Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.03.1969, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 196» 1» ÁTTA LJÓSMÆÐUR utan af landi brugðu sér til höf- uðborgarinnar um síðustu helgi til að sækja námskeið á Fæðingardeild Landspítal- ans. Hefur lengi staðið til að halda námskeið fyrir starf- andi ljósmæður og kynna þeim þar allt það nýjasta í ljósmóðurfræði, en ekki orð ið úr því fyrr en nú. Ljós- mæðurnar átta ásamt einni úr Reykjavík eru á Fæðingar- dei'ldinni allan daginn, fylgj- ast með og fá leiðbeiningar og fyrir hádegi hlýða þær á fyrirlestra lækna Fæðingar- deildarinnar. Reykvískar ljós mæður fjölmenna einnig á þessa fyrirlestra og hafa læknarnir þar um 30 áhuga- sama áheyrendur. Það er með ljósmóðurfræði Ljósmæðurnar ásamt yfirljósmóður og aðstoðaryfirljósmóður (frá v:) Arndís Salvars- dóttir, Norður Hjáleigu, Álftaveri,, Guðfinna Ólafsdótir Tungu Fljótshlíð, María Björns dóttir aðstoðaryfirljósmóðir, Kristin I. Tómasdóttir, yfirljósmóðir, Elín Sigurðardóttir, Stykkishólmi, Elín Sigurðardóttir, Dalvík. Hertha Haag, Reykjavík, Sigrún Höskulds- dóttir, Hvammstanga, Kristín Ólafsdóttir, ísafirði, Dísa Magnúsdóttir, Reykhólum. Anna Sveinbjörnsdóttir, Sandgerði. Þær kynna sér nýjungar í Ijósmóöurfræfti Ljósmœður utan at landi á námskeiði á Fœðingardeildinni eins og læknisfræði, að á hverju ári koma fram nýjung ar í lyfjagerð og rannsókn- um og ýmislegt nýtt kemur fram í sambandi við heilsu- gæzlu mæðra og barna. Er því nauðsynlegt að ljósmæðrum gefist tækifæri til að fylgj- ast með þessum nýjungum og hafa nú Fæðingardeild Land- spítalans og Ljósmæðrafélag íslands gengizt fyrir fyrs-ta ljósmæðranámskeiðinu. Mbl. brá sér upp á Fæð- ingardeild síðla vikunnar og hitti Ijósmæðurnar að máli stutta stund. Þær vildu fyrst koma því á framfæri að þær væru sérstaklega ánægðar með námskeiðið og sæju og heyrðu - margt, sem ætti eftir að koma þeim að gagni. Vildu þær færa sérstakar þakkir til Péturs Jakobssonar yfirlækn is og Kristínar I. Tómasdótt- ur yfirljósmóður. Það hefur jafnan hvílt æf- intýraljómi yfir störfum ljós- mæðra í sveitum, ekki síður en störfum lækna, en ljós- mæðurnar á námskeiðinu vildu heldur lítið úr afrekum sínum gera, og éngin þeirra vildi viðurkenna að hún hefði hjálpað huldukonu í barns- nauð. Við áttum stutt spjall við fjórar ljósmæðranna: HEFUR TEKIÐ Á MÓTI NÆR 3000 BÖRNUM Kristín Óiafsdóttir frá fsa- firði á lengstan starfsaldur að baki. Sigrún Höskuldsdóltir Kristín ólafsdóttir — Eg er búin að starfa í 27 ár, sagði Kristín. Við er- um tvær ljósmæðurnar á ísa firði og störfum báðar á sjúkrahúsinu, en ef eitthvað sérstakt kemur upp á úti í bæ tek ég það. Nú fæða allar konur á sjúkrahúsinu, nema um sérlega afbrigðilegar fæð- ingar sé að ræða — þá eru þær sendar suður. Þegar ég byrjaði vorum við líka tvær og þá hafði önnur bæinn en hin hreppinn í kring, meðal annars Hnífsdál. — Hefur ekki margt breytzt á þessum árum? — Jú, það er miki'll mun- ur frá því sem var. Aðbún- aður mæðra með lítil börn er allt annar og betri núna. — Er skipulegt mæðra- og ungbarnaeftirlit á ísafirði? — Því miður er ekki svo. En við reynum að gera það sem við getum í samráði við læknana. — Hafið þér hugmynd um hve mörgum börnum þér haf- ið tekið á móti? — Ætli þau séu ekki tæp- lega þrjú þúsund. Meðal þeirra eru fjögur barnabörn mín og ég er löngu farin að taka á móti hjá ljósubörnum minum. En ég vil taka það fram að þessi þrjú þúsund börn eru ekki öll frá ísafirði og nágrenni því að konur úr. nærliggjandi sveitum óg frá Önundarfirði og Dýrafirði koma mikið á spítalann á ísafirði. 3—5 FÆÐINGAR Á ÁRI Dísa Magnúsdóttir ljósmóð- ir á Reykhólum hefur Aust- ur-Barðastrandarsýdliu á sinni könnu. Þar er ekkert sjúkrahús og sem stendur sit- ur enginn læknir á Reykhól- um, en læknastúdent kemur þangað vikulega. — Konurnar í mínu um- dæmi fæða í heimahúsum eins og gengur og gerist, þar sem ekkert sjúkrahús eða sjúkra- skýli er sagði Dísa. Nú fer það stöðugt í vöxt að þær fari suður til Reykjavíkur til að fæða, því að það er oft erfitt að fá hjálp og svo er það líka læknisleysið. Þeim Óskast til leigu fyrir sendiráðsritara, falleg 5—6 herbergja íbúð (3—4 svefn- herbergi), um 150 ferm. ásamt bílskúr — frá 14. maí. Tilboð sendist Mbl. merkt: „2887". Þorst^inn Júlíusson héraðsdómslögmaður Laugav. 22 (inng. Klapparstíg). Simi 14045. finnst öruggara að fara til Reykjavíkur og vera undir læknishendi. — Eru samgönguerfiðleik- ar ekki miklir á veturna? — Jú, veður verða oft vond og vegir teppast vegna snjóa. Það hefur tvisvar kom ið fyrir á þeim 14 árum, sem ég hef starfað, að barnið hafi verið fætt þegar ég komst á staðinn og í bæði skiptin tafð ist ég vegna veðurs. En þetta gekk allt ve’l sem betur fer. — Hvað fæða að jafnaði margar konur í umdæminu? — Ég tek á móti hjá svona þremur til fimm á ári en svo eru alltaf nokkrar, sem fara suður. — Er ekki stundum leitað til Ijósmóður þegar hvorki rún, en umdæmi mitt er öll vestur-sýslan og hluti af Bæjahreppi í Strandasýslu. — Eruð þér stundum köll- uð út í sveitir? — Það er alveg liðin tíð að konur fæði heima. Þær koma allar á sjúkrahúsið á Hvamms tanga. Yfirleitt koma þær sjálfar, en ef á þarf að halda er aðstaða til að sækja þær. — Hafa engin vandræði skapazt vegna ófærðar á vet- urna? — Nei, ófærðin hefur ekki komið að sök í minni tíð a. m.k. Komurnar koma tíman lega á sjúkrahúsið, því að þær vlija ekki eiga neitt á hættu. — Hvað hafið þér tekið á móti mörgum börnum á þess- um fjórum árum? — Þau eru 93 og meiri hluti mæðranna er úr sveitunum, því að Hvammstangi er lítið þorp. 20 MÍNÚTUR A HESTI í DJÚPU VATNI Arndis Salvarsdóttir i Norð ur-Hjáleigu í Álftaveri er Vestfirðingur en giftist aust- ur í Álftaver. — Ég tók við Ijósmóður- störfum fyrir 15 árum sagði Arndís. Þá hætti gömul ljós- móðir, sem Lafði starfað í 40 ár. Umdænu mitt er lítið, ég hef Álftavershrepp og Skaft- ártunguhrepp, en íbúarnir í Dísa Magnúsdóttir læknir né hjúkrunarkona eru í héraðinu? — Jú, það kemur fyrir að leitað er til mín, t.d. ef fólk er með ígerðir eða eitthvað annað smávegis og geri ég þá að því í samráði við lækni. Ljósmóðir má ekki gera neitt slíkt nema með leyfi læknis. LIÐIN TÍÐ AÐ KONUR FÆÐIIIEIMA Á HVAMMSTANGA er ein ljósmóðir, Sigrún Höskulds- dóttir og hefur hún starfað þar í 4 ár. — Ég starfa á sjúkrahús- inu á Hvammstanga sagði Sig Arndís Salvarsdóttir þeim báðum eru samtals um 150. Við erum alls 4 ljósmæð- urnar í sýslunni, ein hefur Vík í Mýrdal og nágrenni, önnur hefur Landbrotið og Meðallandið og sú þriðja Austur-Síðu. — Á ljósmóðir í svona litl- um hreppum annríkt? — Ég hef mest haft 6 fæð- ingar á einu ári og minnst eina. Svo eru alltaf nokkrar konur, sem fara ti'l Reykjavík- u£ eða út á Selfoss til að fæða. — Hafa samgöngur ekki batnað mikið á þessum 15 ár um? — Fyrstu árin voru oft erf iðleikar á að komast til af- skekktra bæja, sem voru ein angraðir vegna vatna. Þegar ég þurfti að fara inn í Skaft- árdal, sem tilheyrir Síðunni, þurfti ég að fara á hesti og var 20 mínútur á leiðinni yfir Skaftárdalsvatn. Mér leið ekki sérlega vel að horfa nið- ur í djúpt vatnið — en þetta gekk alltaf vel. Nú eru komn ar tvær brýr á ána svo að svona ferðir eru úr sögunni. unni. Með því að verzlun min hætti um síðustu áramót vil ég færa öllum viðskiptavinum minum beztu þakkir fyrir góð viðskipti á liðnum árum, og áma þeim alls góðs. Keflavík, 12. marz 1969. INGIMUIMDUR JÓNSSON.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.