Morgunblaðið - 19.02.1969, Side 4

Morgunblaðið - 19.02.1969, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, Mlf /IKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969. BÍLALflGANFALirr car rental service © 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 Hverfiscötu 163. Simi eftir lokun 3116«. MAGIMÚSAR aciPHDtnJl s«mar21190 eftir lokwn *ím» 40381 LITLA BÍLALEIGAN BergstaSastraeti 13. Sími 14970 SAMKOMUR Skógarmenn K.F.U.M. Aðalfundur Skógarmanna verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg. — Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Eldri deild fjölmennið. Stjómin. AVERY iðnaðarvogir. Ólafur Gislason & Co hf., Ingólfsstræti 1A. Sími 18370. -funnar ^Siótjeiriion Suðurlandsbraut 16. Laugavegi 33. . Sinti 35206, Sfrauið rétf, létt og slétt með .. ’ * 'b' *Wj Husqvarna £ Hællinn og táin á Reykjanesskaga „Vaivakandi góður! Mig langar til þess að biðja þig um að birta í dálkum þínum eft- irfarandi linur! Reykjanes, sem er syðsti hluti Reykjanesskagans og hann dreg- ur nafn sitt af, hefur að undan- förnu verið mjög í fréttum blaða og útvarps vegna þess, að þar er um að ræða eitt mesta jarð- hitasvæði landsins og í rannsókn eru möguleikar á nýtingu hinnar miklu hitaorku til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Kemur sér nú vel fyrir okkur íslendinga að eiga á að skipa vel menntuðum sértræð- ingum. Reykjanesskaga hefir verið líkt við mannsfót klæddan í skinn- sokk, þar sem Reykjanes er hæll- inn, en Garðsskagi táin (Sjá upp drátt af Reykjanessfcaga). um jarðhita á Reykjanestá og kemur það kunnugum einkenni- lega fyrir, því að hingað til hefir hann verið í hælnum, en nú virð- ist hann, eftir sumum blaðaskrif- um að dæma, hafa hlaupið í tána. Egill Hallgrímsson.". 0 Vond þjónusta í verzlun „Berhent kona“ skrifar: „He. Velvakandi! Svo er nú málum hagað, að þótt 60-menningarnir hafi getað ráð- ið sjónvarpsmálum landsins, þá getur kaupandi í verzlunum bæj arins ekki leitað réttar síns, þótt aleinn sé. Einn möguleiki er því aðeins fyrir hendi, sá að skrifa í dálka þína. Ég var ein af þeim mörgu, sem fá flenzuna, er Mao karlinn sendi okkur fyrir jólin. Nýstaðín upp úr henni fór ég nú á stúfana 12. febrúar s.1. þeirra erinda að skipta jólagjöfum er mér höfðu verið gefnar, og sa_gt að skipta ef mér líkuðu ekki. Ég fór i búsáhaldaverzlun í Hafnar stræti, og þar fékk ég fyrirhafn- arlaust innlagsnótu og má taka út á hana þegar ég vil. Ég hélt nú sem leið liggur í aðra verzlun í sömu götu, með leðurhanzka sem ég hafði gefið tengdadóttur minni í jólagjöf, en reynzt höfðu of litl ir. Hún hafði sjálf farið með þá deginum áður, en fengið þau svör, að reyna bara að selja þá sjálf einhverjum sem hefði minni hendi, afskaplega einföld lausn miðað við það að verzlunin hafði lofað að skipta þeim, ef stærðin passaði ekki, án þess að tilta'ka neitt innan hvaða tíma. Afgreiðlu stúlkan kannaðist við hanzkana og sagði mér hvað þeir hefðu kost- að, og það var rétt. En það væru bara lög verzlunarinnar að taka ekki við vöru, sem væri uppseld, skiljanlega væri um dýra vöru að ræða s.l. kápur kjóla og a.þ.h nú var þetta sígild vara sem kost- aði innan við 300 kr, svo að ég bað um að mega tala við eig- andann hann hlyti að sjá að svona verzlunarmáti svaraði ekki kostn aði Q Ókurteisi En viti menn, hann brást reið- ur við, og sagði mig ekki hafa keypt þessa hanzka í siirni verzl- un, þeir væru löngu uppseldir, en þó gæti kannski veríð að það hefði legið eitt par, um það gæti hann ekkert sagt, og hanzkana gæti ég hirt. Ég sagði honum þá að hanzkarnir væru mér einskis hýtir, hann skyldi bara eiga þá sjálfúr, sem hann og fékk, en ég myndi fara lengra með þetta. Um það var honum alveg sama, svo leyfi hans hef ég til þess, á vissan hátt. Q Nauðsynlegt að fá nótu Ég hef sjálf verið kaupkona, en aldrei vitað til að ókurteisi yki hag verzlunarinnar, síður en svo. Nú mun ég þvi benda kunn- ingjum mínum á að verzla ekki þarna, því að á þessum verstu og síðustu tímum, hefur enginn ráð á að sitja uppi með vöru sem ekki er nothæf. Ég vil enn- fremur benda fólki á að fá nótu með þeim vörum, sem verzlanir olfa að skipta á, svo fleiri verði ekki fyrir barðinu á svona verzl- unareigendum. Virðingarfyllst, berhent kona“ 0 Götulýsing skemmd í Háaleitishverfi „K^eri Velvakandi! Er mér varð litið út um glugg- ann í gær og sá bifreið og við- gerðairmenn frá Raftnagnsveitu Reykjavíkur vera að endumýja ljósakúlur, sem einhverjir krakka óvitar höfðu brotið nýlega á tveim ur staurum i hinni mjög svo snotru og nauðsynlegu lýsingu á göngustígnum, sem liggur frá „Miðbæ“ og niður i Safamýrina, datt mér í hug, að við íbúar þarna í hverfinu ættum að brýna fyrir börnum okkar að brjóta ekki af stráksskap þessar kúkjr, og sömuleiðis að koma upp um þá, sem þar sæjust fremja þennan verknað. Mér skilst að Ijósakúlur þessar séu mjög dýrar, og það gæti kom- ið að því að þolinmæði R.R. þryti, að endurnýja fyrnrefndar ljósa* kúlur, og væri það miður gagn- vart öryggi gangandi fólks Um stíg þennan í skammdeginu, ekki sízt barna. Undirritaður skrifar ekki þerin an greinarstúf eingöngu vegna þessara tveggja ljósakúlna, sem minnzt var á í upphafi, heldur einnig vegna þess, að í fyrravet- ur voru brotnar einar 4—5 kúlur á einu eða tveimur kvöldum. Að lokum vildi ég einnig biðja foreldra, bæði hér í Háaleitishverf inu og annars staðar, að brýna fyrir börnum sínum að sýna gætni gagnvart trjáhríslum og öðrum gróðri, vetur sem sumur, — gróðri sem í framtíðinni á að gera um- hverfi okkar hiýlegra og feg- urra. Með kærri kveðju. Faðir í Háleitishverfi. • ,,Miðbær“(!) — Það er von, að bréfritari hafi þetta einkennilega húsnafn, „Miðbær“, innan tilvitnunarmerkja Hver í ósköpunum skyldi sá snillingur vera, sem var svo frum legur að láta sér detta í hug að kalla stóreflis verzlunarhús, óra- , fjarri Miðbænum, þessu nafni? 0 FÍB á móti hækkun benzínverðs FÍB sendi Velvakanda I gær eftirfarandi athugasemd vegna bréfs „Þorra’: „í gær, 18. febrúar ritar „Þorri“ í Velvakanda hugleíðingar um verðhækkun á benzíni og sitthvað fleira um hagsmunamál bifreiða- eigenda. í þessar athyglisverðu hugleið- ingar hefur slæðst ein meinleg villa, sem byggist á rangtúlkun á fréttafyrirsögn í Tímanum 12. febrúar s.l. og er mLsskil ningurinn á þann hátt, að FÍB hafi mselt með hækkuðu verði á benzíni. Þessu er í rauninni þveröfugt farið. FÍB hefur um langt árabil stöðugt mótmælt öllum sköttum á benzíni öðrum en þeim, sem sem renna beint til vegamála og hefur einnig að þessu sinni tekið sömu afstöðu til væntanlegrar verðhækkunar á benzíni, sem kom ið getur til greina, ef leyfisgjald bifreiða verður afnumið, og verð nýrra bifreiða þar með lækkað stórlega. Áður hafði komið í Ijós, að stöku bifreiðaeigendur höfðu mis skilið fréttafyrirsögn Tímans 12. febrúar, þar sem rætt var um af- skipti FÍB af afnámi leyfisgjalda á innfluttum bifreiðum og sam- hliða væntanlegri breytingu á benzínverði. Viljum við benda „Þorra“ og öðrum, sem misskil- ið hafa áðurnefnda fréttafyrir- sögn á, að lesa útskýringar FÍB, seiri birtust í Tímanum 18. íebr- úar s.l. Þá viljum við benda öllum bif- reiðaeigendum, sem nánar vilja kynnast afekiptum FÍB af þess- um málum að lesa skýrslur um þau í „ökuþór" 1963—1968. Þar kemur fram stefna félagsins í þessum málum, og er hún að sjálf sögðu óbreytt síðan.“ En nú eru sumir farnir að ræða Öniirðingar Árshátíð Önfirðiugafélagsins verður að Hótel Borg sunnudaginn 2. marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Burstafell Burstafell Vatnsleiðslurör Vonim að fá rör Vz tommu til 2ja tommu. Pantanir óskast sóttar strax. BURSTAFELL byggingavöruverzlun Rcttarholtsvegi 3 — Sími 38840. Tilboð óskast í jarðvinnu og sprengingar í húsgrunni á lóð Landspítalans í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 28. febrúar næst- komandi kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN RÍKiSINS BORGAKTÍINI 7 SÍMI 10140 Höfum kaupanda að nýlegu, vönduðu frekar stóru EINBÝUSHÚSI í KÓPAVOGI MJÖC HÁ ÚTBORGUN í BOÐI Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 s. 16870 & 24645. —— TIL SÖLU ■■■................... EINBÝLISHÚS í VOGUNUM Húsið er 19 ára, 130 ferm. að grunnfleti, kjallari, hæð og ris. Á hæðinni eru 3 stofur, 3 svefnherbergi, eldhús og bað, í risi eru 3 svefnherbergi, baðstofa, aukaeldhús og W.C. f kjallara hússins er m.a. innbyggður bílskúr, 2 herbergi o. fl. Upplýsingar EKKI gefnar í síma. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.