Morgunblaðið - 19.02.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969
11
erum 12 á. Meiningin er að
fara á útilegu, en annars fer
það allt eftir því hvar fisk-
urinn verður.
Annars er mest úm vert að
nú fer að færast líf í þetta
allt saroan og þá verður allt
í lagi.
Ólafur Jónsson.
EIGUM EFTIR AÐ NA
OKKUR NIÐRI
Ólafur Jónsson, vélstjóri á
Sæborginni, ger'ðist ekki út-
gerðarmaður í verkfallinu!
„Auðvitað líkar mér bölvan
lega að láta dæma mig á sjó-
inn aftur,“ sagði Ólafur. „Ut-
gerðarmenn sýndu enga sann-
girni í samningúnum; þeir
bara biðu og treystu á hjálp
ríkijsitjórnarinnar. Og hún
kom eins og alltaf, þegar þess-
ir menn eiga í hlut.
En við eigum eftir að ná
okkur niðri á þessum háu
herrum og munum nota til
þess fyrsta tækifæri."
Að svo mæltu snaraðist
Ólafur um bolð til að gera
vélina klára.
ANÆGÐUR MEÐ HASETA-
SAMNINGANA
„Ég er ánæg’ður með háseta
samningana og feginn að kom
ast aftur á sjóinn,“ sagði Kári
Davíðsson, háseti á Arnar-
nesi GK, en hann hittum við
suður í Hafnarfirði.
„Mér skilst aftur á móti, að
stýrimennimir séu ekki eins
ánægðir og einn heyrði ég
segja áðan, að nú vildi hann
helzt fara út sem kokkur!
Annars varð stoppið ekki
eins langt hjá Arnarnesinu og
flestum öðrum skipum, því
það var í útilegu og svo var
siglt til Bretlands með aflann.
Ætli stoppi'ð hafi ekki orðið
eitthvað tæpur hálfur mán-
uður.“
— Hvaða veiðar farið pið á?
— Við förum á net, svaraði
Kári og tók að henda neta-
trossum um borð til félaga
sinna.
HÉR ERU AÐEINS BJART-
SÝNIR MENN UM BORÐ
„Blessaður vertu. Við gerð-
umst bara útgerðanmenn í
verkfailinu og skiptum þar
með alveg um skoðun,“ sagði
Helgi Einarsson og hló dátt.
„Nú treystum við Bjama fyrir
þessu öllu.“
Helga hittum við um borð
í Hring GK, þar sem hann og
Ingimundur Jónsson voru að
gera klárt. — Ingimundur er
skipstjórinn og Helgi stýri-
maður. — Þeir félagar keyptu
Hring frá Siglufirði og komu
suður með bátinn um helgina.
Hringur er 61 tonn og ætla
þeir félagar á net. „Jú. Þetta
er okkar fyrsti bátur en von-
andi ekki sá, síðasti," sagði
Ingimundur.
—• Hvar er vélstjórinn?
spurðum við.
— Vélstjórinn? Hann er orð
inn útgerðarmáður lika;
kéypti Hrinig með okkur og
þeim fjórða, og er því auð-
vitað hæstánægður með að
komast út. Það þýðir ekkert
fyrir ykkur að vera að þessu.
Þið fáið ekkert neikvætt á
þessum báti. Hér eru aðeins
bjartsýnir menn um borð.“
„ÞAU HEFÐU MÁTT VERA
BETRI“
Andrés Grímólfsson 2. vél-
stjóri á Ásbimi RE-400 var
að beita af fullum krafti um
borð í Ásbirni, en þeir eru
að fara í útilegu með Iínu.
Þeir era 12 á og þar af eru 5
sem beita. Það voru fteiri sjó
menn þarna í beituganginum
og þeir létu móðann mása um
sjóinn, jarðlifið og allt heila
klandrið. I. vélstjóri var ekk-
ert sérlega ánægður með sjötl
unína á launamálunum, en
hann var þó fjandi hress. Við
ræddum stuttlega við Andrés:
Andrés sagði að þeir væru
að fara út á línu, en þeir
hefðu verið á henni eftir ára-
mótin. Áður en verkfail skall
á fóru þeir í útilegu á línu
og voru á sjó í hálfan mán-
uð eða þar til um síðustu
mánaðamót. Aflinn hjá þeim
var 42 tonn af slægðum fiski.
Mest var af þorski og ýsu,
en drasl með. Þeir réru á
Breiðafirðinum.
— Jú jú, við erum ánægð-
ir að komast út, sagði Andrés.
en við erum ekkert ánægðir
með kjörin, þau hefðu mátt
vera betri.
— Verðið þið lengi á línu?
— Ég véit það nú bara ekki,
ætli við förum ekki 1—3 túra,
en síðan taka netin ugglaust
við.
VAR ORÐINN LANG-
ÞREYTTUR
Helgi Einarsson og Ingimundur Jónsson (t. h.)
,.KOKKURINN VIÐ
KABYSSUNA"
Sigmar Björgvinsson á Ás-
birni er 20 ára og hefur verið
kokkur sl. 4 ár til sjós. Hann
var að hella upp á könnuna,
því að strákarnir vildu fá
Netasteinum sturtað á v
bryssjuna.
kaffi. Einnig var hann að
ganga frá kostinum, sem var i
nýkominn um borð, en þar
var um að ræða allan mögu-
legan mat.
Sigmar eagði að það væri
yfirleitt ágætt að vera kokk-
ur á þessum bátum og að-
spurður sagði hann að fæðis-
%ostnaðurinn hjá sér hefði
Verið um 4000 kr. fyrir verk-
(fall.
Við spurðum hann hvort
hann væri ekki hress að geta
hafið róðra aftur.
— Jú, það er mjög gott að
vera kominn á sjóinn aftur,
sagði hann, ég var orðinn
hundleiður á þessu reiðileysi
í landi.
Tvö skip að manúera í Hafnarfjarðarhöfn.
„Ég var orðinn langþre.yttur
á áð komast ekki á sjóinn,"
sagði Sigurður Bergsveins-
son, háseti á Asgeiri RE. „Ég
er ekki búinn að kynna mér
samningana nógu vel, en mér
skilst, að við hásetarnir meg-
um vel við una.
Hins vegar er ég ekki eins
ánægður með 27%-in.“
— Og þið ætlið í þorskinn?
— Já. Við förum í útilegu
— með net; ég hef heyrt
minnzt á Víkurálinn í því
sambandi.
Kan
Daviösen kas.ar
netatrossu
boið
um
Sigurður Bergsveinsson.