Morgunblaðið - 19.02.1969, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969.
með siglingafræðingnum, sem var
harðgiftur maður og talaði ekki
um annað en hundaveðhlaup.
Var Joy kannski bara að kvelja
hana af ásettu ráði. Var það
Kaninn eða flugstjórinn?
Siglingafræðingurinn fór eitt-
hvað að minnast á „fæðingar-
deildina“ og segja skál. Peter
tók undir handlegginn á Lísu,
þegar henni varð snögglega lit-
ið við og hún sá Blake McCall
sitja einan við barinn. Hann
hlaut að hafa verið þarna allan
tímann. Það var þá Kaninn,
sem var að tala í landssímann
og Joy hafði verið með úti.
Lísa reyndi að hemja á sér
brosið, svo að ekki sæist í því
ánægjan, sem hún fann er flug-
stjórinn steig niður af stólnum
og gekk til þeirra. Hann var
enn mjög þreytulegur og er
hann kom nær, sá hún enn þenn
an sama einmanasvip, og hún
hafði áður séð í augum hans.
Peter ætlaði að fara að ná í
stól handa honum, en McCall
sagði: — Nei, ég ætla að koma
mér út úr þessari knæpu og út í
hreint loft og niður að sjó. Vildi
bara vita, hvort allt væri í lagi
með ykkur. Skemmtið ykkur vel,
börnin góð, en í Herrans nafni,
hafið þið ekki mjög hátt. Góða
nótt öllsaman! Kemur þú með
mér Bill? sagði hann við sigl-
ingafræðinginn, sem stóð sam-
stundis á fætur.
En þá gekk hann að Lísu,
henni til mestu undrunar og
hvíslaði að henni: — Ég vara
þig við því að hún Joy hrýtur!
Feginleikurinn sem hafði
snöggvast gripið Lísu við það,
að hann skyldi gefa sig þannig
að henni var ekki lengi að
hverfa er hún fór að hugsa um,
hvað í orðum þessum gæti legið,
en það hafði hann einmitt haft
í huga, þóttist hún vita. Þeg-
ar hann var farinn, tók hún að
velta því fyrir sér, hvort hann
mundi raunverulega hafa nokkra
hugmynd um hvort Joy hryti
eða ekki. Þessi hroki hans og
Gerum gömul húsgögn sem ný
Nýtt fyrir þá, sem þurfa að láta mála, ný eða gömul
húsgögn, alls konar, iranréttingair, vegghillur o.fl. — með
hinum nýju plastefnum (sýruhert plastlaikk, hálfmatt,
i öllum litum).
Þorsteinn Gíslason, málarameistari
Verkstæðið: sími 19047.
Heimasími 17047.
YS jál f stæðiskvennaf álagið
VORBODI Hafnarfirði
heldur aðalfund í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn
19. febrúar kl. 8.30.
Dagsltrá: V’enjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Spiluð verður félagsvist.
STJÓRNIN.
Nýtt fyrir húsbyggjendur frú
Þeir sem eru að byggja eða lagfæra eldri hús ættu
að kynna sér hina miklu kosti sem Somvyl-vegg-
klæðningin hefur. Klæðir vel hrjúfa og holótta veggi.
Hentar vel á böð, eldhús, ganga og stigahús. Á lager
í mörgum litum.
sjálfsþótti var algjörlega óþol-
andi og þessi illkvittnislega
gamansemi var henni alls ekki
að skapi. Hann talar við mig,
hugsaði hún, eins og ég væri ein
hver blábjáni, og gerir mig líka
orðlausa í hvert sinn.
En Joy sem hafði áreiðanlega
líka heyrt þessar hvíslingar, hló
bara með honum, og henni virt-
ist vera alveg sama um það.
Lísa varð að hafa gott vald á
andlitinu á sér til þess að láta
ekki hina sjá að "hún tæki neitt
mark á þessari glettni.
Sjálf var hún orðin afskaplega
þreytt og sagði því við Joy, að
hún ætlaði að fara að hátta.
Henni hefðj þótt gaman að hitta
Ameríkumanninn hennar, en á
morgun væri líka dagur. Joy
hafði þegar stungið upp á því
að þau færu öll að synda, þegar
þúðarápinu væri lokið. Þau
ákváðu nú tímann til þess og
Peter fylgdi Lísu að herbergis-
dyrunum hennar. Hún þakkaði
honum fyrir kvöldið og vonaði,
að hann ætlaðist ekki til að hún
kyssti hann góða nótt. En hann
fór langt úr vonum hennar með
þvi að kyssa hönd hennar með
glettnislegri viðhöfn, og kvaðst
vona, að þau gætu hitzt mörg
kvöld í framtíðinni.
Þar sem hún lá í rúminu og
blaðaði í skáldsögunni áður-
35
nefndu, tóku sögupersónurnar að
koma ljóslifandi og hún skildi
nú, hversvegna hún hafði valið
þessa bók. Það var vitanlega
vegna hans Heathcliff — sem
var svo harðneskjulega fálátur
og karlmannlegur. Hún flýttisér
að slökkva Ijósið og sofnaði
brátt. Nú var hún úti á eyði-
legri heiði með þessum s'tolta óró
lega manni. Guldeplóttu augum
horfðu alveg í gegn um hana,
er hann tjáði henni þrá sína eft-
ir henni og loks hvarf heimur-
inn henni algjörlega.
10. KAFLI
Niðri í fjörunni var sjávar-
loftið og sólskinið hressandi. Lísa
notaði sér þetta til fullnustu og
velti sér til og frá, til þess að
sólbrenna almennilega.
Hamish kom loksins, ásamt
Joy og hafði meðferðis ríkulegt
nesti, handa þeim öllum. Hann
hafði líka keypt bikinj -sundföt
handa Joy og þau voru með
gylltum borðum, sem Lísu fannst
alveg hræðilegir. Að minnsta
kosti gerði þessi búnaður það að
verkum, að hennar eigin sundföt
voru eins og á skólastelpu.
Péter fékk hana til að reyna
sig í sjóskíðum, en það endaði
alltaf í hlátri, eftir að hún hafði
sopið sjó! Hún vildi miklu held-
ENERGIT
BREMSUBORÐAR
frá
VARTA
fyrir
OPEL
Jóh. Ólafsson & Co hf.
Brautarholti 2, sími 1-19-84.
ur liggja í sandinum með hugs
anir sínar.
í huganum rifjaði hún upp
hvert einstakt skipti, sem hún
hafði hitt Blake. Fyrsti fundur
þeirra stóð henni lifandi fyrir
sjónum. Þreytulegi kæruleysis-
svipurinn nokkrum mínútum síð
ar. Hæðnishláturinn þegar hann
horfði á hana úr lyftunni. Snöggi
áhuginn vegna litla drengsins
trúðanna í veitingahúsinu, en þó
sérstaklega þráin sem skein út
úr guldílóttu augunum þegar
hann kvaddi hana um kvöldið í
Bagdad.
í hvert sinn, sem einhver nýr
maður birtist þarna á baðströnd
inni var hún að vona, að það
væri hann, en hann kom bara
ekki. Um klukkan fjögur var
hafgolan orðin svöl og þau komu
sér saman um að fara. Hamish
hafði stóra rjómagula bilinn sinn
skammt frá og bauðst til að
flytja þau öll í gistihúsið.
Hamish var fölur og skvapað
ur ungur maður með gull í
tönnunum. í sundfötum leit hann
ekki sem verst út, þrátt fyrir
byrjandi ístru, en alklæddur var
hann allur einhvern veginn of
íburðarmikill. Gleraugu af allra
nýjustu gerð, digurt úrarmband
úr gulli, hringi, skrautlega erma
hnappa og mjóa gullkeðju með
nafnmerki hans á, um vinstri
únlið.
Öll föt hans voru spánný og
veiklulegi fölvinn á andlitinu,
lagði aukna áherzlu á allt þetta
gervi-útlit mannsins. Lísu skild-
ist, að hann væri sölumaður fyr
ir einhverja vöru, sem fjölskylda
hans framleiddi og nú ætti að
vinna markað fyrir í Ástraliu.
Hann átti að hitta einhverja
viðskiptavini frá Ameríku um
kvöldið og bauð Lísu að koma
með Joy í það samkvæmi. Lísa af
þakkaði, án þess að finna sér
neitt til afsökunar og Joy sendi
henni eitrað augnatillit. Ekki gat
hún vitað, að eina ástæða Lísu
var sú, að hún ætlaði að vera í
hverberginu sínu, ef ske kynni,
að Blake hringdi.
Hún horfði út á sjóinn meðan
hin voru að koma sér niður á
því, hvað gera skyldi um kvöld-
Kaupum hreinar og stórar
léreftstuskur
ptí»r0TOiiMs#i$i
Prentsmiðjan.
I 19. FEBRÚAR
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Gakktu í lið með fleiru líflegu fól'ki.
Nautið 20. apríl — 20 maí
Eigin sannfæring er sterkasta vopnið sem þú átt, ef þú þarft
að snúa öðrum í lið með þér .
Tvíburai nir 21. maí — 20. júní
Ágætur dagur til samninga. Taktu ekki mark á gríni og
glensi kunningjanna. Mundu að þú gengur fyrir.
Krabbinn 21. júní — 22 júlí
Haltu ótrauður áfram í viðskiptum og byggingum. Þú færá góðar
fréttir írá gömlum ættingjum. Þú getur gert ráð fyrir aðstoð.
Ljónið 23. júií — 22. ágúst
Þú getur rétt einhverjum hjálparhönd.
Meyjau 23. ágúst — 22. september
Þér gefst tækifæri á að bæta úr starfsskilyrðunum. Biddu
um það sem þig vantar ,
Vogin 23. september — 22. október
Þér gengur vel í dag, úr því að allir vinna svona vel
Gerðu tilboð, þar sem það á við.
Sporðörekinn 23. október — 21. nóvember
Samvinnan gengur alltaf jafn vel. Taktu einhverjar byrðar á
þig
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember
Næsti mánuður verður fyrir áhrifum af því, sem þú hefur í
dag.
Steingeitin 22 desember — 19 janúar
Þú getur grætt á samvinnu. Gerðu skyldu þína, og taktu
jafnvei einhverja ábyrgð. Samningar ganga vel. Þú verður að
skrifa bréf.
Vatnsberinn 20 janúar — 18. febrúar
Þrennt er það, sem þú sérð á næsta ári: Breyting á högum,
stöðu og nýir kunningjar til handa þeim, sem eru ungir í anda
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Þér vegnar betur í starfinu Byrjaðu á einhverju nýju.