Morgunblaðið - 19.02.1969, Síða 1

Morgunblaðið - 19.02.1969, Síða 1
28 síður 41. tbl. 56. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skotárás á EL AL þotu í Ziirich — samtök Araba, sem berjast fyrir frels- un Palestínu, frömdu verknaðinn Zúrich 18 febr. AP. NTB. SKOTIÐ var á ísraelska farþega- flugvéi á flugvellinum við Ziir- ich í Sviss, siðdegis í dag, þriðju dag. AP-fréttastofan segist hafa það eftir öruggum heimildum, að fjórir farþeganna hafi meiðzt, þar á meðal flugstjórinn. I sömu fregn segir, að fjórir karlar og ein kona hafi framið verknaðinn og eru þau félagar í þeim sam- tökum Araba, sem krefjast frels unar Palestínu. Vélin, sem var af gerðinni Boing 72ú, og í eigu ísraelska félagsins EL AL, var að búast til flugtaks, með sautján farþega innanborðs, þegar vélbyssuskot- hríð hófst skyndilega á vélina. Framhald á bls. 27 Hefnd Kínverja vegna flótfa Shu: Aflýsa fundi með Bandaríkjamönnum — sem átti að hefjast í Varsjá 20. feh Tókío 19. febr. AP. KÍNA hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða fundi sendi- herra Bandaríkjanna og Kína í Varsjá, sem áttu að hefjast eftir árs hlé, þann 20. febrúar. Segir í yfirlýsingu kínversku stjórnarinnar, að þetta sé af- ráðið í mótmælaskyni við meint klækjabrögð og bak- tjaldamakk Bandaríkjanna gegn Kínverska alþýðulýð- veldinu. 1 yfirlýsingunni segir meðal annars orðrétt: „Þann 6. febrúar sl. bar fuill'trúi kínverska utan- ríkisráðuneytisins fraan eindreg- in mótmæli vegna skipulagðrar samvinnu Bandaríkjannia og Hol- lands til að fá kínverskan sendifulltrúa til að svíkja land Framhald á bls. 27 Myndin var tekin í Karachi fyrir fáeinum dögum, er andstæðingar stjórnarstefnu Ayubs Khans for seta höfðu kveikt í húsi eins embættismanns stjórnarinnar. Pakistan: Stjórnarandstæðingar hunza friðarfund Khans forseta A. Laird til Washington 18. febrúar. NTB. MELVIN Laird, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Washington í kvöíd, að hann færi til Suður- Vietnam þann 5. marz næst kom andj og myndi dvelja vikutíma í landinu. Laird sagði, að hann færi sem fyrsti fulltrúi nýju stjórnarinnar, tii að kanna ástandið með eigin augum og með honum í förinni yrði Earl Vietnam Wheeler, yfirmaður varnarmála- ráðs Bandaríkjanna. Laird vísaði á bug þeim sögu- sögnum, að miklir flutningar sovézkra herflokka stæðu yfir í Austur-Þýzkalandi í sambandi við fyrirhugaðar kosningar for- s’eta Vestur-Þýzkalands í Vestur- Berlín á næstunni. Laird kvaðst enga ástæðu hafa til að ætla að yfir stæðu ólöglegar hernaðarað- gerðir af hálfu Sovétmanna. Karachi, Pakistan, 18. febr. AP-NTB. LEIÐTOGAR þriggja helztu stjórnarandstöðuflokkanna í Pakistan, kunngerðu í dag þá ákvörðun sína að hunza friðar- viðræðurnar, sem Ayub Khan, forseti landsins, hefur boðað til að binda endi á stjórnmáladeilur og ókyrrð, sem hafa svo mjög sett svip sinn á líf í landinu síð- ustu mánuði. Einn þessara þriggja er Zulificar Ali Bhutto, fyrrverandi utanríkisráðherra, en hann var nýlega látinn laus úr stofufangelst. Enn ein menntamanna- réttarhöld í Sovétríkjunum Moskva 18. febrúar. NTB. ENN EIN menntamannarétt- arhöld eru í uppsiglingu í Moskvu. Ákærð verða karl og kona, sem eru stærðfræðingur og verkfræðingur að mennt- u.n. Þau hafa ekki haft sam- vinnu með árér, en báðum er gefið að sök að hafa haft uppi óhróður um Sovétríkin. Konan er Irina Belgorodsk- aja, verkfræðingur. Hún er frænka Larissu Daniels, sem var dæmd til fjögurra ára út- legðar í fyrra, eftir að hún hafði tekið þátt í að mótmæla innrásinni í Tékkóslóvakíu. Irina var handtekin í ágúst sl., en hún hafði af vangá skilið eftir bænarskjal í leigu bifreið. í skjalinu var hvatt til, að Anatoli Martsenko yrði látinn laus úr fangelsi. Mart- sjenko var handtekinn er hann hafði skrifað bréf til sovézkra blaða, þar sem hann lét í ljósi andúð á stefnu Sovétríkjanna gagnvart Tékkóslóvakíu. Á innrásardag inn var hann dæmdur til eins árs nauðungarvinnu. Karlmaðurinn Ilja Burmist- ovitsj, sem verður dreginn fyrir dóm ásamt Irinu Belgor- odskaja, hefur setið í fangelsi í fullt áT. Hann er borinn þeim sökum að hafa átt í fór- um sínum vélrituð eintök af ýmsum bókum, sem útgáfa hefur verið bönnuð á í Sovét- ríkjunum. Þar á meðal eru bækur eftir þá Siniavsky og Daniel. Ákærðu eiga yfir höfði sér að fá allt að þriggja ára fangelsisdóm. Vinir Irinu Bel- gorodskaja segja, að hún hafi neitað allri samvinnu við full trúa ákæruvaldsins við yfir- heyrslur og hún muni lýsa sig saklausa þegar hún verður leidd fyrir rétt. Bhutto sagði fréttamönnum, að honum hefði ekki gefizt nægilegt ráðrúm tiil að kynna sér boð Khans og athuga málið, en við- ræðurnar eiga að hefjast á morg un, miðvikudag í Rawalpindi. Hinir tveir eru þeir Abdul Hamdi Bhashani, forimgi Awami-flokks ins, sem er sagður velviljaður Peiking, og Mujibur Rehman, for ingi Awamai-bandalagsins í Austur Pakistan. Til óeirða dró í höfuðborg Austur Pakistan Dacca, í dag, þegar lögreglan skaut að veg- farendum, sem virtu ekki út- göngubannið. Einn maður að minnsta kosti beið bana. 1 Karachi efndu stúdentar, hollir Bhutto, til mótmælaaðgerða, en lögreglan hefur þar mikinn við- búnáð, þar sem óttazt er, að frekari átök kunni að brjótast út hvemær sem er. Sprengingar í Berlín - Berlín, 1«. febr. (AP-NTB) AUSTUR-þýzk yfirvöld hafa til- kynnt að fyrirhugað sé að sprengja í loft upp stall undir minnisvarða um töku Berlínar árið 1945. Minnisvarði þessi er sovézkur skriðdreki af gerðinni T-34, sem stóð á steyptum stalli, og stendur við hraðbrautina frá Vestur-Berlín til Vestur-Þýzka- lands. Hefur skriðdrekinn verið fluttur á brott fyrir nokkru, en fyrirhugað er að sprengja stall- inn burt í áföngum, og hittist svo á að sprengt verður meðan Nix- on Bandaríkjaforseti heimsækir Berlín í þessum mánuði, og kvöldið áður en vestur-þýzkir þingmenn koma þar saman til að kjósa nýjan forseta Vestur- Þýzkalands. Skriðdrekanum var komið fyr- ir á istalli sínum að lokinni heims styrjöldinni síðari til minningar um það þegar sovézkir hermenn tóku Berlín. Hefur yfirvöldum Vestur-Berlínar verið tilkynnt að minnisvarði verði fluttur, og er talið að austur-þýzk yfirvöld hafi hug á að færa hraðbrautina til Vestur-Þýzkalands, eða breyta legu innkeyrslunnar til borgar- innar. Sprengingarnar hefjast. á morg un, miðvikudag, en síðar verður sprengt 21. og 25. febrúar og 27. febrúar, daginn s§m fyrirhiugað er að Nixon komi til Vestur- Berlínar. Síðustu sprengingarn- ar verða svo 4. marz, kvöldið áð- ur en þingmennirnir koma sam- an til að kjósa forseta. Fimm risaskip , Aþenu, 18. feb. — AP — SKIPAKÓNGURINN Aristotle Onassis hefur samið við fransk- ar skipasmíðastöðvar í St. Naza- ire um smíði þriggja olíuflutn- ingaskipa, sem hvert um sig verð ur 250 þúsund tonn. Eiga þau að afhendast fullsmíðuð á árinu 1972. Hjá þessum sömu skipa- smíðastöðvum á Onassis í smíð- um tvö önnur olíuflutningaskip. Verða þau 220 þúsund tonn og afhendast á árunum 1970 og 1971.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.