Morgunblaðið - 20.02.1969, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR H969
17
ERLENT YFIRLIT
★ Stjorna Shelepins hækhar í Kreml
★ Dubcek treystir sig í sessi
★ Buróttu gegn Brezhnev-kenningunni
★ ítulskir kommúnistur huínu Brezhnev
BLAÐAGAGNRYNI
Á VALDHAFANA
ÓNAFNGREINDIR sovézkir
leiðtogar hafa sætt sívaxandi
igagnrýni í rússneskum blöðum ái,
undanförnum vikum. Gagnrýni
sem þessi á sér engar hliðstæð-
ur og eru vestrænum fréttarit-
urum ráðgáta. Árásirnar eru að
visu faldar á milli iinanna en
ekki fer á milli mála við hvað er
átt, og þær virðast aðailega
beinast gegn Leonid Brezhnev.
Athygii vekur, að um leið og
þessi gagnrýni kemur fram virð-
ist fyrrverandi yfirmaður leyni-
dlögreglunniar, Alexander Shelep
in, hafa treyst sig í sessi og auk-
ið áhrif sín. Margt bendir einnig
til þess, að hann standi á bak við
þessa gagnrýni.
Kjarni blaðagagnrýninnar er sá
að sumir þeirra 11 valdamanna,
sem sæti eiga í æðstu s tjórn
flokksins, taki mikilvægar ákvarð
anir án þess að ráðfæra sig við
fllokkinn. Blaðaárásirnar bera
vott um almenna óánægju, sem
ríkir í röðum flokksins með
vaffidaforustuna, en eru ekki lið-
xxr í baráttu fyrir lýðræði í
flokknum.
Óánægja í flokknum hefur
aukizt til muna eftir innrásina í
Tékkóslóvakíu, og gagnrýnin
kemur fram á sama tíma og mikl-
ar sögusagnir eru á kreiki í
Moskvu um langa fjarveru nokk
Brezhnev: i erflOleikum
(urra valdhafa. Kosygin forsætis-
ráðherra var fjarverandi í marg
ar vikur, og Andnei Kirilenko,
sem er fulltrúi í forsætisnefnd-
inni er raunverulegur vara-
maður Brezhnevs flokksritara
hefur verið fjarverandi í rúma
tvo mánuði. Útilokað er að hann
hafi verið í orlofi í svo langan
tíma, og ekki hefur verið gefið
í skynv að hann sé veikur. Talið
er, að Kirilenko sé „harðlínu-
otnaður“ í Tékkóslóvakíumálinu.
„HÆFARI LEIÐTOGA"
Síðasta gagnrýnin á valdafor-
ystuna kemur fram í ritdómi í
„Sovietskaya Rossya“ málgagni
miðstj órnarinnar, og er þar rætt
um nauðsyn þess, að flokkurinn
fái hæfari leiðtoga. f greininni
segir meðal annars, að persónu-
legir hæfi'leikar leiðtoga skipti
meginmáli og að brýna nauðsyn
beri til, að forystan verði stöð-
ugt endurnýjuð og efld. í þess-
um árásum er stöðugt vitnað til
Leníns, og þannig segir „Kom-
somolskaya Pravda“, að einn
helzti kostur Leníns hafi verið
sá, að hann hafi alltaf farið að
vMlja meirihlutans í flokknum,
jafnvel þótt hann væri honum
ósammála. Jafnvel í „Pravda“
hefur gagnrýni skotið upp koll-
inum. f bréfi frá gömlum flokks-
félaga segir að of lírtið samband
Sh-elepin: á uppleið
sé á milli forystunnar og flokks-
félaganna. Skorinorðasta gagn-
rýnin kemur þó fram í tímarit-
in „Flokkslíf“, þar sem segir að
flokksleiðtoginn, þ.e. Brezhnev,
ráði ekki einn, heldur sé hann
fulltrúi flokksins og hlutverk
hans sé að framfylgja vilja meiri
hlutans.
Gagnrýnin stafar annað hvort
af því, að þeir sem gagnrýna
vilja harðskeyttari stefnu eða að
þeim finnst æðsta forystan hafa
verið of duglítil í ýmsum mál-
um, ekki sízt í Tékkóslóvakíir-
málinu. Flest er þó á huldu um
þessa blaðaherferð, og einkum
tvö atriði eru mönnum ráðgáta.
í fyrsta lagi: hvaða sovézkur
valdamaður er svo valdamikill,
að hann getur komið slíkri blaða
herferð af stað, og nýtur her-
ferðin stuðnings leynilögreglunn
ar (KGB) ag hersins? í öðru
lagi: er æðsta forystan svo á-
hrifalítil og svo klofin í mikil-
vægum málum eins og Tékkósló
vakíumálinu og deilunum við
Kínverja, að hún getur ekki stöðv
að gagnrýnina?
SHELEPIN SÆKIR A
Athygli vekur, að um leið og
erfiðleikar valdaforystunnar auk
ast jafnt og þétt, aukast stöð-
ugt áhrif Alexanders Shelepins,
sem hljótt hefur verið um síðan
hann lét af embætti yfirmanns
KGB fyrir einu og hálfu ári og
tók við forystu verkalýðshreyf-
ingarinnar. Málgagn hains „Trud“
hefur að undanförnu haldið fram
öðrum skoðunum en flokksmál-
gagnið „Pravda" og meðal ann-
ars verið hófsamara í Berlínar-
málinu. Það hefur gagnrýnt að
of langt hafi verið gengið í því
að draga úr vissum landbúnaðar
tilraunum, sem gerðar voru á
valdadögum Krúsjeffs, og það
hefur látið í ljós vanþóknun sína
á Brezhnev með því að sleppa
nafni híins, er það taldi upp
ýmsa leiðtoga sem tóku á móti
tékkóslóvakískri sendinefnd.
Loks hefur „Trud“ birt dulbúna
gagnrýtnii á hina samvirku for-
ystu og er hún mjög í anda þeirr
ar gagnrýni, sem birzt hefur í
öðrum blöðum. Þannig benda
sterkar líkur til þess, að Shelep-
in standi á bak við núverandi
baráttu gegn æðstu forystunni og
að nú standi yfir valdabarátta,
sem sennilega mun skýrast á
næstu vikum.
SLAKAÐ UM HRÍÐ
Á TAUMUNUM
RÚSSAR virðast eitthvað hafa
glakað á taumunum í Tékkósló-
vakíu, þótt enn sé þar 100.000.
manna sovézkt herlið, þótt þeir
sleppi ekki tangarhaldi sínu á
hinum umbótasinnuðu leiðtogum
í Prag og geti hvenær sem er
hert tökin á nýjan leik. Það sem
gefur þetta til kynna er, að
flokksleiðtoginn Alexander Dub
eek hefur aftur stigið fram á
sjónarsviðið eftir alllangt hlé og
talsvert hik og hafið nýja hug-
myndafræðilega baráttu ti'l
stuðnings þeim hugmyndum, sem
komu honum til valda.
f athygiisverðri ræðu, sem Dub
cek hélt í síðustu viku, hélthann
fram rétti Tékka og Slóvaka til
að fara sínar eigin leiðir og
sagði, að kommúnistaflokkurinn
yrði að breyta stefnu sinni í
samræmi við óskir þjóðarinnar,
en ekki öfugt. Þessi ræða hefur
verið túlkuð sem bein ögrun við
valdhafana í Moskvu, og hún
stakk mjög í stúf við aðrar ræð-
ur, sem tékkóslóvakískir leið-
togar hafa haldið eftir innrás-
ina. f þessum ræðum hafa leið-
toganniir heitið því að leitast við
að varðveita þau réttindi, sem
þegar hafa verið tryggð, en í
ræðu sinni sagði Dubcek að
kommúnismi í Tékkóslóvakíu
yrði að halda áfram að þróast
í samræmi við frjálslynda og lýð
ræðislega hefð, sem saga lands-
ins hefði mótazt af.
Hann sagði, að það væri til
einiskis að verja þá frjálslyndu
stefnu, sem fylgt hefði verið síð-
an í janúar í fyrra, heldur væri
nauðsynlegt að þróa og efla öll
Dubcek: nýr tónn
þau verðmæti, sem fælust í þess-
ari stefniu, í glímunni við þann
raunveru'leika sem nú blasti við
og væri langtum flókniari. Varn-
arstefna væri gagnslaus og þrótt
meiri afstaða nauðsynleg.
BYLTINGU HRUNDIÐ
Fréttaritarar eru samdóma um,
að Dubcek hafi talað eins og
hann væri öruggur um valda-
stöðu sína. Athyglisvert er, að
viku áður talaði hann einnig af
myndugleik á fundi með yfir-
mönnum hersins, sem hann skýrði
frá því, að hann og aðrir leið-
togar hefðu afstýrt hættuástandi
sem ef til vill hefði verið alvar-
legasta hættan sem steðjað hefði
að eftir innrásina. Hann hvatti
einnig til þess, að íhaldsmenn,
sem væru andvígir stefnu flokks
ins, yrðu reknir úr flokknum.
Sú ályktun er dregin af þess-
um tveimur ræðum, að íhalds-
samir kommúnistar, sem fylgja
Rússum að málum, hafi reynt að
taka völdin í sínar hendur, og
að Dubcek hafi farið með sigur
af hólmi í þessari valdabaráttu.
Fréttaritarar í Vínarborg segja,
að austur-evrópskar heimildir
staðfesti þetta, Samkvæmt þess-
um heimildum áttu reiknimigsskil
ins sér stað um það leyti sem Jan
Palach brenndi sig til bana og
útför hans var gerð. Samkvæmt
þessum heimildum reyndu íhalds
menn að færa sér í nyt þá ólgu,
sem rikti í landinu eftir dauða
Palachs, till þess að gera bylt-
ingu gegn Dubcek.
Almennt er talið, að Jan Pill-
er, fulltrúi í forsætisnefnd komm
únistaflokksins hafi átt að taka
við af Dubcek. Piller er íhalds-
samur, en hefur ekki fengið eins
mikið óorð á sig og sumir þeirra
ihaldsmanna sem Rússar reyndu
að skipa í leppstjórn eftir inn-
rásina. Samkvæmt sumum heim-
ildum lognaðist byltingin ú-t af
vegna þess, að sovézkir leiðtog-
ar neituðu að leggja blessun
sína yfir hana.
Þessi misheppnaða byltingartil
raun treysti Dubcek í sessi, en
hanabendi sovétstjórnarinnar
hafa enn mikil áhrif að tjalda-
baki. Stuðiningsmenn sovétstjórn
arinnar hafa á ný náð undirtök-
unum í hinu valdamikla innan-
ríkisráðunéyti. Margir metnaðar
gjarnir starfsmenn kommúnista-
flokksins, sem enn hafa ekki
komizt í valdastöður, telja væn-
legustu leiðina til frama í flokkn
um vera þá að styðja sovétstjórn
ina, og sumir þeirra eru önnum
kafnir við að safna um sig fylg-
ismönnum og tryggja sér pólitísk
áhrif. Þannig hefur Dubcek tak-
markað svigrúm, en alvarlegasti
veikfleiki hans er sá, að hanm
verður að halda sér innan vissra
marka sem eru óljós og hafa
aldrei verið nákvæmlega skil-
greind. Líklegt er, að Rússar hafi
aðeins slakað á taumunum til
bráðabirgða og herði á þeim aft-
ur þegar þeir telja öllu óhætt.
AUKIÐ ÁRÆÐI
A-EVRÖPULANDA
Rúmenar hafa að undan-
förnu hafið mikla herferð gegn
hinni svokölluðu „Brezhnev-
kenningu", sem er á þá leið að
fullveldi kommúnistaríkja sé tak
markað og notað var til að rétt-
llæta innrásina í Tékkóslóvakíu.
Athyglisvert er, að nokkrum dög
um áður en Alexander Dubeek
hélt fram rétti Tékka og Sló-
vaka til þess að fara sínar eigin
leiðir, flutti Ceusescu Rúmeníu-
forseti ræðu, þar sem hann hélt
fram þeim „helga rétti" aflihra
landa að njóta óskoraðs sjálf-
stæðis. Kenninguna um „takmark
að fullveldi“ kommúnistaríkja
kallaði hann „ómarxistíska“.
Þessi ræða var haldin eftir ó-
væntan fuind, sem Ceusescu átti
með Tito Júgóslavíuforseta, og
hinn nýi herskái tónn í ræðum
Dubceks, Ceusascus og einnig
Títós gefur til kynna, að þeir
bindi vonir við það, að valda-
streita sú, sem nú virðist eiga
sér stað í æðstu forystu Sovét-
ríikjanna leiði til þess að
stefna Rússa í Austur-Evrópu
verði eindurskoðuð. Aukið áræði
jafnt Rúmena og Júgósilava sést
meðafl. anniars á því, að Júgósl-
avar hafa ákveðið að senda op-
inbera viðskiptasendinefnd til
Kína, sem þeir hafa ekkert beint
samband haft við um tíu ára
skeið, og einnig á því, að Rúmen-
ar hafa gert nýjan viðskiptasamn
ing við f srael.
Báðar þessar ráðstafanir hljóta
að valda Rússum þá nokkrum
áhyggjum. Kínverjar hafa lit-
ið á Júgóslava sem svörnustu
fjandmenn sína, en á þessu vii'ð-
ist nú eiga sér stað breyting,
sem Rússum hlýtur að verða
áhyggjuefni. Vegna stuðnings
síns við Araba hljóta þeir að
'líta samning Rúmena og ísraels-
manna illu auga. Samkvæmt þess
um samningi munu ísraelskir
verkfræðingar og tæknifræðing-
ar vinna við áveitu- og fram-
ræsluframkvæmdir í Rúmeníu.
SAMEININGU MÓTMÆLT
Tveir rúmenskir hugmynda-
fræðingar, Gheorghe Apostol, pró
fessor við Búkarestháskóla, og
dr. Gheorghe Mooa, hafa í tíma-
ritsgreinum ráðizt harðlega gegn
Brezhnev-kenningunni og tilraun
um Rússa til að stuðla að auk-
Longo: gagnrýnir Brezhnev.
inni sameiningu Austur-Evrópu-
landanna. Apostol segir, að til-
laga Rússa um, að yfirþjóðleg
stofnun samræmi efnahag komm-
únistalandanna jafngildi tak-
mörkun á fullveldi landanna
verði hún að veruleika og brjóti
í bága við meginreglur marx-
isma og lenínisma. Dr. Moca held
ur því frarn, að Brezhnev-kenn-
ingin brjóti í bága við alþjóða-
lög og sé tifl þess eins fallin að
hamla þróun góðra milliríkja-
samskipta, sem verði að grund-
vallast á algeru sjálfstæði og
gagnkvæmum hagsmunum.
Aðrir kommúnistaforingjar
hafa lýst yfir stuðningi við af-
stöðu Rúmena, og er greiniíegt
að ástæðan er sú að margt bend
ir til þess að Brezhnev eigi í vök
að verjast í þeirri valdabaráttu,
sem nú virðist fara fram að
tjaíldabaki í Moskvu. Stuðning-
ur við Rúmena og Tékkóslóvaka
var meðal annars látinn í ljós á
þingi ítallska kommúnistaflokks-
ins í Bologna.
STEFNA AÐ
STJÖRNARAÐILD
NOKKUR óvissa ríkir um fram
tíð ítalska kommúnistaflokksins
eftir þing hans í Bologna, þar
sem Rússar voru gagnrýndir fyr
ir innrásina í Tékkóslóvakíu og
lýst yfir þeim ásetningi flokks-
ins að losa sig undan áhrifavaldi
Rússa. Sumir fréttaritarar eru
þeirrar skoðunar, að ítölskum
kommúnistum geti nú orðið að
þeirri von sinni að fá fulltrúa
í ríkisstjórn og binda enda á
einangrun sína í ítölskum stjórn
málum. Einn af hörðustu and-
stæðingum kommúnista, Adolfo
Battaglia, einn af leiðtogum Lýð
vefldisflokksins, hefur jafnvellát
við svo um mælt, að breytingar
þær, sem gerðar hafa verið á
stefnu kommúnistaflokksins, feli
í sér að stigið hafi verið stórt
skref í þá átt að gera hann að
lýðræðis'legum kommúnistaflokki
Það vakti athygli að á þing-
inu var farið viðurkeniningarorð
um um stjórn Mariano Rumors
fyrir alvarlegar tilraunir henn-
ar til að vaðveita grundvallar-
þætti lýðræðis á ftalíu. Á þing-
inu var mörkuð stefna, sem á að
flýta fyrir því að kommúnistum
verði boðin þátttaka í ríkisstjórn
Einn mikilvægasti liðurinn í þess
ari stefnu er að nota þjóðfélags-
lega ólgu fyrir tæki til þess að
koma umbótum ti'l leiðar og leita
um leið eftir samstarfi við aðra
flokka og hópa á ýmsum sviðum.
Sérstök áherzla verður lögð á
að vinna samúð ef ekki fylgi
framfarasinnaðra kaþólskra
manna. Kristilegir demókratar
voru hvattir til samvinnu í
Framhald á bls. 20