Morgunblaðið - 16.03.1969, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1D69
Með ,Koppalogn'
til Dublin?
Dönsku hjálparstofnunarmennirnir ásamt biskup íslands. T.v. Molierup, forstöðumaður hjálpar
stofnunar dönsku kirkjunnar, herra Sigurbjörn Einarsson og Grundahl.
Skreiðin flutt frá Sao
Tomé til Biafra —
— íslendingum að kostnaðarlausu
LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur
ákveðið að taka aftur til sýning-
ar „Koppalogn“ Jónasar Árna-
sónar. Sýningar geta þó aðeins
orðið fimm vegna nýrrar frum-
sýningar um páskana. — „Koppa
Iogn“ er, sem kunnugt er, tveir
einþáttungar og hefur sá fyrri,
„Táp og fjör“, verið þýddur á
sænsku og verður hann fluttur í
sænska útvarpinu í vor. Þá er
uppi fyrirætlun um að sýna
„Koppalogn" á listahátíðinni í
Dublin í haust.
Sýningum á Koppalogni" var
hætt í fyrravor vegna utanfarar
Steindórs Hjörleifssonar, sem
fer með eitt aðalhlutverkið, og
var „Koppalognið" þá langt í frá
útleikið. Höfðu þá verið 53 sýn-
ingar á leiknum og ekkert verk
orðið jafn vinsælt á leikárinu. í
sumar var svo farið í leikför
með „Koppalognið" og það sýnt
19 sinnum norðan og austan-
lands, þannig að fyrsta sýningin
Hoíís skemmir
sæstrengi
Hólmavík, 15. marz.
HAFÍS hefur valdið skemmd-
um á sæstrengjum í Steingríms-
firði; strengjum síma og raf-
magns, og hafa orðið nokkrar
truflanir í byggðum norðan
fjarðarins. Unnið er að bráða-
birðaviðgerð og standa vonir til,
að henni Ijúki fljótlega upp úr
helginni.
Fyrir um hálfuim mánuði rak
nokkurn hafís inn á Steingríms-
fjörð og hefur hann síðam hrak-
izt milli landa eftír vindáttum.
>ó ekki sé ujn mikinn ís að ræða
hefur hann þó náð að valda fyrr-
nefndum skemmdum. — A. .
Þrjnr togora-
Iondonir
TOGARINN Þormóður goði
landaði 150 tonnum í Reykjavík
í vikunni og er það þriðja tog-
aralöndunin frá áramótum, að
því er Hallgrímur Guðmunds-
son hjá Togaraafgreiðsiunni,
tjáði Morgunblaðinu; Þorkell
máni landaði um miðjan janúar
og Narfi í byrjun þessa mánað-
ar. Hallgrímur sagði, að líklega
myndi Narfi landa aftur í þess-
ari viku en um fleiri togaraland-
anir kvaðst hann ekki vita.
nú í Reykjavík verður 73 sýning-
in á „Koppalogninu“. Sú sýning
verður á miðvikudagskvöld.
Helgi Skúlason er leikstjóri
„Koppalogns“ en leikmyndirnar
eru eftir Steinþór Sigurðsson.
Leikendur eru flestir þeir sömu
og í fyrra, Steindór HjÖrleifsson
og Borgar Garðarsson leika þá
Lása og Mikka sem fyrr í Táp
og fjör, en í Drottins dýrðar
koppalogn er Jón Sigurbjörns-
son hreppstjórinn, Jón Aðils
oddvitinn, Pétur Einarsson skóla
stjórinn, en Helgi Skúlason leik-
ur séra Konráð, sem Brynjólfur
Jóhannesson lék á fyrstu sýning-
unni. Helgi lék þetta hlutverk í
veikindaforföllum BrynjóLfs,
svo og í leikför. Kvenhlutverkin
í „Koppalogni“ eru í höndum Sig
ríðar Hagalin og Margrétar Ól-
afsdóttur, en Margrét er nýkom-
in heim af norrænu leikaravik-
unni í Kaupmannahöfn.
Baldur Tryggva-
son lótinn
BALDUR Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri, lézt í Borgar-
sjúkrahúsin í iyrrakvöld. Hann
var 38 ára að aldri. Baldur hafði
átt við vanheilsu að stríða að
undanförnu.
Baldur var fæddur í Reykja-
vík, sonur hjónanna Tryggva
Magnússonar, póstfulltrúa, og
Dórótheu Halldórsdóttur. Hann
varð stúdent frá MR 1950, en
var fulltrúi hj: Samvinnutrygg-
ingum 1951—1957. Hann var full
trúi forstjóra SÍS árin 1967-1960.
Árið 1960 varð hann fram-
kvæmdastjóri Dráttarvéla h.f.
og gegndi því starfi til dauða-
dags.
Baldur Tryggvason var kvænt
ur Björgu Agúsfsdóttur og áttu
þau fimm börn.
HINGAÐ til lands komu í stutta
heimsókn fyrir helgina tveir
starfsmenn hjálparstofnunar
dönsku kirkjunnar — séra Viggo
Mollerup, forstöðumaður samtak
anna, og samstarfsmaður hans,
K. Schack Grundahl. Áttu þeir
hér m.a. viðræður við biskup
íslands, herra Sigurbjörn Ein-
arsson. Staðfestu þeir í viðtali
við hann fyrir hönd alþjóðahjálp
arsamtaka kirkjunnar, að þau
væru reiðubúin að taka til flutn
ing með loftbrúnni frá Sao Tomé
— íslendingum að kostnaðar-
lausu — það skreiðarmagn, sem
keypt verður fyrir söfnunarfé
Biafra-landsöfnunar, en hún fer
sem kunnugt er fram nú um
helgina.
Mollerup og samstarfsmaður
hans komu hé’- einnig til við-
ræðna við Loftleiðir um áfram-
haldandi leigu á flugvélum fé-
lagsins, en samningar um flutn-
ingana hafa verið gerðir til 3ja
mámaða í senn, cg þurfa því að
endurnýjast fyrir 1. apríl n.k.
Danirnir fóru mjög lofsamleg-
STYRKTARFÉLAG vangefinna
er að undirbúa byggingu nýs dag
heimilis fyrir vangefna í Reykja-
vík. Á félagið kost á lóð við
um orðum um þátttöku íslenzku
flugmannanna í hjálparstarfinu
í Biafra. Þeir hcfðu þegar á sér
mjög gott orð V’ða um lönd. Þeg
ar leysa þyrfti óvenjuleg og erfið
verkefni á sviði flugsins, kæmi
mönnum gjarnar. fyrst í hug flug
menn frá íslandi og Kanada, sem
hefðu í innanlandsflugi við erfið
ar aðstæður aflað sér ómetan-
legrar reynslu, en hins vegar
ekki fengið orð á sig fyrir að
vilja færa sér í r.yt neyðarástand
til peisónulegs ávinnings.
Undanfarna viku kváðu þeir
loftflutningana frá Sao Tomé
hafa gengið sérlega vel, m.a.
hefðu hinar þrjár flugvélar frá
Loftleiðum farið eina nóttina
samtals 9 ferðir, en alls hefðu
verið farnar 18 ferðir þá nótt.
Samtals hafa nú verið fluttar
u.þ.b. 17.500 smálestir af mat-
vælum um loftbrúna frá Sao
Tomé. Að þeirri loftbrú standa
27 samtök, aðallega kirkjuleg,
frá 17 löndum.
Danirnir lögðu áherzlu á, að
Stjörnugróf, skammt innan við
Bústaði, og hefur hug á að byrja
bygginjguna í vor og ljúka henni
eins fljótt og auðið er, því mikil
þörf er fyrir slíkt dagheimili
fyrr vangefna. Félagið rekur þeg
ar eitt dagheimili, Lyngás.
Mbl. fékk nánari upplýsingar
um þetta hjá Torfa Tómassyni.
Sagði hann að Reykjavíkurborg
hefði gefið Félagi vangefinna
kost á lóð við Stjörnugróf, sem er
gata er liggur innst í Fossvogi,
niður frá Bústaðaveginum og við
gamla veginn upp á Vatnsenda-
hæð. Er þetta neðan við byggð-
ina á svokölluðu grænu svæði í
Fossvogi og ágætur staður.
Mundi félagið koma til með að
þiggja hana, ef það fái eftirgjöf
á gatnagerðargjaldi, sem það hef
ur sótt um. Gatnagerðargjald af
svo stórri byggingu er hátt, um 1
millj., en ef byggt verði í tveim-
Ur áföngum, mundi byggingar-
kostnaður við 1 áfanga verða um
4 omillj., svo að þetta háa gatna-
gerðargjald til viðbótar geri tals
vert strik í reikninginn.
Þetta dagheimiili er hugsað
fyrir bæði börn, eins og dagheim
ilið Lyngás við Safamýri, og einn
ig fyrir eldri vangefna, meðan
svo mikill s'kortur er á hælum,
skreiðin kæmi sérstaklega vel
fyrir hið sveltandi fólk, enda
hefði hún um árabil verið kunn
og vel metin fæða þar um slóðir.
Stódentaróð-
stefna um utan-
ríhis- og alþjéða-
mól
í GÆR hófst helgarráðstefna
stúdentafélagsins um utanríkis-
og alþjóðamál. Er hún haldin
í Tjarnarbúð, og stendur tvo
daga. í gær var fjallað um „fo-
land og þróunarlöndin“ og Sam-
einuðu þjóðirnar", og höfðu Ól-
afur Björnsson, prófessor og Loft
ur Guttormsson, sagnfræðingur
framsögu um fyrra efnið, en
Friðjón Þórðarson og Þórarinn
Þórarinsson, alþingsmenn, um
hin síðari.
í dag verður fjallað um Stjórn
málaþróunina í Evrópu og ís-
lenzku varnarmálin. Tómas
Karlsson og Magnús Torfi Ólafs-
son hafa framsögu um fyrri þátt-
inn en Benedikt Gröndal og
Ragnar Arnalds um hinn síðari.
og miðar að því að styrkja það
fólk, gem vill hafa sín vangefnu
börn heima. Þó yrði. þar adltaf
eitt'hvað af fólki sem þyrfti á
hælisvist að halda, meðan svo
þröngt er um slík pláss.
I fyrsta áfanga byggingarinn
ar er áformað að hægt verðl ,að
taka 20 manns, en allt rúmi heim
ilið 40 manns. Til samanburðar
má geta þess, að Lyngás átti
upphaflega að rúma 36, en vegna
skorts á slíku heimili eru þar
nú alltaf 43. Sagð; Torfi, að
þörfin væri mjög brýn fyrir
þetta nýja heimili. Samkvæmt á
æbluðum tölum frá nágranna-
löndum, er reiknað með Vz%
vangefinna íbúa og m-uni helm-
ingur þeirra þurfa hælisvist. —
Þegar hælið á Akureyri verður
komið í gagnið, verður rúm fyr
ir 300 manns á hæilum í landinu,
en reiknað með að þurfi rúm
fyrir 500.
Vegna þessarar brýnu þarfar
mun Félag vangefinna reyna að
byrja á dagheimilisbyggingunni í
vor, ef allt gengur að óskum.
Allur hagnaður af happdrættum
gengur nú til þessarar bygging-
ar. Fyrir áramóf var happdrætti
í gangi og aftur verður farið af
stað á næsta hausti með happ-
drætti.
Þjóðleikhúsið frumsýndi „Fiðlarann á þakinu“ í fyrrakvöld og meðal gesta voru forsetahjónin.
— Myndin er tekin í hófi að frumsýningu lokinni og sjást Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhús-
stjóri og Sigurlaug kona hans skála við Róbert Arnfinnsson, sem fer með aðalhlutverkið í „Fiðl-
aranum“ Á milli þeirra sést Egili Bjarnason, sem þýddi söngleikinn.
Félag vangefinna hyggst byggja
nýtt dagheimili við Stjörnugróf