönnum. Þeir horfa á dýrðina álengdar og hugsa um, hvað bíður þeirra heima. í skrautlegum kirkjum krýpur prúðbúið fólk og ákallar nafn drottins, en í hrörlegum hreysum andvarpa úrvinda mæður og.ráð- þrota feður og biðja um brauð. R. ./. Hnefar. ► ' Húsiö, sem ég leigi i, er í út- jaðri borgarinnar, austasta húsið við lengstu götuna. Það er ný- bygt eins og öll húsin í kring um mig. Fyrir utan gluggann minn er starfað. Snemma á 'morgnana köma verkamennimir með hak- ana og skóflurnar og byrja vinnu — og allan daginn er unnið. Fyiir nokkru var holtið ósnert, en nú er það skreytt glæsi-hýs- um, þar sem hamingjusamt fólk á heimili sín. G'Öturnar teygja sig í austurátt, mót sólu, lengra og ieiigra á eftir mönnumum með skóflurnar. Ár eftir ár hafa þeir xutt borginni brautir, grafið holt- ið í sundur þvert og endilangt, mokað mold, borið grjót, sprengt klappir. Meðan borgin sefur hafa þeir hafið starf sitt af elju og kappi. Neðari úr kjöllurunum, af hanabjálkaloftunum, úr Pólum og Selbúðuim streyma þeir á vinnu- staðina og leggja götur — ten hin- íir feta í fótsporin varlega. Þessir menn eru brautryðjend- UYnir, sem enginn þekkir og eng- inn skilur. Mennimir, sem skapa I hafa hlotið hrós Höfiim fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af alls konar gúmmístígvélum. Verð við allra hæfi. Karla: Kvenna: Barna: Hnéhá 15,00 Svört glans 12,75 Svört, glans 8.75 - — 19,00 — — 13,75 — — 9,75 — 21,00 Brún — 14,50 Brún — 10,50 Hálfhá 28,50 Rauðbotnuð svört 15,75 Rauðbotnuð svört 12,00 Fullhá 32,50 Brún glans 16,00 — — 12,50 Álímd 34,00 Gul — 16,50 Grábotnuð brún 13,50 — 37,00 Grábotnuð brún 17,75 _— — 14,50 Kanpiö par, sem úrvaiið er stærst og verðið iægst. Hvannbergsbræður. I Kðkunerðin Skjaldbrcið. Við undirriiaðir hofumi dag tekið á Ieigu Köbugerðina Skjaldbreið i Kirkjustræti 8 hér i bæ. Höfum við þar til sölu frá og með deginum i dag allskonar kökur, vienerbrauð, og konfekt. Einnig tekið á móti pöntunum á ís, Tertum, Frumace o. fl. Ný vienerbrauð á hverjun morgni kl.8. Vandaðar, góðar og smekklegar vörur. Reykjavik 1. mai 1930. Virðingarfyllst. Oi |J Stefán Thorðersen. ðskar Signrðsson. hamingju framtíðarinnar, foringj- arnir, er leggja fyrstir á forað gróðurleysisins, leiðtogamir, sem borgin eltir. I dag er kalsa veður. Frostið er biturt og stormurinn næðir. Mennirnir með hakana hafa graf- ið djúpan skurð, þar sem veg- urinn, sem kendur er við Mímir, guðinn, sem réði yfir vísindum og viti, á að liggja. Ég sé þá veifa hökum, ég sé þá burðast með grjót. Við og við kemur snörp vindhviða og feykir mold- inni framan i mennina, þeir sveifla handleggnum fyrir vitin, en moldin, fíngerð og smá smýg- ur þó inn í eyru, augu og munn, — Hvert handtajk er áreynsla, hver andardráttur erfiður í þessu veðri, — en eftir fáa mánuði er gatan fullgferð og meðfram henni em heimilin reyst, húsin vegleg og fögur. Vinnumenn borgarinnar em fá- tækir, snauðir, heimili þeirra eru rír ,af gleði og gæfu. Börnin þeinu bera rnörg einkennileg ellimörk. Það er eins og þau skilji svo mikið. Langanir þeirra em miklar, en þeim fækkar smátt og smátt, — þau miða alt sitt litla líf við lítinn bæ — — og lítinn himinn. — Mennirnir með skóflurnar vinna frá myrkri til mýrkurs. Líf dagsins birtist þeim aðallegá í erfiðum hand- tökum og bogri. — Klukkan 6 hætta þeir vinnu, fara heim — þvo sér og liátta; — snemina morguns vakna þeir og fara til vinnu. — Svona á að fara að því að dxepa vinnugleðina. — En Mimisvegur og Fjölnisvegur eru brátt fullgerðir og eftir fáa mún- uði fara borgarbúar úr neðri bygðunuín eftir þeim til að njóta sólarinnar í upphæðum austur- bæjar. — Þannig er farið að því að skapa gleði og hamingju, — þaö kunna öreigamir allra manna bezt. Annanhvern fimtudag sest borgarráðið á rökstóla. Mennirn- ir með skóflurnar hafa sent bæn- arskjal til ráðsins um launa- hækkun. Prófessorarnir, lögfræð- ingamir, kaupmennimir og stjórn- andi borgarinnar telja slíkt óþarfa ásæíni. Þeim er ekki um slíka stefnu einstaklingsframtaka. Ef tii vill hafa þeir leitað ffétta hjá guðum visinda og vits. En skyldu þeir ekki hafa misskilið svör guðanna. Þeir eru svo vanir því, miklu heilarnir. —- Menn verða þó að muna það, að hendurnar, sem kreþtar em um haka og skóflusköft allan daginn, em1 harðar og hrjúfar — og það verður erfitt verk að gera krefta og siggharða hnefa að lófum, sem strjúka mjúklega um vanga fjandmanna sinna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.