Morgunblaðið - 20.02.1969, Side 1

Morgunblaðið - 20.02.1969, Side 1
28 síður 42. tbl. 56. árg. FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins „ENGAR FLUGVÉLAR ARABA ÖRUGGAR — meðan farþegaflugvélum ísraels er ógnað'' Ziiurich og Tiel Aviv, 19. feb. —AP—NTB — • Árás arabiskra ofbeldis- manna á farþegaþotu frá fs- rael á flugvellinum við Ziirich í Sviss í gær, þriðjudag, hefur vakið mikla gremju í ísrael og viðar. Hófu ofbeldismennirnir, fjórir karlar og ein kona, skot- hríð á þotuna þegar hún var að hefja flug, og særðust fjórir far þegar og tveir menn úr áhöfn- tnni. fsraelskur öryggisvörður, sem var með þotunni, skaut einn árásarmanninn til bana, en hin voru handtekin. • Ýmsir talsmenn rikisstjóma vestrænna ríkja hafa skorað á yfirvöld í ísrael að sýna still- ingu og gripa ekki til hefndar- ráðstafana, jafnframt þvi sem þeir fordæma árásina. Stjómir Arabarikjanna hafa hins vegar fátt viljað um árásina segja. • Heima í fsrael hafa flest dag- blöð ráðizt harkalega á Ar- aba vegna árásarinnar, og hvetja mörg þeirra til hefnda. Segja blöðin að Arabar muni misskilja það ef ísraelsstjórn lætur ekki hart mæta hörðu, því eina boð- orðið, sem Arabar skilji sé auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. • Lögreglan í Zúrich skýrði frá því í dag að ofbeldis- mennirair, sem handteknir vora hafi sagzt koma frá Damaskus í Sýrlandi, og að þeim hafi verið fyrirskipað að eyðileggja flug- vélina án þess að skaða farþeg- ana. Svissneska lögreglan segir að ofbeldismennirnir hafi skýrt svo frá að þeir hafi verið þjálfaðir í skemmdarverkum í sérstökum skæruliðabúðum í Jórdaníu. Ekki er fyllilega ljóst hvenær þeir komu til Sviss, en á einum árásarmannanna fannst flugfar- seðill frá Damaskus til Zurich dagsettur 6. febrúar. Allir eyði- lögðu skæruliðarnir vegabréf sín eftir komuna til Sviss. Vitað er að ofbeldismennirn- ir voru á flugvellinum við Ziir- ich fyrir viku, og við lá að þeir yrðu handteknir við það tæki- færi. Segir talsmaður lögreglunn ar að einn af öryggisvörðum flug vallarins hafi hringt til lögregl- unnar 13. þéssa mánaðar og skýrt frá fjórum grunsamlegum náung um, sem fylgdust með flugtaki þotu frá ísrael, Stóðu fjórmenn- ingarnir á nákvæmlega sama stað þá og ofbeldismennirnir voru á í gær, þegar þeir skutu á ísraelsku þotuna. Eitthvað gekk erfiðlega að ná sambandi við lögregluna, og þegar hún loks kom á vettvang, voru náungarn- ir fjórir farnir. VIÐBRÖGÐ í ÍSRAEL Viðbrögð í ísrael hafa að sjálf- sögðu öll verið á einn veg, það er að segja allir hafa fordæmt árásina í Zúrich. Moshe Carmel samgöngumála ráðherra flutti Knesset (þing- inu) skýrslu stjórnarinnar um árásina í dag, og varaði um leið stjórnir Arabaríkjanna og flug- félög í Arabaríkjunum við því að fsraelsmenn hefðu fullan sið ferðislegan rétt til áð brjóta nið- ur starfsemi skæruliða hvar sem væri á flugleiðum þeirra. Sagði ráðherrann að Arabar gerðu sjálfum sér mestan greiða með þvi að koma í veg fyrir frekari árásir á farþegaflugvélar. Beindi hann orðum sínum sérstaklega til stjórnar Líbanons, og sagði að yfirvöldum í Beirut bæri skylda tiil að hreinsa til í hreiðr um ræningjaflokka þar í landi. HUGAÐUR ÖRYGGISVÖRÐUR — bjargaði fífi farþega þotunnar ÞEGAK skæruliðar Araba hófu skothríð á farþegaþotuna frá El Al flugfélaginu á flug- vellinum í Zúrich á þriðjudag, höfðu þeir komið sér fyrir við snjóskafl hjá flugbrautinni. Skutu þeir þaðan úr hríð- skotabyssum sínum, og vörp uðu handsprengjum og í- kveikjusprengjum að þotunni. Nam þotan staðar og stökk þá maður út um dyr aftast á þotunni, vopnaður skamm- byssu. Segir talsmaður sviss- nesku lögreglunnar að mað- ur þessi hafi verið öryggis- vörður í ísraelsku þotunni. Þegar öryggisvörðurinn kom út úr þotunni, skaut hann að arabisku skæruliðun um, og hæfði einn þeirra í höfuðið. Beið sá þegar bana, en svo kornu slökkviliðs- menn flugvallarins á vettvang og handtóku hina Arabana þrjá. Segjast slökkviliðsmenn irnir hafa neyðzt til að af- vopna öryggisvörðinn, „því annars hefði hann drepið alla Arabana", eins og þeir kom- ust að orði. Bandaríski læknirinn Mar- vin Bacaner var meðal far- þega í ísraielsku þotunni og fylgdist með atburðinum. „Ég hef aldrei fyrr séð annað eins hugirekki og þessi ungi maður sýndi“, segir hann um öryggisvörðinn, sem einn síns liðs bauð fjórum skæruliðum, vopnuðum hríðskotabyssum og handsprengjum byrginn. „Skotið var á flugvélina“, seg iir Bacaner. „Svo sé ég þenn an unga mann ganga aftur í vélina. Brytinn opnaði fyrir honum neyðarútgang, og mað urinn renndi sér út. Gekk hann áleiðis til skæruliðanna, sem höfðu búið um sig í skaflinum. Skæruliðarnir sáu hann koma. Kom á þá fát, en svo tóku þeir til fótanna. Skaut vörðurinn einn þeirra tii bana. Ef vörðurinn hefði ekki burgðið svo fljótt við er viðbúið að skæruliðunum hefði tekist að sprengja flug vélina í loft upp og alla, sem í henni voru“ sagði læknir- inn. Svissneska lögreglan gaf í gær upp nafn öryggisvarðar ins, sem enn er í haldi i Zúr ich. Heitir hann Mordeohai Ravhamim og er 22 ára. Ræðu Carmels var beðið með mikilli eftirvæntingu, því hann varð fyrstur ráðherra ísraels- stjómar til að saka yfirvöld í Líbanon um ábyrgð á árás ana- biskra skæruliða á farþegaþotu frá E1 A1 á flugvelli við Aþenu í desember sl. Leiddi sú árás til þess að hermenn frá fsrael gerðu árás á flugvöilinn við Beirut og eyðilögðu þar 13 farþegaþotur Araba. Carmel sagði að fsraelsmenn litu svo á að flugvélaránið í Framhald á bls. 27 Brezka freigátan H.M.S. Exmouth er fyrsta skip brezka flotans, sem knúið er gas-túrbínuhreyflum. Eru hreyflarnir smíðaðir hjá Rolls Royce verksmiðjunum. Freigátan hefur verið á reynslusigl- ingu á Norður-Atlantshafi að undanförnu til að reyna vélamar, og hefur reynsluferðin gengið mjög vel. Sovézk menntakona dæmd fvrir „óhróður 1 Verðir fjarlœgðu blómvendi frá vinum hennar Moskvu, 19. febr. AP-NTB. IRINA Belogorodskay, sem er 29 ára gömul og verkfræðingur að mennt, var í dag dæmd til eins árs vinnubúðarvistar, ákærð fyrir að hafa dreift óhróðri um Sovétríkin. Þegar hún gekk út úr réttarsalnum fleygðu vinir hennar til en hennar hlómvöndum, verðir flýttu sér að fjar- lægja blómin. Hún brosti og veifaði til vina sinna. Sagt er, að unigtfrú Belo- gorodskaya verði ef til vill ekki send í vinnuibúðir, þar sem bún hefur verið í gæzlu- varðhaldi síðan í ágúst í fyrra. Dómstóllinn vísaði á bug beiðni um ná'ðun. Lögfræðing Gífurlegur Viðbúnaður fyrir heimsókn Mixons Sérstakar gœtur hafðar á ofstœkismönnum London, 19. febrúar (AP). GRIPIÐ hefur verið til mjög víð- tækra varúðarráðstafana í þeim sex löndum sem Richard Nixon forseti heimsækir í Evrópuferð sinni, bæði til þess að verja hann gegn skipulögðum mótmælaað- gerðum og ofstækisfullum ein- staklingum. Hvarvetna hafa ver- ið rannsakaðir staðir, þar sem hugsanlegir tilræðismenn kunna að hreiðra um sig, og gerðar hafa veríð skrár um ofstækismenn, sem líklegir era til alls. Bandarískir leyniþjónustu- menn hafa haft náið samstarf við yfirvöld í London, Brússel, Bonn, Vestur-Berlín og Róm til þess að tryggja sem bezt öryggi forset- ans. í London 'hafa herskáir and- stæðingar Víetnams'stríðsins boð- að „heitar móttökur" og fjöl- mennar mótmælaaðgerðir. En lögreglan verður við öllu búin, og henni til aðstoðar verða banda rískir leyniþjónustustarfsimenn, sem hafa fengið sérstakt leyfi til að bera skotvopn. í París verður gripið til sömu viðtæku varúðarráðstafanna og viðhafðar eru þegar de Gaulle forseti á í hlut. Fjölmennt lög- reglulið verður á götunum, óein- kenni'sklæddir lögreglumenn verða í mannfjöldanum, sem fylg ist með ferðum Nixons, aðrir lög reglumenn koma sér Æyrir á hús- þökum og bílalest Nixons mun aka á miklum hraða. Komi til einhverra átaka verður mann- fjöldinn leystur upp og búast má við að þá verði ekki beitt nein- um vettlingatökum. Belgar hafa fengið töluverða reynslu í þvi að gæta öryggis háttsettra stjórnm'álamanna. enda eru þar höfuðstöðvar Efna ur hennar hélt því fram í vam arræðu sinni, að það eina sem vaikað hefði fyrir sakbomingn um hetfði verið að hjálpa manni, sem lent hetfði í vand- ræðum. Ungfrú Belogorodskaya var handtekin þar sem hún hafði sikilið etftir í leiguibifreið flug- rit, þar sem mótmælt var með ferð sem annar menntamáður, Anatoli Marchenko, hafði sætt. Hann var handtekinn í júlí fyrir að brjóta bann við Framhald á hls. 27 hagsbandalagsins og Atlantshafs bandalagsins. Við sérstök vanda- mál verður að glíma í Bonn og Vestur-Berlín vegna nábýlisins við Austur-iÞjóðverja og návistar herskárra vinstrisinnaðra stúd- enta frá mörgum löndum er stunda nám við vestur-þýzka há- skóla. 13.000 einkennisklæddir lögreglumenn verða til taks í Vestur-Berlín etf á þarf að halda auk bandarískra 'hermanna. Þó er ekki búizt við að Austur- Þjóðverjar reyni að koma af stað vandræðum, þar sem Rússar hafa venjulega hvatt þá til að fara að öllu með gát þegar kunn- Framhald á bls. 27 Ofbeldi gegn Dubceksinnum Prag, 19. febrúar (NT!B). SAMTÖK manna sem börðust í andspymuhreyfingunni í Tékkó- slóvakíu á stríðsárunum hafa sakað lögregluna um að veita ekki borgurum vemd gegn of- beldi Moskvusinna, að því er tékkóslóvakísk blöð skýra frá í dag. Nýlega réðust tveir menn inn á heimili eins félaga í samtökun- um og misþyrmdu honum, þar sem hann hefði opinberlega stutt umbótastefnu Alexanders Dub-' ceks. í yfirlýsingu tfrá samtökun- um segir, að þessi atburður sé ekkert einsdæmi, og harmað er að lögreglan hafi ekki fylgt yfir- lýsingum stjórnarinnar um að enginn tékkóslóvakískur borgari megi sæta ofsóknum vegna stjórnmálaskoðana. .Samtökin hafa ákveðið að bera málið upp við ríkisstjórnina og formann öryggismálanefndar þjóðþings- ins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.