Morgunblaðið - 20.02.1969, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 20. FEBRÚAR 1969.
15
Skipulagsmál byggingariönaðarins
þarf að færa í betra horf
— stœkka þarf rekstrareindirnar
— framkvœmdanefnd byggingaáœtlana
virðast hafa misskilið hlutverk sitt
— viðtal við Otto Schopka, fram-
kvœmdastjóra
FYRIR skömmu flutti Otto Sch-
opka, framkvæmdastjóri, athyglis
vert erindi um skipulagsmál bygg
ingariðnaðarins á fundi í Rot-
aryklúbbi Reykjavíkur. f erindi
sínu gerði Otto að umtalsefni
þróun byggingariðnaðarins und-
anfarin ár, svo og hvort breyt-
inga væri þörf og hvaða leiðir
kæmu þá helzt til gr-eina.
Mbl. leitaði til Ottós og fékk
hann til að svara nokkrum spurn
ingum um þessi mál, og fcr við-
talið hér á eftir.
MESTA FRAMKVÆMDASKEIÐ
IÐNGREINARINNAR
— Nú hefur á undanförnum
árum verið mjög ör vöxtur í
byggingariðnaðinum?
— Það má segja, að vöxtur
byggingariðnaðarins hafi verið
stöðugur frá árinu 1961. Orsak-
irnar eru öllum kunnar, þær eru
fyrst og fremst sú hagstæða
tekjuþróun, sem hér varð á þessu
tímabili til ársins 1966 og um leið
síbatnandi fyrirgreiðsla íbúða-
lánakerfisins, sem hefur náð að
fleyta vaxtarskeiði byggingar-
iðnaðarins fram á árið 1968, eða
tveimur árum lengur en hins al-
menna tekjuauba naut við. En
um leið naut byggingariðnaður-
inin góðs af öðru og sumu leyti
athyglisverðu fyrirbæri. Aukn-
ing eftirspurnar eftir íbúðarhús-
næði jókst mjög hratt í byrjun
velgengisáranna og miklu örar
en byggingariðnaðurinn gat auk
ið afköst sín og þar með fram-
boð. Þetta leiddi til verulegra
verðhækkana á íbúðarhúsnæði,
verðhækkana, sem voru miklu ör
ari en aðrar verðlagshækkanir,
og gerðu íbúðarhúsnæði að enn
girnilegri eign en ella. Þetta varð
til þess að fjármagn ieitaði í
byggingariðnaðinn meira en áð-
ur og þannig magnaðist innan
byggingariðnaðarins. Kapphlaup
milli eftirspurnar og framboðs
á íbúðarhúsnæði, sem gat af sér
mesta framkvæmdaskeið innan
þessarar iðngreinar, sem um get
ur. Á sama tíma voru gerð stór
átök í lánamálum húsbyggjenda
og Byggingarsjóði útvegað stór-
aukið fjármagn, sem þegar var
beint til byggingariðnaðarins.
EðLILEG EFTIRSPURN
— En nú hefur eftirspurnin
minkað?
— Á árinu 1967 fór að gæta
samdráttar í sparif jármyndun og
bankarnir urðu að draga úr út-
lánaaukningu sinni. Það hafði
óhjákvæmilega áhrif á verðlags-
þróunina í byggingariðnaðinum,
auk þess sem almenn minnkun
kaupgetu hafði sín áhrif. Það má
því segja að nú sé að mestu
horfin sú eftirspum, sem átti
rætur að rekja til þess, að fjár-
magnseigendur vildu festa fé sitt
í húsnæði í von um verðhækk-
unarágóða. í næstu framtíð mun
eftirspurn vera sem svarar til
eðlilegrar fólks- og fjölskyldu-
aukningar og endurnýjunar á
húsnæði sem tekið er úr notk-
un. En eitt veigamesta atriðið
sem kemur til með að hafa á-
hrif á þessa eftirspurn, er
frammistaða húsnæðismálalána-
kerfisins.
LENGRI VINNUTÍMI
— Hvaða áhrif hafði hin aukna
eftirspurn á íbúðarhúsnæði, auk
verðhækkanna?
— Afkastageta byggingariðnað
arins varð fljótlega fullnýtt þeg
ar hinnar öru eftirspurnaraukn-
ingar varð vart í byrjuin vel-
gengnisáranna og byggingariðn-
aðurinn reyndi að sjálfsögðu að
færa sér eftirspurnaraukninguna
í nyt eftir föngum og auka af-
köstin eins og hægt var. Ein það
varð ekki gert þegar í stað
nema með aðgerðum, sem óhjá-
kvæmilega höfðu í för með sér
hækkun ýmissa, kostnaðarliða.
Þnanig lengdist t.d. vinnutíminn
leitað var eftir auknu vinnuafli
til annarra atvinnugreina, en
spenna var mikil fyrir á vinnu-
markaðinuim og leiddi þetta af
sér tölluvert launaskrið og ýtti
undir frekari kaupkröfur. Fljót-
lega bar einnig á skorti á fag-
lærðu vinnuafU í einstökum iðn-
greinum, en þeim skorti var fyrst
og fremst mætt með lengingu
vinnutíma.
Akvæðisvinna leiðir til
AFKASTAAUKNINGAR
— Telur þú að ákvæðisvinnu-
all fjölmennra stétta launþega.
sem ef að líkum lætur, munu
ekki láta taka það af sér þegj-
andi og hljóðalaust, sem þær
hafa náð með langri og oft erf-
iðri baráttu. Og það má líka
bæta því við, að sú skoðun, að
uppmælingartextarnir séu ein-
göngu af því illia, fær ekki stað-
izt í meginiatriðum. Það er t.d.
ekki vafamál, að ákvæðisvinna
leiðir til afkastaaukningar og
sennilega hafa taxtarnir átt drjúg
an þátt í því að byggingariðnað-
urinn gat afkastað öllu því, sem
af honum var krafÍ2!t á árunum
1962—1967. Þegar unnið er sam-
kvæmt taxta, er ekki greitt fyrir
aðra vinnu en þá, sem er af
hendi leyst, en sé greitt tíma-
kaup eða vikukaup er greitt fyr
ir liðinn tíma og þá geta af-
köstin sjálf verið með ýmsu móti
og hvert unnið verk orðið miklu
dýrara en ef það er unnið í
ákvæðisvinnu. Auðvitað eru á-
væðisvinnutextarnir misjafnlega
vel uppbyggðir, en iðnaðarmenn
hafa vissulega haft talsvert að-
hald í mörgum tilvikum, þar sem
yfir vofir sú hætta, að þeir verð
leggi vinnu sína of hátt og hús-
byggendur — með aðstoð arki-
tekta og verkfræðinga — reyna
að finna aðrar leiðir til þess að
komast hjá því að nota vinnu
iðnaðarmannanna.
MARGIR SMAIR AðlLAR
— En hafa ekki skipulagsmál
arar þróunar?
— Hama te'l ég að sé að finna
í fyrirkomulagi lóðaúthlutunar-
innar. Miðað við hana hefur sá
rekstur verið hagkvæmastur frá
sjónarmiði byggingarmeistaranna
sem minnstan fastakostnað hefur
haft í för með sér. Með fyrir-
komulaginu voru byggimgameist
ararnir sviptir allri hvöt til þess
að taka tæknina í sína þjónustu,
því að aukin tækni þýðir óhjá-
kvæmilega aukna fjárfestingu
og um leið aukinn fastakostnað.
Enginn byggingameistari óg ekk
ert byggingarfyrirtæki telur sér
hagkvæmt áð leggja í mikla fjár
festiingu, sem mjög tvísýnt er, að
hægt verði að nýta að mokkru
marki. Allan stofnkostnað við
sérhverja byggingarframkvæmd
hefur þurft að afskrifa að fullu
um leið og byggimgin hefur ver-
ið reist. Til þess að draga úr
byggingarkostnaði hafa bygging
armeistararnir því leitast við að
hafa allan stofnkostnað í lág-
marki. Afleiðingin af þessari
starfsaðstöðu hefur því einfald-
lega orðið fjölmargir litlar rekstr
areindir með takmarkaða getu
og takmarkaðan áhuga á að auka
og færa út reksturinn.
Lóðaúthlutanir hafa jafnan ver
ið stopular, og það hefur þótt
hlýða að láta hvern sem er fá
byggingarlóð, meðan þær entust
— þeir sem hafa lífsframfæri af
að framleiða íbúðir og íbúðar-
hús hafla alls ekki verið látnir
sitja fyrir. Ég tel það fásinnu
að smala saman 6—8 ólíkum ein
staklingum og úthluta þeim lóð
uindir stigahús og láta þá um
að koma sér upp þaki yfir höfuð
ið. Húsbyggingar eiga ekki að
vera tómstundagaman heimilis-
feðra úr öllum stéttum þjóðfé-
Byggingaframkvæmdir framkvæmdanefndarinnar í Breiðholti hafa ekki borið tilætlaðan árangur.
*
taxti iðnaðarmanna hafi átt s'inn
þátt í háum byggingarkostnaði?
— í umræðum um málefni bygg
ingariðnaðarins var oftast rætt
um orsakir hækfeunar húsnæðis-
kostnaðar og þá jafnframt leiðir
til lækkunar. Mönnum hættir
mjög til þess að einfalda málin
fyrir sér og svo fór líka í þess
um umræðum. Athyglin beindist
mjög að þætti byggingariðnaðar
manna og varð það almenn skoð
un, að hinn hái byggingarkostn
aður væri annars vegar sprott-
inn af óraunhæfum og ósann-
gjörnum uppmælingatöxtum, en
hins vegar af ríkjandi skipulagi
eða skipulagsleysi í byggingar-
iðnaðinum, þ.e. starfsemi um eða
yfir 300 sjálfstæðra byggingar-
meistara hér í Reykjavík og ann
ars eins fjölda af meisturum í
öðrum greinum byggingariðnaðar
ins, þ.e. málara, rafverktaka og
pípulagningamanna.
Að því hlaut því að koma að
reynt yrði að gera atlögu að þess
um tveim þáttum, sem taldir
voru bera svo mikla ábyrgð á
hækkun húsnæðiskostn. Atlaga
að sjálfum uppmælimgatöxtunum
hefur að vísu ekki verið gerð
ennþá og vel getur svo farið
að hún verði aldrei gerð í neinni
alvöru. Til þess liggja ýmsar
ástæður, t.d. sú að hér er um
að ræða hefðhelgaða bagsmuni
byggingariðnaðarins staðið hon-
um fyrir þrifum?
— Að vissu leyti má segja
það. Mörgum byggingariðnaðar-
mönmum hefur lengi verið ljóst,
að þörf væri á að hér risu upp
stór byggingarfyrirtæki, sem að
væru fær um að taka að sér
meiri háttar verkframkvæmdir
og stunda byggingarstafsemi á
þann hátt, að hægt væri að beita
meiri tækni og hagræðingu en
hér hafa náð fótfestu. Það er
skemmst frá því að segja, að
slík fyrirtæki hafa ekki náð að
vaxa hér á landi, svo nokkru
nemi. Segja má, að aðeins eitt
fyrirtæki, sem starfar á innlend-
um markaði, sé sæmilega stórt,
en það fyrirtæki hefur eingöngu
fengist við opinberar framkvæmd
lagsins. Það er ekki leiðin til
að betrumbæta skipulagsmál
byggingariðnaðarins, eða lækka
byggingarkostnaðinn.
STARFSEMI FRAMKVÆMD-
ARNEFNDAR BYGGINGAA-
ÆTLAN HEFUR ENGAN
VANDA LEYST
— Hefur ekki orðið breyting
á þessu með byggingarfram
kvæmdum hins opinbera í Breið-
holtshverfinu?
— Með byggingaráætluninni
mun hafa átt að sýna í eitt skipti
fyrir öll, að hinn hái byggingar
kostniaður væri fyrst og fremst
sök skipulags eða skipulagsleys-
is í byggingariðniaðinum og ætti
rætur að rekja til hinna mörgu
ir en hefur ekki fengist við smáu «*strareinda. Þar sem
íbúðarhúsabyggingar. Önnur fyr
irtæki í byggingariðnaðinum, sem
hafa aðallega fengist við íbúðar
byggingar og hafa náð einhverri
verulegri stærð, hafa venjulega
orðið að draga saman seglin eft-
ir nokkurt árabil, vegna stop-
ulla verkefna. Ymsir bygginga-
meistarar hafa oft haft allveru-
lega umfangsmikinn rekstur, en
það hefur einnig verið breyt-
ingum undirorpið.
GALLAð FYRIRKOMULAG
LÓðAÚTHLUTUNAR
— Hver er meginorsök þess-
ekkert fyrirtæki var til, sem var
nægilega stórt til þess að geta
tekið að sér 1. áfanga áætlun-
arinmar, byggimgu 300 íbúða, var
slíkt fyrirtæki búið til og samið
við það um framkvæmdir.
Það er staðreynd að starfsemi
þessarar framkvæmdar mun ekki
leysa þann vanda, sem mesta
þörf er þó á að leysa, — að
koma skipulagsmálum byggingar
iðnaðarins í það horf, að hann
verði fær um að fram'leiða nægi-
lega margar íbúðir á hverjum
tíma með hóflegum kostnaði
Byggingaráætlunin sem slík
Otto Schopka, framkvæmdastj.
hefði áreiðamlega getað leitt til
bættrar skipulagslegrar upp-
byggingar og hugmyndin, sem lá
að baki henni er lofsverð út af
fyrir sig. En framkvæmdanefnd-
in virðist hafa misskilið verk-
efni sitt og kosið að gerast sjálf
framkvæmdaraðili i byggingar-
iðnaðinum — en ekki verður séð
að nein þörf hafi verið á því,
og má leiða að því rök, að serani
iiega hefði verið hagkvæmara fyr
ir hana að láta aðra aðila um
allar framkvæmdir. Sú stað-
reynd, að framkvæmdanefndin
hyggst bjóða út verkframkvæmd
ir á breiðari grundvellli en áður
við næstu áfanga verksins, gef-
ur vissulega til kynna að búizt
sé við betri árangri á þann hátt.
Ég tel, að framkvæmdanefnd-
in hefði getað náð jákvæðari
árangri eftir öðrum leiðum. Ekki
með þeirri stórfelldu þjóðnýt-
imgu byggingariðnaðarins, sem
þarna átti sér stað, heldur með
því að hvetja liið frjálsa fram-
tak einstaklinganna, bygginga-
meistaranna, til stærri átaka en
nokkru sinni fyrr, laða þá til
samstarfs um stækkun rekstrar-
einda og ná hagkvæmum bygg-
ingarkostnaði með því að láta
þá keppa innbyrðis um verkefn-
in. f stað mikillar stofnunar með
fjölmemrau starfs'liði átti nefnd-
in að einskorða sig við að hanna
byggingarnar og bjóða þær síð-
an út og gefa jafnvel bjóðend-
um kost á að gera sjálfir til-
lögur um einstaka liði, t.d. ýms
ar inmréttingar, svo og valfrelsi
um framkvæmdaraðferðir, í því
skyni að ná sem lægstum kostn-
aði. Eitthvað í þessa áttiraa er
ætlunin að reyna að gera í næsta
áfanga og er það vissulega vel,
ef aðstandendur byggingaráætl-
unarinnar verða svo fljótir að
læra af reynslunni, sem ástæða
er til að ftla.
BYGGINGARAÆTLUNIN
FJÁRMAGNSFREK
—1 En hafa þessar framkvæmd
ir ekki dregið úr öðrum bygg-
ingarframkæmdum, m.a. á þaran
hátt að menn verða að bíða leng
ur eftir Húsnæðismálastjórnar-
láni en áður?
— Húsnæðismálalánakerfið var
komið í allgott horf fyrir 2—3
árum, en nú hefur slegið heldur
betur í bakseglin. Til þess liggja
ýmsar ástæður. Ein er sú, og
reyndar sú veigamesta, að bygg-
ingaráætlunin hefur verið afar
fjármagnsfrek en sem kunnugt
er, eru 80% af kostnaðar-
verði íbúðanna lánuð til 33 ára.
en 20% greiðast á fyrstu 4
árunum. Þetta þýðir m.ö.o. að
finna verður lánsfé fyrir 95—100
% af kostnaðarverði hverrar
íbúðar. Nú er þetta fjármagn
vissulega ekki allt fengið frá
Húsnæðismáiastjórn, hún lánar
aðeins sömu upphæð til hverrar
íbúðar innan byggingaráætílun-
arinraar eins og láraað er til í-
búða annarra aðila. En til við-
bótar hefur Byggingarsjóður, er
sér Húsnæðismálastjórn fyrirfjár
magni, orðið að lána beiint til
Framhatd á bls. 15