Morgunblaðið - 19.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1969
3
Sijsrurður býður upp málverk eftir Svein Björnsson er nefnist Fiskar í leik.
Helgafell Kjarvals var sleg
ii á 72 þúsund kr.
— húsfyllir á málverkauppboði Sigurðar
Benediktssonar í gœr
MÁLVERK eftir Jólhannes S.
Kjarvai seldist á hæstu verði á
máiverkauppboði Sigurðar Bene
diktssonar í gær. Málverkið var
a.f Helgafelli 98x150 cm. og var
slegið á 72 þúsund krónur.
Húsfyllir var á Hóteil Sögu er
uppboðið fór fram, og seldust
nokkrar myndir á góðu verði.
Lítið olíumálverk eftir Átgrím
Jónsson seldkst á 32 þús. kr.,
olíumálverk eftir Kjarval, Vífils-
fell fór á 40 þús. kr. og litil
vatnslitamynd eftir Nínu
Tryggvadóttur seldist á 16 þús.
kr..
Tvö málverk eftir Snorra Ar-
inbjarnar voru á uppboðinu, en
málverk eftiir hann eru sjaldan
á boðstólum. Málverkin voru
frekar lítil, 60x65 om og 65x75
om og selduist þau á 35 þús. og
45 þús. kr. Þá seldist mynd Gunn
laugs Blöndals Reykjavíkurhöfn
Deilt um útvarpsþátt
UMRÆÐUR mm áfengislög héldu |
áfram i neðri deild Alþingis í |
gaer. Varð 1. umræðu lokið, en ■
atkvæðagreiðslu frestað. Snerust
uimræðurnar í gær aðallega um
útvarpsþáttinn „Daglegt líf“. en
í honum var fjaillað u>m nætur-
klúbba eigi alls fyrir löngu. Taldi
Siigurvin Einarsson að slik gkoð-
anakönnun, sem þar hefði farið
fram, ættj engan rétt á sér. Hún
gæfi ekki mynd f vilja almenn-
ings, þar sem aðeins örfáir væru
spurðir og þá aðila veldi stjórn-
andi þáttarins. Krafðist Sigurvin
þe.ss að þáttur þessi yrði lagður
niður.
Benedikt Gröndal, sem er for-
maður útvarpsráðs, vakti athygli
þingimannsins á því að þarna
vseri ekki um neina skoðana-
könnun að ræða, enda hefði
stjórnanda þáttarins aldrei diottið
í hug að kalla spjall sitt slíkt.
Aðeine væri um að ræða rabb
við fólk á förnum vegi í því
ekyni að skapa umræðugrund-
völl. Sagði Benedikt að slík
vinnubrögð tíðkuðust nú hjá öll-
um fjölmiðiunartækjum hérlend-
is, og það bæri aðeins „öldunga-
deild Framsóknarflokksins" vitni
að vera á móti slíku.
Þórarinn Þórarinsson (útvarps
ráðsmaður) tók að nokkru undir
orð Benedikts, en sagðist viður-
kenna að slíkt form á umrædid-
um þætti skapaði hættu á ein-
hæfum málflutningi.
Sigurvin Einarsson sagðist
ekki undra þótt þátturinn væri
svo úr garði gerður sem raun
bæri vitni, af „unglingadeiild Al-
þýðuflokksins“ fjallaði um hann.
Taldi' hann það í áttina að út-
varpsráðsmaðurinn skyldi viður-
kenna, það er hann hefði bent á.
Matthias Bjarnason tók einnig
þátt í umTæðum, og fjallaði
ræða hans um efni frumvarps-
ins. Gerði hann athugasemdir við
breytingartillögur er Sigurvin
Einarsson og fl. flytja, auk þess
sem hann skýrði af hverju frum
varpið væri flutt af allsherjar-
nefnd neðri deildar.
á 22 þús. og landslagsmynd eftir
Jón Þorleifsson seldist á 20 þús.
kr.
Yfirleitt var dræmari sala á
málverkum yngri málaranna, en
t. d. 4 máilverk eftir Kristján
Davíðason voru boðin upp. Seld-
ust tvö þeirra fyrir 12 þús. kr.
hvort og tvö á 8 þús. kr. hvort.
- BORGARSTJÓRI
Framhald af bls. 24
vinnuleysistryggingasjóður hef-
ur lánað 20 milljónir til þessara
framkvæmda og loforð er fyrir
20 milljónum króna frá Atvinnu-
málanefnd ríkisins. Vantar þá 7
milljónir króna til að ljúka þeim
hitaveituframkvæmdum, sem fyr
irhugaðar eru á þessu ári. Hér
er um að ræða lagningu hita-
veitu í öll fjölbýlishús í Árbæjar
hverfi og Breiðlholtshverfi og
meginhluta raðhúsahverfis í
Breiðholti. Hugsanlegt er einnig,
að framkvæmdir verði hafnar
við lagningu hitaveitu í einbýlis
hús í Árbæjarhverfi og Breið-
holtshverfi. Þessum hitaveitu-
framkvæmdum verður lokið á
þessu ári og hefur þá hitaveita
verið lögð í 95% húsa á skipu-
lögðum svæðum í Reykjavík en
kostnaður við upphitun með
hitaveitu er nú innan við 60%
af kostnaði við upphitun með
oliu. Borgarstjóri sagði, að þeg-
ar þersum áfanga væri lokið
hefðu skapazt skilyrði til að
leggja hitaveitu í ný hús um
leið og flutt væri í þau en það
byggðist þó á' því, að nægilegt
varmamagn væri fyrir hendi.
Geir Hallgrímsson skýrði frá
því, að um ármót hefðu 1087
íbúðir verið i smíðum í Reykja-
vík og þar af 785 fokheldar eða
lengra á veg komnar. Við telj-
um að til viðbótar þessu sé búið
að úthluta lóðum fyrir 300-400
íbúðir, sagði borgarstjóri. Hann
upplýsti ennfremur, að nú hefði
borgin á boðstólum lóðir, sem
verða byggingarhæfar í vor, fyr-
ir raðhús og einbýlishús. Sem
stendur væri búið að úthluta öll-
um lóðum fj'rir fjölbýlishús en
framkvæfndir væru ekki hafnar
á þeim ölium. Sagði borgarstjóri,
áð lítii eftirspurn væri eftir lóð-
um um þessar mundir. Þá skýrði
Geir Hallgrímsson einnig frá því
að í sumar mundu verða tilbúnar
lóðir undir 180 íbúðir, sem Fram
kvæmdanefnd byggingaráætlun-
ar hyggst byggja. Borgarstjóri
var inntur eftir því, hvort þær
forsendur, sem Aðalskipulag
Reykjavíkur byggir á um þróun
íbúafjö'idans á höfuðborgarsvæð-
inu hefðu staðizt og sagði hann '
svo ekki vera. Aðalskipulagið i
hefði byggt á 2% fólksfjölgun á
ári en hún væri komin niður í i
1,8% og hefði verið enn minni
í Reykjvík á sl. ári.
Geir Hallgrímsson sagði, að I
gert hefði verið ráð fyrir, að j
íbúafjöldi Reykjavíkur yrði um
110 þúsund á árinu 1983 en hæp-
ið væri að það stæðist. Hinn 1.
des. sl. hefðu íbúar Reykjavíkur
verið 80.900. Hins vegar hefði
verið gert ráð fyrir örari fólks-
fjölgun í nágrannasveitarfélögun
um og að byggðin færðist heldur
suður á bóginn.
Geir Hallgrímsson skýrði frá
þvi, að á þessu ári yrði unnið við
fjölmarga skóla á vegum borgar-
innar. Framkvæmdir eru hafnar
við Breiðholtsskóla, Vogaskóla,
Gagnfræðaskóla verknáms og
Álftamýrarskóla og ennfremur
yrði unnið við Hvassaleitisskóla
og Árbæjarskóla i'vo og Æfinga-
skóla Kennaraskólans og Iðnskól
ann, en borgin greiðir hluta af
byggingarkostnaði þessara skóla.
Þá er unnið við myndlistar-
húsið á Miklatúni og stúkuna í
Laugardal. Ennfremur verður
unnið við nokkur barnaheimili, í
Sóllheimum, Fossvogi og Breið-
holti. Á dagskrá eru svo bygging
íbúða fyrir aldraða, sem væntan-
lega verður hafizt handa um í
sumar og bygging hjúkrunar-
heimilis en óvíst er hvort unnt
verður að hefja framkvæmdir
við það í sumar.
Borgarstjóri upplýsti, að nú
hefði verið boðin út malbikun
Smáibúðahverfis og ennfremur
yrði boðin út gangstéttarlagning
innan tíðar. - Geir Hallgrímsson
sagði, að svo sem jafnan áður
yrði starfsliði fjölgað í vor og
■umar vegna þessara fram-
kvæmda. Þá skýrði hann frá því,
að atvinnumálanefnd borgarinn-
ar hefði verið falið að gera til-
lögur um sumarvinnu fyrir ungl-
inga.
Fjölmörgum fyrirspurnum var
beint til borgarstjóra um atvinnu
mál yfirleitt í Reykjavík og
kvaðst hann hafa nokkrar álhyggj
ur af því, að 3-4 fiskibátar hefðu
verið seldir úr borginni út á land
og lagði áherzlu á, að ráðstafan-
ir til atvinnuaukningar út um
landsbyggðina mætti ekki verða
til þess að atvinnuleysi skapaðist
í Reykjavík. Hann benti á, að
ýmsar ráðstafanir vegna byggða-
jafnvægis væru neikvæðar fyrir
atvinnurekstur í Reykjavík, svo
sem jöfnunarverð á olíu, sem
kæmi sér mjög illa fyrir togara-
útgerð.
Skíðoferð til ísafjorðar Skíðið með Kristni Ben ó skíða
með Kristni Ben 22—23.marz vikuno u ísafirði yfir póskano Skipulögð skíðaferð af Kristni Benediktssyni og Útsýn á skíða-
Hví ekki að slappa af í viku og njóta fjalla- vikuna á Isafirði.
loftsins og útiverunnar í Seljalandsdal og Flogið verður frá Reykjavik 1., 2., 3. april og til Reykjavikur
lærið á skíðum hjá Kristni Benediktssyni? frá Isafirði mánudaginn 7. apríl.
Dvalizt verður í skíðaskálanum á Selja- Búið verður á hótelum og einkaheimilum.
landsdal. Verð frá 4.600 kr.
1250 m löng skíðalyfta, sú lengsta á íslandi. Allar nánari upplýsingar hjá Fyrir þá sem þess óska verður séð fyrir skiðakennslu. Skemmtanir fyrir þátttakendur. Farmiðasala og allar aðrar upplýsingar hjá
Ferðaskrifstofunni Útsýn Ferðaskrifstofnnni Útsýn
Austurstræti 17, sími 23510 og 20100. Austurstræti 17, sími 20100 og 23510. 1
STAKSIEIHAR
Nýtum íjáimagn
fjöldans
í aKhyglisverðri ræðu, sem
Árni Grétar Finnsson , hrl. í
Hafnarfirði flutti fyrir skömmu
á fundi Sjálfstæðismanna >
Reykjaneskjördæmi setti hann
fram ákveðnar hugmyndir um
úrbætur á skattalöiígjöfinni og í
öðrum efnum til þess að greiða
fyrir þátttöku almennings í at-
vinnurekstrinum. f ræðu sinni
sagði Árni Grétar Finnsson m.a.:
„En hvað er til úrbóta? Er
hægt að skapa einstaklingunum
tækifæri til að leggja fjármagn
í atvinnureksturinn. Ég vil
skjóta hér fram nokkrum hug-
myndum.
1. Ákveðinn arður af hluta-
bréfaeign verður að vera skatt-
frjáls, alveg eins og hlutafélög
þurfa ekki að greiða skatt af
arði og eins og sparifé er skatt-
frjálst. I þessu efni kemur bæði
til greina að miða við ákveðna
prósentutöiu af nafnverði hluta-
bréfa eða ákveðið hlutfall af
nettóhagnaði fyrirtækja. Ein-
staklingarnir fenjgju þá eðlilegan
arð af þvi fé, sem lagt er til at-
vinnureksturs. Þetta er frumskil-
yrði fyrir því að fjármagn fjöld-
ans renni til atvinnufyrirtækj-
anna.
2. Taka verður upp ákveðinn
skattafrádrátt af fjármagni, sem
lagt er til kaupa á hlutabréfum,
t. d. að 50% af því verði ekki
skattskylt, það árið Sem það er
lagt fram í atvinnureksturinn.
Mér er sagt að slíkar reglur gildi
sumstaðar erlendis. Með þessum
hætti yrðu þeir verðlaunaðir,
sem verja fé sínu til uppbygg-
ingar atvinnulífsins, í stað þess
að leggja það í neyzlu eða
eyðslu. Hið opinbera kann að
missa tekjur af þessum sökum,
en á móti kemur sparnaður í al-
mennri neyzlu og eyðslu og upp-
bygging atvinnufyrirtækja, sem
skapa aukin verðmæti í þjóðfé-
Iaginu.“
Kaupþing
Árni Grétar Finnsson .sagðl
ennfremur:
„3. Nauðsynlegt er að koma
upp kaupþingi. Seðiabankanum
hefur verið falið það hlutverk,
en það hefur enn ekki komizt
til framkvæmda. Bankinn hefur
borið því við, að hér væri ekki
um að ræða á markaðnum verð-
bréf, sem framboð eða eftirspurn
væri eftir.
4. Koma þarf upp stofnunum
í hinum ýmsu starfsgreinum, sem
undirbúa eða láta í té aðstoð
við stofnun stórfyrirtækja, en
vísir að slikri stofnun er Iðnað-
armálastofnun íslands. Slikar
stofnanir væru einnig trygging
fyrir almenning, sem vildi verja
fé sínu til atvinnureksturs.
5. Ríkissjóður verji ákveðnu
fjármagni árlega til kaupa á
j hlutabréfum í nýjum fyrirtækj-
I um, sem síðan yrðu seld almenn-
1 ingi eftir að reksturinn væri
j kominn vel á veg og fjármagnið
j notað á ný til kaupa á hlutum
i í nýjum fyrirtækjum, sem væru
j að hefja starfsemi.“
Loks sagði Árni Grétar Finns-
son:
Jafnan þegar ráðast þarf
í stórverkefni hér á landi
’ í atvinnumálum er einbílnt
á ríkið. Þeir peningar, sem
hið opinb'era hefur til þess
að leggja í slík verkefni eru
ekki sóttir annað en í vasa ein-
staklipþanna. Á árinu 1966 voru
þjóðartekiur íslendinga um 24
j milljarðar á þáverandi gengi. Ef
| einungis 10% ef þessu fjár-
i magni hefði runnið til stofnunar
og unpbyggingar nýrra atvinnu-
j fyrirtækja. hefði þar verið um
2400 milli^nir króna að ræða.
Þetta sýnir að einstaklinearnir
búa yfir því afli sem þarf, en
i við þurfum að hafa löggjöf sem
i gerir þeim kleiff að beina bessu
1 fjármagni i atvinmm»ksturinn.“ .