Morgunblaðið - 19.02.1969, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969.
3
Útufkeyrslu
við Búrfell
Búrfelli, 18. febr. — Upp úr
íhádegi í daig valt bíll uppi á
Fjallinu og stafckst fram af 15-20
metra hiáum kanti. Grétar Hall-
dórsson frá Seifossi heitir sá sem
bílnum ók og var að koma ofan
af fjallinu á 8 tonna Volvo vöru-
bíl og lenti bíllinn á svellbunka.
Fór hann últ af vaginum. Grétari
tókst að komast út úr bílnum
áður en hann stakkst fram af.
Slapp Grétar óskaddaður, en
reikna má með miklum skemmd-
um á bílnum. Hann stendur á
endann.
— Þ.
Smrkovsky
kronkur
Prag 18. febr. AP.
TÉKKNESKA fréttastofan Cet-
eka sagði frá því í dag, að Josef
Smrkovsky, fyrrverandi forseti
tékkneska þjóðþingsips, hefði
verið fluttur tii læknisaðgerðar,
en ekki var nánar skýrt frá
veikindum hans.
I viðtali við slóvakíska blaðið
Smena segir Smrkovsky að svo
virðist sem ástandið í landinu
haifi batna'ð stórlega og engin
ástæða sé til neinnar svartsýni.
STAKSTEINAR
Svo mikill ís er í höfninni í Stykkishólmi að óvíst er að bátar geti lagt þar upp afla sinn. Verður
þá að aka aflanum frá Rifi til Stykkishólms.
Fegurðorsamkeppni hnldin í vor
FEGURÐARSAMKEPPNI 1969
fer fram í vor í Reykjavík. Und-
irbúningur er nú í fullum gangi
og nokkrir þátttakendur þegar
Var bjargað úr illri vist
— í sœluhúsi vegna reykjastibbu
Akureyri, 18. febr.
TVEIR menn úr Reykjavík
lentu í hrakningum á Öxnadals-
heiði í gær og í fyrrinótt. Þeir
voru á leið austur yfir Öxndals-
heiði seint á sunnudagskvöld í
versnandi veðri og hríð, þegar
Landroverbíll þeirra lenti út
af veginum skammt austan við
Grjótá og náðist ekki upp á veg-
inn aftur. Þeir leituðu húsaskjóls
á Sesseljubúð, sem er sæluhús í
eigu Slysavarnafélags íslands og
létu þar fyrir berast.
f Sesseljuibúð er enginn sími
en talstöð og tókst mönniunum
ekki að ná sambandi við Akur-
eyri um talstöðin fyrr en um há
degi í gær og urðu Hveravellir
að bera á milli. Flugtojörgumar-
sveit A.kureyrar var þegar köll-
uð út og héldu sjö menn úr ihenni
af stað í tveimur fjallatoílum
skömmu eftir hádegi. Þriðji bíU-
inn var hafður með í förinni
vegna hins lélega radiosambands
við mennina. Leiðangursmenn
komust að Sesseljutoúð í gær-
kvöldi, þrátt fyrir mikla ófærð
og leið mönnunum tveimur þá
orðið mjög illa vegna reykjar-
stybbu og reykeitrunar, sem staf
aði fhá hitunartæki hússins. Rör
ofan á strompinum hafði með
einhverju móti horfið og reykn-
um sló sífellt niður í húsið og
gerði vistina þar mjög illa og
nærri óbærilega. Voru mennirnir
farir að kasta upp. Mennirnir
tveir hresstust fljótt eftir að að
þeim toafði verið hlynnt, í hreinu
lofti og upphituðum bíl. Leið-
ang.ursmenn komu til Akureyrar
laust eftir kl. 2 í nótt. — Sv. P.
komnir í keppnina, en beðið eft-
ir ábendingum um aðra, einkum
þó utan af landi.
íslenzkar fegurðardísir gerðu
víðreist í fyrra, tóku þátt i feg-
urðarsamkeppnum á Norðurlönd
löndunum, í Bandaríkjunum og
allt suður í Kongó.
Tekið verður við ábendingum'
um væntanlega þátttakendur til
mánaðarmóta febrúar — marz í
pósthólf 1285, Reykjavík, merkt:
Fegurðarsamkeppnin 1969.
Sigríður Gunnarsdóttir mun
hafa umsjón með keppninni, en
hún og María Ragnars'dóttir
munu vinna að undirbúningnum
og þjálfun stúlknanna, sem vald-
ar verða í úrslitakeppnina.
(Fréttatilkynning).
Snjólétt d Vestfjörðum
— fært norður, en víða hálka á vegum
í GÆR var fært alla leið til Ak-
ureyrar, en þá hjálpaði Vega-
gerðin toílum eins og venja er á
þriðjudögum. Hafði veður gengið
niður í gærmorgun og spáin góð,
svo hægt var að ryðja, en fyrir-
staða var aðallega á einum sdað,
á Svínvetningabraut, þar sem
kominn er mikili snjór. VeðuT
hefur verið sérlega slæmt kring-
Selja markríl í
Þýzkalandi
VÉLSKIPIÐ Súlan frá Akureyri
seldi 61,1 lest af makríl í Þýzka
Iandi sl. laugardag fyrir 28.837
mörk.
Hafði skipið hluta af aflanum
ísaða í kassa og fékkst helmingi
meira verð fyrir kassafiskinn en
þann sem laus var. Fyrir makríl
í kassa fengust 18 kr fyrir kg.
Súlan hefur selt þrisvar í Þýzka-
landi á árinu síld og markríl og
fengið fyrir það 129 þúsund
mörk, eða 12.6 millj. ísl. króna.
Jón Kjartansson ’hefiur mýlega
selt 60 lestir af makríl í Þýzka-
landi.
í gæir seldi Neptúnus 145,2 lest
ir af fiski í Cuxhaven fyrir
1(3T .667 mörk eða tæplega 1,9
millj. ísl. króna og var meðal-
verð kr. 19,87 kg,
Lá úti í hríð
Var bjargað á siðustu stundu
Ólafsvík, 18. feforúar.
HÉR í Ólafsvík er nú heill á
húfi Reykvíkingur, Ríkharð-
ur Jóhann Jónsson, sem fannst
á berangri hjá eyðibýlinu
Görðum í Breiðuvík, þar sem
hann hafði lagzt fyrir. En þá
voru menn á Snæfellsnesi
farnir að leita hans. Hafði mað
urinn legið úti frá þvi á
fimmtudagskvöld og fram á
mánudag, eins og hann kveðst
hafa gert áður, en missti frá
sér svefnpokann og allt dót
í óveðri, er skall á.
Maðurinn kom vestur á
fimmtudag og að Vegamótum
Hélt hann svo gangandi vest-
ur á leið. Hafði hann tvær
byssur með og er talið að
hann hafi ætlað að veiða ref
eða eitthvað slíkt. Hafði hann
meðferðis svefnpoka og næg-
an mat, en ekki tjald. Kom
maðurinn víða við á bæjum í
Staðarsveit og hélt áfram vest
ur á Breiðuvík.
Á sunnudagskvöld fór hanp
vestur í Breiðuvík og vestur
fyrir Purkhóla, en þá er stutt
í Malarrif. Þar lagðist hann
til svefns, en kominn var norð
austan stormur. Undir morg-
un missti hann frá sér svefn
pokann og vettlinga, sem hann
var með og brauzt síðan
áfram. Hann fór í vestur, en
stytzt er til bæja í austurátt.
nætur
Var veðurhæðin ógurleg og
varð maðurinn að skríða á
fjórum fótum með vegarbrún
inni.
Menn, sem voru á ferð í
bíi, fundu byssurnar. Þá var
farið að grennslast fyrir um
manninn og fannst hann á ber
angri, rétt hjá eyðibýlinu á
Görðum í Breiðuvík. Það var
Pétur Pétursson, vitavörður
á Malarrifi og fleiri leitar-
menn sem fundu hann. Var
hann þá lagstur fyrir.
Björgunarsveitirnar frá Ól-
afsvík og Sandi höfðu verið
kallaðar út, 16 maiins í hvorri
sveit og voru farnar að leita.
Maðurinn kom til Ólafsivík-
ur, þar sem hann er nú hress
og óskaddaður á hótelinu.
— Hinrik.
um Blönduós að undanförnu. —
Heiðarnar eru nokkurnveginn
færar og var í gær opnaður veg-
urinn tii Akureyrar, sem fyrr er
sagt.
í gær v»r einnig reiknað með
að tækist að opna veginn til Húsa
víkur, en hjálpardagar Vegagerð
arinnar á þeirri leið eru venju'
lega mánudagar. Einnig var ver-
ið að opna veginn til Dalvíkur,
þar sem venjulegir hjálpardagar
eru mánudagar og fimmtudagar.
Þá var verið að moka veginn til
Siglufjarðar í gær, eins og venju-
lega á þriðjudögum.
Ágæt færð er um allt Suður-
land, Borgarfjörð, Snæfallsnes
og Dali. Víðá á Vestfj'rðum er
snjólétt, einkum sunan tiL Er t.
d. fært frá Patreksfirði til Bíldu
dals og : Barðaströnd, en á Kleifa
heiði og á Barðaströndinni eru
víða háskaleg svell á vegunum,
eins og víða annars staðar á land
inu, þar sem er,u brattar fjalls
hliðar, svo sem víða á Vestfjörð
um. Fært er frá ísafirði til Bol-
ungarvíkur. Og er Vegagerðin
átti í gær tal við Kirkjuból
Langadal, sagði bóndinn að hann
myndi ekki eftir svo snjóléttum
vetri þar síðan 1953.
Ástand á vegum er verst
Norðausturlandi, og er.u flestir
vegir ófærir austan Hús'avíkur.
Á Austfjörðum skall í gær
versta veður og eftir það voru
vegir illfærir. Þó var gert ráð
fyir að hægt yrði að opna veg-
inn um Fagradal í gær, en þar
er nú allt önnur aðstaða síðan
nýi vegurinn kom. Fært var
næsta nágrenni við Egilstaði.
Þjóðaihagur
kraíðist
skjótrar lausnar
Fyrri forustugrein Alþýðu-
blaðsins í gær ber fyrirsögnina,
Sáttatillagan lögfest. Segir þar á
þessa leið:
„Rikisstjórnin Iagði í gær fyr-
ir Alþingi frumvarp um lögfest-
ingu á tillögu sáttasemjara rík-
isins til lausnar á deilu yfir-
manna á bátaflotanum og útvegs
manna. Ef þetta frumvarp verð-
ur að lögum, eins og fastlega má
búazt við, lýkur verkfallinu á
bátaflotanum við gildistöku
þeirra. Lögin ná ekki til deilunn-
ar í Keflavik, þar sem sjómenn
felldu sáttatillöguna.
Ekki verður um það deilt, að
þjóðarhagur krefjist skjótrar
lausnar á bátaverkfallinu. Meira
en helmingur febrúarmánaðar er
liðinn og vertíð ekki hafin. Drag-
ist það lengi enn, mundi þjóðin
tapa miklum verðmætum, en við
því má hún alls ekki. Þá er rétt
að minnast þess, að verakfallið
veldur stórfelldu atvinnuleysi í
öðrum stéttum. Margir munu
segja að ríkisstjómin hefði átt
að grípa til þessa ráðs fyrir
löngu. Hitt er þó rétt að hafa i
huga að þjóðfélagið má ekki
rifta samningafrelsi nema í ítr-
ustu neyð og mundi það geta
leitt til annarra og verri tíðinda
ef til þess yrði gripið í ótíma.
Þetta vita ráðamenn þjóðarinnar
af biturri reynslu og því hafa
þeir látið reyna á það svo lengi
hvort ekki næst eðlilegt sam-
komulag“.
Tví skinnungurinn
í Framsókn
Tvískinnungurinn og stefnu-
leysið í Framsóknarflokknum
var áberandi í umræðunum um
lausn sjómannadeilunnar. Björn
Pálsson var framsögumaður fyr-
ir hönd Framsóknarflokksins við
aðra umræðu málsins. í ræðu
sinni komst hann hvað eftir
annað þannig að orði, að ekkert
hefði verið annað að gera en lög-
festa miðlunartillögu sáttasemj-
ara. Þjóðin þyldi ekki áframhald
andi verkfall og stöðvun fiski-
skipaflotans um hávertíðina. Rík
isstjórnin hefði því í raun eg
veru gert það eina rétta.
En að hinu leytinu var svo
þessi leiðtogi Framsóknarflokks-
ins, sem oft talar af óvenjulegri
hreinskilni um vandamál þjóðar-
innar, að burðast við að kenna
ríkisstjóminni um sjómannaverk
fallið. Hann gekk þá alveg fram
hjá þeirri staðreynd, að ráðstaf-
anir þær, sem ríkisstjómim gerði
í efnahagsmálum í haust voru
frumskilyrði þess að bátar og
frystihús yrðu yfirleitt rekin á
næstunni.
Slæmur kostur
að sitja hjá
LANDHELGISGÆZLAN fór is-
ílug í gær og leiðbeindi m.a.
við Horn, Tungufossi, sem var
á leið vestur fyrir, því þar er
nú mjög tafasöm sigling í björtu
og ófær leið í myrkri.
Frá Straumnesi og austur
Óðinsboðasvæðið nær ísinn upp
að landi, þéttastur er hann um
horn 4—6/10 að þéttleika, að því
er áhöfn landhelgisflugvélarinn-
ar upplýsti eftir flugið. Litlar
isspangir eru út af Skaga og
Skagafirði, dreifðir ísjakar á sigl
ingaleið frá tSraumnesi og suð-
ur að Dýrafirði og einnig á Húna
flóa og austur að Siglunesi.
Framsóknarmenn völdu þann
kostinn að sitja hjá við atkvæða
greiðsluna um lausn sjómanna-
verkfallsins. Það var ekki skörn-
legur kostur. Þeir lýstu því yfir
að „þeir vildu ekki leggja stein i
götu frumvarpsins“. En þeir
höfðu ekki manndóm í sér til
þess að greiða atkvæði með
þvi, sem þeir vissu að var lífs-
nauðsynlegt og þjóðarhagur
krafðist. Fer hér enn sem fyrr
að Framsóknarmenn em úrræða
litlir og ábyrgðalausir, enda þótt
þeir krefjist stöðugt þingrofs og
nýrra kosninga, og ætli sér með
því að ná þeim völdum, sem
þjóðin hefur neitað þeim um á
undanförnum áratug.