Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 196« 11 Rafstöðin í Barnarflagi. skilja vatnið frá henni áður en hún fer inn í stöðvarhúsið. Þetta feykna magn af sjóð- andj vatni verður lítt eða ekkert nýtt nema til komi hita veita. Nú hefur verið talað um að byggja slíka veitu, ef hagkvæmt reynist og þar með að nýta hin miklu landsins gæðú Búið er að gera áætlun um hitaveitu fyrir Reykjahlíðar- og Voghverfi. Þar eru nú milli 30 og 40 hús, og gert er ráð fyrir að þeiim muni fjölga verulega á næs'tu árum. Margt bendir til þess að hagkvæm- ar hitaveitur. séu beztu fjár- festingarframkvæmdir sem ráðist er í. Um margra ára skeið hefur mikið verið rætt um byggingn sundlaugar hér í Mývatns- sveii. Ýmis ljón hafa þó verið á veginum til þes's, ef svo má að orði komast, og lítið miðað áfram á því sviði. Nú virðist hins vegar hafa rofað til með heita vatninu í Bjarnarflagi og væntamlegum hitaveitu- framkvæmdum. Gera menn sép því vonir um að nú verði skjótt við brugðið, og hendur duglega látnar standa.fram úr ermum til framgangs þess-u aðkallandi máli. Raforkuverið í Bjarnarflagi meira og tafsamara verk en marga grunar við fyrstu sýn. Er því ekkert undarlegt þótt lengri tíma taki að koma hverjum hlut þarna á sinn rétta stað en búið var í fyrstu að reikna með. Gufutúrbína sú, er þarna er verið að setja niður, var keypt út í Englandi. Þar var hún búin að vera í notkun í nokkur ár sem toppstöð, var að jafnaði látin ganga tvo mánuði á ári. Gufan þar var framleidd með olíu. Talið er, að í gufunni í Bjarnarlagi séu efni hættuleg sumum málm- um. Er því gert ráð fyrir að skipta þurfi um drifspaðana á túrbínuhjólinu fljótlega, jafn- vel á komandi sumri. Verða þá settir spaðar úr þeim málmi, sem betur mun þola jarðgufuna þarna. Senn fer að líða að því að vinnu verði lokið í stðvarhús- inu. Má þvi fljótlega vænta þess, ef allt gengur að óskum, að vélarnar verði reyndar. Enn er þó ekki búið að beizla borholuna frægu og óvíst hvenær gufan úr henni kemur í gagnið fyrir raforku- verið. Vonandi fer nú að sjá fyrir endann á því. Sú hola hlýtur að vera orðin óhemju dýr. í s-ambandi við borun, og væntanlega gufuvirkjun til raforkuframleiðslu í Bjarnar- flagi, er gert ráð fyrir að virkj unin þurfi geysilegt gufumagn eða 50 tonn á klukkutíma. Nú er vitað að gufan þarna er mjög vatnsmikil, þarf því að Björk, Mývatnssveit, 2. marz. SVO sem kunnugt er var á síðastliðnu surríri hafi bygg- ing raforkuvers á vegum Lax- árvirkjunaT í Bjarnarflagi í Mývatnsveit. Engin vafi leikúr á, að marg ir munu fylgjast með því af miklum áhuga, hvernig til tekst með þessar framkvæmd- ir. Hér er verið áð reisa 2500 kw orkuver, hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi, þar sem jarðgufa verður aðalaflgjaf- inn. stórbyggingu að ræða. Strax og húsið var komið upp, var hafizt handa og byrj- - að að setja niður vélar og annað tilheyrandi. Má segja að síðan ha-fi óslitið verið unn ið við það verk. Upphaflega var búið að gera sér' vonir um að orkuframleiðsla gæti hafizt um áramót. Síðan var gert ráð fyrir að það mundi dragast fram í febrúar. Vafa- laust hafa ýmsar ástæður orð- ið þes's valdandi að þær áætl- anir stóðust ekki. Fyrir nokkru, lagði ég leið mína upp í stöðvarhúsið til að Úr vélasalnum. Að sjálfsögðu ræður það úr- slitum, hvernig til tekst í fyrstu með þessa virkjun, hvort af frekari framkvæmd- um verður. Árni Árnason, forstjóri á Akureyri, tók að sér byggingu stöðvarhússins. Við þá bygg- ingu unnu margir bæði iðnað- armenn og verkamenn frá Ak- ureyri. Verður að telja að verið hafi gengið allvel, enda þótt hér sé ekki um neina Ljósm.: Snæbjörn Pétursson. sjá með eigin augum hvað þar væri verið að gera. Þann dag voru ekki færri en 12 menn að vinna þar, bæði raf- fræðingar, járnsmiðir og verkamenn, einnig yfirtæknn fræðingur. Það er að sjálf- sögðu ekki á færi leikmanna að lýsa öllum þeim tækja- búnaði, sem þarna var veríð að koma fyi'ir, svo og hinum margflóknu tengingum. Gæti ég vel trúað, að það reyndist /✓ (( II II II II II II II II II II II II II II II II ll Allmikil eftirspurn eftir jarðnæði Fréttabréf úr Holtum Mykjunesi, 2. marz. ALLT í einu er nú kominn all- mikill snjór hér eftir alveg snjó- lausan vetur, svo að eftir allt ætlar þó veturinn að sýna ýms- ar hliðar. Hér var um 20 gráðu frost í nokkra daga í febrúar, en þá var logn, þannig að kuldinn varð ekki eins bitur og búast hefði mátt við. Þegar frostið var sem mest bar mjög á því að sprungur komu í jörðina. Ber mest á þeim á túnum og eru margar það víðar að koma má hendinni niður í þær. Þessu hafa fylgt dynikir miklir og sums sfað- ar hefur verið eins og um væga jarðskjálfta væri að ræða. Er langt síðan þetta hefur gerzt í jafnstórum stíl og nú. Eitt- hvað hefur borið á því að vatn hafi frosið í vatnsbólum. Er hvort tveggja mjög alvarlegur hlutur og skapar mikla erfið- leika þar sem það á sér stað. — Annars hafa samgöngur verið í bezta lagi í allan vetur. Ekki er mikil hreyfing á mönn um um búferlaflutning nú og ekki munu margar jarðar koma úr ábúð að þessu sinni. En svo undarlega bregður nú við, að all- mikil eftirspurn er nú eftir jarð- næði, hvaða orsakir sem til þess liggja og svo ber alltaf eitthvað á því að menn vilji fá sér land undir hrossastóð. Þá er nú minkafrumvarp komið fram enn á ný. Má segja að um nokkra framför sé að ræða, þar sem að mestu leyti er búið að korna því út fyrir landssteinana. Enda er minkurinn búinn að gera það tjón í landi, að varast er við það bætandi. En hvernig er það, hef- ur engum dottið í hug að láta minkinn í Surtsey. Þar er þó hvorki mannabyggð né dýralíf. Svo að það væri kannski ekki úr vegi að láta kvikindi þetta þar á meðan það er að komast úr tízku. Lítið er um það hér að fólk fari á vertíð sem kallað er, að- eins ber það við að öðru leyti er það unga fólkið, sem er á skól- um sem fjarverandi er. En yfir- leitt er ekki fleira fólk á bæjum en það að ekki má mikið útaf bera til að ekki skapist hálfgert vandræðaástand. M. G. II II II II II II II II U II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II II V\ Það er á yðar ábyrgð að tryggja öryggi fjölskyld- unnar. Gleymið því ekki og dragið ekki nauðsynleg- ar ráðstafanir á langinn. í einu símtali getið þér fengið heimilistryggingu, líftryggingu, slysatrygg- ingu og hvers konar tryggingu aðra sem yður er nauðsyn á. Gleymið ekki að hækka fyrri tryggingar yðar til samræmis við breytt verðlag. MENNAR TRYGGINGAR 2 PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍIVII 17700 vV. Orð í tíma tðluð- í síma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.