Morgunblaðið - 25.06.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1969, Blaðsíða 11
MORGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1969 11 endur komist í gagnfræðanám, sem til þess hafa vilja og getu. Stafar það einkum af tvennu, aninans vegar því, að skólarými er ekki nóg fyrir hendi, en hitt er, að allir smærri staðirnir á Austurlandi, Héraðið allt og smærri þorpin verða að senda nemendurna að heiman, annað- hvort koma þeim fyrir í heima- vist eða kaupa þá niður annars staðar. Af þessu leiðir að fræðsluskyldunni er ekki ennþá alls staðar fullnægt eins og vera ætti samkvæmt fræðslulögunum frá 1946. Aðstaða er ekki til þess heima í sumum héruðunum. — Hvað er brýnast til úrbóta í skólamálum á Austulrandi, Sig urður? — Ég tel brýnast að séð verði fyrir húsnæði til að fuliíkamna gagnfræðaskyldunámið í fjórð- ungnum. Þar við bættist aninað, sem ég vil einnig leggja álherzlu á, en það er hinm geysilegi kostn- aður við að mennta unglingana Sigurður Pálsson þegar lengra dregur í námi. Leið ir þessi kostnaður í mörgum til- vikum til þess að foreldrarnir flytjast til Reykjavíkur eða ein- hvers annars staðar þar sem börnin geta haft aðgang að námi og dvalizt jafnframt á heimilum sínum. Þetta er uggvænleg þró- un, sem leiðir af mikluim aðstöðu mun strjálbýlis og þéttbýlis í menntamálum. Augu manna hafa ekki verið nægilega opin fyrir þessum mun, en úr verður að bæta, ef ekki á illa að fara. SKORTURA STJÓRNUNARKENNSLU Helgi Þorláksson, skóla- stjóri, formaður Skólastiórafé- lags Reykjavíkur komst þannig að orði m.a.: — Ég fagna því mjög að þetta námskeið skuli haldið og allir þeir skólastjórar, sem ég hef rætt við, hafa tekið undir það. Sýnir það áhugann m.a., að hér er hver einasti skólastjóri í Reykjavík mættur og fleiri sóttu um að sitja námskeiðið en hægt var að veita viðtöku. Er mjög mikils virði að hittast og bera saman bækur sínar, en svo er einnig margt, sem skólastjór ar geta lært í stjórnun. Hér á laindi eru mjög takmarkaðar regl ur um það hver skilyrði menn verða að uppfylla til að geta orðið skólastjórar og það er oft takmarkað sem menn hafa milli handanna þegar þeir taka við slíku starfi. Þessi vöntun á skil greiningu skólastjórastarfsins er Helgi Þorláksson ekki aðeins áberandi hér á landi, heldur er þetta einnig áberandi vönibuin um mörg störf víða í Ev- rópu. Menntamálaráðherra drap á þessi efni í ræðu sinni hér á námskeiðinu og annar ræðumað ur, sem ekki hlustaði á ræðu ráðherrans, kom einnig inn á þetta atriði. Stjóimun virðist mun betur skipulögð í Banda- ríkjunum en í Evrópu, og hér á landi skorfir það fyrst og fremst í mörgu að kenna mönnum að stjórna. Stjórnunarfélagið sem hér hefur starfað, beinir kröftum sínum einkum að atvinnufyrir- tækjunum, en það gefur auga leið, að slíkt stórfyrirtæki sem skólinn þarf ekki síður á stjórn- unarkennslu að halda. Ég hef að vísu ekki trú á því að gerbreyting verði fyrir þetta námskeið, en það vekur menn til umhugsunar um ótal mörg vanda mál og má vænta þess að áhrif- in af því eigi eftir að koma fram í störfum okkar og hjá þjóðinni allri. Vona ég að námskeið sem þetta eigi eftir að verða fastur liður árlega. Við erum öll mjög þakklát fyrir að hafa átt þess kost að sitja þetta námskeið. ALLT INNAN VÉBANDA SKÓLALÓÐANNA Benedikt Sigvaldason, skóla- stjóri Héraðsskólans á Laugar- vatni, vék fyrst að námskeið- inu: er og fer myndarlega af stað. Ég hlakka til framhaldsins. — Hvað er að frétta úr þín- um skóla, hve fjölmennur er hann um þessar mundir? — í vetur voru 112 nemendur í Héraðsskólanum á Laugarvatni, sem er heldur í færra lagi. Að- sókn að skólanum hefur ver ið mikil um alllangt árabil, og hefur orðið að vísa mörgum frá sem um skólavist hafa sótt. A þessu ári hef ég hins vegar í fyrsta sinn í tíu ára skólastjóra- tíð orðið var við nokkra óvissu í sambandi við ákvarðanir um námsdvöl. Nemendum er ekki ljóst hve rúmur fjárhagur þeirra verður með haustinu og ríkir nokkur óvissa af þeim sökum. — Hve marga vetur starfar Héraðsskólinn? — Hann hefur verið þriggja vetra skóli, en nú í haust verð- ur kennsla í fjórða bekk í fyrsta skipti. Landspróf hefur verið háð við skólann allt frá 1947 og gagnfræðingar hafa verið út- skirifaðir á þremur árum. En nú er verið að breyta kennslufyrir komulaginu til samræmis eins og gert er hvarvetna um land um þessar mundir. Nám yngri nem- enda færist meira í hendur ungl ingadeilda barnaskólanna. — Er hagstætt eða óhagstætt, Benedikt, að hafa marga skóla í nábýli einis og gert er á Lauigar- vatni? — Þetta er athyglisverð spurning, sem á fullan rétt á sér. Á Laugarvatni hefur risið skólamiðstöð, en nú er mikið tal að um ýmsar miðstöðvar sem æskilega þróun í uppbyggingu strjálbýlisins. Slíkt fyrirkomulag hefur sínia ótvíræðu kosti í sam- bandi við ýmiss konar nýtingu á húsnæði og aðstöðu. Það er því hagstætt fjárhagslega og getur einnig verið hagstætt frá félags legu sjónarmiði. Það er t.d. að mörgu leyti æskilegt að yngri nemendur kynnist því sem eldri Benedikt Sigvaldason nemendur eru að fást við. En sambýli Skóla með ólik aldurs- stig og viðfangsefni gebur einnig valdið erfiðleikum, því að nemendur á mismunandi ald ursstigum temja sér mismunandi lifnaðarhætti. Og allt sem gerist á slíkum stað gerist innan vé- banda skólalóðanna. - MINNING Framhald af bls. 12. hæfu gáfum, er hann hafði hlot finna í einum manni. Hann var glöggur á menn og málefni, á- hugasamur um framgang flestra góðira mála og þá skeleggur mála fylgjumaður. Hann lét sig litlu máli Skipta, hvert erfiði hann lagði á sig til að fylgja fram máli, ef hann taldi það réttlátt og hagstætt fyrir einstakling eða þjóðina. Krafta sína var hann varaur að leggja óskipta fram til stuðnings góðs málstaðar algjör lega án tillits til, hvort það bætti hans hag, eða yki honum andstreymi. Slik var hans dreng lund. Ljúfmeran'ska haras, létt lund og óvenjulega rík kýmnigáfa safnaði að honum hóp vina og í slíikum félagsakap var hann tíð um hrókur alls fagnaðar, enda var hann óþrjótandi uppspretta alk kyns kýmnisagna um ein- kennilega einstaklinga sins byggðarlags. Ég tel mig vera rikari af að hafa notið þess að vera samferða maður hanis á lífsleiðinni og svo •miun víist flesitum fkwiiast, sem honum kynrrtiust. Megi þjóðin bera gæfu 'til að eigraast um ó- komin ár marga slíka ágætis- menn. Ég votta eftirliifandi konu hans, börnum og ættrraennum samúð mína. Sveinn Valfells. Forseti S-Jemen víkur Aden, 22. júní. NTB-AP. FORSETI Suður-Jemen, Galit- anh Mohammed A1 Shaabi hef- úp v-erið látinn segja af sér og Umm manna þjóðarráð hefur tek ið við. Allt bendir til að gerð hafi verið bylting, en hún virðist hafa gengið mjög þegjandi og átaka- laust fyrir sig. Forsetinn fyrrver andi er í stofufangelsi á heimili sínu, en ekki h-efur frétzt um neinar handtökur. f orðsendingu þjóðarráðsins segir, að síðan landið fékk sjálfs- stjórn hafi orðið vairt óeðli- legra tilhneiginga einstaklinga, en þær elkfki slkýrðair nánar. Þá segir að samband og samstarf verði eflt við Arabalöndin, sér í lagi þó Egyptaland. Nauðungaruppboð Uppboð það serra auglýst var í 24., 25. og 26. tölublaði Lög- birtingablaðsns 1969 á húseigninni nr. 15 við Bárugðtu hér í bæ þ.e. Hótel Akraness með tilheyrandi eignarlóð og mann- virkjum, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudagnn 2. júlí n.k. kl. 2 e.h. Uppboðshaldarinn á Akranesi, 24. júnr 1969. Jónas Thoroddsen. N auðungaruppboð sem augíýst var í 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 og 2. tbl. þess 1969 á Urðarbakka 26, talin eign Björns Axels- sonar, fer frarn eftir kröfu Bergs Bjarnesonar hrl., Hafþórs Guðmundssonar hdl., og Jóns Ólafssonar hrL, á eigninni sjálfri, mánudaginn 30. júní n.k. kl. 11. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67.. 70. og 72. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á húseign á Árbæjarbletti 4, þingl. eign Ingibjargar Sumarliða- dóttur, fer fram eftir kröfu Björns Sveinbjömssonar hrl., Gjaldheimtunnar, Hafþórs Guðmundssonar hdl.. Veðdeildar Landsbankans og Kristins Sigurjónssonar hrl., á eigninni sjálfri, mánudaginn 30. júni n.k. kl. 16 30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hvassaleiti 6, þingl. eign Guðmund- ar Kristinssonar, fei fram á eigninni sjálfri, ménudaginn 30. júní kl. 10.30 Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 28 , 30. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins 1969 á hluta í Grensásvegi 56, þingl. eign Ólafiu Magnúsdóttur, fer fram eftir kröfu Otveasbanka Islands á eigninni sjálfri, rnánuciaginn 30. júrii 1969. kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 28., 30. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins 1969 á hluta í Háaleitisbraut 109, þingl. eign Ölafs H. Pálssonar, fer fram eftir kröfu Ágústs Fjeldsted hr!„ á eigninni sjálfri, mánudaginn 30. jímí n.k. kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. — Þetta námskeið hefur ver- ið mjög skemmtilegt það sem af * vöggugjöf. Hjá honum fóru saman svo óvenjulega margir eðlisþættir þess bezta, er má LANDSLIÐIÐ - BERMUDA leika á Laugardalsvellinum í kvöld (miðvikudaginn 25. júní) kl. 20.00. — Dómari Magnús Pétursson. Línuverðir Baldur Þórðar- son og Haltdór B. Haftiðason. — Lúðrasveitrn Svanur leikur frá kl. 1915 undir stjórrv Jóns Sigurðssonar. Aðgöngumiðar eru seldir frá kl. 11 f.h. til kl. 18.00 úr sölutjaldi við Útvegsbankann og í Laugardal eftir kl. 18.00. - TRYGGIÐ YÐUR MIÐA í TÍMA - NÚ VERDUR ÞAÐ SPENNANDI KIMATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS. VerB aðgöngumiða: Stúíkusæti kr. 150.— Stæði — 100,— Bamamiðar — 50.—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.