Morgunblaðið - 19.02.1969, Blaðsíða 14
14
MORGUN.BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969.
Ú.tgieíaTKÍi H.f. Árvafcur, IReyfejiavSk.
Friamfcvsemdiaisitjóri Haraldur Sveinsaon.
‘Ritstjórar Siguróur Bjamason frá Viigur.
Matthías Johannesslen.
Eyjólfur Konráð Jónsaon.
Ritstj órnarfulltrúi Þiorbjöm GuðimundsBon.
Fréttaistjóri Björn JófoannsBon,
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Au.glýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-60.
Áisifcriftargj'aM fcr. 160.00 á mánuði innanilainds.
í lausasölM kr. 10.00 eintafcið.
FULL ATVINNA
TVTú þegar ríkisstjórnin hefur
’ leyst deilu yfirmanna á
bátaflotanum við útvegs-
menn með löggjöf ríður á að
hver fleyta fari á flot, og
raunar er ekki ástæða til ann
ars en ætla, að mikill þrótt-
ur muni verða í íslenzkri út-
gerð á næstunni, því að sæmi
legur rekstrargrundvöllur er
nú fyrir útgerðina. Samhliða
aukinni útgerð mun vinna í
landi stóraukast. Þá er þess
einnig að gæta að iðnaðurinn
hefur nú góðan rekstrar-
grundvöll eins og sjávarút-
vegurinn, og mikil gróska er
að færast í hvers kyns iðnað-
arstarfsemi, ekki sízt marg-
háttaðan útflutningsiðnað.
Ástæða er þess vegna til að
ætla, að atvinnuleysið muni
brátt úr sögunni og full at-
vinna verði handa hverjum
þeim, sem vinna vill, og
vissulega er það tímabært,
því að uggvænlegt hefur
verið í íslenzkum atvinnumál
um, einkum vegna verkfalls-
ins á bátaflotanum.
Ríkisstjórnin hefur notið
almenns og mikils stuðnings
við lausn deilunnar. Sumir
segja að vísu, að hún hefði
átt að grípa inn í fyrr, en
þess ber að gæta, að samn-
ingafrelsið er grundvöllur
okkar stjómskipunar og þess
vegna á að reyna samninga
til þrautar. En óverjandi var
að láta fámennan hóp manna
valda svo gífurlegu tjóni sem
áframhaldandi verkfall var
fyrir þjóðina alla, eins og for-
sætisráðherra komst að orði
í Morgunblaðinu í gær.
Að vísu leyndi sér ekki
skapvonzka Framsóknarfor-
ingjanna yfir því, að deilan
skyldi leysast, og kommún-
istaklíkan hjá „Þjóðviljan-
um“ nefndi lausn deilunnar:
Þrælalög á sjómennina.
En lausn þessarar deilu
væri tilgangslítil, ef þjóðin
væri svo ógæfusöm að lenda
á ný í verkföllum 1. marz,
sem þó er ekki ástæða til að
ætla. Allur landslýður gerir
sér grein fyrir því, að þau
áföll, sem yfir þjóðina hafa
dunið sl. 2 ár, hljóta að leiða
til nokkrar kjaraskerðingar
að sinni. Þess vegna skilur
hvert mannsbarn, að það
væri óðs manns æði að hefja
nú kapphlaup á milli kaup-
gjalds og verðlags, og útilok-
að er að allar þær hækkan-
ir, sem af gengisfellingunni
leiðir fáist bættar með vísi-
tölugreiðslum. Þá væri til
einskis unnið og gengisbreyt
ingin mundi renna út í sand-
inn og öllu atvinnulífi væri
stefnt í hættu.
Ástæða er til að menn geri
sér glögga grein fyrir þess-
um staðreyndum, því að
kommúnistar eru þegar tekn-
ir til við að reyna að æsa
menn til verkfalla 1. marz,
og allar líkur benda til þess,
að Framsóknarforingjarnir
muni styðja þá í þeirri iðju,
eins og allri niðurrifsstarf-
semi á undanförnum árum.
Lífsnauðsyn er, að öll at-
vinnutæki landsmanna verði
nú rekin með fullum þrótti
og ekkert lát verði á auðæfa-
öflun næstu mánuðina. Þá
munu líka verða skjót um-
skipti í íslenzkum efnahags-
málum. Við munum á ný
treysta fjárhag okkar gagn-
vart útlöndum og leggja
grundvöll að stórstígustu
framförum í sögunni. Allir
velviljaðir menn verða að
vera vel á verði og gæta þess,
að þær tilraunir, sem áreið-
anlega verða gerðar til þess
að kollvarpa þeim árangri,
sem náðist með gengisbreyt-
ingunni, renni ekki út í sand-
inn. Næstu tvær vikur skera
úr um það, hvort íslenzka
þjóðin ber gæfu til að
treysta fjárhag sinn og stefna
fram til stöðugra hagsbóta
eða hvort hér skapast tíma-
bil mikilla erfiðleika, atvinnu
leysis og versnandi lífskjara.
Nú fær þjóðin að sjá, hverjir
það eru, sem hugsa um hags
muni hennar og hverjir hin-
ir eru, sem einskis svífast í
pólitískri valdabaráttu.
ENDURSKIPU-
LAGNING
BÆJARÚT-
GERÐARINNAR
1 ð undanförnu hefur verið
unnið að athugun á
rekstri Bæjarútgerðar Reykja
víkur og miklar umræður
hafa verið bak við tjöldin
um breytt rekstursfyrirkomu
lag og stofnun hlutafélags um
þetta fyrirtæki. Munu mál
þessi verða skýrð á borgar-
stjórnarfundi á morgun.
Þegar Nýsköpunarstjórnin
beitti sér fyrir endurnýjun
togaraflotans eftir styrjöld-
ina, reyndist erfitt að fá ein-
staklinga og hlutafélög til að
kaupa þessi skip og gera þau
úr. Varð niðurstaðan sú, að
ýmis bæjarfélög eignuðust
mörg þessara skipa, ýmist
beint eða óbeint, og leituðust
við að gera þau út. Þessi út-
gerðarfyrirtæki sveitarfélag-
Skartgripir fyrir 100 milljónir
Nina Dyer hafði mikla ást á öllum dýrum, og von Thyssen
barón gaf henni þessa hlébarða-skartgripi úr safírum og de-
möntum, sem smíðaðir voru hjá Cartier í París.
ari, var erfðaskráin ekki við-
urkennd í heild, því svissnesk
lög mæla svo fyrir að ættingj
um beri ákveðinn hluti alls
erfðaf j ár.
SvisSneskir lögfræðingar
auglýstu eftir ættingjum
Ninu í samræmi við lögin og
aðeins einn gaf sig fram. Var
það brezkur verkfræðingur.
William Stanley Aldrich, 67
ára, er sagðist vera faðir
Ninu. Hefur enn ekki endan-
lega verið gengið úr skugga
um að svo sé.
Uppboðið á skartgripum
Ninu verður haldið í danssal
Richmond-hótelsins í Genf, og
er búizt við því að auðmenn
víða að mæti til að ná í smá-
glaðning handa konum sínum.
Er það Cristie's uppboðsfélag-
ið brezka, sem heMur uppboð
ið. Astæðan fyrir því að upp-
boðið er haldið í Sviss er sú,
að ef glingrið væri selt í Eng-
landi, þyrftu kaupendur að
greiða af því 80% söluskatt.
Margt eigulegra muna verð
ur á uppboðinu, og er þar
fyrst að nefna 32,07 karata
demantslhring, sem talið er
að verði seldur á rúmlega
100 þúsund sterlingspund, eða
um 21 milljón króna. Þá er
þarna annar demantshringur,
Framhald á bls. 20
ÁRIÐ 1950 var Nina Dyer tví-
tug og óþekkt .Hún var að
hefja störf sem sýningar-
stúlka hjá tízkuhúsum í
London ,bjó í fátæklegri íbúð
í South-Kensington og leit
framtíðina björtum augum.
Fimmtán árum seinna framdi
Nina sjálfsmorð. Hún tók inn
eitur, og nafn hennar var á
forsíðum dagblaða víða um
heim. Hún Iét eftir sig mikil
auðæfi, og 1. maí í vor verða
skartgripir hennar seldir á
uppboði í Sviss. Er búizt við
að fyrir þá fáist um 500 þús-
und Sterlingspund eða rúm-
ar 100 milljónir króna.
Fimm árum eftir að Nina
hóf störf í London var hún
orðin ein þekktasta sýningar-
stúlka Parísar og trúlofuð
þýzka baróninum og stáljöfr-
inum Heinrich von T'hyásen,
sem hún giftist skömmu síðar.
Hjónabandið mistókst, og
skildu þau árið 1956. Von
Thyssen var örlátur við konu
sína þegar þau skildu, og er
talið að eignir hennar hafi ver
ið nærri milljón sterlings-
punda virði eftir skilnaðinn.
Árið 1957 giftist Nina á ný,
og þá Sadruddin Khan prins,
náfrænda Aga Khans. Skildu
þau 1962, og ekki rýrnuðu
eignir Ninu við það. í júlí
1965, þegar hún var 35 ára,
framdi Nina sjálfsmorð að
heimili sínu í París. Arfleiddi
hún góðgerðafélög að öllum
eigum sínum, en þar sem hún
var þá svissneskur ríkisborg-
Hálsfestin á miðri myndinni er úr svörtnm perlum, en efst
eru eymalokkar úr safírum, smarögðum og demöntum. Neðst
eru tveir demantshringir, sá til vinstri 27,22 karöt, en til hægri
32,07 karöt, í miðjunni neðst er næla með 37,41 karata smar-
agði umkringdum demöntum. Perlufestin umlykur smaragðs-
hring (16,38 karöt) og tvo eyrnalokka með svörtum perlum
og demöntum.
flL^l ||7 II1 AN DR HEIMI
anna týndu þó fljótt tölunni | Bæjarútgerðarinnar og borg-
og biðu ýmis sveitarfélög 1 arsjóðs, svo að skattborgarar
verulegt tjón af þessari til-
raunastarfsemi. Bæjarútgerð
Reykjavíkur hefur þó haldið
velli fram að þessu, en verið
þungur baggi á borgarsjóði,
enda hefur öll togaraútgerð
átt við erfiðleika að etja að
undanförnu.
Nú mun ákveðið að skera
algjörlega á milli fjárhags
í Reykjavík verði ekki sjálf-
krafa að bera halla útgerðar-
innar. Jafnframt mun verða
leitast við að styrkja fjárhag
Bæjarútgerðarinnar og koma
þar við endurbótum. Æski-
legast væri að sameina dug-
mestu útgerðaraðila í höfuð-
borginni um rekstur öflugs
útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtækis, hvort svo sem það
héti Bæjarútgerðin h.f. eða
eitthvað annað.
Vonandi bera þær tilraun-
ir, sem borgarstjórn Reykja-
víkur nú gerir til endurskipu
lagningar Bæjarútgerðarinn-
ar, tilætlaðan árangur, enda
hefur margsannazt, að bæjar-
útgerðir og samvinnuútgerð-
ir standast einkarekstri ekki
snúning.