Morgunblaðið - 20.02.1969, Page 5
MORGU-NBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1969.
5
Morgunblaðið heldur frílans.
Eru því fullyrðingar Þjóðvilj
ans í þessu éfni gripnar úr
lausu lofti.
Fimm sýningar hafa þegar
verið ákveðnar á Sæluríkinu
og verður reynt að hafa þær
jafnan á mánudagskvöldum.
Frumsýnt hjá Crímu mánudagskvöld
ur og segir frá dvöl þeirra
þar.
Guðmundur kvaðst að lok
LEÍKFÉLAGIÐ Gríma frum-
sýnir n.k. mánudagskvöld
leikinn „Sæluríkið“ eftir Guð
mund Steinsson. Leikstjóri
verður Kristbj'rg Kjeld, en
tónlistina við leikinn hefur
Magnús Blöndal Jóhannsson
samið. Leiktjöld eru eftir
Messínu Tómasdóttur, og er
þetta frumraun hennar. Hún
stundar n,ú nám í Myndlistar
og handíðaskólanum hjá
Magnúsi Pálssyni, leiktjalda-
málara.
Bríet Héðinsdóttir tjáði
blaðamönnum í gær, að Sælu
ríkið væri þriðja leikrit Guð-
mundar Steinssonar. Hin
fyrri eru: Forsetaefnið, sem
Þjóðleikhúsið sýndi árið 1964,
og Fósturmold, sem frumsýnt
var á sama leikári hjá
Þjóðleikhúsinu.
Sæluríkið er fyrsta verkið eft
ir íslenzkan höfund, sem
frumfluít er hér í Reykjavík
á þessu leikári, ef barnaleik-
ir eru undanskildir. Þá gat
Bríet þess, að þetta væri
þriða leikritið, sem Krist-
Höfundurinn, Guðmundur
Steinsson.
börg ynni að fyrir Grímu.
Hún stórnaði Fósturmold á
sínum tíma, og ennfremur
Amalíu áamt Erlingi Gísla-
syni.
Hlutverk í Sæluríkinu eru
13 talsins, en leikendur 10.
Með aðalhlutverk fara: Sig-
urður Karlsson, Leifur ívars-
son, Björg Davíðsdóttir, Kjart
an Ragnrsson, Jón S. Gunn-
arsson, Erlendur Svavarsson,
Sigurður Skúlason, Jón Hjart
arsson og Jón Júlíusson. Enn
fremur koma fram nokkrir
nemendur úr leikskóla Ævars
Kvarans. Allir eru leikararn-
ir ungir að árum, tiltölulega
nýtúskrifaðir úr leikskóla
Þjóðleikhússins og Leikfélags
Reykjavíkur, en flestir háfa
þó áður komið fram hjá þess
um leikhúsum.
Morgunblaðið bað höfund-
inn, Guðmund Steinsson, að
skýra frá efni leikritsins: —
Leikritið lýsir leit hóps
manna að því sem kallað er
„sæluríkið“ sagði Guðmund
ur. — Eftir langa leit koma
þeir loks á stað, sem ræki-
lega er merktur: Sæluríki.
Fyrri hluti leikritsins er í
nokkrum þáttum og fjallar
um leitina að „sæluríkinu",
en seinni hlutinn er samfelld
Sviðsmynd úr Sæluríkinu. T. v. Björg Davíðsdóttir, Kjartan
Bagnarsson, Jón S. Gunnarsson og Sigurður Karlsson.
um vilja leiðrétta missagnir
í frásögn Þjóðviljans, þar
sem greint var frá, að rit-
stjórar Morgunblaðsins hefðu
ekki viljað birta viðtal við
hann í Lesbók. Væri þessi frá
sögn ekki beint frá sér kom-
in, eins og hann komst að
orði. Kvað hann viðtalið al-
drei hafa átt sér stað, og
blaðamaðurinn, sem greint
var frá í fréttinni, væri ekki
starfandi blaðamaður við
Þess skal að lokum getið, að
í anddyri Tjarnarbæjar verða
tn sölu prentuð leikrit þeirra
íslenzku höfunda, sem Gríma
hefur sýnt verk eftir, og enn
fremur nokkrar skáldsögur
eftir sömu höfunda. Þá verða
einnig gamlar leikskrár að
fyrri leikritum Grímu til
sölu þar, en sumar munu nú
vera orðin mjög fágætar.
Jón Júlíusson i hlutverki sinu.
Bifreiðcslys ó Keflavíkurvegi
Výlega var kveffinn upp í
Hæstarétti dómur í máli, sem
Jón Pétur Guðmundsson, Kefla-
vík, höfðaði gegn Fjármálaráð-
herra f.h. ríkissjóðs til greiðslu
skaðabóta að fjárhæð kr. 2.765.
410.00 króna. Bótamál þetta átti
rætur að rekja til bifreiðaárekst-
urs, milli bifreiðar stefnanda og
vamarliðsbifreiðar.
Málavextir eru þeir, að þ. 4.
október 1966 var Jón Pétur Guð-
mundsison, stefnandi máls þessa,
á leið frá Reykjavík tid Kefla-
víkur. Er hann var kominn fram
hjá Hvassahrauni, ók bifreiðin
VL-4:564 fram úr bifreið ham.
Eftir það virðast þessar bifreiðir
hafa fylgzt að áleiðis til Kefla-
víkur. Þegar halla tók af Stap-
anium og komfð var inn undir
Innri-Njarðvík, stöðvaði öku-
maður VL-4564 skyndilega bif-
reið sína, nokkru eftir að bifreið-
in hafði farið fram hjá annarri
varnarliðsbifreið, sem stóð við
vegarbrúnina, en sitefndi í átt til
Reykjavíkur.
Jafnskjótt og ökumaður VL-
4564 hafði stöðva’ð bifreið sína,
fór hann að aka hennd aftur á
bak og snúa henni til, og að því
er virðist í þeim tilgangi að aka
yfir á vegarhelminginn þar siem
hin varnarliðsbifreiðin stóð.
Skipti þá engum togum að, að
þesisi akstur varnanliðsmannsins
á bifreiðinni VL- 4564 hafði þær
afleiðingar, að Jón Pétur Guð-
mundsson, sem hugðist reyna að
aka fram hjá varnarliðsbifreið-
inni, átti þess ekki kost og árekst
ur var óumflýjanlegur.
Stefnandi slasaðist mikið í
árekstri þeim, sem þarna varð,
og hlaut hann mifcla varanlega
örorku. Reisti hann bótakröfur
sínar á því, að óvarkárni öku-
manns VL-4564 væri eingöngu
um slysið að kenna. Öfcumanni
VL-4564 hefði borið að ganga úr
skugga um, að engin bifreið væri
fyrir aftan hann, áður en hann
hóf tilfæringar á bifreið sinni á
veginum. Hefði ökumaðurinn
fylgt löglegum ökureglum, hefði
ekkert slys orðið. Ekki væri séð,
að stefnandi, Jðn Pétur Guð-
mundsson, bæri nokkra ábyrgð
á slysinu. Hann hefði ekið með
eðlilegum hra’ða og bremsuför
sýndu, að hann hefði gert sitt
bezta til þess að forða slysi. Af
þesisu leiddi, að ríkissjóður yrði
að bera tjón stefnanda að fullu,
en ríkissjóður ber ábyrgð á tjóni,
sem varnarliðsmenn vi-nna hér á
landi.
Umboðsmáður ríkissjóðs gerði
þá kröfu, að stefnukrafan yrði
stórlega lækkuð. Taldi hann að
stefnandi hefði átt meginsök á
árekstrinum með of hröðum og
ógætilegum akstri. Honum hefði
verið í lófa laigið að aka frá
VL-4564, ef akstursmáti hans
hefði verið eðlilegur. A.m.k. hálf
akbrautin hefði verfð auð og
frjáls til framúrafcsturs. Athygli
hans hefði því ekki verið nsegi-
lega vökul við aksturinn. Af
þesum sökum bæri að skipta
tjóninu.
Allmörg vitni voru leidd til að
upplýsa sem bezt um tildrög
slyssin-s. Er ekki unnt að rekja
framburð þeirrá hér, en raran-
sókn slysisins var í upphafi ábóta-
vant.
í niðurstöðum héraðsdómsins
segir, að í 46. gr. umferðarlaga
sé kveðið svo á, að eigi megi
snúa ökutækjum á vegi e'ða aka
þeim aftur á bak, nema unnt sé
að gera það án óþæginda eða
hættu fyrir aðra umferð. Stöðu
bifreiðarinnar VL-4564 á vegin-
um sé ekki unnt að. skýra á
annan hátt, en þann að ökumað-
ur hafi ætlað að snúa bifreiðinni
við á veginum og aka í gagn-
stæða átt. Honurn hafi því borið
að sýna fylilssitu varkárni og buga
vel að umferðinni allt í kring
um sig, þar sem hann hafi verið
staddur á fjölfarinni akbra-ut,
sem honum hefði mátt vera vel
kunnugt um, að yfirleitt væri
ekin með allmikilli ferð. Taldi
héraðsdómurinn 'því að megin
orsök slyssins væri óvarkárni
bifreiðasitjóra VL-4564.
Um þátt stefnanda í slysinu
segir, að hann hefði mátt sjá,
að vi'ðbrögð ökumanns varnar-
liðisbifreiðarinnar hefðu verið
óeðlileg og varhugaverð. Honum
hefði borið skylda til að draga
þegar í stað úr hraða bifreiðar
sinnar og sýna ítrustu viðleitni
til að vera viðbúinn áð stöðva
bifreið sína í tæka tíð. Horaum
hefði borið að hafa í huga ákvæði
45. gr. umferðarlagarana, þar sem
kveðið væri svo á, að ökutæki,
sem á eftir öðru ökutseki ekur,
Framhald á bls. 27
PAYLOADER - CATERPILLAR
Til sölu er Payloader af Caterpill argerð 944A, tveggja yarda. Til-
valið fyrir verktaka, bæjar- og sveitarfélög. Greiðsluskilmálar.
Til greina kemur að taka íbúð upp í.
Upplýsingar gefur
Ragnar Tómasson hdl.,
Austurstræti 17, 3. hæð.
Símar 24645 og 16870.