Morgunblaðið - 20.02.1969, Síða 2

Morgunblaðið - 20.02.1969, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 11909. Vestmannaeyjar: 1000 tn UM ÞÚSTJND tonn af loðnu bár- ust á land í Vestmannaeyjum í gær. Tíu bátar lönduðu loðnu, sem þeir fengu á móts við Dyr- hólaey, og var Jón Garðar GK aflahæstur með 200 tonn. Hinir voru: Þórður Jónasson EA, Höfr ungur AK, Jörundur RE, Þor- steinn RE, Haraldur AK, ísleif- ur VE, ísleifur IV VE, Reykja- borg RE og Gígja RE. Afli línubáta frá Eyjum var þetta frá 4 upp í 9 tonn en sjór var alveg dauður 1 botnvörpuna. ★ Fjórtán línubátar voru á sjó frá Keflavík í gær og voru 8 komnir að, þegar Morgunblaðið frétti. Afli þeirra var frá 2 upp af loðnu í 4 Vi tonn en þeir reru með gamla beitu. ★ Frá Sandgerði reru í gær 13 bátar og var afli línubáta frá 1,8 upp í 6,7 tonn. Um 30 bátar róa frá Sandgerði í vetur. ★ Fimmtán bátar reru frá Grinda vík í fyrradag og 22 í gær. Aflinn á línu í fyrradag var frá 3% tonni upp í 6,2, en í gær var atfla hæsti línubáturinn með 10 tonn. Afli trollbáta var sáralitilL Þrír bátar frá Grindavík eru búnir að leggja net og vitjaði einn um í gær, en afli var lítill sem enginn. Gert er ráð fyrir, að um 40 bátar rói frá Grindavík í vetur. Frá fundi Samstarfsnefndar í orkumálum 19. febrúar 1969. Talið frá vinstri; Steingrímur Her- mannsson, Jakob Gíslason, Eiríkur Briem, Dr. Jóhannes Nordal, Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, Bjarni B. Jónsson, Knútur Otterstedt, Brynjólfur Ingólfsson, Árni Þ. Ámason. Samstarfsnefnd í orkumálum Borgarafundur um mjólkursölumál STJÓRN Heimdallar F.U.S. hef- ur ákveðið að efna til almenns borgarafundur um mjólkursölu- mál miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20.30 í Sigtúni v/Austurvöll. Á fundinum mun aðallega verða fjallað um tilhögun dreif- ingar mjólkurafurða, mjólkur- umbúðamál og mjólkursölulög- gjöfina. Framsögumenn á fund- inum verða Björg Stefánsdóttir, húsmóðir, Höskuldur Jónsson, deildarstjóri, Sigurður Magnús- son, framkv.stj. og Vignir Guð- mundsson, blaðamaður. Til fundarins hefur sérstak- lega verið boðið stjórn og fram- kvæmdastjóra Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, Búnaðarþings fulltrúum öllum, helztu forystu- mönnum bændasamtakanna í landinu svo og stjórn og með- limum Húsmæðrafélags Reykja- víkur. Efni það, sem fjallað verður um á fundinum, er brýn,t hags- munamál vel flestra lands- manna, jafnt bænda og neytenda og vænta fundarboðendur, að ým is mál, sem ekki hafa verið nægi lega Ijós til þessa muni skýrast verulega. (Fréttatilkynning frá Heim- dalli F.U.S.) DBSD AÐ ÞREIFA SIG ÁFRAM FLUTNINGASKIPIÐ Isborg tilkynnti Veðurstofunni ki. 18 í gær, að á svæðinu frá norð anverðum Bakkaflóa að Rauða- núpum værj dreifður ís og ís- spangir; 3/10 að þéttleika. Mik- ið rek var á ísnum og urðu tog- aramenn að þreifa sig áfram eft ir vökum og spöngum. Fyrir Norðurlandi voru í gær stakir jakar víðast hvar og á einstaka stað sást ísspöng. Frá Harni bárust þaer fréttir að opið svæði væri með landi í átt að Kögri °g eins langt til suð- austurs og séð varð. Mjóst var svæðið 2-3 sjómílur norður af Horni en breikkaði til austuæs. Fundnr kjördæmnrnðs Reykjnneskjördæmis A LAUGARDAGINN kl. 2 hefst aðalfundur kjördæmaráðs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjör dæmi. Verður fundurinn haldinn í samkomuhúsinu í Grindavík, og er þess fastlega vænzt að kjömir fulltrúar mæti stundvís- lega, en þeir aðalfulltrúar sem ekki geta komið því við að mæta eru beðnir að hafa samband við formann þess félags eða full- trúaráðs sem þeir eru fulltrúar fyrir, svo hægt verði að boða varamenn í þeirra stað. Að loknum aðalfundastörfum kjördæmaráðs mun Pétur Bene- diktsson alþingismaður flytja ræðu er fjallar um kjördæmaskip un á íslandi. Línuveiða-svæði í Faxaflóa Sjávarútvegsmálaráðuneytið setti í gær auglýsingu um sér- stök veiðisvæði fyrir línu í Faxa- flóa og Breiðafirði. Samkvæmt henni er skipum, sem veiðar stunda með öðrum veiðarfærum en línu, bannaðar veiðar til 30. apríl 1969 í Faxa- flóa á svæði, sem takmarkast af línum, sem hugsast dregnar milli eftirgreindra punkta: Punktur 1. Ennfremur er netaveiði bönn- uð aílt árið í Breiðafirði innan línu, sem hugsast dregin úr Skor í Eyrarfjall við Grundarfjörð. Auglýsing þessi er sett sam- kvaamt lögum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunns- ins og lögum um bann gegn ve:3 um með botnvörpu og flotvörpu og öðlast hún þegar gildi. 64 gr. 28 mín. N 23 gr. 57 mín V. 2. 04 gr. 27 mín. N 24 gr. 43 mín V 3. 04 gr. 18 mín. N 24 gr. 43 mín V 4. @4 gr. 1® mín. N 24 gr. 23 mín V EINS og kunnugt er hefur Ið- þróunarráð starfað tvö síðustu ár, en tilgangur Þess var að taka við verkefni stóriðjunefndar og vera iðnaðarmálaráðuneytinu til styrktar í iðnþróunarmálum. Hefur síðan komið í ljós, að nauðsyn þykir til bera að sam- ræma betur en áður starfskrafta og vinnuáætlanir ýmissa þeirra helztu stofnana, sem vinna að áætlanagerð, sem er grundvöll- ur að uppbyggingru á orkufrek- um iðnaði. Eftir áramótin lagði iðnaðarmálaráðherra fram í rík isstjórninni tillögur, er stefna að þessu marki. Tillagan, sem var endanlega samþykkt í ríkisstjórninni 4. fe- brúar. er svohljóðandi: „Stofnað sé til samstarfsnefnd ar, sem hafi það höfuðmarkmið að athuga möguleika til uppbygg ingar á orkufrekum iðnaði og sé að því stefnt að gera sem fyrst SLYS í GÆR KONA meiddist mikið, þegar bíll, sem hún var í, valt út af Reykjanesbraut, skammt norðan við afleggjarann í Voga um miðj an dag í gær. Konan var flutt í sjúkrahúsið í Keflavík, en Morg unblaðið gat ekki fengið nánari upplýsingar í gærkvöldi um meiðsl hennar eða líðan. Óhappið varð með þeim hætti, að ökumaður bílsins missti vald á honum, þegar annar bíll ók fram úr. Fór bíllinn nokkum spöl eftir vegarbrúninni en lenti svo út af og valt þar í urð. Konan kastaðist við þetta út úr bílnum. Böm voru í aftursæt- inu o g mun eitt þeirra hafa meiðzt smávegis, en hitt bamið og ökumaður sluppu ómeidd með öllu. Bíllinn skemmdist mik ið. Sigllirðingoi AÐALFUNDUR Siglfirðinga- félagsins er í kvöld í Þjóðleik- hússkjallaranum og hefst klukk- an 20.30. Kortið sýnir bannsvæðin tvö, úti fyrir Faxaflóa og innan línu á Breiðafirði, sem dregin er úr Skor í Eyrarfjali við Grundar- fjörð. áætlun, sem tæki til 10—20 ára. Er þá aðeins við það miðað að gera sér lauslega grein fyrir hugsanlegum ramma fram- kyæmda. sem hlyti að vera mjög sveigjanlegur. Gengið er út frá því, að hinn eiginlegi kjarni iðnaðarmögu- leika þjóðarinnar sé í sambandi við nýtingu vatnsafla landsins og varmaorku. Iðnaðarmálaráðherra hafi með höndum foTstöðu þessarar athug unar, en eftirfarandi aðilar sam vinnu um hana: Iðnaðarmálaráðuneytið, Orku- stofnun íslands, Landsvirkjun, Laxárvirkjun, Efnahagsstofnun. in, Rannsóknaráð ríkisins, Seðla banki íslands. Þeir ráðherrar. sem viðkom- andi stofnanir heyra undir, til- nefni menn í samstarfsnefndina, sem síðan sé ákveðin eða sett á laggirnar af ríkisstjórninni. Nefnd'in sjálf setji sér starfs- áætlun í upphafi og skal hún sendast rikisstjórninni til athug unar, Ríkisstjórninni sé gerð grein fyrir framvindu mála jafn óðum en meginatriði að ljúka sem fyrst rammagerð þeirrar á- ætlunar á þessu sviði, sem hægt væri að hafa til viðmiðunar í samningagerðum um iðnþróun á grundvelli mikillar orkunotkun ar á næstu árum“. Framangreind samstarfsnefnd er nú fullskipuð og hélf hún sinn fyrsta fund í dag 19. febrú- ar. Eftirtaldir menn eiga sæti í nefndinni: JÓHANN HAFSTEIN iðn- aðarmálaráðherra, formaður. Bjarni Bragi Jónsson, skrifstofu- stjóri, Efnahagsstofnunin, Eirík- ur Briem, framkvæmdastjóri, Landsvirkjun, Jakob Gíslason, orkumálastjóri Orkustofnun, Dr. Jóhannes Nordal, Seðlaibanka- stjóri, Seðlabanki íslands, Knút- ur Atterstedt, rafveitustjóri, Lax árvirkjun, Steingrímur Her- mannsson, framkvæmdastjóri, Rannsóknaráð ríkisins. Auk þess sitja fundi: Brynjólf- ur Ingólfsson, deildarstjóri, Iðn- aðarmálaráðuneytinu. (Frá Iðnaðarmálaráðuneytinu) Bohdan Wodiczko. Philip Jenkins. Wodiczko stjórnar Sinfóníuhljómsveitinnl einleikari: Philip Jenkins AÐRIR tónleikar síðara misseris Sinfóniuhljómsveitar Islands verffa í Háskólabíói í kvöld og hefjast klukkan 20:45. Stjóm- andi verffur Bohdan Wodiczko og einleikari á tónleikunum brezki píanóleikarinn Philip Jenkins. Flutt verffa: Konsert fyrir þrjár fifflur og strengjasveit eftir Viv- aldi, Píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven, Sinfónía nr. 1 eftir Hvdn og Galanta, dansar eftir Kodaly. Bahdan Wodiczko er nú aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm sveitar útvarps og sjónvarps í Katowice í Pöllandi og hefur hann stjórnað þeirri hljómsveit síðan hann fór héðan — eftir þriggja ára starf. Philip Jenkins er nú tónlistar- kennari á Akureyri. Hann hefur hlotið fjölda vi'ðurkenninga fyrir píanóleik sinn, m.a. vann hann 1958 alþjóðakeppni ungra píanó- leikara, sem stórblaðið „Daily Mirrpr" gekkst fyrir og 1964 vann hann alþjóðakeppni píanó- leikara um Harriet Cohen-verð- launin og var veitt „Marjorie Whyte Memorial Award". Jen- kins hefur haldið fjölda tónleika í mörgum löndum og hann var einn þriggja stofnenda „Trio of London.“ Þá hefur enkins leikið inn á hljómplötur verk eftir Chopin, Liszt, Braihms, Ravel og Bach.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.