Morgunblaðið - 19.02.1969, Page 16
16
MORGUNBLAKItt, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969.
Geymsla fiskimjöls
ÞEGAR sjávaraflinn brást á síð-
astliðnu ári, fann þjóðin srtrax á
sjálfri sér og ólinni á hverju hún
hafði fitnað á undanförnum ár-
um. Það risu þegar upp ýmsir
ágætir og gegnir menn með
margvísleg patentráð í nýjum
atvinnugreinum, en megin hluti
þjóðarinnar gerir sér ljóst, að
uppfylling slíkra drauma er of
seinvirk og við yrðum öll löngu
orðin hungurmorða áður en þeir
næðu að uppfyllast jafnvel þótt
gengið væri að framkvæmdinni
með oddi og egg. Það er þó ósk
allra að þessir stóru draumar nái
að rætast í fyllingu tímans, en
jafnframt er það von þjóðarinn-
ar að gripið verði fyret til þeirra
úrræðanna, sem næst liggja
hendinni og það eru endurbætur
í útgerð og fis'kvinnslu.
Mikil alda hefur því gripið um
sig að nýta betur möguleika
sjávarútvegsins, en þeir eru
geysilegir bæði í aukinni fram-
leiðni og nýtingu. Áhugamenn
hafa haft við orð að stofn-a ný
félög, en gamlir menn ráð og
nefndir. Um ráð okkar og nefnd-
ir má ég ekki ógrátandi skrifa,
mér finnst það svo uppátakan-
legt kerfi hjá þessari litlu þjóð,
en ég vil fara nokkrum orðum
um þá hreyfingu að efna hér tii
istofnunar nýrra áhugamanna-
félaga.
Fiskifélagið var stofnað lúll
sem félagsskapur manna, sem
áhuga höfðu á sjávarútvegi og
vildu efla hann sem mest. Félag-
ið varð einskonar óskabarn þjóð-
arinar í líkingu við Eimskip.
Ekki aðeins útgerðarmenn og
sjómenn heldur áhugamenn í öll
um landsfjórðungum etuddu
þetta félag og unnu því margvís-
legt gagn. Margir okkar beztu
manna hafa starfað í þessu félagi
og þegar Iitið er yfir feril þess
sézt glöggt, að félagið hefur jafn
an verið einn aðalburðarásinn í
allri útgerð okkar. Það hefur lát
ið flest útgerðarmál til sín taka,
gefið út tímarit, safnað skýrsl-
um og haldið námsskeið og þar
haíá menn safnazt saman til að
ræða sjávarútvegsmál.
Á seinni árum hefur gætt tals-
verðrar tilhneigingar til að
draga burst úr nefi þessa félags-
skapar. Það ber margt til þess.
Ein ástæðan er siú að yngri mönn
um finnst þeir ekki fá nægan
hljómgrunn fyrir hugmyndir sín-
ar hjá öldungunum í Fiskifélag-
inu. Þetta er áreiðanlega mis-
skilningur. í stjórn Fiskifélags-
ins hafa jafnan setið menn, sem
hafa verið reiðubúnir til að
hlýða á hvers kyns tillögur sem
til úrbóta stefndu þó að þeir
væru við aldur. Margir þessara
ínanna hafa sjálfir verið braut-
ryðjendur um nýjungar og þó
að þeir með aldrinum hafi svo
sem eðlilegt er haft hægár um
sig og gerzt þungfærari að
standa sjálfir i eldi brautryðjand
ans, þá hafa þeir augun opin
fyrir því sem betur mlá fara ekki
síður en þeir sem yngri eru og
þeir vita margfalt meira um
flesta hluti í sjávarútvegi. Sjáv-
arútvegur er atvinnuvegur sem
krefst mikillar og marghliða
þekkingar, svo margt sem gríp-
ur ínní reksturinn bæði tækni-
legs, félagsfræðilegs og hagræns
eðlis. Málið er ekki leyst þó að
komð sé með tækninýjung. Það
þarf að athuga félagslegar af-
leiðingar hennar fyrir einstaka
landshluta eða landið í heiid, af-
leiðingar hennar fyrir fiskimið-
in, hvort hún borgi sig fjárhags-
lega og síðast en ekki sízt, hvort
fólkið ráði við hana. Fiskifélag-
ið saman stendur af mönnum,
sem búa yfir mestri alhliða þekk
ingu á sjávarútvegi allra aðila
hérlendis, og það stendur á göml
uni merg.
Eðlilegra hefði virzt að gefa
því blóð í stað þess að láta það
gefa blóð til annarra aðila. Það
er þegar nóg hér af blóðlausum
og merglausum félögum með fjár
magn rétt nægjanlegt fyrir skrif
stofuhúsnæði. Farmanna- og
fiskimannasambandið, Sjómanna
sambandið og Landssamband
íslenzkra útvegsmanna þurfa
að leggja Fiskifélaginu meira
lið en verið hefur. Hafrann-
sóknarstofnunin var sett á
laggirnar, en það er mikið
þjóðþrifafyrirtæki, var henni fal
ið verkefni, sem alls ekki átti að
falla í hennar hlut að sinna, en
það var raunhæfar tilrunir með
veiðarfæri. Hafrnnsóknaristofnun
in er vísindastofnun fiskifræð-
inga og þetta verkefni á ekki
heima hjá henni og hlýtur að
angra þá ágætu menn, sem eru
þar að vinna að sínum vísinda-
störfum við rannsókn hrogna og
svila.
Raunhæfar tilraunir með veið
arfæri eiga heima hjá tæknifræð
ingum og sjómönnunum sjálfum.
Bæði Bretar og þjóðverjar eru
að reka sig á þá staðreynd, að
sé vi'sindamönnum falið að ann-
ast raunhæfar veiðrfæratilraunir
myndast tómarúm milli þeirra
og sjómanna í starfi sem hamlar
árangri.
Bretar hafa nú á prjónun-
um að bæta úr þessu með
því að l'eggja ekki eins
mikla áherzlu og þeir fyrr
hafa gert á byggingu eða rekst-
ur stórra, vísindalegra rannsókn
arskipa með vísindamenn ein-
vörðungu um borð, heldur ætla
þeir að færa ranmsóknarstarf-
semina um borð í fiskiskip sín.
Þetta telja þeir vænlegustu leið-
ina til að fá raunhæfa reynslu á
það sem -tæknifræðingurinn eða
vísyndamaðurinn er að glíma við
og með þessu nýtist hin prakt-
íska reynsla sjómannanna. Eigi
að emdurbæta eitthvað við veið-
ar í fiskibáti eða togara verður
það ekki bezt gert á teikniborði
í landi og ekki heldur um borð
í íérstaklega úttoúnu rannsóknar-
skipi, heldur um borð í fiskibátn
um eða togaranum sjálfum. Það
er erfitt að kyngj þessu fyrir
menntamanninn, sem hefur látið
sig dreyma um þægilegar aðstæð
ur við störf sín, en í þessu efni
dugar það bezt, að hann vimni
á þeim vettvangi og við þær að-
stæður sem tækið skal notast
við.
Fiskifélag íslands er eini rétti
tengiliðurinn milli sjómanna og
vísindamanna. Nýtt félag væri
ekki til annars fallið en dreifa
kröftunum, það er miiklu nær
fyrir unga og áhugasama menn
að flykkjast í Fiskifélagið. Hér í
Reykjavík er starfandi deild,
sem er ágætur starfsvettvangur.
Þar getur öldungurinn haldið í
tauminn en folinn nagað mélin
og ef hann er átkamikill neyðist
sá gamli til að hlaupa við fót
með honum, en tauminn má
hapn ekki missa.
Eftir að þessi grein var skrifuð
hefur nýju félagi áhugamanna
um sjávarútvegsmál verið hleypt
af stofckum. Þrátt fyrir það sem
hér að ofan er sagt, óskar .Sjó-
GEYMSLA FISKIMJÖLS
Það hefur um nokkurra ára
bil valdið fiskiðnaðarfræðingum
vangaveltum hvaða áhrif
geymsla með eða án sýrueyð-
andi efna hefði á fiskimjöl. Um
þetta er rætt í grein í Fishing
News International, janúarheft-
inu. Prófessor Dreosti, sem er
sagður forseti Vísindaráðs hnatt
Keisara-
skurður
og tanga-
læðing
Það hefði einhvern tímann þótt
saga að hásetarnir biðu búnir til
róðurs, en skipstjórinn neitaði
þeim um að losa landfestar og
vélstjórinn neitaði að setja í
gang — þessar stéttir, skipstjór-
ar og vélstjórar eiga allt gott
skilið, en það verða allir að gæta
sín á því að gera ekki málstað
sinn hlægileagn. — Læknastétt-
in, bíður þess aldrei
bætur að hún fór í verkfall um
árið — vierkfall er neyðarúrræði.
lægst launaðasta fólksins og það
er í raunni skemmdarverk gagn
vart þeim sem minnst mega
sín og eiga ekki annað vopn á
stundum en verkfallsvopnið —
þegar betur miegandi stéttir beita
þessu vopni í tíma og ótíma.
Okkur, sem þykir vænt um sjó
menn, og ekki sízt skipperana
finnst að þeir eigi að gæta virð-
ingar sinnar svo að blókin við rór
ið þurfi ekki að snúa sér undan
til að glotta að þeim og vélstjór-
anum, þegar þeir fara að rekja
harma sína á útleiðinni.
mannasíðan því góðs gengis —
og væntir þess að þa'ð ásannist
ekki að það verði til að dreifa
kröftunum.
Fiskerimöte
krever större
statsstötle
EKKI er opnað svo norskt blað.
að norskur sjávarútvegur sé ekki
þar að biðja u mstyrk og nú
heimta norskir fiskkaupendur að
ríkið kaupi af þeim allar óseldar
biirgðir frá fyrra ári af skreið-
inni. Hvernig ætli upplitið yrði
á norskri útgerð, ef hún þyrfti
að bera uppi þjóðfélag isitt eins
og sú íslenzka?
EINS og kunnugt er framleiðir
Hampiðjan þrælsterka línu og lit
ar hana, en þannig þykir hún
veiðnari og endingartoetiri. Nokkr
ir sjómenn telja sig fiska verr á
þessa línu, þegar hún er orðin
gömul en meðan hún er ný.
Hannes Pálsson segir, að þetta
komi heim við reynslu sjólax-
veiðimanna við strendur Ame-
ríku, sem veiða laxinn 1 lituð
félags fiskimjölsframleiðenda
(Chairman og the Scientific
Committee of the International
Association of Fish Meal Manu
factures — sem sagt, hæstarétt-
armálaflutningsmannsvinnukonu
útidyralykill) — Þebta leiðir at-
hyglina að því, hvað nafngiftir
okkar á virðulegum embættum
eru í rauninni fátæklegar og
því spurning, hvort við aettum
ekki að lengja embættisheitin
— en lækka launin. Við eigum
bara „fiskimálastjóra“, en það
var nú reyndar liðna kynsslóðin
sem fann þá nafngift upp, slík-
ur stjóri hefur á enskunni em-
bættisnafn uppá hálfa blaðsiðu.
Lengst komumst við í nafngift,
einmitt í ofannefndri fræðigrein
— forstöðumaður rannsóknarráðs
fiskiðnaðarins — og myndu mál
skelfingarmenn kalla þetta áhrif
frá enskunni.
Ástæðulaust er að rekja of-
annefnda grein hér alla, hún
yrði ekki lesin nema af kannski
tíu mönnum á fslandi, og þeir
geta alveg eins lesið hana á
enskunni, og eru sjálfsagt búnir
að því. Hér er aðeins bent á
greinina, því að í henni er full-
yrt, að það sé rangt, sem hald-
ið hefur verið að ofsýring (per
oxide) og önnur sýrumyndun í
mjöli gæti valdið eitrun og það
svari oft ekki kostnaði að nota
sýrueyðandi efni.
Margt er það
í koti karls,
sem kóngs er
ekki í ranni
■ ■ ■
Frá því er sagt í erlendum
fiskveiðitimaritum, sem mikl-
um tíðindum að Dr.
Timothy Fohl, sem vinnur
við bandaríska rannsóknarstofn
un í Massachussetts hafi fundið
upp tæki, sem hafin er smíði á
og hann hefur fengið einkaleyfi.
Þetta tæki stjórnar vörp-
unni í drætti. Bandaríska fiski-
málastofnunin beitti sér fyrir
því, að fundið væri upp tæki
til að stjórna vörpu einkum
flotvörpu eða miðsjávarvörpu
og öðrum slíkum veiðarfærum
sem skip drægju á eftir sér.
Meginhlutar tækisins er eins-
konar sívalur vængur sem
snýzt og gengur fyrir litlum mót
or sem festur er á vörpuna og
knýr hann veiðarfærið upp eða
niður í sjónum eftir því sem ósk
að er. Sama stofnun, það er
hefur reynt með góðum árangri
helmingi minni trollhlera en
vant er að nota og byggist það
á snúningi þeirra og kunnum vér
ekki gerr frá því að segja.
Kannski leynir hún á sér þessi
stutta frétt að vestan úr hinu
mikla kóngsríki, en úr kotrík-
inu austar á hnettinum. Eru
menn ekki hissa á þessari frétt,
en dálítið sárar — þessi verka-
tíðindi sem hugsanlega valda
byltingu í fiskveiðum — hefðu
heimurinn átt að fregna fyrst úr
kotríkinu.
nælonnet og heldur Hannes að
þetta geti stafað af rotnunarlykt,
sem getur orðið mjög stæk, þeg-
ar lína eldist og liturinn er far-
inn úr henni. Útvegsmaður í Súg
andafirði var á dögunum að
panta tunnu af lit og ætlar að
iita línuna og telur Hannes ekki
ólíklegt að það reynist vel að
dífa línumni niður í lit í byrjun
hverrar vertíðar.
PARFU ME
Við þorskveiði bœði á landi og sjó
er lykfin mikið atriði.