Morgunblaðið - 20.02.1969, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1069.
íslénzkur kvenfatnaður kynntur erlendis
10 fyrirtæki taka þátt í vörusýningu
Lopapeysur frá Peysunni.
TÍU íslenzkir fataframleið-
endur munu nú í fyrsta sinn
taka þátt í kaupstefnunni
Fashion Week í Bella Centret
í Kaupmannahöfn, sem þar
verður haldin í marzmánuði
nk. Samkeppnisaðstaða þess-
arar iðngreinar hérlendis hef-
ur nú batnað verulega, og því
hafa forstöðumenn fyrirtaekja
á þessu sviði mikinn hug á því
að reyna að vinna vörum sín-
um markaði erlendis. Kaup-
stefnan í Kaupmannahöfn er
liður í þessari tilraun.
Morgunblaðið ræddi við
forstöðumenn þessara tíu fyr-
irtækja, og fékk hjá þeim
upplýsingar um vörur þær,
sem fyrirtækin ætla að kynna
á þessari norrænu tízkuviku.
Fjrrirtækin eru: Ullarverk-
smiðjurnar. Hekla og Iðunn,
Álafoss, prjónastofa önnu
Þórðardóttur, Margrét Árna-
dóttir, Peysan, Belgjagerðin,
verksmiðjan Dúkur, Barna-
fatagerðin og Model Magasín.
Hér á eftir fara viðtöl við
forstöðumenn þessara fyrir-
tækja:
GÆRUÚLPUR
OG LEÐURJAKKAR
Fyrst lögðum við leið okk-
ar 1 Belgjagerðina, þar sem
við hittum að máli Árna
Jónsson, fulltrúa. Við spurð-
um hann hvaða vörur Belgja-
gerðin hyggðist sýna á þessari
kaupstefnu.
— Við leggjium höfuð-
áherzlu á að sýna þarna í
Kaupmannahöfn vörur, sem
unnar eru að mestu leyti úr
íslenzku hráefni.
— Hvaða vörur eru það
helzt?
— Fyrst og fremst eru það
gæruskinnsúlpur, bæði fyrir
karla og konur, þá leðurjakk-
ar úr íslenzku skinni og loks
kerrupokar. Allt eru þetta
vörur, sem við erum búnir að
vera með í framleiðslu milli
20 og 30 ár, og gæruúlpurnar
höfum við flutt út í nokkur
ár.
— Er þetta í fyrsta s'kipti,
sem Belgjagerðin sýnir vörur
sínar á erlendri kaups’tefnu?
— Nei, tvívegis áður höfum
við kynnt framleiðslu okkar
erlendis. Fyrir nokkrum ár-
um sýndum við á kaupstefnu
í Brússel, og á síðasta ári tók-
um við þátt í norrænni viku
í Leipzig, sem fór svipað fram
og ítalska vikan hér í fyrra —
Sölumaður frá Belgjajgerðinni meðgæruúipu og kerrupoka.
Margrét Ámadóttir með slá i íslenzku sauðalitunum.
Kvendragt frá verksmiðjunni
Dúk.
þar sem framleiðsla ýmissa
fyrirtækja var sýnd í búðar-
gluggum.
— Hefur þú trú á, Árni, að
það hafi raunhæfa þýðingu
fyrir íslenzka iðnrekendur að
taka þátt í slíkum kaups'tefn-
um erlendis?
— Já, tvímælalaust. Okkar
álit er, að við náum aldrei
utanlandsviðskiptum n e m a
með mikilli kynningarstarf-
semi á framleiðslu íslenzks
iðnaðar. í>ó hef ég ekki trú á,
að okkur takizt að vinna okk-
ur sess á erlendum mörkuð-
um nema með vörur úr ís-
lenzku hráefni, eins og ull og
skinni.
PEYSUR
í SAUÐALITUNUM
Prjónastofan Peysan hefur
verið starfrækt í 27 ár. For-
stöðukona hennar er Soffía
Vilhjálmsdóttir, og fengum
við hana til að segja frá þeim
vörum, er Peysan ætlar að
sýna.
— Eins og nafn fyrirtæk-
isins bendir til erum við nær
eingöngu í peysuframleiðslu,
efndi til hér meðal tízku-
teiknara. Við erum nú rétt
um það bil að hefja fram-
leiðs’lu á þeim, og vonum að
þeir muni líka vel.
SLÁR f ÍSLENZKU
SAUÐAUTUNUM
Margrét Árnadóttir hefur í
nokkur ár fengizt við að gera
flíkur úr íslenzkri ull, sem
ýmsar minjavöruverzlanir hér
hafa haft hér á boðstólum
fyrir ferðamenn. Á kaupstefn-
unni í Danmörku mun hún
sýna slá í íslenzku sauðalit-
unum sem hún kveðst nýlega
hafa hafið framleiðslu á.
— Ef ég man rétt, þá eru
um 6—7 ár frá því að ég fór
að gera flíkur úr íslenzkri ull
að ráði, og ég hef haft alveg
s’érstaka ánægju af því að
skapa úr íslenzku sauðalitun-
um. Ég fór smátt af stað, en
nú hef ég um 20 konur sem
vinna við þetta, tjáði Margrét
okkur.
og peysur eru það sem við
munum sýna á norrænu tízku-
vikunni. f>að verða væntan-
lega tvær til þrjár gerðir í
íslenzku sauðalitunum.
— Hefur Peysan áður átt
vörur á kaupstefnum erlend-
is?
— Nei, við höfum ekki
sýnt áður erlendis. Á hinn
bóginn höfum við nýlega
byrjað á því að selja smá-
vegis til útlanda — Banda-
ríkjanna og Danmerkur, en
það er svo ný tii komið, að
varla getur heitið að farnar
séu út nema prufur.
PEYSUR ÚR ERLENDU
HRÁEFNI
Þessu næst hittum við að
máli Hörð Sveinsson, sem
rekur prjónastofu Önnu Þórð-
aTdóttur.
— Fyrst og fremst verða
það peysur, sem við ætlum
að sýna þarna í Kaupmanna-
höfn — sennilega 3—4 teg-
undir. Þær eru unnar úr
akrilþræði, en framleiðslan
ber nafnið Odelon. Við höf.um
ekki farið út í framleiðslu á
íslenzkri ull.
— Hafið þið ekki sýnt vör-
ur erlendis áður?
— Nei, við höfum aldrei
kynnt vörur okkar erlendis
fyrr en nú enda þótt fyrir-
tækið eigi bráðum 30 ára
reynslu að baki á þessu sviði.
Þetta er því á algjör.u byrj-
unarstigi hjá okkur, en ég er
sannfærður um, að hægt er
að framleiða hér fyrir út-
lendan markað úr erlendum
hráefnum. Mestu máli skiptir
hvernig til tekst með módelið,
— hvort varan nær sölu eða
ekki.
— En verðið þið með fleira
á boðstólum en peysur?
— Já, ég geri ráð fyrir, að
við verðum þarna einnig með
skjólkraga á kápur úr ís-
lenzkri gæru. Þessi skjólkragi
er árangur af samkeppni, er Peysa úr akril-þræði frá Jrjó
Félag íslenzkra iðnrekendanastofu Önnu Þórðardóttur.