Morgunblaðið - 20.02.1969, Page 14

Morgunblaðið - 20.02.1969, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1069. ■Úitgefandi H.f. Árvafcuir, Reykjaiválk. Fxftmfcvaem.<las'tj óri Haraldur Sveinssion. •Ritstjórai' Sigurður Bjarniasen frá Vi^uir. Mattihías Jdhannesslen. Eyjólfur Kanráð Jónsson. Ritstjó.marfulltrúi Þorbjöm Guðmundssott Fréttaistjóri Bjöim Jóliannss'on!. Auglýsingastjóri Árni Garðar KristinBSon. Ritstjórn Og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-109. Auiglýsirrgar Aðalstræfci 6. Sími 2i2-4-®0i. Áafcriftargj'ald fcr. 150.00 á nránuði innanlands. í lausasiöiu ikr. 10.00 einta'kdð. UPPLA USNARÖFLIN HAFA ALLT Á HORNUM SÉR VŒJ Vsiw^ UTAN ÚR HEIMI Þingkosningar á Norður- írlandi nk. mánudag DEILUR o|? sundurlyndi setja mark sitt nú á Norður-írland, þar sem þing-kosningar eiga að fara fram nk. mánudag. Þetta verða spennandi kosn- ingar. Enginn þorir að spá um úrslitin. En víst er, að hvern- ig, sem kosningarnar fara, eiga þaer eftir að hafa marg- víslegar afleiðingar í för með sér, sem ekki er unnt að sjá fyrir að svo stöddu einkum vegna ótryggs ástands í land- inu að undanförnu. Kosningarnar eru látnar fara fram vegna þeirra heift- arlegu óeirða, sem komið hef- ur til í bæjum og boTg.um á Norður-írlandi sl. hálft ár. Það var kaþólski minni hlut- inn á meðal íbúanna, sem greip til sinna ráða og hóf uppsteit gegn beirri mismun- un sem hann taldi sig mega sæta af hálfu mótmælenda, sem eru í meirihluta. Halda kabóls-kir menn bví fram, að kosningafyrirkomulagið sé bannig, að það mismuni þeim og komi í veg fyrir réttmæta bátttöku beirra í bæja- og sveitastjórnum. Þá halda beir bví fram, að beim sé einnig mismunað félagslega í ýmsu öðru tilliti. Ofstækismenn á meðal mót- mælenda svöruðu tilmælum kaþólskra manna með raun- verulegum ógnaraðgerðum undir stjórn Ian Pais'leys, sem er predikari en óvígður mað- ur. Forsætisráðherrann — Ter- ence O’Neill, sem er af aðals- ættum og á ættir sínar að rekja til írskra konunga — hefur reynt að brúa bilið milli andstæðnanna með var- færnislegri endurbótastefnu, en hefur mætt mjög ákafri andstöðu mikils megandi for- ystumanna innan síns eigins flokks. Stjórnarflokkurinn — Sambandsflokkur mótmæl- enda — gengur því þannig mjög klofinn til þessara kosn- inga. Eins og ástandið var, tók O’Neill þann kostinn að ganga ákveðið tR verks og láta fara fram nýjar kosningar, áður en andstæðingar hans hefðu fengið ráðrúm til þesis að efla samstöðu sína og koma á fót vel skipulagðri andstöðu. O’Neill og fylgismenn hans vonas*t til þess að endurbóta- stefnan verði til þess að afla honum og flokksarmi hans nægilega mikils atkvæða- Terence O’Neill. magns á meðal hófsamari kaþólsfcra manna til þess að vega upp á móti atkvæðatap- inu á meðal mótmælenda. Lét hann rjúfa þing s'tuttu eftir að hann hafði fengið traustsyfir- lýsingu fyrir stefnu sína á þingi og Sambandsflokkurinn gengur nú til kosninga með stefnuskrá, þar sem heitið er réttlátu kosningafyrirkomu- lagi og tryggingu fyrir öllum borgaralegum og félagslegum réttindum. Barátta kaþólskra manna fyrir borgararéttindum og að- gerðir mótmælenda gegn þeim hafa leitt til þess, að þau pólitísku mörk, sem skilið hafa flokkana að frá fornu fari, hafa horfið að nokkru leyti. Þetta eyfcur á óvissuna í sambandi við kosningaúr- slitin og möguleikar O’Neills sjálfs í þeim eru einnig óviss- ir. Hann á á hættu að lenda milli tveggja elda. Annars vegar sætir hann andstöðu frá mörgum mótmælendum, sem áður hafa fylgt hönum, en á hinn bóginn telja flestir kaþólskir manna, að hann hafi ekki gengið nógu langt í umbótas'tefnu sinni. Enginn vafi þykir leika á því, að Sambandsflokkurinn, sem hefur verið við völd í Norður-írlandi í 47 ár, muni vinna kosningarnar og verða áfram við völd. Spurningin er sú, hvor flokksarmurinn muni sigra. Andstaðan innan Sambandsflokksins, sem lýtur forys'tu fjögurra fyrrverandi ráðherra og tíu þingmanna, býður fram sína eigin fram- bjóðendur í mörgum kjör- dæmum. Sambandsflokkurinn sigraði í 37 af alls 52 kjör- dæmum í síðustu kosningum. Að þessu sinni stendur orr- ustan á milli hinna opin- beru frambjóðenda Sambands flokksins, sem styðja O’Neill og frambjóðenda Sem telja sig vera í þeim flokki, en eru ekki viðurkenndir af hans hálfu. Þeir síðarnefndu vilja gera allt, sem þeir megna, til þess að halda kaþólska minni hlutanum niðTi. O’Neill hefur kallað Paisley pólitískt fornaldardýr, sem ætti að vera geymdur á safni, en Paisley hefur svarað því til, að O’Neill skuli fá að finna fyrir því, að þetta forn- aldardýr hafi tennur og hef- ur svarið þess eið, að hann skulí halda útfararræðuna yf- ít ríkisstjórn O’Neills. Klofningurinn á meðal Norður-íra hefur aldrei verið meiri, frá því að NoTður- írland komst á fót 1921, er sex nyrztu greifadæmi landsins kusu að vera áfram í tengsl- um við Bretland. Alls bjóða 119 frambjóðendur sig nú fram frá 14 stjórnmálaflokk- T Tpplausnaröflin í Framsókn- arflokknum og Komm- únistaflokknum hafa nú allt á homum sér vegna lausnar . sjómannadeilunnar. Þegar yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar fagnar því að skipin sigla á miðin og framleiðslan kemst í gang, nöldra málgögn kommúnista og Framsóknarmanna yfir því að bundinn skyldi skjót- ur endi á hina stórskaðlegu deilu. Engu að síður fer það ekki á milli mála að fleira og fleira fólk skilur, að nú ríð- ur lífið á því að útflutnings- atvinnuvegimir fái vinnu- frið. Sjálfur forseti Alþýðu- sambands íslands lýsti því yfir í umræðum á Alþingi um frumvarpið um lausn sjó- mannadeilunnar, að hann vildi ekki bregða fæti fyrir það. Og þingmenn Fram- sóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um það. Þeir áræddu ekki að greiða atkvæði gegn því. Er það út af fyrir sig góðra gjalda vert, en sýnir þó að afstaða næst stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar til hagsmuna at- vinnulífsins er ekki stór- mannleg. Vitanlega bar þing- mönnum Framsóknarflokks- ins að greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lausn sjómannadeilunnar. Þá skorti manndóm og heil- indi til þess. Hins vegar reýndu þeir að gera ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar á sl. hausti tortryggilegar. Fram- sóknarmenn sögðu að sjó- mannaverkfallið nú væri af- leiðing gengisbreytingarinnar og þeirra ráðstafana, sem gerðar voru í sambandi við hana. Leiðtogar Framsókn- arflokksins vita þó fullvel, að án þeirra ráðstafana færi nú engin fleyta á flot og ekk- ert hraðfrystihús væri nú rekið. Það er einmitt vegna þeirra óhjákvæmilegu efna- hagsráðstafana, sem ríkis- stjómin beitti sér fyrir á sl. hausti, að öll frystihús •landsins eru nú komin í gang og sjómenn gera sér nú al- mennt góðar vonir um batn- andi afkomu á þessu ári, ef aflabrögð verða sæmileg, sem horfur eru á. GLAPRÆÐI IV ommúnistar börðu hins vegar höfðinu við stein inn eins og fyrri daginn. Þeir þykjast vera höfuðandstæð- ingar atvinnuleysis í landinu. En engu að síður gera þeir allt sem þeir geta til þess að skapa atvinnuleysi. Þeir berj- ast gegn hverri þeirri ráð- stöfun sem miðar að því að tryggja grundvöll atvinnu- veganna. Þeir börðust gegn lausn sjómannadeilunnar, enda þótt þeim væri vel ljóst að raunhæfasta úrræðið til þess að ráða fram úr atvinnu skortinum var einmitt að koma bátaflotanum úr höfn og hraðfrystihúsunum í full- an gang. Þannig ber allt að sama brunni. Stjórnarandstaðan beitir bjargræðisvegi lands- manna ábyrgðarlausum fanta tökum. Nú er málgagn kommún- ista byrjað að hóta nýjum vinnustöðvunum. Þannig er auðséð að hverju er stefnt. Hvert verkfallið á að taka við af öðru, framleiðsluna á að lama, þannig að atvinnu- leysinu og vandræðunum verði við haldið. Þetta er svo ljótur leikur, að ótrúlegt er að viti borið fólk láti hafa sig til þátttöku í honum. íslenzka þjóðin gladdist yfir því í gær og í fyrradag að frétta af því, að fiskiskip- in héldu sem óðast hvert úr sinni heimahöfn, til þess að draga björg í bú. Það væri hörmulegt áfall og glapræði ef flotinn ætti á ný að stöðv- ast og atvinnuleysið að fær- ast í aukana. Slík ógæfa má ekki henda. / MINKAELDI OG HLEYPIDÓMAR k það hefur margsinnis ver- ið bent, að nágranna- þjóðir okkar, sérstaklega Norðurlandaþjóðirnar hafa geysilegar gjaldeyristekjur og mikla atvinnu af minka- eldi og framleiðslu minka- skinna, sem eru dýr og eftir- sótt vara. íslendingar selja þessum þjóðum meira að segja minkafóður, sem þeir hafa mjög góða aðstöðu til þess að framleiða. En hvemig stendur á því að við höldum áfram að berja höfðinu við steininn og banna minkaeldi? Minkaeldi var bannað hér fyrir mörg- um árum, vegna þess að fá- einir minkar sluppu úr búr- um sínum og gerðu nokkurn usla villtir. Höfuðtakmarkið með banni við minkaeldi var að útrýma villiminkum. Það hefur ekki tekizt og mun ekki takast. Þess vegna eru forsendurnar fyrir minka eldisbanninu gersamlega á brottu fallnar. Er þá ekki um annað að gera en snúa sér að því að reyna að hafa eitthvað upp úr kvikindinu. Það er hægt að gera með því að leyfa minkaeldi með svip- uðum hætti og öryggisráð- stöfunum og gert er hjá ná- lægum þjóðum. íslendingar gætu flutt út minkaskinn fyr ir mörg hundruð milljónir króna. A þetta hefur marg- sinnis verið bent af Ásbergi Sigurðssyni borgarfógeta og fleiri mönnum. Nú er einnig komið fram á Alþingi frumvarp frá tveimur þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, þeim Guð- laugi Gíslasyni og Pétri Sig- urðssyni um að leyfa minka- eldi í Vestmannaeyjum. Víst er það spor í rétta átt. En þess má þó geta, að í Vest- mannaeyjum er enginn villi minkur. Þess vegna má segja að einkennilegt væri að leyfa minkaeldi þar en banna það annars staðar, þar sem villi- minkurinn veður þegar uppi, og útilokað að honum verði útrýmt. Alþingi verður að hrissta af sér hleypidómana í þessu máli og leyfa minka eldi og gera þar með atvinnu líf þjóðarinnar fjölbreyttara og arðgæfara en það er nú. Vefarinn — afmœlisblað Samvinnuskólans VEFARINN, afmælisblað í til- efni af 50 ára afmæli Samvinnu- skólans, hefur borizt Mbl. Af efni þess má nefna: Skóli í hálfa öld, eftir Rúnar Bjarna Jóhanns- son, Framtíð og menntun, eftir Guðmund Sveinsson; Menntun á vegum samvinnufélaga, eftir Er- lend Einarsson, Bifröst í Norður- árdal .eftir Snorra Þorsteinsson og Veburinn minn, eftir Helga Sæmundsson. Vefarinn er gefinn út af Skóla- félagi Samvinnuskólans. Ritstj ór; er Rúnar Bjarni Jóhannsson, en ritnefnd skipa: Sigrún Sigurðar- dóttir, Guðmundur H. Hagalín, Svavar Björnsson, Helga Jóns- dóttir og Einar Björgvinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.