Morgunblaðið - 19.03.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1969 23 Sementsflutning'abíl frá Akranesi hvolfdi nálægt hvalstöðinni í Hvalfirði í fyrradag. Var bíll- inn á leið upp brekku í hálku er keðjuhlekkur losnaði og hrökk í bremsuna svo að hún varð 6- virk. Rann bíllinn aftur á bak og mun aftanívagn hafa farið út af veginum með þeim afleið- ingum, sem sjá má á myndinni. Engin slys urðu á mönnum. (Ljósm. Þórir Jónsson). Pravda sakar Peking og Bonn um samstarf Verða þetta höfuðröksemdin til að sann- fœra ýmsa kommúnistaflokka um nauðsyn á fordœmingu á Kínverja í vor? MoSkvn, 18. marz. — NTB. PRAVDA, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, lætur bein línis að því liggja í dag, að V- Þjóðverjar og Kína séu sín á milli að brugga Sovétríkjunum launráð. Segir blaðið að fjöldi Tundurduflið gert óvirkt í dug embættismanna í Bonn hafi hug á að gera ævintýrapólitík Maós formanns að hluta af heims- valdaáætlun V-Þýzkalands. Greinán, sem um þetta er birt, er ritu-ð af fréttaritara Pravda í Bonn. Er hún mesta tilrauxi Rússa til þessa dags í þá átt að reyna að ikoma á sambandi milli utanríkisstefnu Pefkimg og Bonn. í Moskvu telja þeir, sem vel þelkkja til mála, að fjöknörg uan mæli, sem birzt haifa í sovézk- um blöðum að undanförnu, þar sem gefið er til kynna að um samstartf sé að ræða mili Kín- flokkar ýmissa landa hatfa til þessa verið mjög á móti slíkri fordæmingu. Pravda hefur grein sína á því, að fréttaritari v-iþýzku frétta- sbofunnar DPA hatfi sérstaka að- stöðu í Peikmg. Þegar hann hatfi haldið heim frá Petkimg, hafi kín- verski utanríkisráðherrann kvatt hann, og gefiið í skyn að Kína kynni að hafa áhuga á að taka U'pp stjórnmálasamband við V- Þýzkaland, segir Pravda. ■— „Þetta er ekki fyrsta merkið um að þeir séu reiðuibúnir að semja við mestu uppivöðsluseggi hedms valdasinna“, segir blaðið. Þá segir Pravda, að það hafi verið árás Kímverja á sovézku landamærunum, sem hafi gert V-ÞjóðVerjum kleift að hafa forsetakjör sitt í V-Berlín. — „Menn þurfa ekiki að vita nein stórleyndarmál til þess að sjá, að Bonn þykir núverandi utan- ríkismálastefna Peking aðlað- andi. í hópi v-þýzfcra nýnaz- ista er talað um að nú sé Bonn að endurvekja þýzfca heims- veldið, á meðan Kína ýti undir af sinnd hálfu“, segir Pravda. JÁRNHÓLKURINN, sem fannst í fjörunni á Seyðisfirði í fyrra- dag og skýrt var frá í Mbl í gær neyndist vera tundurduffl. Kom varðskip til Seyðisfjarðar í gær og athugað; duflið, sem er svo- nefnd fjarðad'utfl, en slík dufl voru lögð í firði á stríðsárunum. Verður maður sendur til Seyðis- fjarðar í dag tij þess að gera dutflið óvirkt. - LAXVEIÐI Framhald af bls. 24. á og 990 í Laxá í Dölum. í ám í Húnavatnssýslu veiddust 1036 í Miðfjarðará, 989 í Víði dalsá, 559 í Vatnsdalsá, 721 á Blöndusvæðinu og í Laxá í Þingeyjarsýslu veiddust 1171 lax. Eftirspurn eftir laxi var mik il í sumar, en verðlag svipað og í fyrra. Innanlandsneyzla hefur farið vaxandi, og út- flutningur verið með minnsta móti. verja ag V-Þjóðverja, bendi til þess að unnið sé að því að þetta verði meðal höfuðrakanna til þess, að samþy'kkja beri for- dæmingu á Kína á alþjóðastefnu komimúnista, sem fyririhuguð er í Moskvu í maí. Kommúnista- Bezta auglýsingablaðið Félagsfundur og skemmti- kvöid Nortmunnsloget Félagsfundur verður haldinn í Norræna húsinu við Hringbraut í kvöld kl. 20.30. Breyting verð- ur á dagskránni vegna forfalla fvars Eskeland, forstj. f hans stað mun Hróbjartur Einarsson, lektor, flytja erindi. Pluttur verð ur útdráttur úr bók Sigrid Und- sett „Kristin Lavransdóttir". Einnig verður sýnd stutt kvik- mynd um sama efni. Norðmenn og Noregsvinir eru velkomnir til að hlusta á þetta fróðlaga erindi meðan húsrúm leyfir. Annað kvöld. fimmtudag Mótmælo verði d slægðum iiski FUNDUR í stjórn og trúnaðar- mannaráði Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, hald inn 15. febrúar sl. mótmælir harð lega því fiskverði, sem yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi 13. þ. m.. Fundur- inn bendir á að verðmunur á slægðum og óslægðum fiski geri ekki meira en að 'bæta upp rýrn- unina sem verður þegar fiskur er slægður um borð í veiðiskipi. Sjómenn fá því ekkert fyrir að- gerð um borð í veiðiskipi sem fiskkaupandi þarf annars að greiða ef um aðgerð er að ræða í landi. Fundurinn mótmælir einnig harðlega að fulltrúi sjómanna skuli greiða atkvæði með þess- ari fiskverðákvörðun, þar sem •um er að ræða vítaverð svik á gefnum loforðum um að slægð- ur fiskur skyldi hækka verulega þannig að sjómenn fengju að- gerðina greidda í hlutfalli við það sem greitt er í landi. Frá Sjómannafélaginu Jötunn, Vestmannaeyjum. gengst Nordmannslaget fyr: skemmtikvöddi í Norrœna húsin og mu-n gamanleikarinn Per Asj in skemm-ta þar. Eru allir ve kamnir, en greiða þa-rf aðgar að skemmtikvöldinu. (Fró Nordmannslaget). - ÁVÍSANIR Framhald af bls. 24 er við fyrri kannanir, en þetta er sú 20, sem fram hefur farið frá því 1963. Við síðustu könnun 19. október sl. reyndust 282 ávís anir innistæðulausar og upphæð þeirra samtals 1 milljón 904 þús- und krónur. Var það 8,14 pro- mille af veltu dagsins, eða rúm lega 0,8 prósent. Margar af innistæðulausu ávís- unum hljóðuðu upp á lágar upp- hæðir og var víða bersýnilega um að kenna samlagningaskekkj um og gleymsku útgefenda. Avísanakönnun sem þessi er mjög umfangsmikil því að henni taka þátt sparisjóðadeildir og hlaupareikningsdeildir allra banka og sparisjóða í Reykjavík og nágrenni. Unnu á annað hundrað manns að könnuninni allan laugardaginn og sums stað- ar var unnið fram yfir miðnætti. Enn koma vega- skemmdir í Ijós — ógerlegt að segja til um hve miklu tjónið á vegunurn nemur ÁSTAND á vegum, sem skemmd ust í vatnavöxtunum um helg- ina hefur verulega batnað, en víð ast hvar hefur aðeins verið gert við þá til bráðabirgða og verður fullnaðarviðgerð að bíða til vors. Vinna starfsmenn Vegagerðarinn ar enn að viðgerðum og eru stöð ugt að koma í ljós nýjar skemmd ir. Er því enn sem komið er ó- gerlegt að gera sér grein fyrir hve miklu vegatjónið nemur, að því er Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni tjáði Mbl. í gær. Færð er orðin ágæt um Hellis- heiði og Suðurland og fært er um aðalvegi í Borgarfirði, en marg- - GOLDA MEIR Framhald af bls. 1 Hussein saigðli í viðtali við eg- ypzka blaðið A1 Ahram, að sama- eiginleg herstjórn íraiks, Sýr- lands og Jórdaníu á landamær- uim þessara ríikja og ísrael hetfði verið ákveðin og þremur fyrr- neifndu löndunum væri nauðsyn að efla laindamœravarnir sínar. Þá hvatti kóngur enn til, að fundur æðstu ma-nna Arabaland- anna yrði haldinn, en það hefur lengi verið mikið áhugamál h,ans. Blaðið A1 Jarida í Líbanon lætur að því liggja í grein í dag, að Hussein kunni að hatfa í hygigju að sagja af sér konung- dómi, etf endir verði elkiki bund- inn á deilurnar í Miðausburlönd- um fljótlega. Segir blaðið, að Hussein muni hatfa tjáð Nasser ag væntanlega Feisal í Saudi Arabíu þetta, og sennilega muni hann senda Nixon Bandaríkja- forseta orðsendinigu um málið innan tíðar. Golda Meir ítrekaði á blaða- mannatfundinum í dag þá al- m-ennu skoðuin ísraela, að frá- leitt væri að þeir myndu hopa uim -hársbreidd og hún sagði að ísraelar myndu gera sfcyldu sína gaignvart landi sín-u. Golda Meir tók fram, að ísraelska stjórndn væri öll af vilja gerð að að- Stoða sáttasemjara SÞ, Gunnar Jarring, í starfi hans. í hugsan- leguim saimnirngaviðræðum væri þó með öllu úti'lokað að hryðju verkasamtök á borð við A1 Fata fengju aðild. Forsætisráðherr- ann sagðist efcfci efast um góð- an hug Nixons Bandarílkjafor- seta til ísraels og annarra landa fyrir botni Miðjarðarbafs, en tók fram að stórveldin ættu ekki að hafa afskipti af hugsan- legum samninigaviðræðum ísraels og Araba. Að lokuim sagði Golda Meir: „Okfcur leikur ekki hugur á að vinna fleiri stríð. Við vilj-um ekfci styrja'ldir“. Ti-1 átafca kom við Súezsfcurð- inn í daig mil'ld ísraela og Egypta og stóð skofchríðin í rösfca klufckustund. Var það í fyrsta skipti síðan í fyrri viku, að bar- dagar blossa upp þarna. Ástæð- an fyrir kyrrð er sögð sú, að mifclir sandstormar hafi verið á þessum slóðum og því ólhægt um vifc að eiga í bardögum. Skothríðin í dag var við suð- urenda dkurðarins, við Port Taufiq. Aðilar hafa skipz-t á á- sökunum og fclögumálum svo sem vani er. Hvoruigur segist hafa misst rnann fallinn, en ísra- elar segja að einn úr liðtt þeirra hafi særzt. f AP-frétt frá Tel Aviv seg- ir, að ísraelar hafi komið sér upp öfluiguim víggirðingum á eystri bakfca Súezskurðarins, og í NTB-frétt frá Kaíró segir, að Bretar ætli að benda ísrael- um á þá áhættu, sem ku-nni að verða því samtfara að styrkja varnirnar á eystri bafckanum. ir útvegir eru aðeins jeppafærir. Á Snæfellsnesi, þar sem ástandr ið var hvað verst er orðið fært til Ólafsvíkur, Grundarfjarðar og Stykkishólms. Fyrir Ólafsvík- urenni er aðeins jeppafært og Útnesvegur og Skógarstrandar- vegur eru alveg lokaðir. Á Snæ- fellsnesi var viða kominn snjór í gær og þurftu flokkar Vega- gerðarinnar að vinna þar að snjó ruðningi auk lagfæringa vegna vatnaskemmda. Færð er sæmileg um Dali og allt til Króksfjarðarness. Á Vest fjörðum er víða búið að opna aðalleiðir og er nú fært frá.Pat- reksfirði til Bíldudal-s og einnig suður á Barðaströnd. Fært er milli Bolungarvíkur og fsaíjarð ar og í gær var verið að opna leiðina milli ísafjarðar og Súða- víkur. Sæmileg færð var innan fjarða í Önundarfirði og Dýra- firði í gær. Stærri bílum var fært norð- ur um Holtavörðuheiði og allt til Raufarhafnar í gær. Einnig var fært um Strandir til Hólm-a- víkur. Á Norð-austurlandi var snjóþungt og vegir þar yfirleitt lokaðir. Færð var aftur á móti ágæt víðast hvar á Héraði óg fært var yfir Fagradal og frá Reyðarfirði suður til Hornafjarð ar. Lónsheiðin er að vísu enn mjög viðsjárverð vegna mikill- ar hálku, en er þó talin fær vel útbúnum bílum. Umhleypinga- som tið i Stykkishólmi TÍÐIN hefir verið ákaflega um- hleypingasöm undanfarið. Má segja að síðan i haust hafi skipzt á hörkufrost eða þíðviðri og svo er enn. Ekki fyrir löngu komst frostið upp í 19 stig og rétt skömmu seinna var komið þíð- viðri og 8 stiga hiti. Þessi veðr- átta hefir haft mikil áhrif á sjó- sókn því stormar hafa siglt í kjöl far veðráttunnar og gert erfiðara fyrir að vera með veiðarfæri í sjó. Stundum hefir höfnin í Stykk ishólmi verið full af ís og stund- um auð. Oft hefir þannig verið að bátar hafa ekki getað hreyft sig í höfninni og þurft að fá aðstoð við að komast út. — Fréttaritari. - BRETAR Framhald af bls. 1 eynni einhliða yfir sjálfstæði hennar og sögðu hana úr eyja- sambandinu. Hafa alla tíð sfðan verið unnið að samningum við brezku stjórnina um sjálfstæði eyjarskeggja. „Ríkið“ er aðeins um 90 ferkílómetrar, og íbúar um 6000. Óeirðir hafa verið miklar á Anguilla að undanförnu,- að því er Bretar segja, og er brezkur sendimaður kom til eyjarinnar í fyrri viku, var honum fleygt jafn óðum um borð aftur. Segir sendi fulltrúinn, að eyjan sé algjörlega á valdi vopna'ðra glæpamanna. Seint í dag bárust þær fréttir frá St. Kitts að flugvélarnar sem flytja innrásarliðið, hafi lent þar í glaða sólskini, og hafi fallhlífa- hermennirnir verið fluttir um borð í þrjú brezk herskip, frei- gáturnar Rofchesay, Rhyl og Minerva. Ekki höfðu skipin enn lagt af stað til Anguilla, er síðast fréttist, en þangað er um 100 km sigling frá St. Kitts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.