Morgunblaðið - 19.02.1969, Síða 17

Morgunblaðið - 19.02.1969, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969. 17 „Sáuð þið, hvernig ég tók hann?“ HÖFN í HORNAFIRÐl»-\ ^KUREYRI lin \ ÓLAFSFjdRÐOR f SAUÐARKRÓKUR 10 ISAFJÖROUR x" Sunnlenzkir bændur i Mjólkursamsölunni berjast v/ð sjálfa sig i Sláturfélagi Suburlands Mér kom í hug hin fræga setning Jóns sterka í Skugga- Sveini Matthíasar, þegar ég las athugasemdirnar við grein mína frá 22. des. frá stjórn Mjólkursamsölunnar hér í blaðinu 11. jan. sl. Jón sterki reynir að halda í orðstír sinn eftir að hafa sýnt það svart á hvítu að hann er til lítils megnugur. Sama gerir raunar stjórn Mjólkursamsölunnar og getur því tekið undir með Jóni: „Sáuð þið, hvernig ég tók hann?“ En svo er eftir að vita hvort samsölustjórnin fær sama svarið frá sunn- lenzkum bændum eins og Jón fékk frá bóndanum og lög- réttumanninum Sigurði í Dal. Um það verða bændur um Suður- og Vesturland að fjalla áður langt líður. Mér var ungum kennt að „bóndi er bústólpi — bú er landstólpi — því skal hann virð ur vel.“ Bkiki hvað sízt af þess- um sökum hef ég ávalt borið virðingu fyrir bændum, og þó sér í lagi þeim sem telja má bú- stólpa. Ég hef haldið að bænd- urnir í stjórn Mjólkursamsöl- unnar væru allir, eða hefðu ver- ið, bústólpar. Fyrir því tel ég að stjórnin skyldi vir’ð vel. Það er mér því ti'l efs að húin hafi í öllum greinum ráðið þeirri fár- ánlegu framkvæmd, sem Mjólk- ursamsalan í Reykjavík hefur haft í mörgum greirvum. Raunar gefur bréfið frá stjórninni til mín það til kynna, því fátæk- leg eða engin svör eru við þeim aðfinnslum, sem ég hef fram bor ið í grein minni frá 22. des. Bendir þetta til þess, eins og getur um ýmsar stjórnir, að þessi selstöðustjórn hirði ekki of um daglegar framkvæmdir fyrirtækisins, enda hefir hún að eins tiltæka til andsvara 10 ára garnla álitsgerð útlendings. Hún telur áróðurinn gegn Mjó'lkur- samsölunni ,,af annarlegum toga spurminn“. í þessu sambandi er fróðlegt að velta því fyxir sér hvort ekki kunni að vera ein- hverjir í stjórninni, sem þar sitja fremur til að naga snarrót- artoppana á óræktartúni fram- sóknar, en af beinni hugsjón fyrir velferðarmálum bænda. Sfeulu þeir þó enn virðir vei. Hinu velta menn fyrir sér, hvort óbreytanleg viðskipti við er- lend fyrirtæki þau, er Mjólk ursamsalan á skipti við, kunni að vera af „annarlegum toga spunnin." En íátum hér með lok ið skensi um ve'l virt öldunga- ráð Mjólkursamsölunnar, sem ég efast um að fari þar með meiri völd en lávarðadeild eins virðu legasta þings veraldar, brezka þingsins. Er þá ekki leiðum að líkjast. Hitt vil ég lieitast við að færa sönnur á, að meðan Mjólkursam salan heldur uppi fyrri háttum, og skeytir í engu óskum fólks um siðménntaða þjónustu, þá verður það fyrst og síðast til þess að skaða íslenzka bændur. Vera kann að ég sé með þessu að vinna fólkinu sfeaða, ef það reynist rétt, sem sérfræðingar vegar rétt, að mjólkin sé okk- ur holl og góð fæða, þá er fram- kvæmd Mjólkursamsölunnar öll- um til bölvunar. Hún skaðar bændur, fyrirlítur íslenzkan iðn að, gerir dreifendum, sem ættu að vera almennar matvöruverzl- anir, a'llt til bölvunar, og veld ur slíkri úlfúð meðal almenn- ings að hann kaupir eins litla mjólk og hann mögulega kemst af með. En nú skulum við rekja ein- stök atriði þessa máls nokkru nánar. Þá er fyrst til að taka það beina fjárhagstjón, sem bænd- ur verða fyrir vegna hins fár- ánlega reksturs Mjólkursamsöl- unnar. Sú stefna hennar, að pota niður mjólkurbúðum út um alla borg með ærnum tilkostnaði á sama tíma og verið er að byggja fu'llkomnustu matvöru- verzlanir og jafnframt að óvar- in mjólk eða mjólkurvörur eru Mjólkurbúðin dýra við Háaleit isbraut. eins og að bændur yrðu að stunda gegningar í tveimur fjós- um. Ég dreg fyllilega í efa að Sigurgrími í Holti þætti það í hinni glæsilegu verzlun Slátur félagsins við Háaleitisbraut, þar sem sunnlenzkir bændur máttu ekki selja mjólk sína í eigin verzlun. kenna, að hið mifela mjólkur- ekki lengur í verzlununum, þamb okkar sé okkur lífshættu- legt. Þá vinnur Mjólkursamsal- an í þágu fólksins með sem verst um þjónustuháttum. Sé það hins- er að sjálfsögðu furðulegt skipta afgreiðslu mjólkur annara matvara milli tveggja verzlana. Það er álíka gáfulegt þá að og Kort þetta sýnir staðina úti á landi þar sem mjókl er pökkuð í 10 lítra kassa. hyggi'leg ráðstöfun ef hann væri neyddur til að byggja annað fjós skammt frá núverandi fjósi sínu og flytja þangað hluta af kúnum og gegna þeim þar. Eitt hrapalegasta dæmið um þessa fásinnu Mjólkursamsölunn ar, er að finnia í hinni nýju og glæsilegu verzlunarmiðstöð við Háaleisbraut. Þar er einhver glæsilegasta matvöruverzliun landsins til húsa og hún er i eigu sunnlenzkra bænda, eða samtaka þeirra, Sláturfélags Suð uriands. Fyrst eftir að þessi glæsilega verzlun var opnuð var þar seld mjólk og mjólkurvörur og fékk verzlunin hæstu sölu- lauin, sem samsalan greiðir fyrir að annast þessa þjónustu eða 9 prs. Söilulaun til verzlunarinnar námu um 40 þúsund krónum á mánuði og afgreiðsla mjólkur- innar ferafðist ekki aukins mannahalds í verzluninnd, fyrst og fremst vegna þess, að þarna var að mestu sjá'lfsölufyrir- komulag. En þetta mátti ekki svo til ganga. Mjólkursamsalan varð að setja upp eigin verzl- un við hliðina á þessari. Sunn- lenzkir bændur urðu þannig að taka þessi mjólkursölulaun af eigin verzlun. Nú var keypt hús næði fyrir eina og hálfa miiljón og innréttað fyrir ekki minna verð, að jþví er fróðir menn telja. Þá var búið að setja að minnsta kosti þrjár milljónir í stofn- kostnað algeriega óþarfrar verzlunar, til þess siuntnlenzkir bændur gætu hafið baráttuna af fullum krafti við sjálfa sig. En nú er eftir að athuga hvað kost- ar að reka þessa nýju verzlun. Það kostar í vinnulaun ein ekki minna en 40—50 þúsund krón- ur á mánuði, eða eins mikið, og jafnvei meira, en sölulaununum nam, sem þeirra eigin verzlun hafði áður fengið. Þá er allur stofnkostnaður farinn í súginn og rekstur verzlunarinnar, ljós, hiti, sími, ræsting oig viðhald. Nú er ekki állt upp talið, því nýja verzlunin selur um 20 grindum minna af mjólk á dag, en hin bændaverzlunin gerði. Það semsagt dró úr verzluninni við það að samsalan tók hana í eig- in hendur. Og hver ætli sé á- stæðan? Jú, viðskiptavinir slát- urfélagsverzlunarinnar gátu fengið mjólkina senda heim, um leið og þeir keyptu aðrar vörur, svo sem kjöt og nýlenduvörur. Þessa þjónustu mátti ekki veita neytendum! Annað dæmi skal nefnt og er þó vissulega af mörgu að taka. Verzllunin Sild og fiskur hafði sett upp kælibúnað, og haft um það samráð við Mjólkursamsöl- una, með það fyrir augum að hefja mjólkursölu, ekki hvað sízt samfara því að verzlunin selur talsvert af heitum mat um hádegið og hugðist geta boðiS mjólk á smáhyrnum með matn- um. Þegar til átti að taka fékkst mjólkin ekki hjá samsölunni. í staðinn verður fólk, sem kaupir sér heitan bita í hádegisverð í Síld og fisk að fá sér gos- drykkjaflösku með bitanum. Hins vegar má Síld og fiskuir selja ískökur og ístoppa frá sam sö'lunni! Og hverjir háldið þið að beri svo fyrst og fremst skaðann af þessu ráðslagi? Auðvitað bænd- ur. Þarna er sóað fjármunum þeirra til þess eins að geta skert þjónustuna við neytendur. Næst er þá að taka fyrirlitn- inguna á íslenzkum iðnaði, og hin fáránlegu viðskipti við sænska fyrirtækið Tetra Pak, á sama tíma og samsölunni bjóð- ast hér á landi ýmist betri um- búðir eða jafngóðar, og þá um leið mun ódýrari. Ég hef afflað mér upplýsinga um þetta mál bæði hjá opinberum aðilum, sem hafa tölur undir höndum um þessi mál, og hjá fyrirtæki því, sem tilboðin hefir gert í umbúð- irnar og jafnframt boðist til að útvega samsölunni pökkunarvél- ar til kaups. Stjórn samsölunni- ar segir í athugasemdunum við grein míma að nefnd sé starf- andi, „sem vinnur að athugun á því, hvort hægt sé, með við- unandi árangri, að framleiða hér lendis einhverja þá tegund um- Framhald á bls. Zl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.