Morgunblaðið - 20.02.1969, Síða 11

Morgunblaðið - 20.02.1969, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBHÚAR 1969. 11 ur norræn fyrirtæki á þessu sviði? — Já, í verði eigum við að vera það. En á hinn bó,ginn er það algjörlega á huldu hverjar undirtektir varan sjálf fær erlendis, og úr því fæst ekki skorið nema á þennan hátt. Við skoðum þetta þar af leiðandi fyrst og fremst sem tilraun, og við er- um reiðubúnir að sætta okk- ur við úrslitin, hver sem þau verða. MIKIL SÖLUAUKNING A HEKLUPEYSUM Prjónaverksmiðjan Hekla verður aðili að íslenzku deild- inni á sýningunni, og sýnir ís- lenzkaT ullarpeysur, sem prjónaðar eru í verksmiðj- unnL Á þessarf sýningu höf- um við aðeins kvenpeysur, á fullorðna og telpur, þar sem þarna er um að ræða kven- fatasýnin-gu sagði Jón Arn- þórsson, sölustjóri SÍS, er Mbl. leitaði frétta hjá honum. Heklupeysurnar á sýning- unni eru bæði í sauðalitum og úr lituðu garni og með nýjusfcu mynstrunum, sem -verksmiðjan hefur. Þarna er ekki um hin hefðbundnu „lopamynstur“ að ræða, en ný mynstur eru unnin á staðnum, oft af verksmiðju- stjóranum, og sett þar inn á gatakort prjónavélanna.. Þess- ar ákveðnu peysur eru fyrst sýndar á kvenfatasýningunni, en eru svipaðar þeim, sem nú eru seldar frá Heklu víða um heim, í Rússlandi, Bandaríkj- unum, á Norðurlöndum. Þær fara alla leið til Jóhannesar- borgar í Suður-Afríku, sa,gði Jón, og í undirbúnlngi er stór pöntun til Nigeríu. Peysuframleiðslan fyrir er- lendan markað hefur aukizt geysilega. Árið 1968 flutti Hekla út 68 þúsund peysur. En nú hafa verið gerðir samningar um sölu á 140 þús- und peysum til Rússlands, fyrir utan sölu til annarra landa. Við spurðum Jón, hver á- stæðan væri, hvort gengis- fellingin ætti mikinn þátt í þessu. Hann sagði, að eftir- spurn væri vaxandi og auk þess hefði meiri áherzla verið lögð á það af okkur sjálfum að selja. tslenzka ullin væri viðurkennd að vera sérstök, og ullareiginleikar hennar nýtist mjög vel i ákveðnum vöruflokkum, eins og peysum, teppum og tweed-efnum og því væri viðfangsefni að nýta hana í landinu gjálfu og auka markaðsmöguleika fyrir hana. Og gengisfellingin hefði svo að auki hjálpað framleiðend- um til að standa sig við sölu á erlendum mörkuðum. Jón sagði okkur að í eina Heklupeysu færi um kDó af ull, þannig að það er nokkuð mikið magn af ull, sem breyt- ist úr hráefni í fullunna vöru. HANDUNNAR LOPAPEYSUR A EVRÓPUMARKAÐ Álafoss sendir handprjónað- ar lopapeysur á sýninguna. Það eru samskonar peysur úr islenzkum lopa og í sauðalit- um, sem þeir senda nú þegar víða út um heim. Ásbjörn Sigurjónsson, gölustjóri, í Ála- fossi sagði Mbl. að konur handprjónuðu þessar peysur heima og vær,u 314 prjóna- konur á skrá hjá Álafossi núna. Hver kona hefur sitt mynstur og prjónað er úr sauðalitunum. Álafoss selur aðallega lopa á erlendum mörkuðum, en ætlar nú að bjóða handprjón- aðar peysur í stórum stil á Evrópumarkað. Sala á tilbún- um peysum er aðeins byrjuð til Noregs og verið er að senda smásendingu til Sví- þjóðar um þessar mundir. Eins sagði Ásbjörn að undir- tektir væru mjög góðar í Frakklandi. ■ . . , .... Heklupeysur frá Akureyri eru þegar fluttar mikið út. Peysur með nýjum og eldri mynstrum verða á sýningunni. um á Evrópumarkaði og sýnir m. a. þessar í Kaupmannahöfn. — Hefur þú kynnt þessar slár erlendis áður? — Nei, ekki slárnar, en hins vegar sýndi ég peysiur á kaup- stefnu í Frankfurt fyrir nokkrum árum. Slárnar eíu eiginlega ný til komnar. Ég fékk hugmyndina að þeim í ágúst sl., byrjaði Þá strax framleiðslu á þeim, og tókst að selja nokkur hundruð stykki af þeim fyrir áramót hjá minjavöruverzlunum. — Sniðið er algjörlega mín hug- mynd en ekki fengin að láni erlendis frá, en munstrin fékk ég hjá Ásgerði Búadótt- ur. Slárnar eru því íslenzk framleiðsla að öllu leytL — Hafið þér reynt áður að koma þessum slám inn á er- lendan markað? — Ekki get ég sagt það. Eins og ég gat um áðan hef ég aðallega selt þær ferðamönnum í gegnum minjavöruverzlanirnar hér. í október var svo Bandaríkja- maðurinn Holton hér á ferð, og sýndi ég honum þá þessar slár. Hann varð strax mjög hrifinn og gerði pöntun á nokkur hundruð stykkjum, sem hann hyggst selja í Bandaríkjunum. Þá hef ég líka fengið tilboð frá þýzkum aðila, sem vill fá einkaleyfi á framleiðslunni í Þýzkalandi. Ég tel mig því geta verið bærilega ánægða með byrjun- ina. DÚKUR SÝNIR KVENFATNAÐ Þessu næst hittum við að máli Bjarna Björnsson, for- stjóra verksmiðjunnar Dúks, og fengum hjá honum upplýs- ingar um fatnað þann, sem verksmiðjan hyggst sýna á norrænu tízkuvikunni. — Við sýnúm þarna ein- göngu kvenfatnað, pils, buxur og buxnadragtir. Efnið er ullar- og terilínblöndur. Við leggjum sérstaka áherzlu á að kynna efnið coratron, en það þarf ekki að straua. Byggjum við helzt vonir okk- ar við að geta selt erlendis á grundvelli þess, þar sem það er nýjung, sem við vorum mjög fljótir að taka upp á arma okkar, enda þótt það sé ekki með öllu óþekkt á hin- um Norðurlöndunium. — Hefur Dúkur áður sýnt vörur sínar erlendis? —• Nei, við höfum ekki áð- ur kynnt okkar framleiðslu á sýningu sem þessari, en hins vegar höfum við síðustu mán- uðj verið að kanna möguleika á sölu erlendis. Það er þó enn á algjöru byrjunarstigi. — Teljið þið ykkur sam- keppnisfæra miðað við önn- Barnafatagerðin hefur látið gera Alafossefni fyrir sýninguna. Eva þessa skemmtilegu flik úr Vilhjálmsdóttir teiknaði. Model Magasín ætlar m. a. að sýna þessa skemmtilegu flík úr gæru á norrænu fatasýningunni. E f t i r gengisbrey tinguna breyttist viðhorfið varðandi verð á íslenzkri framleiðslu og ættu handprjónuðu peys- urnar nú að vera samkeppnis- hæfar hvað v,erð snertir, sagði Ásbjörn. Ásbjörn var að koma heim úr viðskiptaferð til Evrópu, er við áttum tal við hann. Sagði hann að svolítillar tregðu hefði gætt í haust varðandi útflutning á lopa á Evrópumarkað. Það stafaði af almennri tregðu í verzlun með handavinnuvörur um þessar mundir í Norður- Evrópu. Fólk, bæði karlar og konur, virðist líka vera farið að kaupa þrengri fatnað en verið hefur því tízkulínan er meira innsniðin. Aftur á móti væri íslenzka ullin svo sér- stök vara, að hún vekti alls staðar athygli. Áshjörn sagði að þetta væri í fyrsta skiptf sem Álafoss væri á slíkri vörusýningu, og væri það gert til að bjóða handunnar peysur á Evrópu- markaðL TILRAUNIR MEÐ TÁNINGAFATNAÐ Fyrirtækið Model Magasín framleiðir táningafatnað, sem Jón Þórisson segir okkur að hafi selzt vel hér og nú ætlar hann að hefja kynningu á honum erlendis með því að taka þátt í kvenfatasýning- unni. Hann leggur höfuð- áherzlu á að nota íslenzkt hráefni og snið, sem hér eru unnin, en hyggst bjóða hugs- anlegum kaupendum sömu vörur unnar úr erlendum efnum, ef óskað er. Er þetta fyrsta tilraun fyrirtækising ti] að komast inn á erlendan markað. Model Magasín byrjaði fyr- ir nokkrum árum að fram- leiða föt á pilta og þá gjarnan táninga. En nú kvaðst Jón hafa alveg snúið sér að kven- fatnaðj og þá táningaföfcum. Hann segir, að ungu stúlkurn- ar spyrji ekkert um það hvort fötin séu íslenzk eða úr ís- lenzkum efnum. Þeim sé al- veg sama hvaðan hlutirnir koma, ef flíkin er bara falleg, vel unnin og samkvæmt tízk- unni. Unglingarnir hafi svo sjálfstæðan smekk nú á dög- um, að þeir treysti á hann einan. Stúlkurnar, sem koma inn í búðina, viti hvað þær vilja, þekkja tízkuna og láta það eitt ráða. Svo er bara að vita hvað unglingarnir vilja Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.