Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1971, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1971 Skyndiáhlaup á f angabúðir Saigon, 19. jan. AP. FALLHLÍFAH'ERMENN S-Vi- etnamshers gerðu sl. sunnudag áhlaup á stöð eina í Kambódíu þar sem talið var að kommún- Lstar geymdu stríðsfanga, þeirra á meðal 20 Bandarikjamenn. — Ekki fundu fallhlífahermennirn- ir neina bandariska fanga, en handtóku hins vegar um 30 her- menn kommúnista, að því er heimildir í Saigon sögðu í dag. Sá, sem stjórnaði heríerð þessari, var s-vietnamski hers- höfðiingmn Do Cao Tri, sem mik- ið orð fór af í iininrásinni í Kam- bódíu í fyrra. Enda þótt engir fangar hafi fundizt, segja heim- ildir í Saigon að aðgerð þessi hafi að öllu leyti heppnazt vel. „Þetta tókst allt mjög giiftuisam- lega,“ er haft ef.tir forimgja ein- um. „Við misstum engam manm fallimn eða saerðan." Banidarískar þyrlur, búnar vél- byssum, voru fallMifaliðiniu til aðstoðar við áráskia, en hún var gerð á þorpið Mimot við þjóð- veg 7 í Kambódíu eftir að fregn- ir höfðu borizt um að kommún- istar hefðu úm 20 Bandaríkj a- menn í haldi þar. Minningargjöf til Bíldudalskirkju Við fjölmennan aftansöng, sem haldinn var á gamlárskvöld hér í kirkjunni á Bíldudal, af- lientu nokkrir vinir skipverj- anna, sem fórust með v/b Sæfara hinn 10. janúar 1970, kirkjunni veglegan silfurskjöld að gjöf. um einlægar þakkir frá vanda- mönnum hinna látnu sjómanna. Myndin, sem fylgir þessum fáu orðum, er af skildinum. Gefendumir eru þessir menn, allir frá Bíldudal: Guðmundur Bjarnason, Ingvi Friðriksson, Jens H. Valdimarsson, Kristinn Þorsteinsson, Ottó Valdimars- son, Óttar Ingimarsson, Theódór Bjarnason, Steindór Halldórs- son, Pétur Elíasson og Jörundur Bjarnason. Þannig hafa þessir menn heiðrað minningu vina sinna og um ieið látið í Ijós góðhug sinn í garð vandamanna og kirkju sinnar. Hafi þeir þakkir allar stundir. Jón Kr. Ölafsson, Bíldudal Starfsfólk Veðurstofunnar mótmælir Mbl, hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá starfsfólki Veðurstofunnar á Keflavíkur- flugvelli. Starfsfólk Veðurstofu Islands á Keflavíkurflugvelli leyfir sér hér með að bera fram eindregin mótmæli gegn nýgerðum kjara- samningum milli BSRB og ríkis- ins. Þau atriði í téðum samningum, er við viljum einkum átelja eru: 1. Lengingu vinnutima hjá vaktavinnufólki, er ein sér jafn- gildir um 7% kauplækkun. 2. Lækkun næturvinnuálags úr 80% í 60%, en sú lækkun ásamt því, að grunnkaup í tímavinnu er nú fundið með því að deila með 160 í stað 150 í mánaðarkaup eins og áður var, nemur um 17% lækkun á yfir- vinnukaupi i næturvinnu. 3. Að leggja að jöfnu dag- vinnu og næturvinnu, þegar unnin er yfirvinna. Auk ofantalinna atriða eru ýmis ákvæði samninganna svo óljós, að augljóst er, að túlkun þeirra ' verður eilíft deiluatriði. Niðurröðun starfsmanna í launaílokka virðist einnig vera vægast sagt vafasöm og ekki til þess fallin að glæða traust starfsmanna á hinu svokallaða starfsmati. Það má teljast Iærdómsrikt fyrir samninganefnd BSRB, að starfsfólk ISAL í Straums- vik hefur nú nýverið samið um flest öll þau atriði, sem BSRB hefir nú samið af vaktavinnu- fólki í þjónustu ríkisins. Er því greinilegt, að við neyðumst nú til að taka til gaumgæfilegrar athugunar hvort ekki sé mögu- legt að hafna „leiðsögn" BSRB í framtíðinni. Miimingarskjöldurinn um sjó- mennina á vb. Sæfara. Á skjöldinn eru áletruð nöfn hinna sex manna, er þá fórust. Auk þess er getið á skildinum fæðingardaga þeirra og dánar- dags. Skjöldurinn var gerður hjá Skartgripagerð Jóns Signumds- sonar í Reykjavík Þessi minningargripur er fag- urlega gerður og kirkjunni því dýrmæt eign. En þó tel ég meira virði tryggð gefendanna og vin- áttan, sem býr að baki þessarar gjafar, ræktarsemi við hina látnu vini sína svo og góðhugur þeirra í garð kirkju sinnar. Þar sem ég sá um útvegun og val á þessum grip, er mér Ijúft og enda skylt að flytja gefend- Taxtar hækka um 2% — en bílstjórar vilja 4% VERÐLAGSNEFND hefur sam- þykkt 2% hækkun á ökutaxta leignbifreiða og sendibifreiða vegna hækkunar á bensínverði og þungaskatti um áramótin. Bandalag ísl. leigubifreiðastjóra hafði óskað eftir 4% hækkun og hefur nú verið skrifað forsætis- ráðherra svohljóðandi bréf vegna afgreiðslu verðlagsnefnd- ar: „Eins og yður, hr. forsætis- ráðherra, er kunnugt, hækkaði söluverð á bensini 1. jan. sl. um kr. 2,70 pr. 1. vegna hækkunar á innflutningsgjaldi af bensíni í sambandi við afgreiðslu vega- laga í des. sl., og einnig hækk- aði þungaskattur bifreiða um 50%. Vegna áðurgreindra hækkana lögðum vér fram til verðlags- stjóra beiðni um heimild til hækk unar ökutaxta allt að 5 farþega leigubifreiða til fólksflutninga ISAL Raimagnstækniiræðingur Óskum eftir að ráða rafmagnstæknifræðing til starfa í raf- magnsdeild vorri í Straumsvík. Starfið er fólgið í hönnun og eftirliti með uppsetningu raf- búnaðar vegna stækkunar áliðjuversins. Reyns.'a varðandi rafbúnað í verksmiðjum svo og nokkur ensku- og/eða þýzkukunnátta er nauðsynleg. Ráðning ný þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Reykjavík og í Bókabúð Olivers Steíns í Hafnarfirði, og berist umsóknir eigi siðar en 27. janúar 1971 i pósthólf 244, Hafnarfirði. iSLENZKA ALFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVfK, og sendibifreiða, sem hljóðaði upp á 4% hækkun, sem er algert lágmark. Nú við afgreiðslu mál3 ins hjá Verðlagsnefnd 14. þ.m. var samþykkt að veita heimild til hækkunar ökutaxtans um 2% Fyrir þeirri afgreiðslu geta ekki verið nokkur rök, og mótmælum vér henni harðlega og gerum kröfu til að beiðni vor um hækk un ökutaxtans verði tekin til endurskoðunar nú þegar. Oss var tjáð að framangreind- ar hækkanir, sem fram komu í frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum, ef að lögum yrði, að áhrif þeirra hækkana gengju að sjálfsögðu inn á ökutaxta leigubifreiða, en reyndin er nú önnur, og er nú séð, að oss hafa verið veittar alrangar upplýsing ar í þessu efni, og endurtökum vér þvi kröfu vora um að þér, hr. forsætisráðherra, sjáið um að endurskoðun fari fram á af- greiðslu þessa máls nú þegar og óskum eftir svari yðar tafar- laust.“ Sverrir Jóhannsson og Albert Karl Sanders í hlutverkum sínum. •Alliríverkfall4 Leikfélag Keflavikur sýnir um þessar mundir gamanleikinn „Allir í verkfall" eftir Duncan Greenwood, í þýðingu Torf- eyjar Steinsdóttur. Leik- ritið sjálft ristir ekki djúpt, en nær þó tilgangi sínum sem létt- ur góður gamanleikur. Þess má vart krefjast að gamanleikir séu að kryfja lífsins vandamál, eða fflytja prédlkainiir —• heldur að lífga upp og lengja lífið með glensi og gamni. Leikritið tekur nokkuð í homin á verkfallsmál- unum, en þó á þann hátt að þar er ekki skemmdur hlutur þeirra, sem því vopni þurfa að beita í alvöru. Leiksýningin er fylli- lega þess virði að koma þangað og sjá, hvað leikararnir hafa gert við tómstundir sínar og hve vel hefur tekizt til. Slikt starf verður seint fullþakkað. Það er nú orðið móðins að hafa leikstjóra og þakka þeim eða áfella fyrir framgang leiks- ins. Leikstjórinn getur lítið gert úr lélegu efni, en góður efnivið- ur hækkar gengi leikstjórans, sem að þessu sinni var Guðjón Ingi Sigurðsson, vel menntur í sinni stétt sem leikari og leik- stjóri, og náði hann góðri sam- vinnu við hina ungu áhugaleik- ara. Af leikurunum bar af Albert Karl Sanders (Alli Kalli) og má mikið vera, ef hann á ekki eftir að skapa á Ieiksviðinu eft- irminnilegar persónur. Sverrir Jóhannsson er sviðsvanur, enda fer hann vel með tiltölulega lé- legt hlutverk frá höfundarins hendi, en kryddar það gam- ansemi og góðri meðferð. Eggert Ólafsson var nokkuð þungur á bárunni, en gerði þó sína hlu'ti vel, samkvæmt eigin skilningi eða leikstjórans? Þá var kven- þjóðin ekki lélegri. Sigurbjörg Pálsdóttir fór með sitt hlutverk, svo sem bezt verður á kosið. Guðbjörg Þórnallsdóttir er ein af þeim, sem aldrei bregzt. Önnu Stiiriiu Marte'imisdótt.ur vair greini- lega haldið svolítið niðri, en þar er lífsfjör fyrir hendi. Ingibjörg Hafliðadóttir skilaði sínu hlut- verki svo vel sem verða má. Leiktjöldin gerði Helgi Krist- insson og félagar hans og voru þau góð og einföld i sniðum. Við hér í fásinninu fyllumst monti, þegar svona tómstunda- vinna kemst í sviðsljósið. Vonum við að Leikfélag Keflavíkur haldi áfram starfsemi sinni með jafngóðum árangri og hingað til en mætti velja úr þyngri viðfangsefnum bæði vegna leik- aranna og áhorfenda. —hsj — Styrkir vísindasjóðs til raun- og hugvísinda STVRKIR visindasjóðs árið 1971 hafa verið augiýstir lausir til umsóknar og er umsóknar- frestur til 1. marz. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, raunvís- indadeild og hugvísindadeild. Er hlntverk vísindasjóðs að efla íslenzkar vísindarannsóknir og styrkja í þeim tilgangi ein- staklinga og vísindastofnanir til tiltekinna rannsókna, kandidata tii vísindalegs sérnáms og þjálf unar- og rannsóknarstofanir t'l kaupa á tækjum og ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við styrkhæfa starf- semi, Raurevísimdadeild annast styrk veitimgar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvísindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líf- fræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, dýrafræði, grasafræði, búvís- iindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Dei'ldarritari er Guðmundur Arnlaugsson rekt- or. Hugvísindadeild annast styrk veitingar á sviði sagnfræði, bók menntafræði, málvisinda, fé- lagsfræði, lögfræði, hagfræði, heimspeki, guðfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Deildarritari er Bjarni Vilhjálmsson, þjóð- skjalavörður. Fasteignasalan Hátúni 4 A, NóatúnshúsiJ Símar 21870-20998 I Fossvogi 4ra herib. íbúð, folaheW með m iðstöðvaríögn frágenginnif. í Breiðholti 4ra herb, ibúðir tiibúnar undnr tréverk. Sérþvottaiherb. á bæð. Við Þinghólsbraut 2ja herb ný- leg einstaikhVigsíbúð. Laus strax. Við Holtsgötu í Hafnarfirði 4ra ti4 5 herb. eiobýtishós. Lausit strax. Við Grettisgötu húseign með þrernur ibiúðum. Við Miðbraut 5 herb. sédhæð. Við Framnesveg húseign.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.