Morgunblaðið - 16.03.1969, Side 31

Morgunblaðið - 16.03.1969, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGb'R 16. MARZ 1909 31 Tel aðgeröir stúdenta- ráðs mestu vitleysu — segir Mogens Fog, rektor Hafnarháskóia Sjo ungar stúlkur úr Laugalækj arskóla' komu til okkar í gær með kr. 2500,— sem þær höfðu safnað til Biafra með því að ganga í hús, og halda hlutaveltu heima hjá sér. Þær heita: Krist- ín Ólafsdóttir, Díana Björnsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Ólöf Davíðsdóttir, Guðrún Jóna Gísladóttir og Gíslína Gísladóttir. Eina stúlku vantar á myndina Rósu Ólafsdóttur, systur Kristínar. Tillögum De Gaulles tekið fálega — í Vestur-Þýzkalandi Kaupmannahöfn, 14. marz. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. REKTOR Kaupmannahafnarhá- skóla, Mogens Fog, telur aðgerð- ir stúdentaráðs, og tilmæli þeirra tii Laxness, vera hina mestu þvæiu. Hann segir: „Stúdentarnir hafa ekki áður skipt sér af stjórn sjóðsins og mér finnst það óskilj anlegt að þeir skuli einmitt í ár fara framá við verðlaunahafann að hann neiti að taka við verð- Íaununum, á þeim vafasama grundvelli að fé’ð sé ekki vel fengið. Washington, Moskvu, AP. 0 Margir öldungadeildarþing- menn hafa gagnrýnt þá ákvörðun Nixons að láta byggja gagneld- flaugakerfi, en þó er búist við að hann hljóti nægilegan stuðn- ing. 09 Varnarkerfið verður byggt í áföngum, og hægt að gera breyt- ingar á því ár frá ári. O Pravda skýrði stuttlega frá ákvörðun forsetans á föstudag, án athugasemda. Margir öldungadeildarþing- menn hafa gagnrýnt ákvörðun forsetans og telja hana færa Bandaríkjamönnum óþarfar fjár- hagsibyrðar, og auka hættuna á áframhaldandi vígbúnaðarkapp- hlaupi. Meðal þeirra er Eugene McCarty, sem segir þetta vera „Ployboy" hélt ófram LÖGREGLAN stóð enn vörð við húsakynni nærklúbbanna fjög- urra í fyrrinótt. í „Playboy" hélt starfsemin áfram af fullum krafti, þrátt fyrir bann lögreglu- stjóra og fyrirskipanir lögreglu- manna á ■staðnum. Ekki kom til þess, að lögreglan færi inn í klúbbinn en hún varnaði fólki inngöngu eftir 11:30 og stóð vörð til klukkan 05, að síðustu gest- irnir yfirgá'fu klúbbinn. — Þrír menn voru fluttir í Síðumúla. — Við hina klúbbana þrjá bar ekki til tíðinda. t Útför sonar okkar og bróður Sigfúsar Sigurgeirssonar Langholtsvegi 58, sem lézt 4. marz sl. verður gerð frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 19. marz kl. 13.30. Hlíf Gestsdóttir, Sigurgeir Sigfússon og systkin hins látna. t Útför móður okkar, tengda- móður og ömmu Láru Magneu Pálsdóttur Grettisgötu 13, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 18. marz kl. 1.30 e.h. Börn, tengdabörn og barnaböm. Húseignirnar. sem afla sjóðn- um tekna hafa verið undir eftir- liti og stjórn háskólans síðan 1949. Húsin eru í prýðilegu ásig- komulagi, og alls ekki, eins og stúdentaráð heldur fram, einn stærsti smánarbletturinn á landi okkar. Síðast í haust hófu stúd- entarnir herferð til að fá því til leiðar komið að fleiri þeirra fengju húsaskjól í viðkomandi húsum, og það er m.a. af þeim ástæðum sem ég tel áðgerðir þeirra vera tóma vitlaysu". — Rytgaard. fyrstu stóru mistökin sem forset anum hafa orðið á. Nixon segir sjálfur að umræðurnar í þinginu geti orðið „líflegar” en kvaðst sannfærður um að þegar þing- héimur hefði fengi'ð ráðrúm til að kanna málið, myndi hann fá nægan stuðning. Sentinel-kerfið verður mjög sveigjanlegt í uppbyggingu og hægt að gera breytingar á því ár frá ári, eftir því hvernig ástandið í heiminum verðtir hverju sinni. Ef Bandaríkin telj- ast vera í sérstakri hættu verður hægt að hraða framleiðslu og uppsetningu mjög mikið, en einn ig hægja á henni eða stöðva hana án teljandi erfi’ðleika. Moskvublaðið Pravda skýrði stuttlega frá ákvörðun forsetans í gær, og gerði engar teljandi athugasemdir við hana. Tekið var fram — eins og Nixon hefur sagt — að ef árang- ur aí afvopnunarviðræðum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna yrðu slíkar, væri hægt að stöðva uppsetningu eldflaugakerfisins hvenær sem væri. Blaðið minnt- ist ekkert á gagnflaugakerfi um- hverfis Moskvu, en Nixon segir að „bunnu“-kerfi hafi veri’ð kom ið upp umhverfis borgina. EKIÐ var á 19519, sem er græn- blá Cortina, þar sem bíllinn stóð við Barónsstíg 13 frá því síðla miðvikudagskvölds til klukkan 8 morguninn eftir. Ekið var á R-17435, sem er ljósblár Volkswagen, þar sem bíllinn stóð í siæði við Arnar- hólstún frá klukkan 09:30 til 17 sl. fimmtudag. Báðir bílarnir skemmdust og skorar rannsóknarlögreglan á ökumennina, sem tjónunum ollu, svo og vitni að gefa sig fram. Tékbor ofþokko somúð Kínverja Vínarborg 15. marz. AP. MÁLGAGN tékkneska kommún- istaflokksins Rude Pravo vísaði í dag á bug samúð kínverskra kommúnista vegna innrásar Var- sjárbandalagsríkjanna í landið í ágúst í fyrra. Segir blaðið, að sá grunur hljóti að læðast að mönn um, að yfirlýsingar og fordæm- ingar Kínverja hafi verið settar fram til þess að reyna að æsa til sundurþykkju milli tveggja vina þjóða, Sovétríkjanna og Tékkó- slóvakíu. Þá lýsir Rude Pravo andúð sinni á ágangi Kínverja og ofbeld isverkum þeirra gagnvart sovézk um landamæravörðum nú ný- verið. París, 15. marz — NTB — ÁÆTLUNUM De Gaulles, um sameiningu Evrópu, virðist hafa verið fremur fá’ega tekið í Vest ur-Þýzkalandi. • Áætlunin virðist vera þó nokk uð breytt frá því sem hún var þegar forsetinn lagði hana fyrir Soames, sendiher-a Breta. De Gaulle lagði áætlun sína fyrir Kiesinger. kanzlara Vest- ur-Þýzkalands, meðan á heim- sókn hans í Frak klandi stóð. Tals maður utanríkisráðuneytisins skýrði frá viðræðunum og kom þá í ljós að forsetinn virðist hafa gert ýmsar braytingar á áætlun- inni. M.a. sagði hann við Kies- inger að Frakkar myndu halda Belgrad, 15. marz — AP — FUNDUR júgúslavneska komm- únistaflokksins, sem hefur stað- ið í Belgrad þessa viku, lauk þar í dag. Öll meðferð mála á ráðstefnunni og ræður, sem voru fluttar sýndu, að júgóslavnesk- ir kommúnistar <nunu ekki hvika frá þeirri sjálfstæðu stefnu, sem Tito markaði flokknum á sínum tíma. Fundurinn fordæmdi harð lega kenningu Sovétríkjanna um takmarkað fullveldi kommúnista ríkja, svo og innrás Varsjárbanda lagsríkjanna í Tékkóslóvakíu. áfram aðild sinni að NATO, en við Soames, sendiherra lét hann í ljós ósk um að NATO yrði lagt niður, enda réðu Banda- ríkjamenn þar rikjum. I viðtalinu við Soames vildi forsetinn einnig efnahagsbanda- lagið feigt, en síðan var því ljóstr að upp hafa Frakkar reynt að sannfæra vini sína innan þess, að þetta hafi elit saman verið misskilningur, enda hafði forset inn engin slík orð við Kiesing- er. Kanzlarinn mun þó ekki hafa verið neitt yfir sig hrifinn af ráðagerðum fo'.setans, og í Vest ur-Þýzkalandi hefur tillögunum verið tekið fremur fálega. f fréttum frá Vínarborg í dag segir að Varsjá'bandalagið ætli að halda heræfingar í Búlgaríu á næstunni, aðeins 50 km. frá Iandamærum Júgóslavíu. Rúm- enskar hersveitir munu einnig taka þátt í æfingunum, að því er austurríska blaðið „Die Presse“ skýrir frá í dag. Er tal- ið að rúmenska stjómin vilji þar með sýna Sovétríkjunum sam- starfsvilja, en Varsjárbandalag- inu hefur verið neitað um að halda heræfingarnar í Rúmeníu. jFiskneyzIa í I JEBE-Iöndum - Frakkar mestir \ fisknsytendur ÍBrússel, 14. marz — NTB — 1 ÞJÓÐVERJAR borða ekki i eins mikinn fisk og undan- 7 farin ár, en aftur á móti hef- \ ur fiskneyzla ítala og Frakka \ aukizt. Þetta kemur fram í l í skýrslu Evrópunefndar um / 1 fiskneyzlu í Efnahagsbanda-7 \ lagslöndum. Þar segir að ár- \ \ ið 1960 hati neyzlan á íbúa i t verið 10.8- kg. á ári og árið ? / 1967 hafði neyzlan vaxið og \ T var þá 11.9 kg. Fiskneyzla í \ i Þýzkalandi hefur minnkað i t um 15% á þessum tíma, en í/ 7 Frakklandi hefur hún vaxiðj 1 um 20% og um 30% á Ítalíu. \ i Frakkar snæða nú 15.4 kg. i t fiskmetis á íbúa yfir árið. Hol-1 7 lendingar eru neyzlugrennst- 1 \ ir hvað fisk snertir og borða \ \ aðeins 9.9 kg. á íbúa á ári. i Philip Jenkins Jenkins leikur í Borgnrbíéi Akureyri, 15. marz. PHILIP Jcnkins, píanóleikari, leikur í Borgarbíói á Akureyri n.k. þriðjudagskvöld á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Með þessum tónleikum hefst siðari hluti starfsárs félagsins og fer miðasala og endurnýjun félags- skírteina fram í bókabúðinni Huld. Á efniskrá tónleikanna á þriðjudaginn verða verk eftir: Haydn, Sehumann, Corbonelli, Debussy og Ghopin. Nýlega lék Philip Jenkins ein- leik með Sinfóníuhljómsveit ís- lands við góðan orðstír og iék einnig fyrir Ríkisútvarpið (Sjón- varp). Fyrr i vetur var hann á tónleikaferðalagi um Evrópu með „Trio of London“, sem hvar vetna hlaut mjög lofsamlega dóma. — Sv. P. - RÆKJUVEIÐI Framhald af hls. 32 febrúarloka og 29 það sem af er marz. Þetta er heldur meiri afli en barst á land á allri rækju vertíðinni í fyrra en vertíðin getur staðið allt til aprílloka. Sex bátar stunda rækjuveiðar frá Hólmavík og 3 frá Drangs- nesi. Töluverð atvinna hefur skap- azt í kring um rækjuna en hún er skelflétt í höndunu<m og sett í plastfötur til útflutnings. Undirbúninigur að hrognkelsa- veiðum er hafinn og telja menn veiðivonir góðar, ef ís og veðr- átta hamla ekki. — A. . Bezta auglýsingablaöiö Þessar litlu stúlkur litu inn hjá hjá okkur í gær með fjárfúlgu að upphæð 9500, níuþúsund og fimm hundruð krónur. — Höfðu þær safnað peningunum með því að halda hlutaveltu. Þær heita: F.v. neðri röð: Guðrún Þórðardóttir, Magnea Einars dóttir, Anna Þórisdóttir. Efri röð: Sigríður Ósk Lárusdóttir, Þór- unn Jónsdóttir, Þórdís Gunnarsdóttir og Áslaug Óttarsdóttir. Gagneldflauga- kerfíi gagnrýnt Heræfingar hjá landa- mærum Júgðslavíu — fundurinn í Belgrad fordœmir inn- — rásina í Tékkóslóvakíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.