Morgunblaðið - 15.06.1969, Blaðsíða 8
8
MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNf 1969
TUTTUGU og fimm ára siglir
Stefán frá Ilvítadal til Noregs
1912. Þrjátíu og sex árum síðar
siglir Ivar Orgland fri Noregi
til íslands, þá 27 ára, hrífst af
kvæðum Stefáns og byrjar að
kynna sér sögu skáldsins og list.
— í dag stendur Ivar Orgland í
hátíðasal Háskóla fslands og ver
þar til doktors ritgerð sína um
Stefán frá Hvítadal og Noreg:
fyrstur erlendra manna til að
verja doktorsritgerð við Há-
sköla fslands og fyrsti maður,
sem sækir efnivið slíkrar rit-
gerðar í íslenzkar bókmenntir
20. aldarinnar.
„Mér finnist alltaf gott að koma
til íslands“, segir Ivar Orgland,
þegar ég er setztur öndvert hon
um við borðið. „Hér er loftslag-
ið mér hollt, en í Lundi, þar sem
ég hef verið sendikennari á átt-
unda ár, er versta loft, sem til
er. Það segja rannsóknir og það
líka, að þetta óloft sé komið alla
leiS surenan frá Þýzkalandi: frá
þýzka iðnaðinum. Og þó fallegt
aé á Skáni er ísland enn feg-
urra í minum augum. Nakin Vistmenn á Luster-hælinu hylla islenzka skáldið, sem Uggur rú mfast á „annarlegri strond" Þessi
fjöll og „melgrasskúfurinn harði" mynd hefur aldrei verið birt fyrr en nú í doktorsritgerð Ivars Orgland.
„Þar er sunnudagur
hámessa
og Guð alls staöar nálægur..."
— spjallað við Ivar Orgland, sem í
dag ver til doktors, ritgerð sína
um Stefán frá Hvítadal og Noreg
eru mér frekar að skapi en gul-
rótabreiður og kartöflubeð“.
— Hvenær vaknaði áhugi þinn
á íslenzku og íslenzkum bók-
menntum?
-— Lýðveldisárið, 1944, kom út
í Noregi bók með þýðingum skóla
stjórans Hans Hylens á íslenzk-
um ljóðum; aðallega 19. aldar
ljóðum. Þetta var á styrjaldar-
árum, þegar mikið var hugsað
um „föðurland", ,,heim“ og „átt-
haga“. Þessi islenzku kvæði hrifu
mig og kölluðu á eitthvað, sem
eftir því sem ég las ljóðin oftar,
varð að brennandi áhuga. Þeg-
ar ég svo síðar naut kennslu
Önnu Holtsmark, prófessors í
norraemx við Oslóar'háskóla,
greip mig sú tilfinning, að ég
yrði að líta ísland aiugum ogþað
varð úr, að hingað kom ég 1948
á mánaðamámskeið í íslenzku
við Háskóla íslands. Þegar nám
skeiðinu lauk, gat ég ékki hugs
að mér að faxa af landinru strax
og í tvo mániuði til viðbótar
kynnti ég mér íslenzkar bók-
menintir.
Það var góður tími. Ég bjó á
Garði og varði mestöllum deg-
inum á háskólabókasafninu og
stuindum sat ég þar langt frain
á nótt. Og mér fannist sem allir,
Stefán frá Hvítadal. Þessi mynd hefur hvergi birzt áður, nema
á fyrri bók Ivars Orgland um Stefán frá Hvítadal.
sem ég hitti að máli, væru bók-
menintaspekinigar. Konan á göt-
unni, pósturinn, uniglingamir og
verkamaðurinn — öll gátu þau
frætt mig um íslenzkar bó'k-
menntir í dagsims önin. Og einiu
sinini man ég, að inn í herbengi
til mín kom maður, sem í augna-
blikinu „var hátt uppi“, og fram
eftir allri nóttu flutti hann mér
fyrirlestra um íslenzku skáldin
og ljóð þeirra. Hvílík skemmtan!
Og ég lærði heilmikið! Þetta
var dásamlegur tími.
— Ég man vel eftir Svisslend-
ingi, sem bjó líka á Garði þenn-
an tíma. Það var Óskar Bandl-
er, nú prófessor í norræmu við
háskólann í Zúrioh. Hann var
að vinna við upprunaorðabók
prófessors Alexandens Jóhannes
sonar. Oskar talaði prýðisvel is
lenzku en mismælti sig stundum
skemmtilega. Eirwi sinini sátium
við saman að snæðingi á Garði.
Þá ætlaði Oskar að segja mér
að prófessor Alexander borgaði
fæðið fyrir hann, en tókst ekki
betur til en svo, að hann sagði:
„Alexander borðar fyrir mig
hér“. Ég man við hlógum mikið
að þessu. — Svo ritaði Osikar
doktorsritgerð um málið á Guð-
brandsbiblíu. —
Nú! Þegar ég var búinn að
gleypa í mig mikið magn af bók-
menntanum fór ég að fikta við
að þýða ljóð yfir á nýnorsku:
ég byrjaði á Davíð, því ljóð hams
voru auðveldust. Fyrsta kvæðið,
sem ég þýddi var „Konan sem
kyndir ofnirnn minn“.
Og Ivar Orgland flytur mér
ljóðið á nýnorsku. Mér finn.st
furðulegt, hvensu vel ljóð Da-
víðs fellur að nýnorSkunni; það
er meira að segja nákvæmlega
sami blær yfir því. Og ég hugsa
með mér: Svo nú geta Norðmenn
þá skilið Davíð alveg eins og
við!
„Jafnframt þessu“, heldur Iv-
ar Orgland áfram, „fór ég að
svipast um eftir eimhverju efni
til að skrifa um. Steingrímur J.
Þorsteinsson, prófessor, benti
mér þá á Stefán frá Hvítadal,
sem hafði dvalið í Noregi í þrjú
ár, og ég fékk áhuga á að kanna
tengsl Stefáns við norskar bók
menntir.
Ég heimsótti ekkju Stefáns og
sá hjá henni kortin, sem skáld-
ið sendi heim frá Noregi. >á
ákvað ég, að skrifa þessa bók
um Stefán og Noreg, sem ég nú
ætla að verja til doktors. Ég hef
lagt í hana mikla vinnu, því það
lá lítið fyrir um Noreigsdvðl
Ivar Orgland
Stefáms og ég þurfti að leita
bæði víða og mikið. En þetta
starf hefur veitt mér ríka án-
ægju.
— Kvíðirðu fyrir doktorsvörn
inni?
— Ja, ég von.a, að allt gan.gi
veL Ég á ýmsar ágætar minn-
ingar úr hátíðasalnium frá sendi-
kenmaraárum mímim hér. Einu
sinni flutti ég þar heibnikinn
fyrirlestur á íslenzku um Grieg
og Guðmundur Jónsson söng.
Mér þykir vænt um að mega
koma i þennan sal einiu sinni
enn.
— Og hver eru svo áhrifin,
setn Stefán varð fyrir í Noregi?
— Áður en Stefán hélt til
Noregs hafði aðeins lítið eitt
birzt eftir hamn hérlendis. Ea
1918 koma „Söngvar föruimiamns-
ins“ út. Mikil nýjumg þótti að
þessari bó!k, bæði um form og
anda. Ég tel mig firnma, að Stef-
án hafi þar í tekið margt til sín
frá norskum bókmenntum; m.a.
má segja, að hamn komi með
rvorska nýstefið inin í íslenzka
ljóðagerð. í „Söngvum föru-
mannsins" er Stefán undir sterik
ustum áhrifum frá norskri ljóða
gerð en frá þeirri bók fara þaiu
dvínandi.
En Noregsdvöl Stefáns varð
homum líka þung að mörgu leytL
Hann dvaldi langtímum saman á
berkiahæl-um og stundum drógu
veikindi hans hann langt niður.
Frá „Förres Sanatorium" Skrif-
ar hann Erlemdi í Unuhúsi þetta
bréf 1. júlí 1914:
„Kaeri Erlendur.
Jeg skal ekki þreyta þig með
löngu brjefi — aðeins fáeinar
límur langar mig að senda' þjer.
Dagar minir eru, sem sagt tald-
ir — hægra lungað er gersam-
lega eiðilagt — jeg lagðist 2 maí
og hef legið síðan. Jeg sætti mig
vel við að deyja — lífið hefir
verið mjer þun.gt með köfl-um.
Góði Erlendur fyrirgefðu mjer
alt, sem jeg hefi gert á hluta
þinn jeg veit það er margt en
þú mátt ekki fyrirlíta mig, jeg
þoli það ekki. Eslku viniur minn
skrifaður mjer nokkrar línur.
Jeg má ekki skrifa meira.
Gleymdu mér ekki,
Þinn
Stefán Sigurðsson"
Það er þungt yfir íslenzka
skáldinu í þessu bréfi en í öðru
bréfi, sem hann skrifaði Matthí-
asi Jockumssyni 21. júní 1919 til
að þakka honum góð orð um
„Söngva förumammsins“, kemur
fram, að í erfiðleikumum hefur
sál hanis glaðst við lestur góðra
bókmennta: ,,Ég hefi dvalið þrjú
ár í Noa-egi, meiri hluta þess
tíma var ég veikur — lá í sjúkra
húsi — þann tíma las ég mikið
og mest ijóð. Eina íslenzka bók-
in, sem ég hafði hjá mér voru
tvö bindi af ljóðmælum yðar“
. . . .og . . . .“ það eru tvö skáld
á Norðurlöndum er ég hylli meir
en önnur og þau eru: Matth.
Jochumsson og Henrik Werge-
land“ . . . .og.......Ljóð yðar
og Wergelands grípa mig á saima
hátt og hljómar kirkjuklukkn-
anna gripu mig i æstou þegar ég
heyrði hringt til tiða — þar er
sunnudagur — hámessa — og
guð alstaðar nálaegur . . . .“
Og þær viðtöfcur sem „Sön.gv
ar förumannsins“ fengu bættu
Stefáni upp alla erfiðleika hans
í Noregi. Hann skrifar til Er-
lendar í Unuhúsi: „ . . . Berðu
Þórbergi kæra kveðju — og a/uð
vitað fleirum. Nú er jeg orðinm
allur anmar maður — fullur af
lífsgleði.“
Og þannig þýkir okkur Ivar
Orgland bezt að skiljast við
skáldið frá Hvítadal að þessu
sinni.
En Ivar Orgland hefur gert
fleira en bara að skrifa doktors-
ritgerð um Stefán frá Hvítadal.
Hann hefur látið frá sér fara
þýðingar á ljóðum sjö íslenzkra
Skálda; fyrsta ljóðaúrvalið kom
út 1955 — ljóð Davíðs frá Fagra
skógi, ljóðaúrval Stefáns frá
Framhald á bls. 30
OS (S)
Rithönd Stefáns frá Hvítadal: „Erla, góða Erla •....**