Morgunblaðið - 19.02.1969, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969
7
sf ; ■■■
v 'V‘. •• ••
Goðafoss í Skjálfanda.
1968
Þeir segja það fyrir sunnan,
a'ð sólin skíni þar mest
og þeirra sé þjóðarstoltið
þar líði öllum bezt.
Þeir vita það fyrir vestan,
að veðrin geysa oft hörð.
Þar eru hxausfar hetjur,
sem halda um staðinn vörð.
Þeir nefna það fyrir norðan,
að nóg sé um frost og hríð
en þar er það andans eldur,
sem yljar þeirra líf.
Þeir álíta fyrir austan,
þótt útkjálka húi á slóð,
þá eigi þeir ekki að vera
olnbogabörn hjá þjóð.
Höfundur:
Sigurborg Eyjólfsdóttir
Lundberg, Neskaupstað.
1 Hólmatungum.
FBÉTTIR
Kristniboðs- og æskulýðsvika í
Hafnarfirði í húsi KFXJM og K
16.—23. febrúar 1969.
Miðvikudag 19. febrúar
Ræðumaður: Guðni Gunnarsson,
prentari. Unga fólkið: María Aðal
steinsdóttir, fóstrunemi, og Sævar
Guðbergsson, kennari. Björgólfur
Baldursson syngur.
Fimmtudagur 20. febrúar
Sýndar litmyndir frá Eþíópíu.
Sigurbjörn Sveinsson, mennt.nemi,
og Arngrímur Guðjónsson, húsa-
smiður. Æskulýðskórinn syngur.
UD-fundur KFUK fellur inn í sam
komuna.
Föstudagur 21. febrúar
Ræðumenn: Þórstína Aðalsteins-
dóttir, mennt.nemi, Stína Gisladótt
ir, kennari, og Ástráður Sigurstein
dórsson skólastjóri. Vinstúlkur
syngja.
Laugardagur 22. febrúar
Litkvikmynd frá fyrstu árum
starfsins í Konsó. Ræðumenn: Gest
ur Gamalíelsson, húsasmiður, og
Gunnar Sigurjónsson, cand.theol.,
Kvennakór KFUK syngur. Allir
velkomnir.
Sunnudagur 23. febrúar
Konráð Þorsteinsson, pípulagninga
maður, talar. Raddir æskunnar: El-
ín Elíasdóttir, fóstrunemi, og Gunn
ar J. Gunnarsson, kennaranemi.
Æskulýðskórinn syngur.
Kvenfélag Kópavogs
Námskeið í myndflosi hefst nú
í vikunni. — Uppl. þriðjud. ogmið
vikudag kl. 1—3 í síma 41382
Frá Félagi austfirzkra kvenna.
Kjördæmisráð Sjáifstæðisflokksins
í Reykjaneskjördæmi. Aðalfundur
Kjördæmisráðs verður kl. 2 e.h.
laugard. 22. febr í Grindavík
í dag er Jóhann Einarsson frá
Auðnum á Vatnsleysuströnd, en áð
ur til heimilis á Nesvegi 72 í
Reykjavík 85 ára. Hann er nú
vistmaður á Hrafnistu. Hann verð-
ur að heiman í dag.
Margir íslendingar þekkja Árna
G. Eggertsson. Þessvegna birtum
við hér frétt úr Lögbergi Heims-
kringlu.
Mr. Árni G. Eggertsson Q.C. og
Mrs Bonita Marion voru gefin sam
an í hjónaband í fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg 26 desember
1968. Prestur safnaðarins, Rev John
A. A. Arvindson framkvæmdi hjó
vígsluna. — Svo sem lesendum er
kunnugt, er Mr Eggertsson einn
af kunnustu og vinsælustu lögfræð-
ingum hér í borg. Kona hans er af
frönskum ættum: faðir hennar Mr.
Simion Marion var lengi oddviti
og svo bæjarstjóri í St. Jean-Bap-
tiste og rekur fjölskyldan mikinn
landbúnað þar í sveit, en móðir
hennar Rose Marie Roy, er komin
af hinni kunnu Roy fjölskyldu x
St. Boniface. Við árnum þeim hjón
um, Mr. og Mr.s AG Eggertsson
allra heilla. Þau em nú stödd í
Phoenix Arizona en í byrjun febr-
úar fara þau til Berkley, Californía
— IJ.“
Oddný Ólafía Eyjólfsdóttir frá
Seyðisfirði Brekastíg 19. Vest-
mannaeyjum varð 65 ára í gær.
Nýlega voru gefin saman í hjóna
band að Búrfelli í Grímsnesi af
séra Ingólfi Ástmarssyni, ungfrú
Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir
og Árni Björnsson, prentari Heimili
þeirra er að Dvergabakka 18
Reykjavík
(Barna- og fjölskylduljósmyndir)
Áheit og gjafir
„Gjafir til Slysavarnasveitarinn-
ar Dröfn á Stokkseyri.
í 100 ára minningu Ingibjargar
Gíslínu Jónsdóttur frá Gamla-
Hrauni frá afkomendum hennar á
Stokkseyri kr. 10.000.
Neyðartalstöð gefin af Guðmundi
Einarssyni Merkigerði, Stokkseyri
og sonum hans í tilefni af 40 ára
afmæli deildarinnar.
Stjórn deildarinnar færir gefend-
unum beztu þakkir fyrir gjafirnar
og hlýhug þeirra til deildarinnar."
F.h. Drafnar Helgi Sigurðsson for-
maður.
Selfoss í Jökulsá á Fjöllum.
NÝKOMIÐ
mjög ódýrar barnaúlpur frá 2ja ára.
Falegar — vandaðar.
Laugavegi 31.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast um sölu á fyllingarefni, hrauni, rauða-
mö!, eða grús ásamt akstri á því í götur í Smáíbúða-
hverfinu hér í borg.
Útboðsskilmálar eru afhentir í skrifstofu vorri og
verða tilboð opnuð þar miðvikudaginn 26. febrúar n.k.
kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800
NYJAR SENDINCAR AF
LOFTPLÖTUM
frá Finnlandi og Svíþjóð.
innrélii
Grensásvegi 3 - Sfmi 83430
CHLORIDE
RAFGEYMAR
HÍNÍR VÍÐURKENDU
RAFGEYMAR
ERU FÁANLEGÍR í
ÖLLUM KAUPFELÖGUM OG
BÍFREIÐAVÖRUVERZLUNUM.