Morgunblaðið - 20.02.1969, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.02.1969, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1069. „Ég sleppi þér ekki, Daði, heldur skal ég brjóta alla glugga og sprengja alla veggi“ — Þankar um menningarviðburð Framhald af bls. 13 Selfossi og síðan hefur verið sýnt þar og víðar á suðurlands- undirlendinu og farið verður með leiksýninguna til Stór- Reykjavíkur, sem er blátt áfram mauðsyn. Það var margt um manninn á Selfossi sunnudaginn 9. febrúar. Vígslubiskupsfrúin frú Stefanía Gizurardóttir, kona síra Sigurð ar Pálssonar á Sélfossi (maður hennar er raunar réttkennduí við Skálholtsstól) átti sextugs- afmseli og laðaði til sírn vini og velunnara þann dag í veglega veizlu í kaupfélagssaln/um, ung- menmafélagasambandið Skarphéð inn, sú rómaða hugsjónahreyfing austanfjalls sat á fundum þessa helgi. Leiðin lá ti'l Selfoss með fólki, sem átti erindi þangað eins og því vaeri stjórnað, fyrst 1 afmæli frúarinnar, sem á næst um því heimsmet í vinsældum ómissandi fyrir þjóðkirkjuna ís lenzku, og þar ríkti stemning: svo haldið á leiksýninguna í Sel fossbíó . . . af hálfum huga skal játað. En hvað gerðist? Salarkynnin í Selfossbíó lofa ekki góðu um ánægju af því að njóta þar leiklistar, sennilega ekki verið reiknað með því í byrjun, er húsið var smíðað, að þar mundi nokkru sinni fara fram kúltúrstarfsemi af nokkru tæi anmað em bíósýningar og kennderísskröll í ágóðaskyni og ekki sú virðing viðhöfð í sæta og bekkjaskipan og sviðs- smíði, að hægt væri yfirleitt að setja þar upp verðugt leikrit af verðugu fólki. Engu að síður fór það þannig á þessari Skál- holtssýningu, að maður gleymdi óþægilegri aðstöðu sinni sem áhorfanda. Manni var vísað á slæman hliðarbekk og þaðan sást upp á sviðið með því að beita vissum líkamlegum tilburð- um, há'lsteygingu og búksveig- ingu, en þó varð það að gerast af þeirri kúnst, að ekki byrgði fyrir sýn þeirra, er aftar sátu. YFIRNÁTTÚRULEG SVIÐ- SETNING VIÐ ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Og svo var það sviðið, sem hvorki er of stórt né gefur nægi lega möguleika til sviðsetningar við fyrstu sýn, en einhvern veg- inn hefur leiksviðsstjóra, ljósa- meistara, leikmynda- og leik- tjaldamálara og svo náttúrlega leikstjóra sjálfum tekizt meist- aralega, eiginlega yfirnáttúrlega, að færa þetta erfiða leikrit á svið við þær aðstæður, sem þar eru, avo vel, að þetta ófullnægj- andi samkomuhús spillti ekki nautn áhorfandans að sýn- ingunni. Leikritstúlkunin sjálf kom með sigur af hólmi. Þar hjálpaðist svo margt að, innlif- un í verkið, innlifun með bók- menntalegum skilningi og virð- inig fyrir því, sem fyrir höfundi leikverksins, Kamban, virðist vaka. Frá Selfossi er tiltölulega stutt til Ská'lholts og það var eins og 17. aldar staðblærinn úr forna biskupsstólnum og nærliggj andi silóðum væri kominn í heim sókn og opinberaðist. EINLÆG ÓSNOBBKENND LEIKHÚSSTEMMING Frá upphafi til enda sýning- arinnar ríkti þessi náttúrlega ó- snobbkennda leikhússtemning þar sem áhorfendur, fólk eins og gengur og gerist eða upp og of- an fólk, virðist áháðara mönnum og málefnum í sínum andlegu naUtnum en tíðkast á stærri stöð um: áhorfendur, sem eru óspillt- ari á vissan hátt en þeir áhorf- endur leiklistar, sem hefur ver- ið kennt að láta sér þykja sumt fínt sem alls ekki er neins menningarlegs virði — semsagt venjulegt íslenzkt fólk, sem skoð ar list af brjóstviti svipað og bókglöggt eðlisgreint fólk á landi hér las bækur sér til sálu- bótar og af innri nautn áður á timum, á meðan það var látið í friði af snobbgagnrýnendum, sem sumir hverjir eru hreim gervi- menni úr snertingu við líf og manneskjulegheit og hafa ekk- ert upp á vasann annað en upp- skafningshátt og meinfýsi og ást á sjálfum sér og sínum líkum. Greind þeirra aðeins annars og þriðja flokks, ritfærni slök og með sálfræði, sem á skylt við starfsemi garnanna í mannskepn unni, þetta, sem Frakkar nefna í gamni og alvöru dulfræði sorans. Þetta síðargreinda at- riði er einungis áminning um það, hvað snobblíma í gervi- mnensku þeirri, sem farin er að gefa ískyggilegan dauðan tón í lista- og bókmenntalífi hér, er af lágum hvötum sprottin. VANDFÝSNI LEIKSTJÓRA OG LISTRÆNN HEIÐARLEIKUR Það er sannarlega kominn tími til þess að andlega sinnað og menningarleitandi fólk hvar sem er sé ekki haldið vanmetakind arafstöðu gagnvart „mafíunni" í listalífi á ísilandi. Uppfærslan á Skálholtssýningunni er með þeim hætti, að það er álitamál, hvort betur hefði til tekizt hjá leikhúsum í Reykjavík með sín- um „æfðu“ leikurum, hvort hið manneskjulega inntak leikverks ins hefði notið sín nokkuð betur í höndunum á þeim með fullri virðingu fyrir kunnáttu þeirra. Vel á minnzt hefur leikfólkið af Selfossi og úr Hveragerði hlotið á sinn hátt harðan skóla hjá ein um bezta leikstjóra sem völ er á hér, Gísla Halldórssyni. Leik- Nýft fyrir húsbyggjendur frd «0280-32262 Þeir sem eru að byggja eða lagfæra eldri hús ættu að kynna sér hina miklu kosti sem Somvyl-vegg- klæðningin hefur. Kiæðir vel hrjúfa og holótta veggi. Hentar vel á böð, e’dhús, ganga og stigahús. Á lager í mörgum litum. Hans herradómur Brynjólfur Sveinsson: „Heimilisböl er þyngra en tárum taki. stjórintn er það vandfýsinn og heiðarlegur, að hann hefði ekki sieppt stjórnartaumunum, unz árangur að hans skapi hefði náðst. MANNESKJULEGUR SKILN- INGUR LEIKARA Á RIS- MIKLU LEIKVERKI Sterkustu einkenni Skálholts- sýningarinnar eru manneskjuleg ur skilningur helztu leikendanna sem fara með erfið h'lutverk. Um einstök atriði í leik þeirra má náttúrlega deila. Þessar hugleið- ingair greinarhöfundar eiga held ur ekki að þjóna sem leiklistar- gagnrýni eða sparðatínslulega nákvæm skilgreining á leikrænu gildi leikritsins, bæði af hálfu höfundar þess og eins það er, leikrænt séð, túlkað af leik- urunum. Eftir sýninguna var hins vegar sannfæring manns sterkari en áður um miki'lleik Kambans sem leikritahöfundar. Skálholt er innblásinn skáld- skapur, sem spannar yfir vítt svið í eðli manneskjunnar á öll- um öldum, m.a. baráttu holds- ins og andans, synd og hrein- leika, eigingirni ellegar fórnfýsi ástarinnar, ytri ellegar innri virðingu, drottnunargirni elleg- ar auðmýkt, andlega kúgun ell- egar andlega upphafningu. Þann ig má lengi telja, því að svo margir eðlisþættir speglast í verk inu. Skálholt er rismikið listáverk sett fram í samanþjöppuðu formi. Fyrir bragðið orkar leik- verkið samfelldara og sterkara. — Skipulagsmál Framhald af bls. 15 byggingaráætlunarinnar fjárhæð sem nemiur á annað hundrað millj. kr. — eða sem svarar til 3—400 lána til einstakldnga. Höf uðókosturinn við byggingaráætl unina er því sá, að eigið fram- lagsfé íbúðarkaupendanna í upp hafi er aðeins örlítið brot af kostnaðarverðinu. Það er ef til vill þetta, sem fremur öðru gerir þessa áætlun meira en lítið hæpna þegar í upphafi. Fram- kvæmd þessarar áætlunar hlýt- ur að leiða af sér meira en litlar þrengingar á húsnæðislána markaðinum — eins og reyndar er komið í ljós. Þegar venjulegur maður ræðst í að kaupa sér íbúð eða byggja á hann venjulega kost á láni frá Húsnæðismálastjórn sem svar ar til ca, 35—40% af kostn- aðarverði meðalíbúðar. Ef hann er meðlimur í lífeyrissjóði getur hann fengið um 15—20% til viðbótar. Hugsanílega getur selj- andi íbúðarinnar lánað honum 5—10% til nokkurra ára, en afganginn 30—50% eftir at- vikum, verður kaupandinn að leggja fram sjálfur.í Auðvitað þýðir það ekki, að hann þurfi að eiga allt það fé handbært þegar í stað, flestir hafa einhver ráð með að útvega sér nokkur lán til skamms tíma. En fáir- eða engiir venjulegir einstakling ar, ætla sér þá dul að eignast íbúð sem kostar ef ti'l vill milljón og eiga aðeins 5% — 50 þúsund kr., — og kannski ekki einu sinni það — þegar kaupin eru gerð. Það eru vægast sagt harla litlar líkur á að slík fjárfesting geti tekizt nema kaupandinn hafi því meiri tekjur. Af þessu ætti að vera Ijóst, að miklu meira fæst fyrir fjár- magn húsnæðismálastjórnar, ef það er lánað til einstablinga, sem leggja verulegt eigið fé á móti, heldur en ef það er lánað í byggingaráætlun fyrir lág- launafólki. FARA ÞARF AÐRAR LEIÐIR — Með þessu er auðvitað ekki sagt, að ekki eigi að greiða fyrir 'láglaunafólki til þess að hjálpa því við að eignast íbúðir, sagði Ottó. — Ég hygg að það hefði verið raunhæft að bjóða þessu fólki upp á að verja einhverjum ákveðnum hluta tekna sinna, t.d. 10—15 % til kaupa á verð- tryggðum spariskírteiruum, er eft ir nokkur árabil, t.d. 5 ár ættu þeir, sem hefðu tekið þátt í slík um sparnaði forgangsrétt til að kaupa íbúð á vegum byggingar- áætlunarininar. Með þessu móti mundi áreiðanlega myndast mik- ið fjármagn, sem yrði til ráð- stöfunar fyrir byggingaráætlun ina og mundi létta þungri byrgði af hinu almenna húsnæðislána- kerfi. SKYLDUSPARNAÐURINN HEFUR EKKI REYNST SEM SKYLDI — En nú er hér fyrir hendi skyldusparnaðarkerfi, í því skyni að afla Byggingarsjóði tekna? — Ég álít að það kerfi hafi ekki reynzt svo vel sem ætlað var, þegar ti'l þess var stofnað, og að fjárvöntun Húsnæðismála- stjórnar sé að sumu leyti hægt að rekja tiL þess að skylduspam aðurinn hefur brugðizt. í fyrstu var ágætur árangur af kerfinu, á meðan tiiltölulega fáir þeirra, sem byrjuðu að spara, höfðu öðl azt rétt til að taka féð út, en nú er svo komið, að á hverju ári fær tiltölulega stór hópur rétt til að taka fé sitt út í samanburði við þá, sem bætast nýjir við og fyrir eru. Fjár- magnsmyndun þessa kerfis er orð in tiltölulega lítil. A'llt öðru máli mundi gegna um frjálsan sparnað, sem væri eingöngu bundinn því markmiði að eignast eigin íbúð. Slíkan sparnað ætti ekki að tengja sér- stökum skattaíviMnunum eins og núverandi skyldusparnaður, en spariskírteinin ættu að vera gef in út án afn, og sá sem getur lagt fram ákveðna upphæð í slíkum spariskírteinum eftir á- kveðinn árafjölda, á að fá for- gangsrétt til kaupa á íbúð með hagstæðum lánakjörum. í orði kveðnu eiga nokkuð hliðstæðar reglur að gilda um núverandi skyldusparnað, en það mun al- mennt viðurkennt, að nú orðið eru þæir reglur aðeiins dauður bókstafur. ÆTTI AÐ LÁNA TIL FRAM- KVÆMDA — EKKI EINTAKL INGA — Nú hafa verið gerðar breyt ingax á lögunum um Húsnæðis- málastjórn, þannig að fram- kvæmdaaði'li getur fengið lán. Remur þetta ekki til með að hafa jákvæð áhrif? — Þessi lagabreyting fól vissu lega í sér mikilsverða stefnu- breytingu og ætti að geta orðið til þess að ýta undir þá skipu- lagningu í byggingariðnaðinum, sem nauðsynleg er. En sá galli fylgir gjöf Njarðar, að vegna fjárskorts Húsnæðismálastjórnar eru þessi lagaákvæði ekki farin að verka ennþá og árangurinn því enn ekki farinn að koma í ljós. Ég tel, að húsnæðislánakerfið ætti að vera þannig upp byggt að lániað væri eingöngu til kveðinna byggingaframkvæmda, en ekki til ákveðinna einstakl- inga. Þannig ætti byggingar- meistari, sem er að hefja bygg- ingu fjöl'býlishúss að eiga kost á láni út á alllar íbúðirnar í húsinu áður en þær eru seldar. Til þess að koma í veg fyrir að sömu einistakliingarnir geti feng- ið húsnæðismálastjórnarlán oft, svo og einstaklingar, sem ekki fullnægja skilyrðum um fjöl- skyldustærð o.þ.m. ætti Húsnæð ismálastjórn að veita samþvkki sitt til að kaupendur fengju að yfirtaka lánin. Núverandi skipulag húsnæðis lénakerfisins stiuðlar beinilínis að því að húsbyggingar eru reknar sem heimilisiðnaður að meira eða minna leyti, og er á engan hátt til þess fallið að hvetja til auk- innar framleiðni og hagkvæmni. — Raunhæfasta endurbótin í skipulagsmálum byggingarið að- arins er sú, sem felur í sér hvatningu fyrir byggingamei''+ar ana til að leita sjálfir leiða ti'l með því að taka upp nvjar nð- ferðir og endurbæta eldri har sem margir aðilar kenpa u’ að selja fólki íbúðir á viðun ->di verði, og einkum et mar’"' ' -'í- standið er þannig, að framU -:ð er svipað og eftirsp rnjr> H- ur að nást mestur ov b°zt r- angur í að lækka r- kostnaðinn og útve"o a' n- ingi húsnæði við "i, sagði Ottó Sch pka a k m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.