Morgunblaðið - 16.03.1969, Síða 17

Morgunblaðið - 16.03.1969, Síða 17
MGRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 106® 17 Þorkell Sigurðs- son látinn Um Þorkel heitinn Sigurðsson er sízt orðum aukið, þótt sagt sé, að hann hafi verið fágætt tryggðatröll. Hann var maður óvenju ættrækinn og fjölskyldu sinni hinn umhyggjusamasti. Á langri starfsævi vann hann lengst af hjá tveimur vinnuveit endum, fyrst fullan aldarfjórð- ung hjá fiskveiðihlutaáélaginu Alliance og eftir að það fór að draga saman starfsemi sína, nokkuð á þriðja áratug hjá Reykjavíkurborg. Hann gekk heill og óskiptur að sbarfi en hafði jafnframt mörg önnur áhugamál. Ungur var hann fræk inn íþróttamaður en gat ekki stundað íþróttir þá áratugi, sem hann var á sjónum. Á efri árum eftir að hann kom í land, gerð- ist hann forystumaður um fyrir- greiðslu íþróttaiðkana æskulýðs. Hann var áhugasamur í stéttar- félagí sínu og á meðal helztu uppbyggjenda Farmanna- og fiskj mannasambandsins. Eitt mesta á- hugaefni hans var stækkun fis'k- Vetrarmynd frá Þingvöllum. Ljósm. Sv. Þ. hann starfaði við skólann. Sveinbjörn kenndi aftur á móti grísku og latínu, fornmáiiin, á þann veg, að úr varð bezta íslenzkukennsla. Haraldur Sigurðsson rifjar það upp í eftirmála, að móðir Grírns Thomsen sag’ði um Sveinbjöm Egilsson í bréfi, „að hann væri sú feilaminnsta manneskja, sem ég hefi þekkt.“ Á efri árum hlaut hann það áfall, að fyrir honum var hrópað „Pereat“, þ.e. nemendur hans hrópuðu hann af. Það gerðist á óróatím- um og verður ætíð fremur talið til vansæmdar þeim ungu mönn- um, er það gerðu, heldur en hin- um ágæta rektor. Af öllum þess um orsökum er fróðlegt að fá skólaræður hans nú gefnar út í fyrsta skipti. Sitt hvað af þeim er mönnum nú á dögum fjarlægt, annáð á ekki síður erindi við okkur heldur en þegar það var sagt, svo sem t.d. sumt í skóla- setningarræðu Sveinbjarnar, er 'hann flutti í Bessastaðaskóla fyrir réttum l&O árum eða 1819. Þegar sú ræða var flutt, var Sveinbjörn enn ungur og 'hafði ekki náð sama valdi á íslenzk- unn[ og síðar, en efn[ ræðunnar er harila athyglisvert. REYKJAVÍKURBRÉF veiðilandhelginnar og friðun fiski stofna umhverfis landið, og lagði hann því höfuðnytjamáli lið með ræðuhöldum, blaðagrein- um og bókaútgáfu. Loks er þess að geta, að hann var Sjálfstæð- ismaður af lífi og sál. Þeir munu fáir fundir í Varðarfélag- inu eða fulltrúaráði flokksins í Reykjavík, sem haldnir hafa verið, svo að Þorkell Sigurðsson gæti sótt þá, að hann gérði það ekki. Hann tók oft til máls og sagði skoðun sína afdráttar- laust. Auðvitað var hann ekki ætíð jafn ánægður, en hann kunni að meta hið meira um- fram hið minna, og taldi, að þjóðarheill væri háð því, að áhrif flokksins yrðu sem allra mest. Þorkels mun lengi verða minnst fyrir tryggð hans, víð- sýni og óeigingirni. Aldaríjórðungs- afmæli Loftleiða Á sínum tíma þótti ýmsum óþarft að stofna hér annað flug- félag. Sú skoðun er raunar all almenn enn í dag, að æskilegt væri, að Flugfélag íslands og Loftleiðir rynnu í eina félags- Iheild, ef slíkt væri framkvæm- anlegt með þeim hætti, að hvor- ugur teldi á sig hallað, heldur gætu báðir vel við unað. En það er annað mál. Nú er að minn- aist þess, að stofnun Loftleiða tfyrir aldarfjórðungi reyndist ekki einungis stofnendunum, heldur allri íslenzku þjóðinni hið mesta gætfuspor. Þar hefur einstaklingsframtak, hugkvæmni og dugur fagurlega sýnt hverju áorka má við erfiðar aðstæður. „Tækifærið gríptu greitt", má segja að hafi löngum verið eins konar lei'ðarljós í starfrækslu Loftleiða. Lotftileiðamenn sáu möguleika, er duldust öðrum og hikuðu ekki við að hagnýta sér þá. Þeir hafa aldrei verið hræddir við samvinnu við út- lendinga og kunnað að halda þannig á, að Islendingum yrði til góðs. Jafnframt hafa þeir að sjálfsögðu notið margháttaðrar fyrirgreiðslu íslenzkra stjórn- valda. Án lendingarleyfa, sem 'þannig hafa fengizt, hefði starf- rækslunni verið skorinn þröng- ur stakkur. Slík samvinna stjórnvalda og einstaklinga er til fyrirmyndar, og veltur þá mikið á að skilningur og gagnkvæmt traust búi á báða bóga. Ánægju- legt er að minnast þess, að hafa í nóvember 1946 hitt af tilviljun í Goose Bay í Kanada Kristján Laugardagur 15.marz Jóhann Kristjánsson og með hon um unga flugmenn, sem biðu þar byrjar til að selfljúga heim tM Islands flugbátum, er þeir höfðu keypt í Ameríku. Nú er öðru visi um að litast, þegar flogið er með risaflugvélum Loftleiða í einum áfanga á ör- fáum klukkustundum á milli Is- lands og Banidaríkjanna. Hér hafa sannarlega dugmiklir menn verið að verki. Eru skuldir Loft- leiða Islendingum til ills? Svo vill til, að einmitt þessa dagana er gerð enn ein tilraun tii þess að koma því inn hjá al- menningi, að landið sé nú í ó- botnandi skuldafeni. Magnús Jónsson fjármálaráðherra skýrði hins vegar frá því á Alþingi, að frá árinu 1968 hafi orðið 3.200 milljóna aukning á erlendum skuldum. Tekin hafa verið lán vegna Landsvirkjunar að upp- hæð 2.083 milljónir króna og vegna flugvélakaupa, aðallega hjá Loftleiðum, 1.725 milljónir króna, eða samtals um 3.700 milljónir króna til þessara tveggja greina. Sú upphæð er ®em sagt hærri en nemur skulda aukningunni. Báðar þessar lán- tökur runnu beint til atvinnu- greina, sem skapað hafa og koma ti'l með að skapa mjög mi'klar og tryggar gjaldeyris- tekjur. Þá hefðu skuldir vegna kaupa fiskiskipa vaxið um 300 milljónir króna á þessum árum. Lántökur til gjaldeyrisskapandi atvinnugreina hafa því samtals numið um 4.000 milljónum króna eða um 800 milljónum króna hærri upphæð en nam skuldaraukningunni. I þessu sam bandi skulum við láta fiskiskip- in eiga sig, og eru stjórnarand- stæðingar þó síkvartandi yfir, að eflingu fiskiskipaflotans hafi ekki verið sinnt , sem skyldi. Hugsum að sinni um hitt: Mundi ísland nú vera betur eða verr stætt, ef látið hefði verið að taka umrædd lán, svo að ekk[ hefði verið byrjað á virkjun Þjórsár og Loftleiðir og Flugfélag Is- lands ekki aukið flugflota sinn? Engum óbiluðum manni getur blandast hugur um svarið. Lán- tökur í þessu skyni eru ekki þjóðinni fjötur um fót, heldur veita henni aukið afl, gera lands- mönnum mögulegt að fljúga meginlanda á milli og innvinna þjóðinni tekjur, sem hún ella yrði án. Blekkingin um skuldaukningu Nöldurmenni og þröngsýnis- postular grípa nú til tveggja röksemda, sem þeir halda að sýni, að sku'ldasöfnun sé orðin óhæfileg. I fyrsta lagi vitna þeir til þess, að vextir og afborganir af skuldum nemi nú á milli 15 —16% af gjaldeyristekjum þjóð- arinnar, og sé það mun meira en verið hatfi 1959, þegar sam- bærileg tala hafi verið lil %. Þá hafi Jónas Haralz og fleiri í hans fótspor haldið því fram, að þetta hlutfall væri a'llt of hátt. Víst er það rétt, að hlutfallið nú er hærra en æskilegt væri, en að sjálfsögðu ver'ður að líta á það í hvaða skyni lánin hafa verið tekin. Telja menn sig ver eða betur setta vegna þeirra lána, sem aflað hefur verið síðustu ár- in? Þetta er sú spuming, er menn með engu móti komast hjá að svara, ef þeir vilja gera sér rétta grein fyrir þessu efni. Lánin, sem hækkað höfðu skulda baggan 1959 voru allt annars eðlis. Þá höfðu verið tekin yfir- dráttarlán til að fleyta þjóðar- búinu áfram frá degi til dags, þótt ári'ð 1958, þegar vinstri stjórnin gafst upp, hafi einmitt verið mesta aflaár, sem íslend- ingar þangað til nokkurn tíma höfðu notið. Nú horfir aftur á móti þannig við, að gjaldeyris- tekjur okkar af útflutningi hafa hrapað um helming. Það er þessi tekjumissir, sem gerir það að verkum, að hlutfallið er nú svo hátt sem raun ber vitni. Ef hér hefði haldizt eðlileg þróun, þá mundi hlutfallið nú einungis vera 7—8% með svipuðum hætti og var áður en aflabrestur og verðfall dundu yfir. í öðru lagi er reynt að, gera það tortryggi- legt, að skuldirnar út á við hafi vaxið í íslenzkum krónum, og með því að deila þeirri krónu- upphæð á fjölda landsmanna á að ofbjóða þeim. Þá er því raun- ar gleymt að deila aukningu þjóðareignanna þar á móti og einnig hinu, a’ð skuldirnar út á við eru allar í erlendum gjald- eyri, svo að gengisbreytingar á íslenzkri krónu hafa ekki breytt neinu um raunverulega skulda- stöðu okkur gagnvart öðrum. Þvert á móti má segja, að með þeim létti, er útflutningsfram- leiðslan þannig hefur fengið, er nú orðið auðveldara að standa undir skuldabagganum en áður var. Gildi saman- bnrðar Því er sífellt haldið fram af sumum, að samanburður milli þess, sem nú er og á’ður var, hafi litla eða enga þýðingu. Merkur maður sagði nýlega: Það er eins og æskulýður haldi að ekkert af því, sem er meira en 5 ára gam- alt, hafi nokkurt gildi eða hafi jafnvel nokkru sinni skeð. Raun- ar eru það ekki æskumenn einir, sem í þessa villu fallla. Eins og við þekkjum héðan frá íslandi þá gera margir þeirra, sem áður fóru með völd og þá tókst svo og svo, sig seka um hið sama. Þeir vilja umfram allt forðast samanbur’ð, af því að þeir vilja láta gleyma því, sem áður gerð- ist. En ef menn vilja átta sig á því rétta, þá er þvílíkur sam- anburður hins vegar óhjákvæmi- legur. íslendingar hafa lengi vit- að, að a'llt orkar tvímælis, þá gert er. Fagurlega lætur í orði, að menn eigi einungis að hugsa um framtíð en ekki fortíð. En inn í framtíðina sjá menn því miður skammt og það litla, sem séð verður er einungis hægt að rá'ða af fortíðinni. Þetta eru grundvallarsannindi, sem aldrei verða of oft sögð. Órói æskulýðs og blekkingar þeirra, sem af ein- hverjum ástæðum vilja fela for- tíðina, mega ekki fæla menn frá að brýna þessi frumsannindi fyr- ir sjálfum sér og öðrum. Illa hlýt ur að fara, er menn flýja stað- reyndir og stytta sér leið með því að gefa sig hugarórum og óraun- sæi á vald. Skólaræður Sveinbjarnar Almenna bókafélagið hefur haft þann sið í nokkur ár að gefa félögum sínum bók í árs- lok. Að þessu sinni hefur orðið fyrir valinu Skólaræður Svein- bjarnar Egilssonar, sem Harald- ur Sigurðsson bókavör'ður hefur tekið saman og annast um út- gáfu á. Af íslenzkum mennta- mönnum fyrr og síðar eru fáir Sveinbirni Egilssyni fremri. Öll- um ber saman um að endurnýj- un íslenzkrar tungu, sem átti sér stað á fyrri hluta 19. aldar, sé fyrst og fremst honum að þakka. Hann kenndi raunar aldrei íslenzku sjálfur beinlínis, því að íslenzk tunga var ekki námsgrein í lærða skólanum lengst af þann tíma, er „Scm skuggsjá“ I þessari ræðu sinni segir Sveinbjörn t.d. um sagnfræðina: „Sagnfræði hefur ekki án or- saka verið kölluð einhver nyt- samasta mennt, er hún setur fyr- ir sjónir merkilegustu atburði sem skeð hafa í heiminum og tengir saman þá umliðnu tíð og þá nærverandi. Ef að fróðleg og merkileg þykir lífssaga einhvers merkismanns, sú er skýrir frá uppruna hans, skaplyndi, athöfn- um og þeim tildrögum, er urðu tiij þess, að hann olli þeim merk- istilburðum er af honum eru í sögur færðar; — þá mun þjóð- sagan þeim mun fróðlegri, sem hún er auðugri af mörgum þess konar mönnum, er þátt áttu í margs konar umbreytingum, bæði til hins verra og betra, og þeim mun merkilegri, sem leik- völlurinn er hér stærri. — En hitt er þó meira vert, að hún vekur, örfar og eflir tilfinningu þess sanna, fallega og háleita. Hún venur mann á að hafa fyr- ir augum sannar orsakir hlut- anna og þeirra afleiðingar; hún venur mann til að leggja réttan dóm á aldarfar, bæði þessara tíma og í forneskju; mörgum er hætt við að halda að heiminum fari ætíð hnignandi, sumum hverjum þykir allt betra veri'ð hafði í fornöld; nú kennir sagn- fræðin bæði það, hversu mörgum vísindum menntum og íþróttum hefur fram farið, enda sýnir hún og allvíða að fornmenn voru í mörgu fremri en vér; aft- ur sýnir hún það, að siðirnir ihafa í mörgu batnað, en hins- vegar innleiðst nýar tillokkanir og með þeim nýir lestir. Allt þetta hjálpar tii að hitta það gullvæga, vandrataða me'ðalhóf í dómum vorum um fornöld og þá tíma sem vér lifum á, og til að meta það góða fylgislaust, hvar og hvenær það finnst, en hafa viðbjóð á því illa á hverri öld sem það finnst. — Með þessu æfir sagnfræðin greind manns og venur á réttdæmi. Þá frambíður hún enn næsta margbreytt efni, sem ýmislega hangir saman við stað og tíma, og sýnir hvernig margir oft and- gætlegir tilburðir hafa samlag- að sig að koma af sta'ð miklum atburðum. Með þessu æfir hún minnið og ímyndunarkraftinn. — Loks framsetur sagn- fræðin oft á tíðum sanna fyrir- mynd upp á staka sannleiks^ elsku og ótrauða dyggð. Lofs- verða baráttu sannleiks og ráð- vendni gegn vanþekkingu og löstum; hún er líka sem skugg- sjá hvarí líta má hversu marg- breytta oft ófyrirséða vegu for- sjónin hefur leitt mannkynið, eins og börn sín gegnum myrk- ur til ljóss, úr ljósi í dimmu, til þess að ljósið ryddi sér braut að nýju og skini bjartara en á‘ður.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.