Morgunblaðið - 15.06.1969, Síða 10

Morgunblaðið - 15.06.1969, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNf 1969 UNDANFARIN 10 ár hafa veríð mikið vaxtarskeið fyrir islenzku flugféiögin. Á þessum árum hafa þau endurnýjað flugvélakost sinn með myndarlegum hætti og starf- semi þeirra beggja hefur stór- aukizt. Loftleiðir hafa hazlað sér völl á flugleiðinni yfir N-Atlantshafið með eHirminnilegum hætti og eru stórveldi á íslenzkan mæli- kvarða og Flugfélag Islands hef- ur gerbreytt flugsamgöngum inn- anlands og milli landa með nýj- um flugvélum. Þessi þróun hefur gert það að verkum, að í hugum landsmanna er framtjð flugfélaga okkar næsta örugg og trygg. En svo er ekki — því miður. Þróunin í flugmálum er mjög ör og nú er svo komið, að bæði is- lenzku flugfélögin standa frammi fyrir stórfelldum vandamálum, sem gera það að verkum. að framtíðaruppbygging þeirra og starfsemi hlýtur að vera verulegt áhyggjuefni. LOFTLEIÐIR Velgengni Loftleiða hefur byggzt á lægri fargjöldum en önnur flugfélög hafa boðið. Vegna sérstakra samninga, sem við höf- um við Bandaríkin, hafa Loftleiðir getað selt flugferðir á lægra verði en aðrir, með þeim árangri, að þetta islenzka flugfélag hefur náð 3,5% af farþegafjöldanum yf- ir N-Atlantshafið milli Bandarikj- anna og Evrópu. Tilvist Loftleiða og velgengni hefur byggzt á þess- um lágu fargjöldum og að flestra dómi eru þau grundvöllurinn að starfsemi félagsins. Eins og fram kom í viðtali, sem birtist við Hörð Sigurgestsson hér í blaðinu í gær, hafa fargjöldin yfir N-Atlantshafið stöðugt farið lækkandi. Arið 1960 voru meðal- talsfargjöld milli New York og London 630 dollarar, en eru nú 488 dollarar. Til þess að haida fargjaldamismuninum hafa Loft- leiðir orðið að lækka sin fargjöld hlutfallsiega jafn mikið. Jafn- framt hefur sætanýting Loftleiða farið lækkandi. Mest var hún 1964 eða tæplega 77%, en mun hafa verið rúmlega 67% sl. ár. Lækkandi fargjöld Loftleiða og minnkandi sætanýting gerir það að verkum, að bilið milii tekna og gjalda minnkar stöðugt. Samhliða þessari þróun hefur verið vegið að Loftleiðum á þremur vígstöðvum. Á Norður- löndum, í Bretlandi og í Þýzka- landi. Samningamir, sem gerðir voru við Norðurlöndin í fyrra um minni fargjaldamismun milli Loft- leiða og SAS en áður var, jafn- framt takmörkun á farþegafjölda í hverri ferð og takmörkun á ferð- um, hafa haft þær afleiðingar, að farþegum Loftleiða milli Banda- ríkjanna og Norðurlanda hefur stórfækkað. I kjölfar samning- anna við Norðurlöndin voru gerð- ir svipaðir samningar við Bret- land. Afleiðingin er sú, að Loft- leiðir eru að missa fótfestu á þessum mörkuðum. Enntremur hefur um langt árabil verið i gildi auglýsingabann á Loftleiðir i Þýzkalandi, sem hefur takmarkað mjög starfsemi fyrirtækisins þar. Niðurstaðan er sú, að Loftleiðir halda ekki lengur þvi hlutfalli af farþegafjöldanum yfir N-Atlants- hafið, sem fyrirtækið hefur haft. Það hlutfall fór lækkandi í fyrra og allt bendir til að það fari enn lækkandi í ár. Flug Loftleiða milli Bandaríkj- anna og Evrópu byggist því nú fyrst og fremst á lendingarrétt- indum í Luxemburg og er mér sagt, að um 80% af öllum farþeg- um Loftleiða fari til eða frá Lux- emburg. Grunur leikur á að þýzka flugfélagið Lufthansa hafi í mörg ár reynt að beita áhrifum sínum til þess að takmarka starfsemi Loftleiða í Luxemburg.Sú viðleitni hefur engan árangur borið enn, en rétt er að hafa í huga, að Lux- embura er eitt af Efnahagsbanda- lagsríkjunum og ef til þess kem- ur, að þau ríki móti sameiginlega stefnu í flugmálum kann að verða þröngt fyrir dyrum Loftleiða í Luxemburg. Ennfremur er á það að benda, að loftferðasamningur okkar við Bandaríkin er af sér- stakri gerð. Fyrir nokkrum árum reyndu sjálfstæði íslenzku flugfélaganna kJT síSr í hættu? viss öfi í Bandaríkjunum að fá þessum samningum breytt og takmarka með því starfsemi Loft- leiða þar og er óhætt að fullyrða, að Thor Jhors, þáverandi sendi- herra okkar í Washington, átti drýgstar. þátt í að sannfæra bandarísk stjórnvöld um réttmæti málstaðar okkar. Af þessu er Ijóst, að starfsemi Loftleiða i dag bygg- ist fyrst og fremst á velvild stjórn valda i Bandarikjunum og Luxem- burg. En Loftleiðir standa frammi fyrir fleiri og alvarlegri vanda- málum en þessum. Á allra síð- ustu árum hefur þróunin í gerð nýrra farþegaflugvéla verið mjög ör. Á næsta ári er gert ráð fyrir, að hin nýja risaþota Boeing-747 verði tekin í notkun. Sú flugvól getur flutt nær 500 farþega en talið er, að í byrjun verði hún einungis látin flytja um 350 far- þega. Jafnframt er Ijóst, að með þessari flugvélagerð er unnt að lækka fargjöldin verulega, en hins vegar mun engin ákvörðun hafa verið tekin enn um það innan IATA og raunar ólíklegt, að svo verði í byrjun. Samt sem áður er fyrirsjáanlegt, að til þess mun koma. að fargjöldin lækka enn frá þvi sem nú er vegna tilkomu þessarar nýju flugvélar. Loftleiðir hafa nú átt hinar stóru RR-flugvélar sínar um fimm ára skeið og Ijóst er, að félagið verð- ur að hugsa til endumýjunar á flugvélakosti sinum. Erfitt er að sjá, hvernig Loftleiðir geta end- umýjað vélakost sinn með öðr- um hætti en þeim að festa kaup á þotum. En um leið og Loft- leiðir kaupa þotur er félagið kom- ið með sambærilegar flugvélar og þau flugfélög, sem nú fljúga á þessari flugleið á hærri fargjöld- um. Spumingin, sem Loftleiðir, og raunar við islendingar, stöndum þá frammi fyrir er sú, hvort það er nægilega sterk röksemd fyrir hinum lágu fargjöldum Loftleiða, að félagið verður að lenda flug- vélum sinum á islandi á leiðinni yfir Atlantshafið. Og sú spurning hlýtur einnig að vakna, hversu lengi Loftleiðir geta haldið áfram að lækka fargjöld sín, ef þróunin verður sú, sem telja má liklegt, að fargiöld lATA-félaganna haldi áfram að lækka. Loftleiðamenn hafa, svo sem þeirra er von og vísa, leitað allra ráða til þess að bregðast við þeim vandamálum. sem að þeim steðja. Nýlega hefur verið skýrt frá þvi, að félagið hafi gert samn- inga við dönsku rikisjárnbrautirn- ar um flutninga á farþegum frá Danmörku til Þýzkalands, en það- an eru þeir fluttir áfram til Lux- emburg með áætlunarbifreiðum Loftleiða. Sú ferð tekur 14 tíma. i viðtali Bjöms Bjarnasonar, fréttamanns Mbl. í Briissel, við forstöðumann Loftleiða í Luxem- burg, sem birt var ■ Mbl. sl. fimmtudag kom fram, að þetta samkomulag hefur þegar borið já- kvæðan árangur. Loftleiðir hafa einnig brugðizt við annarri hættu af þeirri dirfsku, sem einkennt hefur alla uppbygg- ingu félagsins. Þegar Air Bahama hóf flugferðir milli Bahamaeyja og Luxemburg á lágum fargjöldum, töldu Loftleiðamenn, að það ætti ekki langa lífdaga fyrir höndum, þar sem reynslulitlir menn voru þar við stjóm. Og raunar var það svo, að þetta fyrirtæki var rekið með tapi. Samt sem áður reynd- ist Bahamaflugfélagið Loftleiðum hættulegur keppinautur. þar sem farþegar frá suðurhlutum Banda- ríkjanna, Mexíkó og víðar á þeim slóðum komust til Evrópu fyrir minna fé en með því að taka Loftleiðavél í New York. Loft- leiðamenn tóku þá ákvörðun um að reyna að komast yfir þetta fyrirtæki og það tókst með vissum hætti. Fréttatilkynning sú, sem Loftleiðir sendu út um málið var mjög óljós og næsta dularfull. Astæðan mun vera sú, að Loftleiðamenn töldu hættu á, að þeir yrðu sakaðir um að seilast til áhrifa á syðri hluta Atlantshafsins með þessum kaup- um og þess vegna var talið heppi legra að láta líta svo út, sem fé- lagið hefði einungis tekið að sér sölustarfsemi fyrir Bahamafélagið. Nú ei hins vegar kominn upp ágreiningur um, hvort sá aðili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.