Morgunblaðið - 19.02.1969, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969.
19
NEMENDUR á mcnntaskólastig-
inu voru gagnrýnir við forráða-
menn fræðslumála ráðherra,
rektora, skólameistara, skóla-
stjóra o. fl. á fundi um fræðslu-
málin í Súlnasal Hótel s‘gu í
fyrrakvöld. Umræður snerust
einkum um húsnæðisvandamál
menntaskólanna, fjárveitingar til
menntaskólastigsins, og nýting
f járins og um skipulagsmál stigs-
ins almennt. Fundurinn var f jöl-
sóttur og tók mikill fjöldi fundar
manna til máls. Mælendaskrá
var takmörkuð við nemendur,
kennara og forystumenn viðkom-
andi skóla og stóð fundurinn þar
til klukkan var nær hálfeitt. —
Umræður snerust aðallega um
menntaskólastigið, og þvj bar
landsprófið fremur lítið á góma,
þrátt fyrir mikla gagnrýni und-
anfarið.
Fulltrúar menntaskólanna
þriggja, sem -er.u sunnanlands
fluttu framsöguerindi og hið
fjórða flutti fulltrúi Kennara-
skóla íslands. Fyrstur talaði Sig-
urður Guðm.undsson M.R. Hann
kvað fjárveitingu til fræðslumála
hlutfallslega miklu meiri hér á
landi en meðal nágrannas-jóðanna
um 90 milljón krónur á ári, sem
svaraði til 200 króna kostnaði á
dag á hvern nemanda. Hins veg-
ar kvað hann nýtingu þessa fjár-
Rektorar, skólameistari, skólastjóri og kennarar hlýða á umræður um fræðslumálin Ljósm. Kr. B.
Ný löggjöf
um menntaskólastigið
væntanleg:
Gert rctö fyrir valfresi
— Skylyrði til inngöngu í menntnskóla rýmkuð
magns mjög ábótavant. Tómt mál
taldi hann að ræða um mennta-
skóla á Vestfjörðum og á Aust-
urlandi á meðan húsnæðisskort-
ur væri í skólum, sem þegar eru
til. Nær væri að styrkja nemend
ur í þessum landshlutum til setu
í gömlu sólunum. Skóli væri af
moldu kominn og myndi aftur
að moldu hverfa. Hann væri lif-
andi heild — nemendurnir sjálf-
ir.
Næsti frumælandi var Ólafur
Þórðarson, Kí. Hann ræddi nokk
uð um lýðræði í skólum og
spurði, hvort 800 manna þorp
léti sér nægja að því væri settur
stjórnandi og það fengi engu að
ráða um val hans. Skólinn væri
samfélag og þar yrði lýðræði
einnig að vera við lýði. lóafur
ræddi nokkuð um vandamál
Kennaraskólans. Húsið kvað
hann byggt fyrir 175 emendur —
kennslustofur 7, en í húsinu
stunduðu nú nám 826 nemendur.
Ríkti þar nú algjört öngþveitis-
ástand, enda kennt í öllum
skúmaskotum, m. a. í risi, sem á
teikningu hefði aldrei verið kall
að annað en geymsla. Kvað hann
iþetta hljóta að brjóta í bága við
eldvarnarreglur Jafnframt hefði
skólinn lagt undir sig kirkju í
nágrenninu og kennt væri í skúr
við skólann. Öll þessi húsnæðis-
ekla hefti síðan eðlilegt félags-
líf nemenda.
Frummælandi fyrir hönd MH
var Gesitur Jónsson. Hann kvað
þá gleðifrétt hafa kvisast 1942
að skipuð hafi verið nefnd til
undirbúnings nýrri menntaskóla
byggingu í Reykjavík. Störf
þeirrar nefndar héfðu svo leitt af
sér aðra nefnd þremur árum
sáðar. 1953, 11 árum síðar var
fyrsta skóflustungan tekin í
Hlíðunum og urðu framkvæmdir
varla meiri. 1965 — 23 árum frá
því er fyrsta nefndin um málið
var sett á fót hófst svo loks bygg
ing Hamrahl'íðarskólans. Var skól
inn settur 1966. Fjárveiting 1967
var til skólans 19.7 milljónir, og
’68 11.7 milljónir.
Síðan spurði ræðumaður,
hvað yfirvöld hyggðust gera til
úrlausnar húsnæðisvandamálun-
um í ljósi þeirrar staðreyndar
að nemendum myndi fjölga mjög
á næstunni. Árið 1960 hefðu
14.5% 16 ára nemenda staðizt
landspróf, en 1968 21.3%. Ráð-
gert væri að 1975 stæðusit 30%
16 ára nemenda prófi’ð. Yrðu þá
16 ára nemendur alls 4680, ef
svo fer sem horfir, en voru 1960
3051. Stórauka verður fjárveit-
ingu til skólamála sagði ræðu-
maður.
Rúnar Hafdail flutti framsögu-
ræðu fyrir hönd Laugvetninga.
Hann ræddi mjög um húsnæðis-
vandamál í heimavist mennta-
skólanema á Laugarvatni. Utan
heimavisitar búa nú 40 nemendur
og skólahúsið væri of lítið.
Þriðjubekkingar yrðu að kúldr-
ast í bráðabirgðahúsnæði, engin
náttúrufræðistofa væri í skólan-
um og nauðsyn væri á að feoma
upp raunvísindaálmu l'íkt og við
Menntas'kólann í Reykjavík. Þá
gagnrýndi Rúnar mjög mötu-
neyti skólans, sem væri í hæsita
naáta ónóg og nemendur fengju
aMrei að sjá reikninga þess, enda
þótt þeir héldu því uppi adgjör-
lega. Það væri í kjallara — hálf-
niðurgröfnum og ónóg geymslu-
tæki matvæla væru þar. Yrði
því að geyma matvæli við venju
legan stofuhita. Ræðumaður
kvaðst vonast til að slagorðið:
mennt er máttur, yr'ði ekki
mennt er máttur hinna ríku.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamálá
ráðherra talaði næstur og svar-
aði m.a. fyrirspurnum, sem hon-
um hafði borizt frá fundarmönn-
um, m.a. spurningum frá sam-
starfsnefnd kennara og nemenda
við MR.
Menntamálaráðherra sagði að
fræðslulöggjöfin frá 1946 væri
aðeins rammalöggjöf, sem kvæði
svo á að námsstigin skyldu vera
barnaskólastig, gagnfræðaskóla-
stig, menntaskólastig og síðan
væri frjálst að gera breytingar
innan þess ramma. Ýmsar breyt-
ingar hefðu verið framkvæmdar,
m.a. fyrir tilstilli skólarannsókn-
anna.
Gylfi Þ. Gíslason bar sfðan
saman heildarframlöf ríkis- og
sveitarfélaga til skðlamála. 1956
voru veittar ti'l skólamála 426
milljónir króna, en í fyrra 1408
milljónir króna. Er hér um sam-
bærilegar krónur að ræða. 1956
voru fjárframlögin 3.1% af þjóð-
arframleiðslunni, en í fyrra 5.4%.
Á þessum árum hefur orðið gífur
leg fjölgun skólafól-ks á skóla-
aldri, en framlög hins opinbera
námu árið 1956 11440 krónum á
hvern unglinig á aldrinum 7 til
19 ára. 1 fyrra nam kostnaður
við hvern nemanda á þessu ald-
ursbili 25600 krónum. Hér er
einnig um samibærilegar krónur
að ræða. 1960 hófst sókn í fjár-
veitingum til skólamála. Þá var
veitt 6.6 milljónum króna í þessi
efni, ’65 17.6 milljónum og ’69
38.9 milljónum króna. Með þessu
sæist greinilega að fjárveiting
hefði aukizt gófurlega.
Menntamálaráðlherra sagði að
næsta sumar myndi nefnd skila
áliti um framtíðaruppbyggingu
Háskóla Íslands. f athugun væri
að lögfesta kennsluskyldu pró-
fersora sem annarra kennara í
þjónustu hins opinbera. Hann
kvað alla frummælendur hafa
nefnt húsnæðisskort og það væri
að réttu. Ástæðan væri sú að þau
mál hefðu verið vanrækt í ára-
tugi, unz mikil sókn hófst 1960.
Til þess að ráða bót á hús-
næðisvandamáli menntaskóla-
stigsins í Reykjavík, kvað ráð-
herrann viðræður standa yfir við
Reykjavíkurborg um að fá einn
af gagnfræðaskólum borgarinnar
undir menntaskóla. Kæmi þar
Ráðherrar og þingmenn hlýða á umræður á fundinum.
einkum til greina Gagnfræða-
skólinn við Vonarstræti og Gagn
fræðaskóli Austurbæjar. Enn
væri ekki ákveðið, hvor skólinn
yrði notaður til þessa. Hann
kvað fjárveitingu til Hamrahlíð
arskólans aðeins hafa verið frest
að um eitt ár og hún notuð í þess
stað til byggingar raunvísinda-
deild við Menntaskólann á Ak-
ureyri. Engin fjárveiting til
menntaskólastigsins hefði því
verið felld niður — hún aðeins
'ærð norður.
Aðspurður um það hvenær
breytt yrði deildaskipulagi við
MR í líkingu við það sem tíðk-
ast í MH, svaraði ráðherrann:
„Ég skal gera það þegar í fyrra-
málið, ef ósk kemur um það frá
Menntaskólanum í Reykjavík“.
Við spurningu um það hvort
menntaskólanemar fengju að
velja rektora og ráða málum skól
ans, sagði ráðherra að ekki kæmi
til greina að veita nemendum veit
ingavald ríkisins. Hins vegar
hefði hann lýst þeirri skoðun
sinni við háskólastúdenita að
hann hefði ekkert á móti því að
þeir fengju um það einhvern
ákvörðunarrétt, hver yrði há-
skólarektor, enda væri hann ekki
skipaður af ríkisvaldinu, heldur
kjörinn af meðprófessorum sín-
um. Hann kvaðst þó bíða eftir
álykbun háskólaráðs um þetta
efni, en þar kvað hann mikla
andspyrnu við þessa hugmynd.
Síðan sagði ráðherrann, að það
væri skoðun sín að nemendur
ættu að fá aukin áhrif á stjórn
skólanna. Lýðræði fylgdi ekki
aðeins réttur heldur einnig skyld
ur og ,,ég vil að þið fáið hvort-
tveggja — réttinm og skylduna“.
Nú var mælendaskrá opin og
tóku ýmsir til máls, m.a. Einar
Magnússon, rektor, sem taldi að
menntaskólarnir ættu að veita
fræðslu á sem breiðustum
grunni. Ekki ætti að loka leið-
um og hver nemandi gæti þá við
stúdentspróf lagt stund á hvað
hann ó-ikaði. Taldi hann of
snemmt fyrir 17 ára mann að
taka ákvörðun um sérnám. Að
stúdentsprófi loknu ættu allar
leiðir að standa opnar. Mennta-
skólarnir ættu að leggja einn
og heilan grunn að menmtun ungs
fólks, en ekki kljúfa það til sér
náms á unga aldri.
Jóhann Hannesson, skólameist
ari á Lau.garvatni kvaðst virða
þessi sjónarmið Einars en hann
var þeim ekki sammála. Hann
kvað þó ekki kennarana eina
standa í vegi fyrir breytingum.
Nemendur óttuðust þær alla
jafna einnig — þeir væru hrædd
ir um einkunnir sínar. Ef þetta
viðhorf nemenda væri nú að
breytast — sagðist harrn gleðjast
mjög. Hingað til hefðu þó nem-
endur verið eilítið úreltir.
Gylfi Þ. Gíslason tók aftur til
máls, er liðið var á kvöld. Svar-
aði hann fyrirspurnum, m.a. frá
einum nemanda, sem spurði um
atvinnu nemenda á komandi
sumri. Ráðherrann kvað yfirvöld
gera sér grein fyrir þeim vanda,
er 8000 unglingar þyrftu atvinnu
að vori og myndi allt verða gert
sem í mannlegu valdi stæði til
þess að útvega þeim atvinnu.
Því næst skýrði menntamála-
ráðherra frá niðurtsöðum nefnd-
ar, sem kannað hefur mennta-
skólastigið. Á grunni þeirrar
rannsóknar verður lagt fyrir
þetta þing, sem nú situr frum-
varp að lögum um menntaskóla-
stigið. Mun það væntanlega
werða samþykkt á næsta þingi.
Aðalbrieytingar, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir eru þessar:
Próf úr bóknámsdeild miðskóla
verður áfram beinasta inngöngu
leið í menmtaskóla, en skýlausari
heimild veitt til þess að taka inn
nemendur af öðrum skólastigum,
ef undirbúningur þeirra telst full
nægjandi. Gert er ráð fyrir að
taka upp nýja skipan á skiptingu
námsbrauta innan skólanna og
raskar hún verullega núverandi
deildaskiptingu og bekkjakerfi.
Námsefni yrðu þríþætt: kjarni,
kjörsvið og frjálsar valgreinar.
Kjarninn er það námsfeni, sem
er sameiginlegt öllum nemend-
um skólans, hvaða námsgrein,
sem þeir velja sér. Kjörsviðin,
Framhald á bls. 27