Morgunblaðið - 20.02.1969, Page 24

Morgunblaðið - 20.02.1969, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1969. ið. Þegar Peter spurði hana, hversvegna hún vildi ekki koma með þeim, svaraði hún: — Ég er bara þreytt og mér er illa við að vera að fara út að skemmta mér kvöldinu áður en lagt er af stað. — Æ, þú ert alveg eins og her Ikerling, elskan! sagði Joy — En ef þú ætlar ekkert út, má ég þá ekki lána bláa herðasjalið þitt aftur? — Vitanlega, sagði Lísa, en þessi ófeimni hjá Joy gekk samt alveg fram af henni. Á leiðinni til gistihússins stað næmdust þau við umferðarljós. Lísa tók eftir gömlum manni, sem beið við stéttarbúrnina. Hann líktist mjög einum flóttamann- anna, sem þau höfðu verið að flytja, en nánar aðgætt sá hún, að henni hafði missýnzt. Hún fór að hugsa um gamla manninn í flugvélinni. Hann hafði verið elztur allra flótta- mannanna og var alltaf að lesa þangað til gleraugun hans brotn uðu. Þau voru gömul og slitin og önnur spöngin var brotin, svo að hann gat ekki haldið þeim á nefinu. Hún var að velta því fyrir sér, hvenær hún gæti feng- ið gert við þau fyrir hann, þeg- ar hún sá Blake McCall halla sér að gamla manninum og at- huga gleraugun. Hann fór svo út en kom aftur með töng og vírspotta. Þannig gerði hann við gleraugu gamla mannsins. Hann hafði beðið meðan gamli maðuirinn setti þau upp, horfði á Atvinno Innflutningsfyrirtæki vill ráða stú'ku um óákveðinn tíma, hálfan eða allan daginn. Þarf að geta skrifað ensk verzlunarbréf og unnið við bókhald. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Dugleg — 2424“. tannduftið sem gerir tóbaks - litaðar tennur HVÍTAR KRI8TJAN JÓHANNESSON. h«ildv«rzlun. iohastlg 10. Sfmi 22710 PEEL flWflY Vökvi er myndar Vinyl plasthúð, sem auðveldlega má fletta af síðar. Hentugt til verndar krómi og fl. J. Þorláksson & Norðmann hf. hann brosti allur af gleði og velti vöngum til þess að sýna, að rnú dyttu þau ekki 'lengur af honum. Síðan fór hann aftur að lesa. Lísa hrökk upp úr þessum hug leiðinigum við það, að bíllinn staðnæmdist fyrir utan gistihús- ið. Hún vissi, að hún bagaði sér óviðeigandi, vissi, að Peter var móðgaður, en gat bara ekkert við því gert. Hún þakkaði Am- eríkumanninum og þegar Peter myndaði sig ekkert til að fara með henni, tók hún sundfötin sín og gekk inn í gistihúsið. Hún átti enn eftir að skrifa bréfið til Símonar, ög auk þess langaði hana til að lesa meira í bókinni sinni. Hún flýtti sér að þvo sér hendur og andlit, fór í slopp og lagðist á legubekkinn með skrifblökk og penna í hönd unum. Joy kom inn, fór úr kjólnum og tók að setja digrar rúllur í hárið á sér. Þegar hún hafði lok ið því, setti hún þykka grímu úr 36 deigi á andlitið á sér. Þá leit hún út eins og einhver jap- önsk leiksviðsfúgúra. Hún leit til Lísu og rak upp hlátur. — Æ, reyndu að stilla mig! sagði hún. — Það stendur hér í forskriftinni, að maður eigi að vera rólegur með andlitið í tutt- ugu mínútur til þess að skemma ekki grímuna. Ég get víst ekkí einusinni fengið mér sígarettu. — Nei, sagði Lísa og leit al- varlega á hana. — Þú .ert svo heppin að vera svana ágætlega só'lbrennd, hélt Joy áfram. En þessi sólbruni ger ir mig bara rauðari og flekkótt- ari en nokkru sinni áður. Segðu mér nú að halda mér saman, ef ég fer aftur að tala. Hún kom sér fyrir á hinu rúminu og setti marga kodda und ftlTfriTfr Ms. Esja fer austur um land til Seyðis- fjarðar 26. þ. m. Vörumóttaka fimmtudag, föstudag og mánu dag til Breiðdalsvíkur, Stöðv- arfjarðar, Fáskrúðsfj., Reyð- arfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar og Seyðisfjarðar. Ms. Herðubreið fer austur um land í hring- ferð 28. þ.m. Vörumóttaka mánudag, þriðjudag og mið- vikudag til Djúpavogs, Mjóa- fjarðar, Borgarfjarðar, Vopna fjarðar, Bakkaf jarðar, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Kópa- skers, Húsavíkur, Akureyrar, Ólafsfjarðar, Siglufj., Norður- fjarðar og Bolungavíkur. Ms. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Hornafjarðar 26. þ.m. Vöru- móttaka mánudag og þriðju- dag. Speglagerðin ÆCIR Gamla giiða merkið ÁLÍMD-SJÓSTÍG- VÉL OG LÁG. GRANDAGARÐI. ir höfuðið, til þess að ýfa ekki á sér hárið. — Þú skalt bara sofna og ég skal segja þér til, þegar þessar tuttugu mínútur eru liðnar, sagði Lísa. Hún byrjaði nú á næstu blað- síðu af bréfinu til Símonar og fór að segja honum frá brúnni og öllum herlegheitunum í Bondi. Gæti þetta virkilega ver ið skemmtilegt fyrir sex ára dreng, mörg þúsund mílur i burtu, eða gerði hún þetta bara sjálfri sér til skemmtunar? Hún leit á stúlkuna í hinu rúminu. Joy hafði sofnað, enda' þótt ekki færi sem bezt um hana. Allt í einu fann Lisa til einhverrar vel vildar í hennar garð, þrótt fyrir ósmekklega framkomu hennar. Lísa hafði alltaf talið sig sæmi- legan mannþekkjara, en í seinni tíð virtist hún hafa misst þanm hæfiiteika. Þegar hún hafði hitt Joy Francis í fyrsta sinn, hafði hún alils ekki kunnað við hana og Joy hafði ekkert farið í 'launkofa með andúð sína á Lísu. Samt sem áður var samkomulag- ið hjá þeim ágætt. Joy var heimsk og jafnvel dá lítið ósiðuð, en hún var hrein skilin og hömlulaus. Lísa sagði við sjálfa sig, að hún gæti haft gott af því að aðhyllast að ein- hverju leyti lífsspeki stallsystur sinnar. Lísa teygði úr langa, granna og brúna fótleggnum á sér og virti hann fyrir sér. Það gat ver ið gaman að koma heim, veru- | lega vel sólbrunninn innan um j allan vetrarfölvann á fólkinu heima. Mikið er ég orðin hégómleg, hugsaði hún með sjálfri sér, og hvað stoðar það? Ég er bjáni. Ég fæ tækifæri til að skoða heim inn og hitta nýtt og nýtt fólk og hér sit ég og ergi mig út af vonlausum, eigingjörnum og erf- iðum karlmanni, sem tekur varla eftir því, að ég er til. Ég er enn að fela mig í stað þess að leita. En hann var nú líka svo Fró Breiðfirðingoiéloginu Félagsvist og dans í Breiðfirðingabúð laugardaginn 22. febrúar kl. 9.Ú0. — Góð verðiaun. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. Ía' Hrúturirn, 21. marz — 20. apríl Allir eru neldur skapstirðir, svo að gott er að sigla á milli skers og báru. Nautið, f 0. apríl — 20. maí Bezt er að hafa næg verkefni til að dreifa huganum, en fitja ekki upp á neinu nýju. Tvíb jrarnir, 21. maí — 20. júní Allt er í uppnámi fyrri hluta dags. Ef þú heldur þér við efnið verður þér dagurinn mjög árangursríkur. Kabbinn, 21. júní — 22. júlí Sam'.inna gengur vel í dag, þótt viðskipti gangi heldur hægt, en mar kvisst. Ljónið, ?3. júlí — 22. ágúst Þú getur komizt að kostakjörum, en ekki þó með ýtni, því að það fer í taugarnar á fólki. Meyjan, 23. ágúst — 22. september Þú skalt höggva eftir þvi, sem þér sýnist arðsamt, en ekki láta neitt uppi um fallval'tleika þinn. Reyndu dálitla hagsýni. Vogin, 23. september — 22. október Á bessum furðu degi virðast framkvæmdirnar og persónu- sambönain merkilega samanslungin öllum aðgerðum þínum má skjótlega breyta. Haltu þér við það fólk og efni, sem þér er hugfó’gið. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember Gamall kunningi kemur langt að og flytur þér merkar fréttir. Láttu ekki tilfinningarnar hiaupa með þig í gönur. Bogamaðurinu, 22. nóvember — 22. desember Unga íólkið verð'tr þér til mikillar gleði I dag. Gleðstu. Steingeitin, 22 desember — 19. janúar Gefðu gaum að smáatriðunum, eldra fólki og heimilisþörfum. Taktu allt eftir röð, og þá mun vel fara. Hugsaðu ráð þitt í kvöid. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar Það er betra að flýta sér hægt Þótt þér líki miður fréttirnar, eru þær engu að síður uppbyggilegar. Vertu bjartsýnn. Ekkert þras við gagnstæða kynið, er á líður. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz Reyndu að njóta lífsins, vertu geðgóður, og komdiu til móts við aðra Heiisan lagast, beittu skynseminini. Það hjálpar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.