Morgunblaðið - 20.02.1969, Page 21

Morgunblaðið - 20.02.1969, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 11969. 21 SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: AUSTURBÆJARBÍÓ: Bonnie og Clyde. Amerisk kvikmynd. Framleiðandi: Warren Beaaty Leikstjóri: Arthur Pen. í aðalhlutverkum: Warren Beaty. Faye Dunasvay. EFLAUST er mörgum kunnugt í Ihöfuðdráttum efni þessatar kvikmyndar. Til dæmis er ekki lsngt síðan, að æfiferill þeirra Bonnie og Clyde var lauslega rakinn í þýddri grein í Lestoók Morgunblaðsins. Var þar meðal annars bent á, hve fólk hefði mikla tilhneigingu til að sjá líf þessa afbrotafólks í rómantísk- um ljóma, jafnvel með Hróa 'Battar geislabaug, og þá ekki sizt eftir að farið var að sýna þessa mynd. I reyndinni var þó enginn Hróa Hattar stíll yfir æfi þeirra. Bonnie og Clyde eru svo nálægt okkur í tíma, að hægt er að leggja á borðið óhrekjanlegar skýrslur um miskunnarlausan morðferil þeirra, eigingirni og alls kyns fyrirlitlega lesti. Samt mun ósýnt, hvort það tekst að hindra, að þau „gangi inn í sög- una“ með rómantískan geisla- baug u mhöfuð sér. Sýnir það, hve hið góða eðli er, þrátt fyrir allt, samgróið manneskjunni, að hún þráir að finna sem beztar hvatir hjá fólki, sem miklar sög ur fara af, jafnvel þótt ferill þess sé blóði drifinn. En þótt játa beri, að lítil skyn semi sé fólgin í því að dýrka óða morðvarga, þá er hitt ekki nema eðlilegt, að menn reyni að leita skýringa á því, hvers vegna ungl ingar, aldir upp í nútímamenn- ingarþjóðfélögum, skuli leiðast út í shka glæpi. I>að er varla full nægjandi afgreiðsla málsins, þótt sagt sé, að þetta hafi ekki verið neinar hetjur eða manneskjur, þess verðar að sjá þær í ævin- týraljóma, heldur bara siðspilltir og afbrigðilegir einstaklingar. — Hvernig áunnu þeir sér þá sið- spillingu, sem til þurfti, til að drýgja svo hroðalega glæpi? Sízt ætla ég mér þá dul að leysa úr þessari spurningu að nokkru gagni, þótt minna megi á það, að hvert og eitt þjóðfélag hefur sína ágalla og verða þau því aldrei neinar fullkomnir „uppalendur“ þegna sinna. — Við gerum að sjálfsögðu miikinn mun á einræðis- og lögregluríkj um annars vegar og lýðræðisríkj um hins vegar. í einræðisríkjum er venjulegum borgarlegum af- brotamálum ekki haldið mjög á loft, þar eru það hin pólitísku ,,afbrot“ sem skyggja á allt ann að. >að þarf ekki að þýða það, að almenn afbrot séu þar fá- tíðari en í lýðræðisríkjum, hins vegar er ekki hagkvæmt fyrir stjórnendur, sem telja þjóðfélags kerfi sitt fullkomið að auglýsa á áberandi hátt afbrot óbreyttra borgara. — Fulikomið þjóðfélags kerfi á að skapa fullkomna ein- staklinga, er ekki svo? Snúum okkur þá aftur að því þjóðfélagskerfi, sem við höfum meiri persónuleg kynni af. Þar sem ekki er lögð eins rík áherzla á að skýla mótsetningum innan þjóðfélagsins eins og í einræðis- ríkjunum. Því vissulega myndast skarpar mótsetningar innan lýð- ræðisríkjanna. Barátta milli póli tískra flokka er þar ekki einung is sjálfgefinn hlutur, heldur finnst einstaklingum, að hand- 'hafar almenningsálitsins þrengi uim of að athafnafrelsi þeirra, handlhafar, sem þeir hafa þó sjálfir kosið yfir sig. Má til dæmis benda á stúdentaóeirðir í ýmsum lýðræð- isríkjum á síðustu árum sem dæmi um þetta. Fáir talsmenn lýðræðisríkj- anna munu halda því fram, að það sé alfullkomið þjóðfélags- kerfi, sem þeir búa við. En þeir telja sig ekki þekkja annað betra og því sé heppilegast að reyna að betrumbæta það í nú- verandi mynd með hægfara þró un, jafnhliða aukinni menntun og víðsýni þegnanna. Eitt, sem mörgum — ekki sízt ungu fólki — hættir til að sætta sig illa við og jafnvel misskilja á stundum, er beiting þess valds, sem hverju þjóðfélagi er nauð- synlegt að hafa til umráða, ef það á að geta varið heildina gegn uppivöðslu og ofbeldishneigð ein stakra manna eða þjóðfélags- hópa. Þótt hverju þjóðfélagi sé nauðsynlegt að geta beitt slíku valdi, þá er það auðvitað vand- meðfarið vopn, sem ekki er á- vallt einsýnt, hvort og hvenær beri að beita, og eru þess auð- vitað fjölmörg dæmi, að því hafi verið misbeitt. Við þekkjum úr okkar litla þjóðfélagi unga menn, sem bera ekki gizka mikla vir^ingu fyrir lögreglunni og telja sér jafnvel fremur virðingu en hneisu að því, að gera henni erfitt fyrir. í þeirra augum er lögreglan líka oft hálfgerð skúrkaregla, sem er svo vond að hindra algjört frjáls- ræði manna. Þeir sjá ekki — eða vilja ekki sjá — nauðsyn þess að balda uppi lögum og reglu. — Það er að vísu ill nauð syn að þurfa að beita valdi til þess, en nauðsyn eigi að síður. Meðal hinna stærri lýðræðis- ríkja kemur þetta vandamál þó oftast gleggra í Ijós. í tug- eða hundraða milljóna þjóðfélög verður löggæzla yfirvaldanna að jafnaði ópersónulegri og að sama skapi oftast harðúðugri. Einnig þar gerir meginþorri fólks sér þó ljósa þá nauðsyn, að hand- hafar almannavaldsins hafi sem sterkasta löggæzluaðstöðu, til að halda uppi reglu innan þjóðfé- lagsins. En þar eru líka stórir hópar manna, sem finnst lögregl an ónauðsynleg hindrun gegn al gjöru „frjálsræði" þeirra. Þeir vilja geta lifað og leikið sér, eins og þeim sýnist, án tillits til þess, hvort þeir ganga með því á hlut samborgara sinna eður eigi. Þeim finnst það skemmtilegt sport að leika á lögregluna, spennandi og jafnvel siðferðilega réttlætanlegt athæfi (að svo miklu leyti sem þetta fólk við- urkennir siðferðileg sjónar- mið). Þetta viðhorf leiðir svo hina óstýrlátustu einstaklinga lengra og lengra út á afbrota- brautina. — Þannig kann það að hafi byrjað með Bonnie og Clyde. Ég er enn ekki svo spilltur, að ég geti skilið, hvernig kvik- mynd þessi getur varpað hetju- ljóma á höfuðpersónur sínar. Því ber að vísu ekki að neita, að þau Bonnie og Clyéde eru að veru- legum mun skotfimari en al- mennt gerist, snögg að taka á- kvarðanir, ekki óhugguleg í út- liti, né óklók að keyra bílum. En ég get ekki séð, að það hafi vakað fyrir framleiðendum kvik myndarinnar að gera þau að nein um píslarvottum með geislaglor- íu. — Þau vekja nauimast annars konar samúð, en aðrir þeir ein- staklingar, sem leiðast út á glæpabrautina. Að vísu má benda á atvik eios og þegar Clyde er að skamma Moss í kvikmyndahúsinu og á- saka hann fyrir að hafa neytt sig til að drepa mann. ,,Ef þú gerir þig sekan um sams konar klaufaskap aftur, þá drep ég þig-“ segir hann. En maður, sem er reiðubúinn að drepa, ef hann er hindraður við afbrot, losnar aðeins við að drepa svo lengi, sem atvikin eru honum hagstæð, en það er ekki hans dyggð, sem slær því á frest. Nei, samvizkan virðist ekki angra þau skötuhjú við glæpa- verk sín, og líða þau mun meiri sálarkvalir vegna náttúruleysis Clyde, sem honum tekst þó að vinna bug á undir lok myndar- innar, örskammri stund áður en kúlnahríð lögreglunnar sviptir hann endanlega allir hneigð til jarðneskra kvenna. Fyrir mínum sjónum tekur kvikmynd þessi alls ekki afstöðu til hins þjóðfélagslega vanda- máls og orsaka þess. Hún sýnir okkur atburði og persónur, en reynir lítið að skýra, afsaka né ásaka hið brotlega fólk. — Það kann að geta haft miður holl uppeldisáhrif á ungt fólk að ekki skuli tekin bein afstaða gegn morðingjunum. Að þeir skuli um stundarsakir geta veitt sér flest lífsins gæði í trássi við lögin og velt sér í peningum, eins og þá lystir. Þó ættu hin dapurlegu endalok þeirra, að vega hér allsterkt á móti. í öllu falli verðum við að gera okkur grein fyrir þeirri stað- reynd, að nú er ekki í tízku, hvorki í kvikmyndum, bók- menntum né öðrum listgreinum að hafa uppi strangar prédikanir gegn afvegaleiddum persónum. Tæknilega er kvikmynd þessi vel gerð, mátulegur hraði í at- burðarás, ljósmyndun góð. — Höfuðleikendurnir, einkum Bonnie (Fay Dunaway), leika ágæta vel, og auk þess eru þau Moss og Blanche, til dæmis, ekki illa leiknar grínfígúrur — þó kannski svolítið yfirdrifnar. Ekki er að efa, að kvikmynd þessi verður vel sótt, mundi þurfa stranga vörzlu til að hindra það. — Vonandi gleymir enginn áhorfenda því, að rómantík er fólgin í fleiru en láta lögregluna skjóta sig í klessu. S. K. Nauðungaruppboð sem auiglýst var í 9., 11. og 13. tM. Lögbirtinig'aiblaðsms 1968 á Garðsenda 7, þinigl. eign Guðjóns H. Hannessioniaæ, fer fram eftir kröfu Axeis Krisjánssonair hrl., tollstjórans í Reykjavík, Björns Sveinbjörnsonar hrl., og Þorvaldar Lúðvíkssonar hrl., á eigninni sjálfri, mlániudaginn 24. febrúar 1969, kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem au,glýst var í 67., 68. og 69. tbl. Lögtoirtingaiblaðsins 1968 á hdiuta í Sól/heimuim 27, tallin eign Daigbjartar Krist- jánisdóttur, fer firam eftir kröfu Samivinniuibanka ísflands h.f. á eigninmi sjáifri, mánudaginin 24. febrúar 1969, kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auiglýsit var í 59., 61. og 63. tbl. LögbirtingaiMaðisins 1968 á Rofabæ 43, þingl. eig,n Tómasar Tómassonar, fer fram eftir kröfu Gjaildheimtuinnar í Reykjaví'k, á eign- inni sjá'lifri, mániuda'ginn 24. febrúar 1969, kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Blacka Decken Sériræðingur fró verk- smiðjunni hefur sýnikennslu ú BLACK & DECKER verkfærum í dug (fimmtudug) og ú morgun (föstudug) í Tómstundubúðinni Luuguvegi 164 G. ÞORSTEINSSON 8 JOHNSON H.F. Ármúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2-42-50 Nauðungaruppboð annaið og sí'ðasta á hiliuta í Njörvasnndi 17, þingl. eign Garðaris Siguirðssoniar, fer fnaim á eigninni sjálfri, máiniu- daginn 24. febrúar 1969, 'kl. 17.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Uppboð það, sem auiglýst var í Lögbirtiangaiblaðinu þainn 29. ofctó.ber, 1. nóvember og 12. nóvember 1968, á efri hæð 'húseignarinnar nr. 17 við Steikkjarholt, hér í bæ, ásamt tilbeyrandi lóðarréttindum, eign Brynýars ívars- sonar s. st., fer fram á eignimni sjálfæi, þriðjudaginn 11. febrúar n.k. kl. 11 f.h. Bæjarfógetiinn á Akranesi 3. febrúar 1969. Jónas Thoroddsen. N auðungaruppboð Að fcröfu innheimbumanins ríkissjóðs og fleiri kröfuhafa verða eftirtaldar bifreiðar seldar á opinberu uppboði í d-ag, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 3 síðdegis í skemmu FÍB á Hvallieyraríbölti við Hafnarfjörð: E-595, E-668, G-147, G-456, G-1505, G-1756, G-2725, G-3334, G-3453, G-3482, G-4710, M-718, R-13347 og R-20946, ©nniremur húsgögn og sfcrifstofuivélar. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfóigetinn í Hafn-arfirði, Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. Lögtak Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miða- gjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvæiaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, söluskatti 4. árs- fjórðungs 1968, svo og nýálögðum viðbótum við sölu- skatt, lesta- vita- og skoðunargjaldi af skipum fyrir árið 1969, almennum og sérstökum útflutningsgjöld- um, af1 atryggingasjóðsgj öldum, svo og tryggingaið- gjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 19. febr. 1969.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.