Morgunblaðið - 19.02.1969, Blaðsíða 27
MORGUNBOLAÐIÐ, M3ÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1969.
27
- NY LOGGJOF
Framhald af bls. 19
sem verða grundvöllur dieilda-
skiptinga, eru flokkar samstæðra
greina, og skal hver nemandi
velja einn slíkan flokk í heild.
Frjálsar valgreinar eru það náms
efni hvers nemanda, sem ekki
telst til kjarnans eða kjörsviðs
hans. Er gert ráð fyrir að þar
geti bæði verið um að ræða við-
bótarnám í skyldugreinum og
nýjar greinar.
Af 144 svonefndum einingum
heildarnámsefnisins má kjarninn
nema allt að 100 einingum, kjör-
svið a.m.k. 24 einingum og frjáls
ar valgreinar a.m.k. 14 eining-
um. Heimilað er að skipta skóla
árinu í námsáfanga eða annir
og skal í lok hvers áfanga úr-
skurðað um hæfni nemenda tiá
að hefja nám í næsta áfanga
Gert er ráð fyrir að losa um
ákvæði varðandi árspróf og halda
lokapróf í hverri grein, þegar
kennslu í henni lýkur að fullu.
Stúdentsprófi er náð, þegar nem
andi hefur staðizt öll einstök
lokapróf.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra kvaddi sér næstur hljóðs
og sagði að fjárframlög til
menntamála hefðu á undanföm
um árum aukizt um 275%. Til
menntamála ætti ekki að spara
og það hiefur ekki verið gert,
sagði ráðherrann. Fjárveiting
bara til byggingaframkvæmda
hefði verið 43 milljónir króna á
síðasta ári. Aldrei hefði verið
unnið eins mikið að uppbygg-
ingu skólahúsnæðis og á undan-
förnum árum. Hins vegar sagði
ráðherrann að athuga ætti, hvort
ekki reyndist unnt að fá meiri
nýtingu í fjármagnið. Hann taldi
að nýi Kennaraskólinn væri
dæmi um skólabyggingu, sem
sýndi hvernig ekki ætti að
öyggja skóla. Ráðherrann sagði
að allt væri ekki fengið með að
einsetja skóla. Sú þörf gæti ver-
ið fyrir hendi, ekki sízt með fá-
tækri þjóð, að tvísetja skóla.
Ræðumenn, sem tóku til máls
á fundinum voru: utan frummæl
enda og forystumanna mennta-
mála, sem hér hafa áður verið
nefndir: Geir Rögnvaldsson, MH,
Jón Ingimarsson, MH, Kári Stef
ánsson, MR, Gunnar Ingólfsson,
KÍ, Björn Bergsson, ML, Sigurð
ur Tómasson, MH, Ingólfur Ás-
björnsson, KÍ, Haukur Ólafsson,
MR, Hrafn Gunnlaugsson, MR,
ÍFreyr Þórðarson, MIH, Gestur
(Jónsson, MH, Lárus Óskarsson,
MR, Jón Gunnar Ottósson, MH
Gestur Guðmundsson, MR, Stef-
án Unnsteinsson, MH, Hilmar
Ingólfsson, Kf, og að lokum fyrir
hönd frummælenda Ólafur Þórð
arson, KÍ. Lýsti hann ráðherrun-
um sem korktöppum, sem reynt
hafi verið að hella á vatni í stríð
um straum, en svo hefði ávallt
farið að þeir hafi flotið. Fund-
inum var slitið kl. 00.20.
- ALÞINGi
Framhald af bls. 13.
þarna var um sanngjarna og eðli
lega leið að ræða.
Þegar það kom á daginn, að
ekki stóð á öðru en því að sjó-
menn töldu of þröngan stakk
skorinn varðandi ákvörðun mat-
arfjárins, þá beitti ríkisstjórnin
sér fyrir þvi, að sú upphæð
skyldi hækkuð, þó að nokkur
fjárhagsleg áhætta fylgdi því.
Þegar talað er um að ríkisstjóm
in hafi látið eitthvað ógert tíi
að leysa þetta mál, er það al-
gjör misskilningur, svo ekki séu
notuð önnur sterkari orð.
Ríkisstjórnin 'hefur þvert á
móti fylgzt með deilunni frá upp
hafi. Hún lagði stöðugt áherzlu
á, að henni yrði lokið sem fyrst
og vair í stöðugu samibandi við
hinn þrautreynda sáttasemjara,
Torfa Hjartarson, og hafði enn-
fremur samband við þá aðila,
sem talið var að gætu greitt fyr-
ir lausn málsins. Hún átti því
hiklaust mestan þátt í þvi að
lokum, að hægt var að hafa sátta
tillöguna þannig að sjómenn
töldu sér fært að ganga að henni.
Þetta er sannleikur málsins.
Einnig er mjög þýðingarmik-
ið að menn átti sig á því að yfir
gnæfandi meirihluti þeirra há-
seta, sem tóku þátt í atkvæða-
greiðslum, voru samþykkir því
sem samningur hafði verið gerð-
ur um. Það liggur fyrir nú, að
aðeins um Vi hluti allra yfir-
manna á flotanum, sem héir eiga
hlut að máli, hafa fellt tillöguna,
og því að flotinn er stöðvaður,
ef ekki er að gert.
Ég vil að lokum taka það fram
i tilefni þess sem komið hefur
fram við umræður, að eftir því
sem ég skil þetta lagafrumvarp,
þá takmarkar það ekki á nokk-
urn h’átt, rétt aðila til bairáttu
fyrir vísitöluuppbót, umfram
það, sem þeir hefðu takmarkað
rétt sinn sjálfir, ef þeir hefðu
gengið að samningum, eins og
hásetanir hafa gert. Og sannast
að segja, sé ég ekki að það sé
eðlilegt, að þingmenn ætli yfir-
mönnum í þessu rýmri rétt en
hásetarnir hafa skammtað sjálf-
um sér.
- SKOTÁRÁS
Framhald af bls. 1
Öryggisverðir og slökkvilið flug-
vallarins br.ugðu við hart og
skutu á mennina og segir, að
einn hafi látizt. Þó ber fréttum
ekki saman um, hvort hann hafi
fallið fyrir kúlu öryggisvarða eða
farþega, sem hafi stokkið út um
neyðardyr vélarinnar. Sjónarvott
ar segja, að tilræðismennirnir
hafj einnig kastað handspengjum
að vélinni, en þær hafi ekki
spr.ungið. Svissneska lögreglan
segir að fjórir menn hafi verið
handteknir, en vel megi vera, að
fleiri hafi verið með í hópnum,
en hafi komizt undan.
NTB fréttastofan segir, að til-
ræðismennirnir hafi verið í hvítri
Volkswagen bifreið, en
ekki hefur upplýstst, hvern-
ig þeir komust inn á flug-
vallarsvæðið, þar sem sérstakar
öryggisráðstafanir eru jafnan
viðhafðar við komu og brottför
ísraelskra flugvéla. Voru þær
ákveðnar, eftir árásina á EL AL
vélina í Aþenu í desember sl. og
síðan hefndarárás ísraela á flug-
völlinn í Beirut í Líbanon
nokkru síðar.
Abba Eban, utanríkisráðherra
fsraels, sagði í Tel Aviv í kvöld,
að Gideon Rafael, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu,
hefði verið meðal farþega í flug
vélinni. Eban sagði, að árásin
sýndi hið rétta andlit þeirra
hryðjuverkasamtaka, sem Ness-
er forseti hefði lofað svo mjög
fyrir nokkrum dögum.
I kvöld gáfu samtök þau, sem
segjast berjast fyrir frelsun
Palestínu út orðsendingu, þar
sem þau segjast standa að baki
árásinni. „Arásin er gerð í hefnd
arskyni fyrir þær ofsóknir og
pyndingar, sem ísraelsk yfirvöid
hafa í frammi við vopnlausa og
saklausa borgara á hernumdum
arabiskum svæðum". Samtökin
sendu út myndir af tilræðismönn
unum og sögðu, að árásin í dag
væri liður í ásetningi samtak-
anna að herja á ísraelskar flug-
vélar hvar og hvenær sem tæki-
færi byðust.
Á blaðamannafundi í Ziirich í
kvöld staðfesti svissneska lögregl
an, að einn maður hefði beðið
bana og fimm særzt. Af hinum
fimm særðu voru fjórir áhafnar-
meðlimir. Þá var skýrt frá því
að dreifibréf hefðu fundizt við
bifreið tilræðismannanna þar
sem segir, að viðkomandi séu fé-
lagar í samtökunum sem berjast
fyrir frelsun Palestínu.
— Öldufall áranna
Framhald af bls. 20
í 1. bindi ævisögunnar sér
höfundur bernsku sína í hæfi-
legri fjarlægð. Þar á imyndim-
arafl hans því léttan leik að
skýra línur og fylla í eyður.
Þess nýtur sú bók. í 3. bindi eru
atburðir og persónur nálæg og
ágeng; þau þrengja sér inn í frá-
sögn, sem þau eiga ekki erindi
í, svo að hún nálgast á köflum
upptalningarkennda skýrslu.
Bókin er vönduð að öllum frá-
gangi, prýdd nokkrum mynd-
um, prófarkalestur í bezta lagi.
31. janúar 1969
Matthias Jónasson.
- AFLYSA
Framhald af bls. 1
sitt, og bandaríska leyniþjón-
ustan stóð sifðan fyrir því
að maðurinn væri fluttur til
Bandaríkjanina. Óneitanlega verð
ur þetta að teljast glæpsamlegt
afihæfi af hálfu Bandaríkjastjórn
ar. Samt sem áður héldu Banda-
ríkin áfram uppteknum ófyrir-
leitnum hætti sínum í því að
ala á úlfúð í garð Kína og lét
mótmæli kínversku stjórnarinnar
sem vind um eyru þjóta.“
Þessir fundir Bandaríkjmanna
og Kínverja hafa verið einu opin
beru tengslin milli landanna og
hófust í Genf árið 1955, en fund-
imir vom fluttir til Varsjá þrem
ur árum síðar. Allt gíðast liðið ár
hafa þó fundir legið nfðri, en
alls hafa fulltrúar landanna hitzt
þannig 134 sinnum.
William Rogers, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna lét í kvöld
í ljósi vonbrigði vegna þessrar
ákvörðunar kínversku stjórnar-
innar. f orðsendingu ráðherrans
segir, að Bandaríkin hafi verið
reiðubúin til að bera fram til-
lögu sem miðaði að bættri sam-
búð Bandaríkjanna og Kína, á
Varsjárfundinum. Þá hefðu
Bandaríkin og haft í huga að at-
huga möguleika á skiptum á
blaðamönnum, kennurum og vís
indamönnum og koma betra lagi
á póst- og símaþjónustu milli
Kína og Bandaríkjanna.
- KOMU AÐ
Framhald af bls. 28
tveggj a stóru hr aðf rystistöð v-
anna. Gunnar Bjarnason í H.Ó.
kvaðst ánægður með að deilan
væri leyst. Hann sagði, að heima
fólk annaði ennþá öllum þeim
afla sem kemur og aðspurður
kvaðst hann ekki geta svarað
því hve mikið yrði tekið hér af-
aðkomuifólki í vetur. Víglundur
Jónsson, sem er með Hróa h.f.
og tekur við úr 4 bátum í vet-
ur, telur að koma muni til með
að vanta sjómenn á Ólafsvíkur-
báta í vetur. En hann álítur ekki
að fólk muni vanta í landi.
— Hinrik.
TVEIR NÝIR BATAR A HELL-
ISSANDI
Hellissandi, 18. feb. — Þrír
bátar fóru út í gærkvöldi, en
veður var hart. Hafa bátarnir
róið síðan samið var við sjó-
mennina. Afli hefur verið all-
sæmilegur, línubátar haft um 6
tonn. Netabátur einn, sem lagt
hefur upp tvisvar hefur haft 7
og 8V2 tonn. Skarðsvík var að
landa hérna og var með 13 tonn.
Hingað var að koma nýtt skip,
smíðað í Stálvík h.f. í Amar-
nesi. Eigendur eru Útnes h.f.
Skipstjóri verður Sævar Frið-
þjófsson á Rifi. Þetta er 110 smá
lesta stálbátur samkvæmt nýj-
ustu mælingaregilum. Hann er að
sjálfsögðu útbúinn öllum nýtízku
siglingatækjum og útbúnaði. Bát
urinn heitir Saxhamar og mun
hafa kostað 14—16 milljónir.
Hann fór í sinn fyrsta róður í
kvöld.
Fyrir helgina kom annar bátur
hingað, keyptur af Kristófer
Snæbjörnssyni, en sonur hans
Gunnar Már verður skipstjóri á
bátnum. Þessi bátur er 53 smá-
lestir, nýuppbyggður og heitir
Guðrún María. Hann hefur þeg-
ar hafið róðra með línu.
— Rögnvaldur.
ÍS í STYKKISHÓLMI
Stykkishólmi, 18. febr.
Einn bátur er nú þegar tilbú-
inn og mum fara út í kvöld eða
fyrramálið. Vegn þess hve mik-
ill ís er í höfninni og nágrenni
Stykkishólms, er alls óvíst h/vort
hann getur lagt upp afla í Stykk
ishólmi og mun hann þá verða
að leggja á land afla sinn í Rifi.
Er þá hugmyndin að aka aflan-
um til Stykkishólms um 80 km.
leið. —• Frétitaritari.
STÓÐ EKKI í NEINUM
Hornafirði, 18. febr.
Homafjarðarbátar fóru ekki út
í nótt, enda ekki veður. í dag
hafa þeir verið að skrá á bát-
ana, og þeir verið að fara út.
Fimm fara með línu, en 4 með
troll og einn með net. Seinna bæt
ast 2 bátar við. Ekki stóð á nein-
um að fara út, allir voru búnir
að fá nóg af biðinni. — Gunnar.
AKRANESBÁTAR í ÚTILEGU
OG Á LOÐNU
Akranesi, 18. febr.
Bátarnir eru að fara út í dag,
en í gær var stormur og ekki
róið. Stærri bátarnir fara með
línu í útilegu og ísa fiskinn um
borð og munu svo leggja bann
upp hér til vinnslu, a.m.k. fyrst
um sinn. En aðrir bátar fara með
nót á loðnuveiðar. Minni bátarn
ir róa daglega með línu. Sá bát-
urinn, sem hefur mátt róa, hafði
ÞO-12 síðast. — Július.
FRYSTIHÚSID Á EYRAR-
BAKKA BYRJAR AFTUR.
Eyrarbakka, 18. febr.
Frystihúsið hér hefur verið
stopp í fimm mánuði vegna fjár
hagsörðugleika, en nú er það að
hefja starfrækslu á ný. Verður
væntanlega byrjað á fyrstu
vinnslu 'á morgun.
Tveir bátar hafa þegar hafið
róðra, annar með línu og hefur
hann fengið 3—7 tonn í róðri.
Annar hefur lagt net og veitt um
3 tonn . vitjun. Von er til að
bátar hraðfrystistöðvarinnar
getf hafið veiðar alveg á næst-
unni, þannig að hér verða gerðir
út 5 bátar í vetur, auk þess sem
einn bátur mun leggja hér upp
afla til vinnslu á Stokkseyri.
Hér hefur verið heldur líflegt
við höfnina, því nokkrir að komu
bátar hafa lagt afla sinn hér á
land, þó hann færi í vinnslu
annars s’taðar. Sem kunnugt er,
eru hér í gangi framkvæmdir við
hafnargerð. Það sem þegar hefur
verið gert lofar mjög góðu um
að hér megi gera góða höfn. Það
eru Eyrbekkingum hins vegar
mikil vonbrigði, að ekkert fé fil
hafnargerðar á Eyrarbakka hefur
verið veitt á þessu ári.
Að gefnu tilefni vil ég taka
það fram, að frétt um kosningu
í verkalýðs'félaginu er ekki frá
mér komin.
— Óskar
AFLI ÞORLÁKSHAFNARBÁTA
SÆMILEGUR
ÞORLÁKSHÖFN, 18. febrúar.
Bátarnir hér hafa ekkert stöðv-
ast. þeir héldu áfram róðrum eft-
ir að verkfallið var dæmt ólög-
legt. Afli hefur verið sæmilegur.
í gær var landlega, en nú eru
allir bátar á sjó.
— Franklin.
- SJÖSTJARNAN
Framhald af bls. 28
átt vfðskipti við hann. Hefur
fyrirtæki hans á sér gott orð í
hérlendum bönkum fyrir skilvís-
ar greiðslur, og eins bvað Þor-
steinn Gíslason, framkvæmda-
stjóri Coldwater-verksmiðjanna,
Mogelberg þykja áreiðanlegur
kaupsýslumaður vestan hafs í
umsögn sinni til SH um leyfis-
veitinguna.
Að sögn þeirra bræðra hljóðar
samnimgur Mogelbergs við Sjö-
stjörnuna um, að hann kaupir
alla framleiðsluna fyrir hæsta
fáanlegt verð á Bandaríkjamark-
aði. Kváðust þeir búast við a’ð
þessi samningur yrði til fram-
búðar, og að fenginni reynslu í
viðskiptum við Mogelberg með
humar á tveimur undanförnum
árum, sögðust þier líta björtum
augum á framtíðina, þar sem
hann hefði ætíð staðið við allar
sínar skuldbindingar. Alls hefur
Sjöstjarnan selt Mogelberig Foods
SJÚKRABÍLAR Reykjavíkur-
deildar Rauða krossins fóru í
7.879 sjúkraflutninga á síðasta
ári, eða að jafnaði 21 ferð á dag.
Á Rauðf krossinn nú fjóra bíla
til sjúkraflutninga í Reykjavík
og nágrenni og voru tveir þeirra
keyptir nýir á síðasta ári.
Slökkvistöð Reykjavíkur annast
sem kunnugt er sjúkraflutning-
ana.
Nýlega eignaðist Reykjavíkur-
um 70 tonn af humar þessi tvö
ár.
Einar gat þess t.d. áð í fyrra
hefðu greiðsluerfiðleikar á fryst-
um fiski valdið því, að frystihús
Sjöstjörnunnar var engan vegin
rekið með ful'lum afköstum, held
ur hefði meiri áherzla verið lögð
á saltfiskinn, en þeir bræður
eiga söltunarstöð í Grindavík.
Útflutningsleyfið hefur nú breytt
viðhorfunum mjög. Ljóst er, að
full afköst verða í frystihúsinu í
Keflavík, og einnig hafa þeir
bræ'ður tekið á leigu eina frysti-
hiúsið í Ytri-Njarðvík, það
hefur ekki verið starfrækt í
nokkur ár. Loks verður söltunar
stöðin í Grindavík rekin áfram
fyrir hinn lakari fisk, þannig
að í vetur er búist við að alls
starfi um 140 manns hjá Sjö-
stjörnunni.
Kristinn kvaðst áætla, að frysti
húsið muni geta sent vestur um
00—100 þúsund kassa af freð-
fisk og humair á þessu ári. Svo
er um hnútana búið, að engu
maigni verður útskipáð fyrr en
greiðs'lur eru bamnar til banik-
anna. Kristinn sagði ennfremur,
að helzta söksemd Sjöstjörnunn-
ar fyrir því að fá útflutnings-
leyfið, hefði verjð sú, að Mogel-
berg hefði að öðrurn kosti að-
eins þurft að leita til Kanada
til að fá aukið magn fisks. Allri
framlefðslu frystihússins verður
pakkað í þrjár gerðir neytenda-
umbúða, undir vörumerkínu
Nordan, og varan þannig send
fullunnin á Bandaríkjamarkað.
Sjöstjarnan mun verða með um
10 báta á þessari vertíð, og í gær
kváðust þeir bræður vona að
bátarnir færu út þá um kvöldið.
Ætti því vinna að geta hafizt í
frystilhúsinu í Keflaivík á fimmitu
dagsmorgun, en þann dag er
bandaríski kaupandinn einmitt
væntanlegur hingað tii lands til
skrafs og ráðagerða við þá bræ'ð-
ur.
Radíóvinna og
Ijósmyndaiðn hjá
Æskulýðsráði
EINS og undanfarna vetur efnir
Æskulýðsráð Reykjavíkur til
námskeiða fyrir unglinga í radio-
vinnu og ljósmyndaiðju. Nám-
skeiðin verða að Fríkirkjuvegi II
Og hefjast næstu daga. Innritun
og upplýsingar verða á skrifstofu
Æskulýðsráðs, sími 15937, virka
daga kl. 2—8 e. h.
Hnppdræltisleyfi
S.Í.B.S.íramlengt
'í FYRRADAG mæltj Magnús
’Jónsson, fjármálaráðherra fyrir
stjórnarfrumvarpi um vöruhapp-
dætti fyrir Samband íslenzkra
'berklasjúklinga. Miðar frumvarp
ið að því að heimild S.Í.B.S. til
að reka vöruhappdrætti verði
framlengd í 10 ár, og gildi til árs
loka 1979. í ræðu sinni ræddi
ráðherra um hið mikla hlutrverk
ér samtökin hefðu gegnt og
gegndu, en fjárhagur þess hefur
grundvallazt á tekjum af happ-
drættinu.
deildin sjúkrabifreið, sem nota
má við erfiðar aðstæður, einkum
þegar snjóþungt er og verður
hún tekin £ notkun innan
skamms. Hefur drifbíll, sem
slökkvistöðin á verið notaður
undanfarið við erfiðar aðstæður,
en nú mun hinn nýi bill Rauða
krossins leysa hann af hólmi,
enda er bill Slökkvistöðvarinnar
fyrst og fremst ætlaður til anh-
ars.
Flufftu að jafnaði
21 sjúkling ú dag