Morgunblaðið - 19.02.1969, Síða 21

Morgunblaðið - 19.02.1969, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969. 21 — Mjólkursölumál Framhald af bls. 17 búða, sem hentar fyrir mjólkur- dreifingu Mjólkursamsölunnar." Það virðist furðulegt að þurfa skuli nefnd til að athuga þetta. Annað eins hefir selstöðusamsal- an ákveðið hjálparlaust. Hvern- ig stendur á því að samsalan, eða stjórn hennar, snýr sér ekki til mjólkurbúanna á Húsavík, Egilstöðum, Höfn í Hornafirði, Akureyri, _ ólafsfirði, Sauðár- króki og ísafirði og spyr stjórn- endur þeirra hvernig umbúðir þeirra reynist? Ég hef gert þetta og þar ljúka allir mjólkurbús- stjórarnir upp einum munni um það að kassarnir, sem þeir nota, séu afbragðs umbúðir. Auk þess sjá allir, sem vilja sjá, að þess- ar umbúðir eru sjálfsagðar þeg- ar flytja þarf mjólkina milli landshluta til dreifingar hér í þéttbýliniu við Faxaflóa. Það er staðreynd að vöruflutningar á landi hér eru fyrst og fremst frá Reykjavík og út um lands- byggðina. Þetta leiðir af sér að flutningabílarnir eru oftast tóm- ir, eða létt lestaðir, til höfuð- staðarins. Hvað væri þá auðveld ara en flytja mjólkina um leið og aðrar vörur væru teknar til baka? Þó þyrfti hún að vera í þeim umbúðum, sem ekki þyrfti að flytja aftur tómar norður í land. En hvað er gent? Mjólk- in er flutt í brúsum, sem svo þarf að flytja tóma norður aft- ur, og taka fyrir þá sama rúm tóma sem fulla. Og hverjir bera svo tjónið af þessari ráðstöf- un? Ætli það séu ekki eigendur og rekendur Mjólkursamsölunn- ar, sunnllenzkir bændur. En nú skulum við athuga sam anburðinn á kostnaði við sænsk ar fernur og íslenzkar. Mjólkur samsalan hefir farið fram á að fá viðurkenndan pökkunarkiostn að á mjólk og skulum við taka fernumar til athuguruar og miða við tveggja lítra fernur. Umbúð irnar sjálfar kosta 153,30 aura pr. lítra, liður sem nefnist V.A.R. byggingar vélar 11,97 pr. lítra, en hefir áður verið reiknaður 10.71 og er þá enginn bygging- arliður í tölunni, svo þeitta er raunar vélaleiga, ársfjórðungs- leilga er 1.22 anrar pr. lítra og framleiðslugjald 7.64 pr. lítra. Þessi upphæð samanlögð, eða 172,87 aurar, greiðast hinum sænsku viðskiptavinum af hverj um lítra, sem settur er í fernu hér. Hið innlenda tilboð Kassa- gerðar Reykjavíkur er, umbúðir 135.00 aurar pr. lítra og 8,4 aur- ar sem greiða þarf í afborgan- ir og vexti af pökkunarvél, sams konar þeirri, sem samsailian hefir nú á leigu. Hér í Reykjavík þarf að setja um 24 milljónir lítra í umbúðir á ári. Sparnað- urinn við það að taka innlenda tilboðinu, og pakka a'llri mjólk í fernur, nemur því hvorki meira né minna en 7 milljónum (sjö milljónum) 72 þúsundum og 800 krónum á ári. Þá er ótalinn gjaldeyrissparnaðurinn og vinnu- launahagnaðurinn við að fram- leiða þetta í landinu sjólfu. Þarna er eikki einasta sýnit fram á hvernig Mjólkur- samsalan fyriblítur innlendan iðnað, heldur á að fara að leika sér með dýrmætan gjaldeyri. Og svo leyfir samsölustjórnin sér að kvarta um að stjómvöld og fulltrúar neytenda í verðlags- nefnd stuðli að því að þessar sænsku fernur hverfi af mark- aðnum! Stjórn samsölunnar segir í at- hugasemdum sínum til mín: „Hins verðum vér daglega var- ir, að það fólk er fjölmargt, sem 'lætur ekki blekkjast (af annarlegum áróðri. innsk. V.G.), en sýnir Mjólkursamsölunni vin semd og skilning." Af þessari fáránlegu fullyrð- ingu sjá neytendur hve barna- Qiegt tal mjólkursamsölustjórnar- innar er. Öll þau miklu skrif, sem komið hafa fram í bréfa- dálkum blaðannia, sanna vissu- lega hið gagnstæða, undirskrifta söfnun húsmæðra í heilum byggðarhverfum, barátta Garða hreppsbúa við samsöluna eiga að þeirra dómi að sýna vinsemd og skilning. Það væri kannske rétt Kælihyllurnar í Síld og fisk biða eftir mjólkinni. FLAUEL 20 LITIR DÖMU OC HERRABÚÐIN ________________Laugavegi 55. TIL SÖLU stór loðnunót ef samið er strax. Sími 41437. BÍLL ÓSKAST Vil kaupa 4ra—5 manna nýlegan og vel með farinn bíl. Tilboð með upplýsingum um tegund, árg., verð og greiðsliuskilmála sendist Mbl. fyrir 24. þ.m. merkt: „Bíll — 6158“. að koma á ofurlítilli skoðana- könnun um málið. Samsölustjórnin hælist um yf- ir því að hvergi í heiminum sé neytt jafn mikillar mjólkur og hér á landi. f því sambandi spurðist ég fyrir um það að gamni mínu hvert hlutfall væri milli verðs á gosdrykkjum í Bandaríkjuinum og mjólkur sam anborið við það sem er hér á landi. Ég fékk upplýsingar um að verð mjólkur þar færi mjög eftir því í hvaða gæðaflokki hún væri, en þeir eru eftir fitu- magni hennar. Hér er, eins og allir vita, aðeins einn gæðaflokk ur mjólkur og svo undanrenna. Sambærileg mjólk í Bandaríkj- unuim, oig við eiguim koist á hér, kostaði þar ekki alls fyrir löngu 50 cent lítrinn, en allir gos- drykkir 5 cent flaskan. Þar var því hægt að fá 10 kókflöskur fyrir sama verð og einn lítra mjólkur. Hér kostar kókið 6 krónur flaskan og því ætti mjólkin hér að kosta 60 krónur lítrinn til þess þarna væri sam- ræmi á milli, en hún kostar 11,35 kr. Við þennan samanburð sést að kókið 'hér er nærfellt 600 prs. dýrara í samanburði við mjólkina. Kannski heldur stjórn Mjólkursamsölunnar að þessi aðstöðumunur hafi engin áhrif? Margra glapræða Mjólkursam sölunnar er enn ógetið. Eitt skal nefnt, en það er sú fásinna að leggja niður að fullu notkun á flöskum. í fréttum frá Akureyri heyrum við, að með þrengri efna hag fólks hafi dregið úr sölu mjólkur í kössum, en aukist að sama skapi sala mjólkur á flösk um. Þetta stafar af því að enn er enigin pökkunaraðferð á mjólk, sem fullnægir ströngustu heilbrigðiskröfum, eins ódýr og flöskurnar. Mjólkursamlagið á Akureyri hefir því valið bæði nýjustu og fullkomnustu pökk- unaraðferðina, sem enn er jafn framt sú dýrasta, þ.e. 10 lítra kassar, og jafnframt flöskurnar, sem er ódýrasta pökkunarað- ferðin. En Mjólkursamsalan í Reykjavík var svo hrifin af hyrnunum sínum sænsku að hún lét rífa niður allar vélar til pökkunar og þvotta á flöskum og getur því ekki veitt ódýr- ustu þjónustuna. Ég geri ekki ráð fyrir að sala mjólkur yrði mikil hér á flöskum, en þar sem öll tæki voru til að veita þá þjónustu verður ekki séð hag- ræðið við að hienda þessum tækj um út á hauga. Þetta sannar enn að Mjólkur- samsölunni er engin akkur í að veita þjónustu umfram það sem hún er neydd til. Hún lifir í einokunarveldi sínu, bændum og neytendum til óþurftar. Vignir Guðmundsson. Nauðungaruppboð Eftir kiröfu Jónis Arasanar hdl. o. fl. ,verðuir þvottavéla- samstæða EMANUEL, talin eign Bliks h.f. seild á opin- beru uppboði að Sigtúini 3, laiuigardaiginm 22. febrúar n.k. kl. 9.15 f.h. Greiðsila við haimainslhögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Bftir kröfu Sigunðar Siguirðsision hrl., verður kæiiiborð LEVI, tailið eigin Guðmunidair Kristjánisson, MávaMíð 25, sellt áé opinlberu uppboði ,að Mávahlíð 25, lauigardaiginn 22. febrúar n.k. kl. 11.30 f.h. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Villhjálms Ármaisonar hrl., verða ritvél af TORPEDO ge,rð, BRAMSVIK mairgiföldumarvél, RONEO sikjalaskápuir, HANSA hiliur og uppistöður ásiamit 2 s'krif- borðum, talið eign Noris, Norsik-ísil. verztaniarfélagsiins, selt á opinlberu uppboði að Sætúni 9, laugardaginm 22. febrúar n.k. kil. 10.30 f.h. Grediðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. 12 tonna bntur til sölu Upplýsingar hjá Hrafni Jónssyni Brautar- holti 22. Sími 22255. Einkabilreið Hef kaupanda að 5 manna bifreið, sem er lítið keyrð og vel með farin. Útborgun við sölu veruleg. Björn Tryggvason, hdl., pósthólf 475, Reykjavík. Atvinna Viljum ráða strax vana karlmenn og kvenfólk til fiskvinnu í frystihús á Snæfellsnesi. Upplýsingar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sími 22280. Innréttingasmiðir Hrærivélalyfturnar komnar aftur. Verðlækkun. ^"nreUT^c^ Grensásvegi 3 Sími 83430. Héraðslœknisembœtti auglýst laust til umsóknar Héraðslæknisembættið í Húsavíkurhéraði er la-ust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 12. marz 1969. Veitist frá 15. marz 1969. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 18. febrúaæ 1969.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.