Alþýðublaðið - 01.05.1930, Qupperneq 5
Fimtudaginn 1. mai 1930.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
lonan og trfiarbrðgöin
eltir
Maxim Gorki.
Þa'ð xná merkilegt heita, að
enginn skuli hingað til hafa skrif-
Bið bók um afstöðu kirkjunnar til
kvennanna. Annars skyldi maður
íetla, að konurnar vissu það fyrir
löngu, hvað þær eiga kirkjunni
jupp að i-nna, og þó einkum rétt-
trúuöu kristnu kirkjunni.
Eins og kunnugt er eni öll
truarbrögð. ineira eða minna ó-
vinveitt konum, og sum hreint og
Ibeint fjandsamleg. Fyrir 2700 ár-
kim ritaði gríska skáldið - Hesio-
dos i bók sinni „Theogonia" —
«em þýðir fræði um uppruna
guðanna — eftirfarandi: „Séifur
gaf dauðlegum mönnum eitt böl,
!konurnar.“ í skáldriti sínu „Vinn-
ían og dagarnir“ kallar hann kon-
gma „fagurt böl“ og „þjáningu
mannkynsins“. í einni af bæntmi
Gyðinga er stutt en gagnorð
iklausa, en ekki beinlínis lofsam-
ileg í gaxð konunnar. Hún hljóð-
(ar þannig: „Drottinn, ég þakka
þér, að þú hefir ekki gert mig
að konu.“
Sögnin um sköpun konunnar
úr rifi mannsins, hin illgirnislegu
Ðrð biblíuspámannanna um kon-
gina, sagnir Araba og Indverja
Ðg fjöida margar aðrar svivirð-
Ingar um hana, alt þetta ber vott
lun hvernig forustumenn allra
trúarbragða leituðust við að
skipa konunni' á lágan bekk i
þjóðfélaginu. Konan er talin eiga
sök á brottrekstri mannsins úr
Paradís, hún er „ílát syndarinn-
ar“ og „freisting veraldarinnar",
Dg þessum skoðunum hefir kirkj-
tunni tekist að koma inn í hvers-
'dagslífið.
, Það er vafalaust, að hinir fjöl-
mörgu málshættir, sem smána
konuna, gefa rábleggingar um að
treysta henni ekki og berja hana,
eiga rót sína að rekja til áhrifa
kirkjunnar. Til dæmis: „Með
konunni var Adam rekinn út úr
Paradís“, „það verður að halda
konunni í ótta“, „sparaðu ekki
refsingarnaT“, rábleggur Ephraim
Birin, og í daglegu tali er sagt
„að höggin glæði ástina". Kyril
frá Jerúsalem segir: „Þú skalt
eigi trúa orðum kvenna; konan
talar og spillir þeim, er henni
trúa.“ í alþýðumáli er sagt, að
„verk kvenna séu verk lyginnar"
Dg að konan sé „naðra manns-
Ins“.
I tvö þúsund ár var kvenna-
kúgunin ré tlætt með siðalær-
dómum kristilegrar kirkju. „Allar
manneskjur eru jafnar fyrir
guði“, kennir kirkjan fyrir munn
postulans Páls, en hún kennir
einnig, „maðurinn var ekki skap-
aður handa konunni, en konan
handa manninum." „Konan á að
óttast mann.'nni.“ Með slíkum og
þvílíkum kenningum er það blátt
áfram staðhæft, að konan sé í
rauninni ekki jöfn karlmanninum,
heldur „mannvei'a á lægra stigi“.
Þrátt fyrir þetta álíta trúaðar
konur fagnaðarerindin „mannúð-
legust“ og „viturlegust" allra
bóka, þó að öll, vizka þeirra sé
fólgin í, því að gera það kunn-
ugt mannanna börnum, að Iífiö'
hér á -jörðunni, með öllum sínum
þjáningum, sé ekkert annað en
undirbúningur mannkynsins und-
ix hina eilífu sælu í himnariki;
en þangað kemst hver sá maður,
sem hefir verið þolinmóður og
auðmjúkur, látið fara með sig
eins og dauðan hlut og hlýtt lög-
málum kirkjunnar. I stuttu máli
segir þessi kenning, að hinum
fátæku og hungruðu eigi að finn-
ast hið þunga hlutskifti sitt létt-
bært og hið bitra sætt.
I tvö þúsund ár hefir þessi
fjandskapur við konuna haft á-
lirif á karlmennina. Þessi skoðun
kirkjunnar heíir fest djúpar rætur
í sál karlmannsins, svo það er
Jikast því, sem hún sé orðin að
eðlishvöt hjá honum. Áhrif þess-
arar kvennafyrirlitningar trúar-
bragðanna koma glögt í ljós í
bókum þeirra „lærðu“ manna,
sem alt af hafa verið að sanna
heiminum, að konan væri að
„eðlisfari andlega takmörkuð"
vera og á engan hátt jafnsnjöll
karlmanninum. Það er ekki vand-
séð, hvaða ályktanir eru dregnar
af þessum kenningum í reynd-
inni. Hin lagalegu og pólitísku
réttindi konunnar voru takmörk-
uð. Hún var rænd sjálfsákvörði-
unarrétti sínum, hún átti ekki
kost á því að öðlast sömu ment-
un og karlmaðurinn, hún hafði
engin umráð ylir erfðafé sinu
nema með leyfi mannsins. Rétt-
leysi konunnar í daglega lífinu
hefir verið þröskuldur í veginum
fyrir eðlilegri þróun hennar og
þroskun kvenlegra hæfileika. Hið
ótakmarkaða vald föðursins yfir
börnunum var helgað af kirkj-
unni. Af fjárhagslegum ástæðum
voru stofnuð hjónabönd milli
hjónaefna, sem mikill aldursmun-
ur var á. Þetta eitt orsakaði hina
mestu úrkynjun.
Það er ekkert vafamál, að ef
áhugamál konunnar hefðu ekki
verið takmörkuð við skyldur
hennar sem móður og húsfreyju,
tef henni hefði ekki verið varnað
að taka þátt í opinberum málum
og menningarstarfsemi, þá myndi
menningarþróunin ha‘a verið tvö-
falt hi'aðari, og hin skapandi
orka hefði þá verið helmingi
meiri.
En þjóðfélag borgaranna og
riki borgaranna hafa engan hag
af þvi, að menningarþróunin sé
ör. Burgeisarnir kjósa heldur að
iáta þar við sitja sem komið er;
þeir kjósa áframhaldandi arðrán
verkalýðsins. Burgdsana skortir
ekkert, og sú þróun, sem á sér
stað, er knúin fram af óréttlæti
frjálsrar samkeppni og vexti ið»-
áðarins. Þetta eru ósjálfráðar
framfarir og eiga sér stað óháð
vilja mannanna. Þær eru alls
ekki menningar]>róun, síður en
svo, borgararnir eru á rniklu
lægra menningarstigi en þeir
vpru um miðja nítjándu öld.
Þetta hefir greinilegast komið í
Ijós eftir stórveldastríðið, því að
síðan hefir ræningjimum, mann-
höturanum og illræðismönnunum
fjölgað fram úr öllu hófi, hinir
„andlegu foringjar“ eru nú fas-
istar og aðrir slíkir. „Sá, sem
elskar lærdóminn, teiskar vizk-
una, en sá, sem hatar fræðsluna,
hann er ruddamenni.“
Svo mælti Salómon, þjóðhöfð-
inginn og spámaðurinn. Ef til vill
hefir hann séð fyrir, hversu
sjálfsgagnrýningin í Rússlandi er
nauðsynleg og gagnleg.
Konurnar í ráðstjórnarlýðveld-
unum og þó einkum bændakon-
urnar verða að taka afstöðu sína
til trúarbragða og kirkju til al-
varlegrar athugunar. -I þúsundir
ára gerði kirkjan konuna að
ambátt. Hin guðdómlegu lögmál
kirkjunnar skylda hana til þess
að'bera þær byrðar, sem lífið
hefir lagt á hana til þessa. Kirkj-
an leit á konuna sem ambátt, en
Nekrassow, hið guðlausa’ skáld,
sagði:
„Þrent er þungbært ,í þessu
lífi: Hið fyrsta að giftast þræl,
hið annað að vera móðir þræls-
sonar og hið þriðja að tilbiðja
þræl eins og hundur húsbónda
sinn alla afi.“
Þegar Nekrassow sagði þetta,
hafði ’ hann bændaánauðina í
huga. En eftir að búið var að af-
nema bændaánauðina, var konan
, enn ambátt á heimiíl sínu, amb-
átt eignarréttarins, sem var upp-
spretta allrar óhamingju, upp-
spretta alls þess, sem hrjáði hana
og hreldi. I þessum einkabúskap
bar konan á herðum sér alla
þessa hræðilegu vinnu, sem
tæmdi starfsþrek hennar á nokkr-
um árum. Hún var alt í senn,
þvottakona og smali, vatnsberl
og garðyrkjumaður, og hinar
„húslegu skyldur" hennar voru
svo margar, að varla varð tölu
á kornið. Það var farið með hana
eins og húsdýr, en ekki eins og
manneskju. Og húsbóndi hennar
matti hana oft minna heldur en
hestinn sinn, þó að starf hennar
væri miklu meira en hestsins. En
nú á hún kost á að verða mann-
vera „á fyrsta stigi“, eins og karl-
mennirnir eru vanir að telja
sjálfa sig. Hún verður að læra að
skilja það, að það er eignarrétt-
ur einstakra manna, sem hélt
henni í hlekkjum, rændi lnna
frelsi sínu, tæmdi starfsþrek
hennar til einskis gagns, hindraði
andlega þróun hennar, „uppleysti
sál hennar“, eins og bóndakona
nokkur skrifar mér. Bændakon-
urnar verða að skilja það, ab
ef þær álíta sjálfa sig heimskari
en karlmennina, þá er það vegna
þess, að kirkjan og hið borgara-
lega ríki hafa „uppleyst sál
þeirra“, og enginn hefir látið sér
umhugað um að þær yrðu skyn-
samari en karlmennirnir, ednmitt
vegna þess að hitt borgaði sig
betur, að þær vissu minna.
Jafnaðarstefnan og samviniian
hafa nú leyst konima úr þræl-
dómi sínum. Vald verkalýðs og
bænda tók að umskapa lífið á
grandvelli samvinnunnar og
heppnaðist vel. En þetta er örð-
ugt viðfangsefni. Tugir miljóna
verða að skilja það, að það er
óhagstætt og heimskulegt að lifa
eftix gamla laginu, að hinn frjálsi
mannsandi tryggir öllxxm léttbær-
ara, fyllra, betra og fullkomnara
líf. Menn, sem öldum saman hafa
lifað eins og skepnur hver fyrir
sig og að eins fyrir sjálfa sig,
eiga erfitt með að skilja það,
hvernig hægt sé að lifa öðmvísi.
Þeir eiga erfitt með að skilja
það, en við erarn samt sem áður
komnir langt áleiðis með að
skapa hið nýja skipulag. Land
verkalýðsins byggir nýjar verk-
smiðjur og nýjar vélar, með
hverjum degi verður það ríkara
og eftir nokkur ár þekkir það
engan skort. Alt, sem vér sköp-
um, sköpum vér fyrir alla, en
ekki fyrir nokkra útvalda, eins
og aðrar þjóðir. Konan verður
að taka þátt í því starfi að frelsa
mennina úr þrældómnum, hún
verður að leggja fram alla starfs-
krafta sína, alla sál sína. Og um
fram alt verður hún að skilja
það, að kirkjan er svarnasti ó-
vinur hennar. \
(Þýðingin á grein þessari er
tileinkuð frú Guðrúnu Lárusdótt-
ur í Ási.)
H. B.
Útvarpið á tslandi.
Inngangur.
Það gera, þvi miður, mjög fá-
ir íslendingar sér það ljóst, hvers
virði útvarpið verði okkar strjál-
bygða landi í fx-amtíðinni, en ekk-
ert menningartæki brúar eins vel
fjarlægðix og það. Með tímanum
verður það talið eins nauðsyn-
legt og síminn er nú, og jafnvel
öllu nauðsynlegra. —
Allir þeir, sem áhuga hafa á
útvarpi, bíða með óþreyju eftir
hinni nýju og fullkomnu útvarps-
síöð, sem verið er nú að byggja.
Verður hún komin það langt, að
hún geti tekið til starfa fyrir ai-
þingishátíðina ? Á því leikur
nokkur vafi, en margir rnunu
vera á þeirri skoðun, að hvorki
útvarpsstöðin eða alþingishátíð-
in nái fullkomlega tilgangi sin-
um nema að svo verði.
Til þess að almenningur geti
notið hátíðarinnar hvort heldur
sem er á Þingvöllum eða heima
í bæ og sveit er útvarpið nauð*
synlegt, og það er beinlínis gróði
fyrir stöðina sjálfa að geta tek-
ið til starfa fyrir hátíðina, en
tap að geta það ekki. Þess vegna
verður að leggja kapp á að koma
stöðinni upp fyrir hátíðina, og