Morgunblaðið - 16.03.1969, Side 20

Morgunblaðið - 16.03.1969, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 196© - STRÍÐ OG FRIÐUR Ffamhald af bls. 12 kommúnistisk ríki — tötra- skapnum, roluskapnum, niður- níðslunni. Ástæðan er auðvitað sú að hvergi örlar á kynferðislegum örvunarmeðulum, engin klám- rit í bókhlöðum eða blaðatum- um, engar nektarsýningar eða boð um að sjá saurlífskvik- myndir eða leiki, þessi sefa- sýkislegi, allt-gleypandi áhugi á kynlífinu, sem hangir eins og kæfandi ilmgufa yfir svo mikl- um hluta hins vestræna heims, einkum stöðum eins og Kali forníu og Skandinavíu, er hvergi sjáanlegur — og ó, hví- líkur léttir! Sama er að segja um þessa kvikmynd, sem er ekkert annað en hægfara, fag- urkeraleg, einlæglega leikin og töfrandi myndræn útgáfa af einu hinna miklu snilldarverka síðari tíma, gerð ef til viil af umbúðarlausri en engu að síð- ur ósvikinni lotningu fyrir höf- undinum og sköpunarverki hans. Þá er ég kominn að Tolstoy, sem er, þegar allt kemur til alls, þungamiðjan í öllu saman. Ég sagði áður, að mestallan tímann hefði aðeins einn maður auk mín verið viðstaddur þessa kvikmyndasýningu í París, en í rauninni voru þeir tveir. Alla KARLMANNASKÓR AUSTURSTRÆTI6. DAMAS Nýjar gerðir af DAMAS kven- og karlmannaúrum. Höggvarin með 17, 21 & 25 steinum. — Vatnsþétt. Svissnesk gæðavara, kær- komin fermingargjöf. FRANCH MICHELSEN HF. Laugavegi 39. • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smoked Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spring Vegetable Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnarfrá Sviss eru hreint afbraqð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum étján fáanlegu tegundum. MAGGI SÚPUR FRÁ SVISS Hinn aldni sagnameistari skemmtir tveimur barnabörnum sín- um. Tolstoy átti 13 börn, en fjölskyldulíf hans var spillt af ófriði og óhamingju. sýninguna fann ég mjög sterkt til nærveru Tolstoys — hins Aldraða Tolstoys með úfið skegg og glampa í augum og bæmdabúninginn, yfirbragð hans, sem svo snilldarlega er lýst í minningum Gorkys og gerði það að verkum að hann virtist ódauðlegur, eins og gam all klettur, eða öllu heldur gamalt tré, sem er holt innan og þakið vafningsviði, en skýt ur engu að síður fram græn- um frjóöngum úr kræklóttum greinunum með hverju vori. Ég ætla að láta fylgja hér lýs- ingu Gorkys á Tolstoy, sem hann rifjaði upp fyrir sér er eitt það bezta af sínu tagi, sem ég heif nokkurn tíma lesið: „Ég sá hann einu sinni eins og hann hefur ef til vill aldrei borið öðrum fyrir augu. Ég gekk áleiðis til hans að Gaspra og handan við landareign Yus- opovs, niðri í fjörunni milli steinana, sá ég hann, lítinn og beinaberan, í gráum, kryppl uðum, tötralegum fötum með krypplaðan hatt. Hann sat og hvíldi höfuðið í höndum sér og vindurinn blés silfurhvíbu skegginu gegnum greipar hans: hann horfði í fjarska út yfir hafið og litlar, græn'leitar öld- urnar féllu þegar að fótum hans og gældu við þá, eins og þær væru að segja gamla töfra- manninum eitthvað um sjálfar sig. Þennan dag var sólskin og skýjafar og skuggarnir af skýj unum liðu um steinana og það ýmist birti eða dimmdi yfir þeim eins og gamla manninum. Fjöru steinarnir voru stórir, alsettir sprungum og vaxnir lyktsterku þangi, það ‘hefði verið háflæði. Mér virtist hann sjálfur vera stór steinn, sem vaknað hefði til lífsins og þekkti upphaf og endi allra hluta, sem íhugaði hvenær og hver yrðu endalok allra steinanna, grasa jarðar- ininar og vatna hafsins og heimsins alls, frá sandkorni til sólar. Og hafið er hluti af sálu hans og allt í kringum hann er frá honum, af honum kom- ið. í hreyfingarlausri íhygli gamla mannsins skynjaði ég eitt hvað örlagaríkt, einhvern töfra mátt, sem lægi niður í djúpið fyrir neðan hann og teygði sig upp eins og leitarljós í blátt tómið ofan jarðar — eins og það væri hann, einbeittur vilji hans, sem drægi að sér öldurn- ar og varpaði þeim burt aftur, sem stjórnaði hreyfingum skýja og skugga, sem vekti steinana til lífsins. Skyndilega, eitt fjar- stæðulegt andartak fannst mér það mögulegt, hann myndi standa á fætur, veifa hendinni og sjórinn yrði sléttur sem gler, steinarnir færu að hreyfast og allt í kringum hann lifnaði við, fengi mál og talaði hvert með sínum rómi um sig, um hann, við hann. Ég get því ekki með orðum lýst hvað ég skynjaði fremur en hugsáði á þeirri stundu, í sál minni var fögn- uður og ótti og að lokum ranh allt saman í eina ljúfa hugsun: „Ég er ekki munaðarlaus á jörð Aðalfundur Byggingasamvinnufélags vélstjóra (síðari fundur) verður hald- inn að Bárugötu 11 fimmtudaginn 20. marz kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsstjóm. Shrilstoiumaðnr óskost Fiskvinnslufyrirtæki úti á landi vantar skrifstofumann sem fyrst. Tilboð með uppl. um menntun og aldur, ^ndist Mbl., merkt: „2967". Kaffiscala kvenskátanna Hallveigarstöðum í dag er að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.