Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 3
MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 196® Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup: bTXfra ÖLLUM er kunnugt, að nú um þessa helgi er verið að 'leita til almennings um framlög til hjálpar hungruðu fólki í Biafra. Landssöfnun hefur verið undir búin og skipulögð að undanförnu og ailur sá viðbúnaður hefur miðað að því, að hver fús og góð hönd á íslandi fengj sem greiðast tækifæri til þess að rétta íram skerf sinn. Fjöldi sjálfboðaliða starfar að þessu, aðallega ungt fólk. Æskulýðsdagur kirkjunnar, sem venju- lega er fyrsta sunnudag í marz, var fluttur til að þessu sinni og er í dag. Og öll dagskrá hans er tengd og helguð þessu máli. Biafra hefur stigið út úr sínum fjar- læga myrkviði og orðið ímynd mannlegra hörmunga, eins og þær geta orðið mest- ar. Um tildrög eða orsakir þeirra hörm unga tjóar ekki að ræða hér. Neyðar- óp er ekki spurning um orsakir, heldur hróp á hjálp. Og sá, sem heyrir slíkt hróp og bregður ekki við og reynir ekkert, gerir sig að minni manni. Við höfum heyrt og séð. Það ákall sem til okkar hefur borizt úr fjaskanum, sú ímynd neyðar og skelfinga, sem Biafra er orðin, birtist í myndum af börnum, sem enu ekki annað en beinagrindur og komast aldrei tiil manns, þó að þau kunni að hjara af, skorturinn og skelf- ingin hafa gert þau að vanviitum. Og þessi örlög vofa yfir þúsundum og aft- ur þúsundum barna, þetta vofir yfir hverju barni í Biafra, ef nokkurt lát verður á því hjálparstarfi, sem innt er af hendi, og yfir miklum fjölda, ef ekki verður hægt að auka hjálpina frá því, sem nú er. Manndauðinn í Biafra undanfarna mánuði af völdum hungurs samsvarar því, þegar dánartalan hefur verið lægst, að allir fslendingar féllu úr hungri á einum mánuði, en þegar hrunið hefur verið mest í Biafra, er það sambærilegt við það, að nálega hvert mannsbarn á íslandi yrði hungurmorða á einni viku. Hvilíkt hyldýpi af kvö'lum og ógnum er á bak við þessar staðreyndir? Biafra er neyðaróp augnabliksins. íslendingar hafa ekki verið aðgerða- lausir gagnvart þessu og ber vissulega að meta og þakka þá björg, sem þegar hefur verið send héðan. En þegar um það er að ræða að bjarga úr lífsháska, þá er ekki spurningin sú, hvað búið sé að reyna eða hvað aðrir hafi gert. Það er spurt um hitt, hvort meira þarf til og hvort meira er hægt. Og hvort tveggja er víst: Það eru margir enn í lífs- háska í Biafra og við getum bjargað mörgum fleiri. Lítill skammtur af fs- lenzkri skreið nægir til þess að forða barni frá því að verða hungurmorða eða aumingi ævilangt. Og við eigum mikið af skreið. Við þyrftum að geta sent alla þá skreið, sem er óseld í landinu, ti'l þessa soltna, dauðvona fólks. Það mundi koma í veg fyrir miklar hörmungar. Og það þyrfti kannski ekki ríflegan skerf til jafnaðar frá hverju heimili í landi okkar til þess að þetta yr'ði unnt. Þessi helgi á ekki að líða svo, að nokkur hafi komizt hjá því að næta spurningunni: Hefur þú gert þitt? Hefur þú gert nokkuð til þess að lina þjáning- una í Biafra? Hefurðu gefið sem svarar andvirði eins bíómiða? Slík eða önnur hefur þurft að vera svangur? Eða hef- urðu gefið eins dag skammt af tóbaki, andvirði eins bíómiða? Slík eða önnur sambærileg „fórn“ gæti nægt til þess að bjarga barni frá hungurdauða eða ævilangri kröm. Menn hafa misjafnlega rúm ráð hér á landi og það búa ekki allir við rífleg kjör eins og stendur. En við tilheyrum samt þeim þriðjungi mannkyns, sem hef ur ekki af hungri að segja. Það, sem kalla má skort á íslandi, væri ríkidæmi í Biafra — á eðlilegum tímum, hvað þá nú. Þú ert ekki beðinn um stóran skerf. En ekkert er smátt, ef mannslíf er í veði. Enginn skerfur er lítill, ef hann nægir til þess að bjarga manni frá dauða. Og hver faðir og móðir, sem hafa ekki af því að segja að vita böm sín soltin eða vannærð, á sína skuld að gjalda. sína þökk að tjá, Nú er tæki- færi til þess að minnast þessa og láta það koma fram í verki, greiða örlít- inn skatt af gæfu sinni til þess að draga lítið eitt úr þeirri ógæfu, sem grúfir yfir saklausum börnum og mæðr- um í Biafra. Jesús Kristur mettaði soltinn mann- fjölda Frá því segir guðspjall þessa dags. Hann gleymdi ekki líkamlegum þörfum mannsins. Og hann bauð læri- sveinum sínum að gefa svöngum að eta og blessaði þau rýru föng, sem þeir höfðu, svo að þau nægðu til þess að metta mannfjöldann. Síðan minnti hann á það í einni af sínum mestu ræðum, að hann er sjálfur það brauð af himni, sem gefur heiminum líf. Enn kallar hann þá, sem vilja fylgja honum, ti'l þess að bæta úr hverri nauð, eftir því sem þeir megna. Enn blessar hann hverja þá hönd, sem villl hjálpa, og hverja viðleitni til líknar. Hann kall ar í hverri bæn um hjálp, hann vakir í öllum góðum vilja. Enn er hann sá, sem gefur myrkum, dauðvona heimi ljós og líf. Þú, sem lest þessar línur, gleymdu ekki að biðja hann að blessa það, sem verið er að gera ti'l þess að bægja frek- ari hörmungum frá langþjáðu fólki. Minnstu Biafra í bæn þinni. Og legðu þitt lið í nafni hans.Sigurbjörn Einarsson. * EFTIR EINAR SIGURÐSSON REYKJAVÍK Tíðin var sæmileg framan af vikunni, ágæt um hana miðja, en hvessti á suðaustan síðari hluta vikunnar. Aflabrögð hafa verið frekar rýr hjá netabátunum fyrir norð- an Reykjanes, en ágæt, þegar kom suður fyrir. Netabátarnir hafa vertið til og frá í Miðnes- sjónum, en aðeins fengið reytings afla, en hreint ekkert fengið fyrír sunnan Jökul. Lítið hefur verið um annan veiðiskap nema loðnuveiði, sem hefur verið mjög mikil, svo að ja'ðrað hefur við löndunarbann. Togararnir hafa einkum verið á Selvogsbankanum og Eldeyjar banka og aflað sæmilega, en markaðurinn í Þýzkalandi lækk aði, enda hefur verið mikill smá ufsi í aflanum. Tvö skip veiddu karfa í Víkurálnum, sem er norð vestur af Látrabjargi. Einn tog- ari landaði heima, Þormóður goði 150 lestum. Þessir togarar og síldarbátar hafa selt erlendis sl. hálfan mán- uð: Þorkell máni Mai Egill Sk.gr. Karlsefni Júpiter Ing. A.rnarss. Víkingur Úranus Sigurður Harpa Eldey 213 260 170 168 167 228 254 190 226 .575.000 .937.000 .077.000 .142.000 .870.000 .609.000 .934.000 381.000 .461.000 12/09 15/14 12/22 12/75 17/19 11/44 11/55 7/27 15/32 Á línuna hefur aflinn yfirleitt verið um 10 lestir og komizt upp í 14 lestir. Krópp hefur verið í trollið. AKRANES í netin hefur afli verið tregur eins og oft er, þegar loðnan er að ganga yfir, algengast 4—6 lestir eftir nóttina og komizt upp í 13 lestir, en þá hefur aflinn verið ufsablandinn. Á linuna hefur aflazt óvenju vel, algengast 10 lestir í róðri og allt upp í 14 lestir. Beitt er loðnu. GRINDAVÍK í netin hefur veri'ð ágætisafli, algengt 15—25 lestir og komizt upp i 30 lestir, allt þorskur, en heldur hefur dregið úr aflanum upo á síðkastið. Bátarnir eru með netin allt frá Krísuvíkur- brrgi og að Reykjanesi. Hjá línubátum hefur aflinn verið 10—15 lestir og komizt upp í 17 lestir. Allir beita loðnu og eins og kunnugt er fæst þá nær eingöngu þorskur, en fyrir vest- an steinbítur. TrO'llbátarnir hafa aflað vel, fengið upp í 18 lestir. Gott útlit er með aflabrögð. VESTMANNAEYJAR Bátar hafa verið að fá upp í 35 lestir af boltaþorski í netin eftir nóttina af svonefndum Eyja þorski, en algengast hefur aflinn verið 15—20 lestir. Hins vegar hefur verið sára- tregt í trollið, 5—10 lestir eftir 3ja daga útivist, þótt einstaka bátur hafi hitt í fisk, jafnvel komizt upp í 35 lestir. Óhemju hefur borizt í land af lo-'ðnu og báðar verksmiðjurnar orðið að takmarka móttöku, þrátt fyrir það að ekið hefur verið út á jörðina, en mjög mikið hefur verið af loðnu, óslitið allt frá Skaftárósi og vestur að Reykjanesi. LOÐNAN OG VERKSMIÐJURNAR Þegar síldin veiddist mest hér sunnanlands, .voru margar síldar verksmiðjur byggðar á þessu svæði. Svo þegar síldin hætti a'ð veiðast, talaði margur um þetta sem dæmi upp á óþarfa fjár- festingu. En hvað finnst mönn- um nú, þegar þessar verksmiðj- ur bræða loðnu nótt og dag og hafa hvergi nærri undan. Hefðu t.d. hinar tvær stóru verksmiðjur í Eyjum, sem bræða 1000—1200 lestir af loðnu á sólarhring, ekki verið byggðar, hefðu þær ekki greitt 1 milljón króna í vinnu- laun á viku og unnið útflutn- ingsverðmæti fyrir 2%—3 millj- ónir króna á dag. Þær eru búnar a'ð vinna og taka við útflutnings verðmæti fyrir um 100 milljónir króna þessar 3 vikur, sem liðnar eru síðan verkfallinu lauk, sem ýkjalaust hefði verið 50 millj. króna meira, ef ekkert verkfall hefði verið. Og það verður að vona, að loðnan endist eitthvað enn. Þessar tvær verksmiðjur framleiða sjálfsagt tvöfalt kostn aðarverð sitt á einu ári. Sama á við um ’hinar tvær stóru verk- smiðjur í Reykjavík. Alveg sömu sögu er að segja um aðrar verksmiðjur á suðvest- urlandi, sem nú hafa verið að bræða loðnu, þó loðnan hafi bor- izt þeim nokkru seinna en til Eyja. Það getur vel verið, að loðnu afurðirnar færi íslendingum í ár allt að % milljarð króna ef hún helzt út marzmánuð og góð verð ur tíð, og það mætti sjálfsagt margfalda þetta með auknum verksmiðjukosti og þróarrými. Ætli Norðmenn fái ekki í ár loðnuafurðir fyrir 1 milljarð króna, kannski meira, þeir eru þegar búnir að fá fyrir 3/4 millj arð króna. ÞAÐ VERÐUR AÐ BJARGA ÞJÓÐINNI Það alvarlegasta í búskap þjóð arinnar er ef til vill óhagstæður verzlunarjöfnuður. Gjaldeyris- sjóðurinn er genginn til þurrðar, og talið er að erlendar skuldir þjóðarinnar nemi orðið um 60.000 krónum á hvert mannsbarn og vextir og afborganir 15% af út- flutningi þjóðarinnar. Óhagstæð- ur verzlunarjöfnuður getur ekki gengið ti'l lengdar. Hækkun er- lends gjaldeyris, gengislækkunin, í haust átti að ráða hér bót á, en haldi ver'ðbólgan áfram, er vitað, að unnið hefur verið fyrir gýg. Verðbólgan er versti vá- gestur útflutningsframleiðslunn- ar. Talið er, að rekstrarhalli á fjárlögum stuðli að verðbólgu. En það gerir líka rekstrarhalli útflutningsframleiðslunnar. Með- airekstrarhalli frystihúsa og út- gerðarinnar hefur undanfarin tvö ár verið 10—15% árlega. Þarna hefur í tvö, þrjú ár fjármunum veri'ð kastað á bál verðbólgunn- ar, sem hefur magnað hana og aukið, jafnframt því sem sjávar- útvegurinn er kominn að niður- lotum og getur ekki endurnýjað sig eðlilega. Það sem þjóðinni ríður nú mest á er að lifa ekki um efni fram og auka útflutningsframleiðsluna með öllum hugsanlegum ráðum. 1200 MILLJÓNIR Fiskveiðibanki Norðmanna ger ir ráð fyrir 1200 milljónum króna nýjum útlánum í ár, og er gert rá'ð fyrir aukningu frá fyrra ári til verkunarstöðva, en 30% minna til nýsmíði skipa, sem á rót sína að rekja tif erfiðleika sjávarútvegsins þar eins og hér. Alltaf eru samt Norðmenn að smíða mikið af fiskiskipum. RÍKISABYRGÐ A SKREIÐ i NOREGI Meirihluti í sjávarútvegsnefnd stórþingsins hefur orðið ásáttur um að veita ríkisábyrgð á sem svarar 55000 lestum af hráefni, sem færi til verkunar á skreið árið 1969. 85 MILLJÓNIR í AUGLÝSINGAR Brezki sjávarútvegurinn gerir nú ráð fyrir að ey'ða sameiginlega 85 milljónum króna til þess að auglýsa fisk almennt í Bretlandi. Þetta er mesta auglýsingaherferð, sem nokkurn tíma hefur verið fyrirhuguð í Bretlandi fyrir auk- inni fiskneyzlu. Framhald á bls. 24 110 1.688.000 15/34 100 1.683.000 16/83 KEFLAVÍK Afli í netin hefur verið mjög rýr upp á síðkastið, þó hefur hann komizt hjá einstaka bát allt upp í 25 lestir eftir nóttina, en það er undantekning, algeng- ast hefur verið 5—10 lestir. Hins vegar hefur aflazt vel á línuna, 10—15 lestir í róðri. Bát- ar hafa orðið vel varir á hand- tfæri, fengið 6 lestir yfir sólar- hringinn. Mikið hefur borizt að af loðnu. SANDGERÐI Sæmilegur afli hefur verið í net upp í 12 lestir, en algengast 6—7 lestir. Shíðoíeið til ísofjoiðar með Kiistni Ben 22.-29. mní « Shíðið með Kristni Ben ó shíðo vihuna d ísafirði yfir pdshano Skipulögð skiðaferð af Kristni Benediktssyni og Útsýn á skíða- vikuna á ísafirði. Hvi ekki að slappa af í viku og njóta fjallaloftsins og útiver- unnar á Seljalandsdal. og læri á skiði hjá Kristni Bene- dikssyni? Flopið verður frá Reykjavik 1., 2., 3. apríl og til Reykjavíkur frá ísafirði mánudaginn 7. april. Búið verður á hótelum og einkaheimilum. Dvalizt verður i skiðaskálanum á Seljalandsdal. Verð frá 4.600 kr. 1250 m löng skíðalyfta, sú lengsta á íslandi. Fyrir þá sem þess óska verður séð fyrir skíðakennslu. Skemmtanir fyrir þátttakendur. Allar nánari upplýsingar hjá Farmiðasala og allar aðrar upplýsingar hjá * Feiðashrifstofnnni Utsýn Feiðashiifstofunni Útsýn Austurstræti 17, sími 23510 og 20100. Austurstræti 17, sími 20100 og 23510.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.